Vísir - 10.06.1977, Page 8
8
Fjármálastjóri
Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu
Hafnarfjarðar er laust til umsóknar.
Óskað er eftir að umsækjandi hafi við-
skiptafræðimenntun eða góða starfs-
reynslu við bókhald.
Laun eru samkvæmt launaflokki B-21.
Umsóknum skal skila á sérstökum eyðu-
blöðum fyrir 20, júni n.k. til rafveitu-
stjóra, sem veitir nánari upplýsingar um
starfið.
Rafveita Hafnarfjarðar.
fRáðningarstofa
Reykjavikurborgar
óskar eftir að
róða fulltrúa til að
annast atvinnumál
öryrkja
Umsóknir um starfið skulu sendar Ráðningarstofu
Reykjavlkurborgar, Borgartúni 1, og skal I umsókn til-
greina menntun og fyrri störf.
Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar á Ráðn-
ingarstofu Reykjavíkurborgar.
Umsóknarfrestur er til 25. júni n.k.
Ráðningarstofa Reykjavikurborgar.
Tilboð óskast
i eftirtaldar bifreiöar
i tjónsástandi.
Ford Econoline '74
Fíat 128 Rallý '74og'75
Fíat 128 '74
Peugeot 504 '72
Moskvitch '71
Daf fólksbtII '70
Fíat 127 '72
Bifreiðarnar veröa til sýnis við skemmu FIB
Hvaleyrarholti laugardaginn 11. júní frá kl.
13-17.
Tilboð óskast send aðalskrifstofu Laugavegi
103 fyrir kl. 17 mánudaginn 13. júní.
Brunabótafélag islands
Laugavegi 103.
Smiðir óskast
óskum eftir að ráða nokkra smiði. Uppl. i
sima 52595.
Vershjnarhúsnœði óskast
Verslunarhúsnæði á Grensás-, Ármúla-
eða Siðumúlasvæði óskast strax. 100-150
ferm. Helst á jarðhæð. Tilboð um stað og
kjör sendist dagblaðinu Visi merkt „X-
2525”.
Útboð
Utanhússmólning Keflavík
Tilboð óskast i málningu fjölbýlishúss við
Faxabraut 25-27 og Sólvallagötu 38-40 í
Keflavik. titboðsgagna má vitja hjá Val-
geiri Sighvatssyni Sólvallagötu 40 Kefla-
vikog hjá verkfræðistofunni Borgartúni 29
Reykjavik gegn 5000 kr. skilatryggingu.
Teiknaði sýningar-
gesti fyrir eina krónu
Sigurður Thoroddsen
verkfrœðingur opnar
fjórðu einkasýningu sína
ó laugardaginn að
Kjarvalsstöðum
,,Ef maftur hefur gaman af ein-
hverju hefur maður alltaf tima
til þess að sinna þvi”, sagði Sig-
urður Thoroddsen verkfræðingur
i samtali við Visi, en hann hefur
verið afkastamikill málari sam-
hiiða þvi sem hann hefur rekið
stóra verkfræðistofu.
Sigurður opnar á laugardaginn
sýningu á myndum sinum að
Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar
um 200 vatnslitamyndir og teikn-
ingar, sem hann hefur gert á 65
ára timabili. Elsta myndin er frá
árinu 1912, en hana málaði Sig-
urður af útsýninu út um svefnher-
bergisgluggann sinn þegar hann
var 10 ára gamall.
Pólitiskar skopmyndir
A sýningunni eru nokkrar
skopmyndir sem Sigurður teikn-
aði á árunum i kringum 1940.
Þeirra á meðal eru myndir af
Ólafi Thors, Bjarna Benedikts-
syni og Halldóri Laxness.
„Ég byrjaði að teikna skop-
myndir eftir að austurrikismað-
'Á*A
V f I
Sigurður Thoroddsen viö skopmynd af Arna Pálssynl verkfræöingi.
Mynd JA
urinn Strobl kom hingað. Hann
teiknaði mikiö skopmyndir og
þannig kynntist ég þessu,” sagöi
Sigurður.
„Þetta var á Þjóðstjórnarárun-
um og þá var litið að gera á verk-
fræöistofunni. Ég notaði þá tim-
ann til þess að teikna. Ég á ennþá
milli eitt og tvöþúsund skop-
myndir af fólki.
A þessum tima teiknaöi ég
nokkuð af skopmyndum fyrir
Þjóðviljann. Þær voru allar póli-
tiskar.
Ég hélt einu sinni sýningu á
þessum myndum minum og voru
áþeirrisýningu teikningaraf hátt
á annaö hundrað manns. A sýn-
inguna komu 1850 manns, en i þá
tið þótti gott ef 200 komu á sýning-
ar. Þarna seldi ég þrjár myndir.
Auk þess teiknaði ég þá sem
vildu, á meöan á sýningunni stóð,
og kostaöi það einá krónu”.
Þetta er fjórða einkasýning
Sigurðar. Hann Utskrifaöist verk-
fræðingur frá Polyteknisk
Læreanstalt i Kaupmannahöfn
árið 1927. 1 myndlist hefur hann
sótt nokkur námskeið. Hann hef-
ur nú látið alveg af verkfræði-
störfum, en eins og hann segir
sjálfur: „Ég hef nóg að gera”.
—SJ
Fékk salinn
aðeins fyrir
vatnslita-
myndir
,,Ég fékk ekki leyfi hjá List-
ráöi til þess að sýna annaö en
vatnslitamyndir, svo ég tók þvi
fremur en að sleppa þessu al-
veg. Annars hef ég aðallega
fengist við olíumálverkin,”
sagði Jón Gunnarsson listmál-
ari i samtaii við Visi.
Jón opnar á laugardaginn
sýningu á 76 vatnslitamyndum á
Kjarvalsstöðum. Þetta er 8.
Jón Gunnarsson.
einkasýning hans, en auk þess
hefur hann tekið þátt i mörgum
samsýningum. Til dæmis er
hann um þessar mundir með 3
stórar oliumyndir á sýningu i
Sviþjóö. Síöast sýndi Jón hér
heima i Iönskólanum i Hafnar-
firði árið 1973.
Sýning Jóns að Kjarvalsstöð-
um verður opin til sunnudags-
kvölds 19. júni, kl. 2-10 alla daga
nema mánudaga.
* " 1 *
Gott verslunar-,
skrifstofu- og iðnaðar-
húsnœði til leigu!
(----------------------------------^
Til leigu er um 135 ferm húsnæði við eina mestu umferðargötu
borgarinnar. Húsnæði þetta er að hluta á annarri hæð, en vegna mjög
góðrar og áþerandi staðsetningar og stórra sýningarglugga kemur
það jafnt til greina fyrir verslunarrekstur (t.d. húsgagnaverslun,
byggingavöruverslun, heimilistækjaverslun eða véla- og varahluta-
verslun) sem skrifstofu- eða iðnrekstur. Húsnæðið skiptist í 90 ferm
sal, 20 ferm. herbergi (viðarklætt) og 25 ferm. herbergi auk salerna.
Lofthæð í húsnæðinu er yfir 3m. Húsnæðiðjer óvanalega bjart. Lang-
ur leigusamningur kemur til greina. Ennfremur stækkunarmöguleik-
arsiðar. Húsnæðiðer laust og getur afhending á því farið fram strax.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 18820 á skrifstofutíma.