Vísir


Vísir - 10.06.1977, Qupperneq 1

Vísir - 10.06.1977, Qupperneq 1
VERÐ Á ÞORSKBLOKK Á BANDARÍKJAMARKAÐI KOMIÐ í 105 CENT: VERÐIÐ HEFUR NÆR TVO FALDAST Á TVEIM ÁRUM! Verð á þorskblokk á Banda- rikjamarkaði hefur hækkað um SOprósent á tveimur árum. Það fór niður i 58 sent á árinu 1975 en er nú eftir nýjustu hækkanir komið upp i 105 sent. Sé hins vegar litið yfir lengra timabil, kemur i ljós að verð á þorskblokk hafði komist i 82 sent þegar best gérðist. Það var i janúar-byrjun árið 1974. Fljót- lega eftir kjarasamninga i upp- hafi þess árs lækkaði blokkar- verðið að nýju og fór sem fyrr segir i 58 sent. Þessar upplýsingar fékk Visir hjá Eyjólfi Isfeld Eyjólfssyni, forstjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Eyjólfur sagði að um siðustu áramót hefði blokkin selst á 90 sent pundið. Siðan hækkaði verðið um 5 sent, eins og Visir skýrði frá, og fyrir skömmu fékkst siöan 105 sent fyrir pund- ið. — „Þetta er tiltölulega mikil hækkun”, sagði Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson. Siðan árið 1975, eftir að verð á blokk varð lægst, hefur verðið sihækkað. Hlutur þorskblokkar hefur farið siminnkandi, miðað við þorsk i neytendapakkningum. Ef útflutningur á þorskflökum og þorskblokk siðasta árs er skoðaður, kemur i ljós að blokkarframleiðslan nemur að- eins tæpum 30 prósentum. Þorskblokkin er einnig, eins og kunnugt er, ekki nærri þvi eins verðmæt og þorskur i neytenda- pakkningum. Eyjólfur lsfeld Eyjólfsson sagði að á siðustu árum hefði verðmunur milli blokkar og neytendapakkninga aukist. Við siðustu hækkun á blokk, hækk- aði þó ekki verð á neytenda- pakkningum. Það sem af er þessu ári hefur söluaukning á neytendapakkn- ingum verið minni en á siðasta ári og liggja þvi framleiðendur með óvenju miklar birgðir. Framleiðsla á þorskafurðum eykst sifellt, en þó kvaðst Eyjólfur Isfeld ekki eiga von á að það yrði varanlegt. „Það eru takmörk fyrir þvi hvað við getum aukið fram- leiðslu á þorskafurðum”, sagði hann. „Ég tel ósennilegt að við getum haldið þessari aukningu miðað við ástand þorskstofnsins hér við land.” Eyjólfur sagði að yfirvinnu- bannið hefði haft áhrif á útflutn- ing á frystum fiski héðan, þar sem skipum seinkaði. Hann sagði þó að þetta hefði ekki komið að sök, út frá sölusjónar- miði. — EKG 7*1 miíilrlc Birgir tsl. Gunnarsson, borgarstjóri að ræða um veiöihorfur viö Elliðaárnar i morgun. Ljósm: EGU. Formaður útgerðarráðs landaði fyrsta laxinum Niu punda hrygna úr Neöri- Móhyl var fyrsti laxinn sem kom á land úr Elliðaánum á þessu sumri. Þaö var Ragnar Júliusson borgarfulltrúi sem hana veiddi, og er Visir fór i prentun i morgun voru ekki fleiri laxar komnir á land. Það voru að venju borgar- stjórinn, Birgir tsl. Gunnarsson og rafmagnsstjóri, Aðalsteinn Guðjohnsen sem hófu veiðina ásamt nokkrum borgarfulltrú- um. Elliðaárnar hafa á undan- förnum árum verið með bestu veiðiánum hérlendis, og er ekki búist við að þær bregðist nú fremur en endranær. — AH Áhrif yfirvinnubannsins: Þriðjungi mhtna í launaumshginu Verkamenn og iðnaöarmenn hafa flestir fengiö þriöjungi minni tekjur I maímánuöi en venjulega vegna yfirvinnu- bannsins. Yfirvinnubanniö var sem kunnugt er sett I byrjun mai og hefur þvi staöiö f rúman mánuö. Samkvæmt upplýsingum frá Kjararannsóknarnefnd „virðist mega reikna með, aö um þaö bil þriöjuni atvinnutekna verka- og iðnaðarmanna sé aflað meö yfirvinnu”. A undanförnum árum hefur þetta hlutfall veriö frá 31.2% af tekjum þessara fjölmennu hópa upp i 38.7%. Yfirvinnubanniö þýðir þvi mjög verulega fórn fyrir þessar stéttir, þar sem iðnaðarmenn og verkamenn hafa einungis getaö tekiö heim u.þ.b. 2/3 hluta þess sem þeir eru vanir. Hjá verkakonum er þetta tap hins vegar mun minna, þar sem yfirvinna hefur einungis veriö um áttundi hluti af tekjum þeirra. ESJ. JÁRNIÐNAÐARMENN Á ÍSAFIRÐI AFLÝSTU YFIRVINNUBANNI: „Þoð hofðí ekki nógu góð óhriP' „Aðalástæöan fyrir þvi aö viö iðnaðarmenn ynnu sjálfstætt einn aflýstum yfirvinnubanninu var sú og tveir i smiöju, og þeir hefðu aö við teljum þaö ekki hafa haft einfaldlega hirt vinnu frá þéim nógu góð áhrif”, sagöi Jökull stéttarbræðrum sinum sem voru i Jósefsson nýr formaöur i járn- yfirvinnubanni. Einnig sagði iðnaðarmannafélaginu á isafirði, Jökull að engir aðrir iðnaðar- við Visi i morgun. menn en járniðnaðarmenn væru i Afundi i félaginu fyrir skömmu yfirvinnubanni á Isafirði. sagði formaðurinn af sér eftir að „Við höfum tilkynnt málm- og tillaga þess efnis að fella bæri skipasmiðasambandi Islands yfirvinnubann úrgildi hafði hlotið þessa ákvörðun okkar og jafn- stuðning meirihluta fundar- framt að við séum reiðubúnir til manna. Jökull sem var varafor- harðari aðgerða, á borö við alls- maður tók þá viö. herjarverkföll”, sagöi Jökull Jökull sagði að yfirvinnubannið Jósefsson formaður járniðnaðar- hefði komið illa við ýmsa járn- mannafélagsins á Isafirði. iðnaðarmenn. Margir járn- —EKG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.