Vísir - 24.06.1977, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
tlnefandi: Ht>ykjapr«‘iU lif
Framkvæmdasljóri: Davift (lUÓniundsson
Hitstjórar: l>orst(‘iiin Pálsson ábm.
Olafur Hat'narsson.
Hitsljórnarfulllrúi: Bragi (iuftmundsson. Krottastjóri crlrndra frctta: (iuftmundur G. Péiursson.
L msjón mcö llelgarhlafti: Arni Dórarinsson. lilaftamcnn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir,
Kdda Andrésdottir, Kinar K Guftfinnsson. Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón
Arngrimsson. Hallgrimur H. Helgason. Kjartan L. Pálsson. Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn
Guftjónsson. Sa*mundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal. Gylfi Kristjónsson ( tlitstciknun: Jón
Oskar Hafsteinsson. Magnús OJaísson. I.jósmyndir: Einar Gunnar Einarsson. Jens Alexandersson,
Loftur Asgeirsson.
Siilustjóri: PáH Stefánsson Auglvsingastjóri: Porsteinn Kr Sigurftsson
Drcifingarstjóri: Sigurftur K. Pétursson.
Auglýsingar: Siftumúla x. Simar X'2«0. XOfill. Askriltargjald kr. KJOO.á mánufti innanlaiids.
Afgrciftsla: Stakkholti 2-1 slmi XOIill Vcrft i Liusasölu kr. 70 cintakift.
Hitstjórn : Síftumiila II. Sími XOlíll. 7 llnur. Prcntun: Blaftaprcnt lil.
Heilbrigð útivera og
virðing fyrir landinu
útivistog feröalög landsmanna hér innanlands eiga
siauknum vinsældum að fagna# og er þaö vel. Náin
kynni af náttúru landsins/ sögu og sérkennum þess
gera hvern mann að meiri og betri íslendingi auk þess
sem útivera í faðmi náttúrunnar er fólki andleg og
líkamleg heilsubót.
Svo virðist sem viðhorf manna hérlendis til ferða-
hátta séu að breytast, minna sé um það að fólk verji
fristundum sínum um helgar til langaksturs, en í stað-
inn sé meira lagt upp úr gönguferðum og hvers kyns
útiveru.
Fagna ber þeim áhuga, sem opinberir aðilar hafa
sýnt þessum málum, bæði forráðamenn sveitarfélaga
og þeir, sem sæti eiga í ríkisskipuðum nefndum og
ráðum, er bætt hafa mjög aðstöðu fyrir þá er stunda
útivist og ferðalög innanlands.
Komið hefur verið á fót þjóðgörðum, fólkvöngum,
og friðlöndum viða um land.. Þá hefur víða í þéttbýli
verið lögð alúð við að f jölga grænum svæðum, gróður-
setja tré og útbúa vistlega staði þar sem íbúarnir geta
notið útiveru í næsta nágnágrenni heimila sinna.
Slík svæði eru aftur á móti of lítið notuð og virðist
fólk almennt þurfa eitthvert tilefni til að leggja þang-
að leið sína.
Vísir hyggst nú leggja sitt að mörkum til þess að fá
ibúa höfuðborgarinnar til þess að njóta hollrar útiveru
á morgun með þvi að efna í öskjuhlið til nýstárlegs
leiks, sem hlotið hefur nafnið ratleikur. Hefur tilhög-
un leiksins verið kynnt í blaðinu undanfarna daga, en
um framkvæmd þessarar útivistarhugmyndar hefur
tekist samstarf við Bandalag íslenskra skáta. Ef
heppnin er með geta þátttakendur unnið til veglegra
verðlauna, en aðalatriðið er þó að fólk fáist til þess að
hreyfa sig, vera úti á fridegi og njóta nýstárlegrar af-
þreyingar frá daglegu amstri og streitu.
Vísir hefur síðustu daga kynnt búnað þann sem fólk
þarf að eignast til þess að geta notið þess að fara í úti-
legur, og gert verðkannanir á viðlegubúnaði í verslun-
um í því sambandi. Þá hefst í dag kynning blaðsins á
áningarstöðum ferðamanna víðs vegar um land. I
þessum þáttum er sagt frá því, sem þar getur að líta,
og möguleikum til stuttra ferða út frá þessum stöðum.
Þessari kynningu verður haldið áfram í sumar.
Þannig leggur nú Visir sitt af mörkum til þess að
stuðla að hollri útivist og ferðalögum um landið.
Fjölmargir aðilar vinna um þessar mundir að mál-
efnum þeirra sem stunda útilíf hér á landi. Á vegum
Landverndar, Náttúruverndarráðsog Ferðamálaráðs
var fyrir skömmu haldin ráðstefna um útilíf og tóku
þátt i henni fulltrúar ýmissa félaga og samtaka, sem
sinnt hafa þessum málefnum.
Voru þátttakendur ráðstef nunnar á einu máli um að
þau landgæði, sem nýttust í þágu útilífsiðkana, hefðu
orðið sífellt þýðingarmeiri á undanförnum árum. Yrði
því aðtaka aukið tillit til hagsmuna þeirra, sem útilíf
stunduðu við ákvarðanir um landnýtingu á næstu ár-
um. Slíkum gæðum mætti ekki fórna vegna skamm-
vinns efnahagslegs ávinnings. Þvert á móti töldu
menn þörf á að vernda þau og viðhalda þeim og nýta
þessi gæði á skynsamlegan hátt, fyrst og fremst í
þágu landsmanna sjálfra.
Ástæða er til að taka undir þessi sjónarmið, en
hvetja fólk jafnframt til þess að sýna fulla nærgætni í
samskiptum sínum við íslenska náttúru og valda ekki
eyðileggingu á þeim stöðum, sem það leggur leið sina
um.
Ef landsmenn læra að bera virðingu fyrir náttúr-
unni gæðum hennf, r og fegurð þurfum við ekki að ótt-
ast spjöll á viö. væmum gróvi oo ás:ónu landsins.
Föstudagur 24. júní 1977 VISIR
Ratleikur Visis og Bandolags íslenskra skáta hefst
í Öskjuhlíð kl. 13. á morgun, laugardag. Hér eru
upplýsingar um allt það sem viðkemur leiknum
ALl
Áður en lagt er af stað í ratleikinn er sjálfsagt að skoða
kortið af öskjuhlíðinni og leggja kennileiti á minnið.
Kortiðgetur einnig komið í góðar þarf ir ef einhver villist
og hittir ekki á rétta vörðu. Kortið er þó ekki nauðsynlegt
til þátttöku í ratleiknum, þar sem allar áttavitastefnur
verða gefnar upp á spjaldi sem hverjum þátttakanda
verður afhent.
Ratleikurinn hefst við Dælu-
stöðina i öskjuhlið. Þar fá þátt-
takendur úthlutað spjöldum sem
segja þeim til um hvaða stefnu
skuli taka fyrst og hvaða stefnu
skal taka eftir að komið er að
hverri vörðu.
Þegar búið er að finna stefn-
una, annað hvort með þvi að nota
réttvfsandi eða misvisandi stefnu
(nánari skýring i boxi að neðan)
er um að gera að finna eitthvað
gott kennileiti i þá átt. A þessari
mynd er kennileitið t.d. vatns-
geymarnir í öskjuhlið. Ekki er
víst að kennileiti verði alltaf
svona auðfundin. En alltaf er eitt-
hvað til að miða við, steinnibba,
tré, laut, girðingarstaur o. sv. frv.
Og svo er að ieggja i hann, og
gæta þess að fylgja áttavitanum
nákvæmlega. Munið einnig aö
traðka ekki á viðkvæmum gróðr-
inum i öskjuhliðinni. — Visis-
mvndir: ÓH
Þannig á að nota spjaldið
Þannig litur spjaldið út sem
þátttakendur i ratleiknum
munu fá i hendurnar. Kannski
lítur það svolitiö flókið út i
fyrstu, en þegar nánar er að
gætt, er þaö sáraeinfalt.
Fyrst er að skýra hina ýmsu
dálka á kortinu:
Vöröunúmer, Frá/Til: Efsti
reiturinn undir þessum haus
segir B/237. B þýöir Byrjun (við
erum svo stuttorðir). Númeriö
fyrir aftan er númer fyrstu
vörðunnar sem farið verður á.
Gefið er upp númer vörðunnar
(237), og áttavitastefnan að
henni, bæði réttvisandi og mis-
visandi. t raun og veru þarf
kortið ekki til að rata á réttan
stað. Nógerað lita á áttavitann,
finna f hvaða átt 190 gráður rétt-
visandi (eða 214 misvlsandi)
eru, finna eitthvað kennileiti I
þeirri átt, og ganga aö þvi.
Þannig gengur svo koll af kolli
þangað til komið er að fyrstu
vörðunni.
Við fyrstu vörðuna (f þessu
dæmi nr. 237), þarf að ganga i
nýja stefnu til næstu vörðu. Eins
og sjá má er sú stefna 180 gráö-
ur réttvisandi (204 misv.).
1 hvert sinn sem komið er að
nýrri vörðu er næsta stefna tek-
in, eins og segir til á spjaldinu.
Réttvisandi stefna og misvis-
andi stefna: Þessir dálkar eru
núekkitilað villa um fyrirnein-
um eða gera leikinn erfiðari.
Misvisandi stefna þýðir aö norð-
ur er f þeirri átt sem rauða nálin
á áttavitanum visar. Þannig er
auðveldara að finna út áttirnar.
En raunverulega visar átta-
vitanálin ekki I norður, heldur i
segulnorður. Mismunurinn hér i
m L£l£> Z
Nafn
Vörðu- númer Fri/Til Rétívísandi stefna Misvlsandi stefna Attavita- stefna Kvittun
B/237 190 gráður 214 gráður
237/236 180 gráður 204 gráður
236/231 195 gráður 219 gráður
231/Mark 20 gráður 44 gráður
RÁS NR.
Mark /3 5H
Start /3/S
Tími 0439
Reykjavik er 24 gráður. Fyrir
þá sem kjósa að vera nákvæmir
iþessu, og eiga að venjast þvi að
nota segulnorður birtum viö þvi
hina réttvisandi stefnu. Þar
sem segulskekkjan frá norðri til
segulnorðurs er 24 gráður, má
sjá að mismunur á misvisandi
og réttvisandi stefnum er alltaf
24 gráður.
Semsagt, misvisandi stefna er
þegarsegulnorðurerlátið tákna
norður (og er einfaldara i notk-
un), en réttvisandi stefna (eða
áttavitastefna eins og hún er
einnig kölluð) er þegar áttavit-
inn visar i landnorður, en átta-
vitanálin visar á segulnorður.
Kvittun á vörðum: Á hverri
vörðu sem komið er viö á þarf
að láta kvitta á þátttökuspjaldið
með viðeigandi merki. Þátttak-
endur geta þá kannað hvort þeir
hafi ekki örugglega ratað á
rétta vörðu. Það er gert með þvi
aö bera saman númer vörðunn-
ar á spjaldinu, og númer þeirrar
vörðu sem viökomandi er stadd-
ur á.
Mark, Start, Timi: 1 reitinn
„Start” verður ritaður byrj-
unartiminn. 1 reitinn „Mark”
verður ritaöur timinn sem
komið er I mark. Siðan geta
þátttakendur dregið neðri tim-
ann frá efri timanum, og fundið
út hversu lengi þeir hafa verið.
Ef þeir hafa verið innan við
fimm minútur frá lágmarks-
tima fá þeir tvo happdrættis-
miða, og ef þeir hafa verið á
styttri tima en lágmarkstima,
fá þeir þrjá happdrættismiða.
Upplýsingar um hver lág-
markstiminn er verða gefnar
við upphaf ratleiksins.