Vísir - 24.06.1977, Qupperneq 21
VISIR Föstudagur 24. júní 1977
21
Trésmiðir þenja raddböndin í Noregi
Bretar geri fiskveiði -
samning við Sovétríkin
„Forsvarsmcnn launþegasam-
takanna átelja harðlega þá hótun
sem felst i þvi að senda til íslands
sendinefnd til viðræðna um tolla-
samning íslands og Efnahags-
bandalagsins, á sama tima og
rætt skal um fiskveiðimái.”
bannig segir meðal annars i
bréfi, sem samstarfsnefndin til
verndar landhelginni sendi Finn
Olav Gundelach og Frank Judd
þegar þeir voru staddir hér á
landi fyrir skömmu.
Ennfremur segir i brefinu að
koma þeirra félaga til Islands
virðist sanna, að Efnahagsbanda-
lagið geri sér ekki ljóst, að um
gagnkvæma fiskveiðisamninga
milli Islands og Efnahagsbanda-
lagsins geti ekki verið að ræða,
þvi að Efnahagsbandalagið eigi
ekkert til að láta á móti fiskveiði-
réttindum við Island.
„Þann vanda, sem alþjóðleg
þróun i efnahagslögsögu strand-
rikja hefur orsakað fyrir ákveðna
útgerðarbæi i Bretlandi er auð-
velt að leysa með gagnkvæmum
fiskveiðisamningum við Sovét-
rikin, en þau fiskuðu við Bret-
landsstrendur á siðastliönu ári á
fjórða hundrað þúsund lesta, og
þau eiga mikil togaramið i
Barents- og Hvitahafi sem
breskir togarar hafa stundað i
meira en hálfa öld.”
Samkór Trésm Iðafélags
Reykjavikur heldur til Osló á
miövikudaginn til þátttöku {
samnorrænu tónlistarmóti
alþýöukóra.
Mótið i Noregi er hið 7. sinnar
tegundar. Þar koma saman á
sjötta þúsund áhugamenn, er
eiga þaö sameiginlegt að syngja
og spila i kórum og hljómsveit-
um, sem starfa i tengslum við
verkalýðshreyfingar Norður-
landa. Það er haldið á vegum
„Nordisk Arbeid'ersanger: og
Musikerforbund”, en kynni Is-
lendinga af þeim samtökum
hafa m.a. leitt af sér stofnun
Tónlistarsambands alþýðu fyrr
i þessum mánuði.
Samkór Trésmiðafélags
1 Ijósmyndaþjónustunni eru filmurnar geymdar I kæliborðui
------yj-------
Geyma filmur
í kœliskáp
Ljósmyndaþjónustan s/f Mats
Wibe Lund flutti nýlega i ný og
glæsileg húsakynni aö Lauga-
vcgi 178. Um leið færir fyrir-
tækiö út kviarnar með þvi aö
opna nýtiskulega ljósmynda-
vöruverslun, þar sem höfuö-
áhersla er lögö á faglegar leiö-
beiningar.
Ein helsta nýungin, sem fyrir-
tækið hefur tekið upp er sala á
kæligeymdum filmum, en gæði
þeirra eru alltaf meiri en filma
sem geymdar eru við venjuleg-
an lofthita, auk þess sem þær
endast mikið lengur.
Að öðru leyti er lögð áhersla á
vandaðar ljósmyndavörur og að
sjlfsögðu er boðin venjuleg úr-
vinnsla þ.e.a.s. framköllun og
kóperingar. Einnig er lögð
áhersla á stór-stækkanir, en
stærsta litstækkunin sem ljós-
myndastofan hefur gert úr 35
mm filmu er 6 fermetrar, en
annars eru tæpast takmörk
fyrir þvi, hve mikið er hægt að
stækka.
Ljósmyndaþjóúustan rekur
eina opna ljósmyndasafnið á
landinu, en i það geta allir
ljósmyndarar lagt myndir sinar
I umboðssölu. Hefur þessi þátt-
ur starfseminnar þróast mjög
ört með sölu jafnt á innlendan
sem erlendan markað. Auk
ljósmyndasafnsins hefur fyrir-
tækið símsendi sem þjónar
erlendu fréttastofunum.
—GA
Nýsóknarkirkja
Breiðholts reist
í mjóddinni
Urslit liggja nú fyrir I sam-
keppni um gerö kirkjubygging-
ar i Breiöholti, sem sóknarnefnd
og kirkjubyggingarnefnd Breiö-
holtssóknar efndu til ekki alls
fyrir löngu.
Nitján tillögur bárust I keppn-
ina, en fyrstu verðlaun hlaut til-
laga arkitektanna Guðmundar
Kr. Kristinssonar og Ferdi-
nands Alfreðssonar. Samstarfs-
maður þeirra var Hörður
Björnsson tæknifræðingur. önn-
ur verðlaun voru veitt Birgi
Breiðdal arkitekt og þriðju
verðlaun Benjamin Magnússyni
arkitekt. Fyrstu verðlaun námu
sjö hundruð þúsundum króna,
önnur verðlaun fjögur hundruö
þúsundum og þriðju verölaun
þrjú hundruð þúsundum.
Hin nýja sóknarkirkja Breiö-
holtssóknar verður reist i
Mjóddinni svokallaðri, en hún
er svæði noröan Breiðholts-
brautar og austan Reykjanes-
brautar. Dómnefndina i sam-
keppninni skipuðu Sigurður E.
Guðmundsson framkvæmda-
stjóri, Björn Björnsson prófesS1-
or, Helgi Hafliðason arkitekt,
Hilmar ólafsson arkitekt og
Kristinn Sveinsson bygginga-
meistari. — AHO
Framhaldsnóm í héraðs-
Reykjavikur var stofnaður 1973,
og hefur á undanförnum árum
lagt iæ viðameiri verkefni. M.a.
tók hann þátt I samnorrænni
dagskrá sem útvarpað var frá
öllum Noröurlöndunum 1. mai
sl. Kórinn heldur tónleika i
Menntaskólanum i Hamrahlið
23. júni n.k. Söngstjóri er
Guðjón Böðvar Jónsson —HHH
VÍSIR
smáar sem stórar!
SIÐUMOLl 8 &14 SIMI 86611
skólum
Héraðsskólarnir hafa fengiö
heimild menntamálaráöuneytis-
ins til þess aö bjóöa upp á nokkrar
námsbrautir á framhaldsskóla-
stigi næsta skólaár.
Er einnig gert ráð fyrir að skól-
arnir hafi fornám fyrir þá nem-
endur sem ekki hafa náð tilskild-
um árangri til framhaldsnáms i
einni eða fleiri námsgreinum.
Þau skilyrði eru sett af hálfu
menntamálaráðuneytisins að
skólarnir hafi fullnægjandi
kennsluaðstöðu og að nægur fjöldi
nemenda sæki um námið.
Að þeim skilyrðum uppfylltum
geta skólarnir boðið upp á eftir-
taldar námsbrautir:
Reykholtra) Almenn bóknáms-
braut b) Heilsugæslubraut c)
Uppeldisbraut d) Viðskiptabraut
lteykir: a) Almenn bóknáms-
braut b) Uppeldisbraut c) Við-
skiptabraut
Núpurra) Heilsugæslubraut b)
Viðskiptabraut
Laugar: a) Iðnbraut b) Bún-
aðarbraut c) Uppeldisbraut d)
Hússtjórnarbraut i samvinnu við
hússtjórnarskólann á staðnum
Eiðar: a) Almenn bóknáms-
braut b) Uppeldisbraut
Skógar: a) Almenn bóknáms-
braut b) Viðskiptabraut
Laugarvatn: a) Uppeldisbraut
Meó stærra og rúmbetra húsnæói er okkur unnt aó veita mun betri
þjónustu en áóur.
Verió velkomin, lítió inn eóa hringió, símanúmerin eru þau sömu
24460»28810
Bílaleigan GEYSIR