Tíminn - 07.09.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.09.1968, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR TIMINN HSÍ og ÍSÍ hafa ólíka skoðun á samskiptum við austantjaldslönd Neita Fram-leikmenn að taka þátt í landsleikjum vegna ákvörðunar tveggja HSÍ-fulltrúa á nýafstaðinni ráðstefnu í Amsterdam? Á aLþjóðaráðstefnu handknatt- leiksmanna í Amsterdam á dögun um var tekin ákvörðun um, að fella Evrópubikarkeppnina niður í ár, og jafnframt ákveðið að fresta undankeppni heimsmeistara keppninnar. Svo jöfn var atkvæða greiðslan um þessar ákvarðanir, að atkvæði forseta ráðstefnunnar réði úrslitum. ísland átti tvo fulltrúa á ráð stefnunni í Amsterdam, þá Axel Einarsson, formann HSÍ, og Val- geir Ársælsson, gjaldkera HSf. Þeir munu hafa verið samlþykk ir því að fella Evrópu'bikarkeppn ina niðu.r í ár. Hefðu þeir hins vegar látið atkvæði sitt falla á annan veg hefði Evrópubikar keppnin farið fram í ár eins og ekkert hefði í skorizt. Núverandi íslandsmeistarar, F'ram, voru staðráðnir í að taka þátt í keppninni, og þykir þeim að vonum súrt í broti, að ekkert verði úr keppninni. Víst er um það, að fulltrúar HSf túlkuðu ekki vilja þess aðila, sem miálið er skyldast, með atkvæði sínu. Og með öllu óvíst, að þeir hafi túlk að vilija meirihluta stjórnair HSÍ. Út af þessu hefur TÍMINN snú ið sér til Birgis Lmðvíkssonar, for manns Handknattleiksdeildar Fram, og lagt fyrir hann nokkr ar spurningar. — Þið eruð óánægðir með af- stöðu HSÍ-fulltrúanna á þinginu? — Já, það er óhætt að segja það. Þeir höfðu ekki samiband við okkur út af þessu. Og eftir því, sem ég bezt veit, munu þeir ekki heldur hafa haft samband við aðra stjórnarmenn HSÍ. Sitja þó sj'ö í stjiórn. Að mínu áliti var hér um svo veigamikið mál að ræða, að mér finnst það beinlínis hafa verið skylda fulltrúanna að ráðfæra sig við aðra aðila hér heima, áður en þeir greiddu at- kvæði á þennan veg. — Nú hafa ísl. fulltrúarnir fylgt sömu stefnu og t. d. Danir og Svíar? Bikarkeppni K.S.Í. Frá Keflavíkurvelli: í dag kl. 4 leika í Keflavík Í.B.K. — Í.B.V. Mótanefnd. — Já, en við þurfum ekki endi lega að hafa sömu skoðun og þeir. Og mér finnst einkennilegt, að HSÍ skuli líta öðrum augum á þessi „rósturmál" í Sþróttunum en ÍSÍ, sem er æðsti aðili fþrótta mála hér á landi. Á sama tíma og HSÍ-fulltrúarnir samþykktu að hafa engin eamskipti við austan tjaldslöndin, samþykkti ÉSÍ að senda 8 ísl. Iþróttamenn til Mexi kó á OL þar sem þeir munu m.a. mæta íþróttamönnum frá austan tjaldslöndunum. Raftæki á góðu verði Vér viljum minna á að ennþá eigum vér ýmis raftæki á mjög góðu verði, svo sem: Útvarpstæki transistor verð frá kr. 1.995.00 Plötuspilara 220 volt 2.615.00 Magnara — 5.375.00 Tunera FM 6.065.00 Hárþurrkur í tösku 992.00 Brauðristar 785.00 Straujárn 695.00 Hraðsuðukatla 1.167.00 Ryksugur 3.990.00 Grillofna 6.200.00 Bónvélar 4.365.00 Rakatæki fyrir íbúðir 1.640.00 Berjapressur miðflóttaafls 2.895.00 Sorpkvarnir í eldhúsvaska 3.940.00 Alladin hitabrúsar og könnur í miklu úrvali. ALLT Á ELDRA VERÐINU — MJÖG TAKMARKAÐ MAGN. RAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆTI 23 Sími 18395 ORYGGISBELTI NÝKOMIN FYRIR FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA SMYRILL, Ármúla 7, sími 12260. ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 7. september 1968. Sigurður Einarsson, einn af landsliðsmönnum Fram. — Taka Fram- leikmennirnir ekki þátt í landsleikjum í vetur? — Hefði kannski verið hægt að fara einhvern meðalveg? — Já og nei. Við vitum hvað gerðist í sambandi við Evrópubik arkeppnina í knattepyrnu.'' Þar keppa austantjalds-liðin saman og Vesturlanda-liðin saman. Þessi leið er skáirri en hin, að mínu áliti. — Nú er ársþing HISÍ á næsta leiti. Verður málið tekið upp þar? — Já, það er eini vettvangur inn, þar sem við getum komið mót mælum okkar á framfæri. Annars vil ég segjia það — og vil undir strika, að það er mitt persónulega álit — að vera má, að Fram—leik menn neiti að taka þátt í lands leikjum fyrir HSÍ á næsta keppn istímabili. Það er mikill hiti 1 leikmönnum okkar út af þessu máli, en undanfarið hafa þeir æft vel undir Evrópubikarkeppnina. Fleira vildi Birgir ekki láta hafa eftiir sér um málið á þessu stigL en þess má geta, að Fram hefur átt flesta leikmenn í lands- liði s. 1. ár. um helgin Nokkrir leikir fara fram í Bikarkeppni KSÍ um helgina. Lítum á dagskrána: Laugardagur (í dag): Keflavikurvöllur: Keflavik — Vestmannaeyjair M. 4 Sunnudagur: Melavöllur: Akranes—KR b M. 2. Víkingur—Þróttur kl. 5. Akureyrarvöllun Akureyri—Valur kl. 5. Þá má geta þess, að KR- ingar (fslandsm.) leika á Sel- fossi á sunnudaginn kl. 5. Um helgina fara firam fj'ögur mót á vegum Golfklúbbs Rvik- ur. f dag fer fram unglinga- keppni, nýliðakeppni og öld- ungakeppni, en á morgun fer frarn firmakeppni. Þátttakan í firmakeppninni er meiri en nokkru sinni fyrr. LAUS STAÐA Staða yfirverkfræSings við Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi er laus til umsóknar. Um- sækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í efna- verkfræði. Umsóknir sendist stjórn Sementsverksmiðju ríkis ins, Hafnarhvoli, Reykjavík, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 30. septemher n.k. Reykjavík, 6. sept. 1968. Stjórn Sementsverksmiðju ríkisins. BÆNDUR Hefi til sölu ca. 100 hesta af góðrj töðu, vél- bundinni. Vantar góða rekaviðarstaura. DANÍEL PÁLMASON, Gnúpufelli, Eyjafirði. Sími um Saurbæ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.