Vísir - 24.06.1977, Síða 11

Vísir - 24.06.1977, Síða 11
11 Kort yfir Öskjuhlíðina Þetta kort sýnir öskjuhliöina og svæöið þar sem ratleikurinn veröur á morgun, laugardag. Ratleikurinn hefst við Dælu- stöðina kl. 13, berst siðan vestur og suöur meö öskjuhliðinni, og endar ... þaö er nú þaö, viö segj- um ekki hvar hann endar. En þaö veröur innan kortsins. Ekki er nauðsynlegt að hafa kortið viðhöndina til að taka þátt i ratleiknum.Þaö er aðallega birt til að gefa þátttakendum betra tækifæri til aö átta sig á fjarlægö- um og stefnum. Samt ráöleggjum viö öllum aö taka kortið meö, þvi ef þeir rata á ranga vöröu, er auö- veltaö finna hina réttu af kortinu. Vörðurnar niu eru merktar inn á kortið. Auöur hringur er haföur ákortinu um miöju vöröunnar til aö ekki sé hægt aö svindla, og ganga aö vöröunni án þess að nota áttavita. Samtals eru niu leiðir famar, og hver þátttakandi kemur viö á þremur vöröum þar sem stimplaö veröur á spjald viökomandi að hann hafi komið á vöröuna. Leiö- irnar eru flestar 1650 til 1700 metra langar. Hvergi er yfir skuröi eöa aðrar erfiðar hindran- ir að fara. Þátttakendur eru hvattir til aö taka tillittil þess að i öskjuhlið er viðkvæmur gróöur, og að traöka hann ekki niður. Þessi notkun áttavitans er köll- uð misvisandi. Hér er notandinn að finna í hvaða átt norður er þ.e. 360 gráður. Rauða nálin er látin fylgja pilunni á botni áttavita- hússins og sú pila er samsiða stefnu botnplötunnar. Þarna er ekki tekið tillit til 24 gráðu segul- skekkju. Norðri sem finnst með þessu er segulnorður. Hér er áttavitinn notaður tii að finna réttvisandi stefnu, þ.e. tiilit er tekið til segulskekkju. Rauða nálin er eftir sem áður látin fylgja pilunni á botni átta- vitahússins, en nú hefur húsinu verið snúið um 24 gráður á botn- plötunni til að vega upp á móti segulskekkju. Rauða nálin og pii- an visa alltaf á segulnorður, en nú sýnir botnplata áttavitans land- norður. Hvenœr hefst rat- leikurinn? Ratleikurinn hefst við Dælu- stöðina i öskjuhlfð kl. 1 eftir há- degi á morgun, laugardag. Þar sem við búumst við allnokkrum fjölda þátttakenda, sérstaklega ef veður veröur gott, er ljóst að ekki fara allir af stað á sama tima. Þess vegna er óhætt að mæta til leiks nokkru siðar en kl. 1, eða allt fram til kl. 1.30. Þegar hver þátttakandi fer af staö, veröur starttimihans skráö- ur á kortiö. Þegar komiö er á leiö- arenda veröur marktiminn skráöur. Búast má viö aö leikur- inn taki hálftima til klukkutima, allt eftir þvi hversu fljótir þátt- takendureru. En þaö skiptir ekki máli hversu lengi hver og einn er, allir fá happdrættismiöa i happ- drættinu um Canon myndavélina og filmupokana tiu. Þeir sem eru sérstaklega klárir á áttavita, og fljótir i förum, eiga möguleika á aö komast leiöina á styttri tima en lágmarkstima. Fyrir slik afrek veitum viö þrjá happdrættismiöa. Þeir sem koma viö á öllum vöröunum, og komast á leiöarenda á tima sem er innan viö fimm minútur eöa svo frá lág- markstima, fá tvo happdrættis- miöa. Þeir sem koma á bilum geta lagt þeim viö veginn upp aö heita- vatnsgeymunum, eöa ekiö inn veginn aö Flugleiöabyggingun- um, og lagt þar, t.d. i nágrenni Bilaleigu Loftleiöa. Þaöan er stutt að Dælustööinni. - Ratleikurinn er fyrir alla Ratleikur Visis og BIS er fyrir alla. Leikurinn er sniö- inn þannig að fjölskyldur eiga auövelt með aö taka þátt i honum saman. Við höfum hvatt væntan- lega þátttakendur til aö hafa samband viö Visi. Þetta er gert tii að fá hugmynd um fjöldann. Skráningin er hins vegar ekki bindandi, og þótt fólk hafi ekki látið skrá sig, er þaö velkomiö til aö taka þátt i leiknum En viö kjós- um samt aö íólk bafi sam- btand áður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.