Vísir - 13.06.1977, Page 10

Vísir - 13.06.1977, Page 10
10 VÍSIR C'tgefandi: Heykjaprent hf Framkvxmdastjóri: Davió (.uóinundsson Hitstjórar: Dorsteinn Fálsson ábm. olalur Hat'narsson. Hitstjórnarfullt rúi: Hragi Ciuftmundsson Fréttastjóri erlendra frétta : Guömundur G. Pétursson. I msjón meö lielgarblaöi: Arni Dórarinsson. Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdottir. Einar K. Guöfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrimsson, Hallgrimur H. Helgason, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guöjonsson, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal. Gylfi Kristjánsson. C tlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olaísson. I.jósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Siílustjóri: Páll Stefánsson Auglýsingastjóri: Dorsteinn Fr. Sigurösson Dreifingarstjori: Sigi^röur H Pétursson Auglýsingar: Siöumula k. Simar K22tió. Ktílill. Askriltargjald kr. liitio á mánuöi innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi Ktifill \ <*rft i Uiusasiilu kr. 70 eintakiö. Hitstjórn: Sföumúla 11. Sími Klilill, 7 línur. Prentun: Blaöaprent hf. Umhverfí, auðlindir og stríð við hungurvofu Líklega hafa aldrei jafnmargir svo þekktir og virtir vísindamenn þingað um umhverfismál á Islandi og siðustu dagana. Ráðstefnu þeirra lauk nú um helgina, en hún var haldin á vegum alþjóðlegrar umhverfis- málastofnunar, sem hefur aðsetur sitt í Sviss. Forseti ráðstefnunnar var hinn kunni vísindamaður Linus Pauling frá Bandaríkjunum, en hann er eini maðurinn sem hefur hlotið Nóbelsverðlaunin tvisvar sinnum. Hann sagði í samtali við Vísi, að á undanförn- um árum hefðu augu fólks opnast fyrir nauðsyn þess að vernda umhverf ið, svo sem með því að koma í veg fyrir ofnýtingu náttúruauðlinda, en þó taldi hann þurfa mikið átak áður en unnt yrði að fá menn til að grípa til viðeigandi aðgerða í þessum tilgangi. Það er vel við hæf i að sérf ræðingar úr öllum heims- hlutum komi hingað til lands til þess að f jalla um tengsl mannsins við móður náttúru og meta hvar mannkynið er statt f þeim efnum. Sem betur fer eru umhverfismengun og umhverfisspjöll ekki teljandi vandamál hér á landi og jafnvægi ríkjandí milli hinna ýmsu þátta náttúrunnar—þaðer aðsegja á landi. Auðlindir okkar í hafinu umhverfis island eru aftur á móti talandi dæmi um ofnýtingu og Ijóst er að þörf er skjótra úrræða ef ekki á illa að fara, til dæmis varðandi þorskstofninn. Kjörorð umhverfisráðstefn- unnar „Vöxtur án vistkreppu" verða að vera okkur sem öðrum leiðarljós á komandi árum. Margt athyglisvert kom fram í umræðum á þessari alþjóðlegu ráðstefnu í Reykjavik, meðal annars varð- andi fólksfjölgunarvandamálið. Samkvæmt áætlun- um sérfræðinga verður mannkyniö orðið um átta þús- und milljónir um næstu aldamót, þrátt fyrir miklar framfarirá sviði fyrirbyggjandi aðgerða til þess að draga úr fólksf jölgun. Reid A. Bryson prófessor frá Bandarfkjunum kvaðst með engu móti geta séð, hvernig hægt yrði að fæða og klæða allan þann f jölda að óbreyttum aðstæð- um. Við íslendingar höfum til skamms tíma sýnt vanda- málum vanþróaðra þjóða heldur lítinn skilning og lát- ið ástandið i löndum þriðja heimsins heldur lítið til okkar taka. Við höfum lengi vitað að erfiðleikum hefur verið bundið að brauðfæða stóran hluta mann- kynsins, og þrátt fyrir tækninýjungar og framþróun vísinda virðist engan veginn séð fyrir endann á vandamálinu sem verður æ umfangsmeira með hverju ári. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir svo við samtím- is því að fólk í stórum heimshlutum deyr af völdum næringarskorts, að á vesturlöndum verður mikið át og óheilbrigt líferni mönnum að aldurtila. Þjóðféiagsleg- ar aðstæður valda hér mestu um í báðum tilvikum, þótt með óliku móti sé. ibúar okkar norðlæga lands hafa kynnst báðum þessum vandamálum næringarf ræðinnar og má segja aö skammt sé öfganna á milli. Fyrr á öldum var ófeiti algeng dánarorsök á íslandi, en nú leiðir ofát til heilsubrestseða dauða í æ ríkara mæli hérá landi. Nú á síðasta f jórðungi tuttugustu aldar ætti að vera hægt að koma i veg fyrir hungurdauða milljóna manna. óhjákvæmilegt er að þær þjóðir, sem eru af- lögufærar auki matvælaf lutninga úr birgðaskemmum sínum til ríkja sem ekki geta mettað alla þegna sína. En jafnframt þessu verður aðgera stórátak til þess að kenna þessum þjóðum nútímabúskaparhætti að þvi er varðar matvælaframleiðslu af ýmsu tagi. Með mat- vælaflutningum frá hinum ríku til þeirra fátæku er hægt að bægja hungurvofunni frá um stund en hún verður aldrei rekin á brautef þjóðir þær, sem hungur- dauði vofir yfir verða ekki sjálfbjarga. Mánudagur 13. júni 1977 VÍSIR Kvikmyndatökumenn og leikarar bera saman bækur sinar. Enn er búið i ein- hverjum af þeim húsum, sem sjást á myndinni. Skráning bifreiða og Bifreiðaeftirlit ríkisins: Meiri hagkv Rétt er i framhaldi af grein minni i Vísi s.l. fimmtudag að leiðrétta og útskýra nokkur atriði, sem fram hafa komið i blaðaskrifum FÍB um breyt- ingu á skráningarkerfi bifreiða. Tilvitnanir eru úr grein FÍB. 1. Hluti — „umhyggja fyrir skattborgurunum ekki ástæöa númerabreytingarinnar”. Eins og fram kemur i lok þess- arar greinar er ástæöa númera- breytinganna hagræöing og bætt skipulag á starfi Bifreiðaeftirlits rikisins, enda oftverið bent á þörf á betra skipulagi og meiri hag- kvæmni i rekstri rikisstofnana. Einnig hefur þessi breyting eins og fram kemur hér að framan i för með sérmeira öryggi i eftirliti með ökutækjum og sparnað bæði fyrir eftirlitið og viðskiptavini þess .Breyting á skráningarkerf- inu hefur engin áhrif á verðlags- svæði bifreiðatrygginga, þar sem tryggingin fylgir eigandanum og hans lögheimili. Fyrirkomulagið kæmi þá jafnframt i veg fyrir að þeir, sem flytja milli umdæma og athuga ekki aö tilkynna bifreiða- skrá flutning, borgi annað trygg- ingariðgjald en þeim ber. Bent er á, að „vanhöld vegna tilkynninga á eigendaskiptum bifreiða munu aukast”. Erfitt er að fullyröa um hvort breyting yrði hér á við breytt skráningar- form, en allar likur benda til, að með þvi að auðvelda mönnum eigendaskiptin muni vanhöld vegna tilkynninganna minnka. Reynslan er sú af núverandi kerfi að menn koma jafnvel með nokkrar tilkynningar i einu, þeg- ar bill hefur verið seldur með stuttu millibili. Ástæðan fyrir þessu er vafalaust sú, að mönnum óar við þeim tima, sem fer i að umskrá bilinn og vilja spara sér vinnu ogútgjöldefþeirsjá fram á aðra umskráningu að skömmum tima liðnum. Framkvæmdá lögboðinni skoð- un mun ekki breytast frá þvi sem nú er vegna breytinga á skrán- ingarfyrirkomulaginu. I Reykja- vik og fleiri stöðum mun væntan- lega áfram verða boðað til skoð- unar eftir skráningarnúmerum og sums staöar úti á landi eftir stöðum á auglýstum tima. Hins vegar yrði mun auðveldara að skipuleggja skoðunina og gefa bifreiðaeigendum kost á að panta skoðunartíma. Ekki er i fljótu bragði hægt að sjá, hvaða þýðingu umdæma- merking ökutækja hefur.þarsem eftirlit úti á vegum gildir varð- andi öll ökutæki, sem eru i um- ferð, en sé það álitiö æskilegt, er auðvelt að lima merki t.d. á i skráningarnúmerið (eins og gertl Guðni Karlsson, forstöðumaður bif reiðaef tirlitsins skrifar hér siðari grein sína um fyrirhugaðar breytingar ó skráningarkerfi bifreiða og leggur áherslu á að svara talsmönnum Félags islenskra bifreiðaeigenda ..... V ,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.