Vísir - 01.06.1977, Síða 24
Drœm netaveiði lofar ekki góðu:
„Lítíð um stóru
Íaxana í sumar"
er hræddur um ;th þah
verfti lilift um strira laxa i sum-
ar”, sagði Krislján (íuðjónsson
á Kerjubakka i viðtali við \'isi.
Heimilt varað veiöa i' net i án-
um frá 20. mai siðastliðnum, og
sagði Kristján, að sú veiði heföi
skilað litlu enn.
,,Þetta er miklu lakari veiði
en i fyrra”, sagöi hann. „Senni-
lega er það fyrst og fremst
vegna þess hversu vatnið er
kalt. Hins vegar er ekki mjög
mikið leysingarvatn, svo ekki er
það skýringin. En það getur
verið að þetta batni eitthvað”.
Margir telja að netaveiðin
gefi nokkra hugmynd um
hvernig laxaveiðin veröi um
sumarið.
,,Já, maður er nokkuð ugg-
andi um aðþað verði a.m.k. lítið
af stórum laxi fyrst netaveiðin
byrjar svona dræmt”, sagði
hann. ,,Hins vegar eru áraskipti
i laxveiðinni og i þessu efni er
ekkert öruggt”. —ESJ.
Firm
Fjöldi
órekstra í
niðaþoku ó
Hellisheiði
í gœr
Sjö bifreiðar skemmdust i
þrem árekstrum á Hellisheiði
i gær. Ekki urðu alvarleg slys
á fólki en þó varð að flytja
ökumann einnar bifreiðarinn-
ar á slysavarðstofu vegna
minniháttar meiösla.
Mikil þoka hefur verið á
Hellisheiði undanfarna daga,
og að sögn lögregiunnar á Sel-
fossi er hún meginástæða á-
rekstranna i gær. ökumenn
hefðu ekki gætt að sér sem
skyldi. og ekki hagað akstri
sinum i samræmi við aksturs-
skilyrði en um aftanákeyrslur
var aö ræða i öll skiptin.
1 morgun hafði þokunni loks
létt af Hellisheiði, en þegar
hún var þéttust var aðeins 10
til 15 metra skyggni. _sn
Klugbjörgunarsveitarmennirnir á tjaldstaðnum við Skógarfoss. — Ljósmyndir Agúst Björnsson.
Ölvun enn
Mikil ölvun vari Reykjavik i
nótt, og að sögn lögreglunnar
fylltust allar fangageymslur
af þeim sökum.
Ekki virðist nein skýring á
þessari miklu ölvun i miðri
viku, önnur en sú, að menn
hafi ekki hætt eftir svall hvita-
sunnunnar og rétt sig svona
hressilega af,
Ekki uröu nein teljandi ó-
höpp eða slys af þessum sök-
um i nótt, en nokkuð bar á
rúðubrotum og smáhnupli þar
sem sökudólgarnir voru i
flestum tilvikum handsamaðir
ástaönum. — AH
NORÐMENN A ÆFINGU
MEÐ ÍSLENSKUM BJÖRGUN-
ARSVEITARMÖNNUM Á
HÁLENDINU
Grófu menn í snjó og leituðu síðan að
þeim. Æfingin stóð í 19 klukkustundir
„Þessi æfing tóksl að öllu leyti
mjög vel, enda vorum við ákaf-
lega heppnir með veður” sagði
Ingvar Valdimarsson flugum-
ferðarstjóri þegar Vfsir ræddi við
hann i morgun um æfingu Flug-
björgunarsveitarinnar i Reykja-
vik sem haldin var um hvita-
sunnuna.
Að sögn Ingvars voru nokkrir
gestir með i för Flugbjörgunar-
sveitarinnar og þar á meðal tveir
norðmenn frá Harðangurs rauða
krossinum. Auk þess tóku þátt i
æfingunni fjórir menn úr Hjálp-
arsveit skáta og sjúkraliði frá
þyrludeildinni á Keflavikurflug-
velli.
Flugbjörgunarsveitin heldur
æfingu á hverju ári og að sögn
Ingvars er reynt aö halda hana
annað hvert ár á Þingvöllum en
hitt árið á snjóasvæðum i nánd
við flugbjörgunzrsveitir úti um
land. Að þessu sinni voru hafðar
bækistöðvar á Skógum undir
Drangshliðarfjalli og æfingin
haldin í samvinnu við Flugbjörg-
unarsveitina á Skógum.
„Fyrsta æfingin hófst eld-
snemma á laugardagsmorgun,
en þd var byrjað á þvi að ganga
upp áFimmvörðuháls 1 skála sem
sveitin á þar” hélt Ingvar áfram.
„Þegar upp á hálsinn var komið
bjuggum við okkur til snjóskriðu
og grófum tvo menn i snjóinn til
þessað hægt væri að leita að þeim
aftur. Þvi næst var gengið yfir
Fimmvörðuháls, Heljarkamb og
Morisheiði niður i Þórsmörk. Þá
hafði æfingin staðið i ni'tján tima
samfleytt.. A sunnudag tókum við
ótrauðir til við æfingarnar aftur
ognú uppiá Sólheimajökli. Þar
bjuggum við til gervisár á þrjá
okkar og komum þeim fyrir niðri
i sprungu. Siðan voru þeir hifðir
upp og gert að sárunum og loks
keyrt með þá heim í bæki-
stöðvarnar á Skógum þar sem viö
ræddum um það fram og aftur
hvernig björgunin hefði tekist og
hvað hefði mátt betur fara. Dag-
inn eftir æfðum við klifur og sig i
Drangshliðarfjalli en um hádeg-
isbil á mánudag var farið að
hugsa til heimferðar.”. —AHO
Ingvar Valdimarsson, formaður flugbjörgunarsveitarinnar, og
Baldvin-Sigurðsson (t.v.) formaöur deildarinnar á Skógum spjalla
saman á tjaldstaðnum við Skógarfoss.
GREINAR ÚR VÍSI
KENNSLUGÖGN VIÐ
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Greinar sem birst
hafa i Visi i vetur um
kost og þjóðþrif, hafa
verið gefnar út fjölrit-
aðar og verða notaðar
við kennslu i matvæla-
fræðum við Háskóla ís-
lands næsta vetur.
Greinaflokkurinn
,,Kostur og þjóðþrif”
hefur birst reglulega i
Visi i vetur, en umsjón
með honum hefur dr.
Jón Óttar Ragnarsson
haft. Hann og ýmsir
aðrir sérfræðingar
hafa þar skrifað um
ýmis málefni sem
snerta matvæli og
ýmsa menningarsjúk-
dóma. Samtals eru 14
greinar birtar i hinum
fjölritaða bæklingi.
— ESJ i
I
Farþegar í
erfiðleikum?
Leiðabókin
ekki komin
Hætt er við að ýinsir f arþeg-
ar hjá Strætisvögnum Reykja-
vikur muni eiga i erfiðleikum
með að finna réttan vagn núna
næstu daga. Bæklingurinn
sem á að sýna mönnum leið-
irnar er ekki tilbúiim úr prent-
smiðju ennþá.
Það er yfirvinnubannið sem
tefur prentun bæklingsins, en
samkvæmt upplýsingum sem
við fengum frá SVR standa
vonir til að hann verði tilbúinn
‘j úr prentun eftir viku.
— EKG