Tíminn - 07.09.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.09.1968, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 7. september 1968. 10. ársþing ungtemplara 10. ársþing íslenzkra ungtempl- ara var haldið í Templarahöllinni í Reykjavík dagana 31. ágúst til 1. sept. sl. Um 30 fulltrúar frá ungtemplarafélögum víðs vegar að af landinu sátu þingið, auk stjórnar og nefndarformanna sam takanna. Við þingsetu voru við- staddir ýmsir forustumenn bind- indishreyfingarinnar. Þingfulltrú- um var skipt niður í þrjá umræðu hópa, er ræddu helztu málefni samtakanna, og nefndir störfuðu. Þingið gerði tvær samþykktir um mannréttindi og bindindismál. í þingsal hafði verið brugðið upp lít illi sýningu um mannréttindamál efni. Forseti þingsins var Brynjar Valdimarsson, Kópavogi. Við þdngsetninigu léku Lárus •Sveinsson, trompetleikari og Þor- jbell Sigurbjörass. tónskáld nokk ur lög. Þá flutti Ingi B. Árælsson, 'varaform. ÆSÍ, erindi um mann- fréttindamál og Ólafur Þ. Kristjéns :son, stórtemplar, áivarpaði þdngið og flutti kveðjur og óskir fró 'stórstúkunni. , f skýrslu stjórnar IUT kom ifram að töluiverð gróska hetfúr ver ið í starfseminni á liðnu starfsári. í sutnar hetfur verið táðindasamt af sfarfseminni; fjögur mót og ihópferð til Svílþjóðar á Norræna . ungtemplaramótið. Samtökunum bættiet eitt nýtt fiélag á árinu, ung templarafélagið Hamar í Vest mannaeyjum. 1200 félagsmenn. Um sl. áramót voru innan vé- banda íslenzkra nngtemplara 13 deildir með samtals 1200 félags menn. Stjóm ÍUT fyrir nœsta stanfsár skipa: Form. Einar Hann esson, Reykjaví'k, varafornv Saav- ar Halldórsson, Keflavfk, ritari Aðalheiður Jónsdóttir Reykjavík, gjaldkeiri Einar Þorstenisson Rvfk, fræðslustjóri Brynjar Valdimars son, Kópavogi og meðstjórnendur Haraldur Guðbjörnsson, Reykjav. og Guðlaugur Þórðarson, Kópa- vogi. Fomiaður allþjóðaneifndar ÍUT er Hilda Torfadóttic foirm. útbreiðsluráðs Jónas Ragnarsson, og form. fjármálaráðs Kristinn Villhjálmsson. MannréttindamáL í samþykkt þings fslenzkra ung templara um mannréttindamál seg ir: „Þing fUT undir kjörorðunum: Bindindi-iBræðr alag-þj óðariieill, Framhald á bls. 10. Héraðsmót í Rangárvallasýslu Framsóknarmenn í Rangárvalla sýslu halda héraðsmót f félags- heimilinu Hvoli, laugardaginn 7. sept. og hefst það kl. 21.00. — Ræðu flytur Halldór E. Sigurðs- son aLþingismaður og ávarp Bald ur Óskarsson formaður SUF. Til skemmtunar verður m.a. gaman- þættir: Ómar Ragnareson, einsöng ur Jón Sigurbjömsson. Hljóm- sveit Þorsteins Guðmundssonar leikur og syngur fyrir dansi. Halldór Baldur. TÍMINN s BARIZT I ABA / NTB - Umuahia, Biafra, föstudag. Leiðtogar í Biafra viðurkenndu í dag, að herlið sambandsstjórn ar Nígeriu í Lagos hefði komizt inn í Aba, sem undanfarið hefur verið höfuðborg Biafra. Segja þeir, að harðir bardagar geisi í borginni, og að stórskota- og sprengjuárásir hafi verið gerðar á íbúðarhverfin. Jafnframt er Ijóst, að ekkert samkomulag er enn í framkvæmd um birgðaflutninga til Biafra, og að enn fara þeir flutningar að- eins fram að næturlagi, þrátt fyrir tilkynninguna sl. miðvikudag um samkomulag milli Rauða krossins og Lagos-stjórnarnnar um birgðaflutninga í 10 daga. I Talsmenn sambandsstjórnar- inngr í Lagos hafa talið sig hafa borgina á valdi sínu í 2— 3 daga, en leiðtogar Biafra hafa alltaf neitað þvi. í tilkynningu Lagos-hersins segir, að forystu við innrásina I Aba hafi haft Benjamin Ade- kunle, ofursti, sem gengur und iir nafninu ,,Svarti sporðdrek- inn“. Þegar Alba hefur fallið hafa Biaframenn einungis tvær borg ir á valdi sínu, Overri og Umu ahia. f Lagos herma fréttir, að Benjamin Adekunle, ofursti, „ herlið stefni nú í átt til Uuiu ahia. Þetta er gefin sem ástæða fyrir þvi, að Lagosstj.órnin hef ur hafnað tilmælum Rauða krossirrs um að fá að nota flug völlinn við Obilagu I Biafra til birgðaflutninga, en sá flugvöll ur er að sögn í sóknarlínu sam bandsbersins 1 átt til Umuahia. Fregnir herma samt, að Rauði krossinn hafi I nótt farið mairgar flugferðir með vistir Framhalo á bls 11 Svartl sporSdrekinn1. Héraðsmót Fram- sóknarmanna í A-Húnavatnssýslu Jón Helgason Jón Skaftason Framsóknarmenn í A-Hún. halda héraðsmót í Félagsheimilinu Blönduósi iaugardaginn 7. septem ber 02 hefst það klukkan 21.00. Jón Skaftason alþingism. flytur ræðu og Jón Helgason ritstjóri, segir sögur. — Sker/mtiatriði annast Jóhann Daníelsson og Ei ríkur Stefánsson, sem syngja ein söng og tvísöng við undirleik Ás- kels Jónssonar. Þá annast Baldur Hólmgeirsson skemmtiþátt. Hljóm sveitin Póló og söngvararnir Erla og Bjarki leika og syngja fyrir dansi. 259 hvalir. f gær hafði Hvalstöðin ± Hvalfirði tekið á móti 259 hvöl um frá vertíðarbyrjun. Hafa hvalveiðarnar gengið mjög illa nú í rúman mánuð, einkum vegna óhagstæðs tíðarfars. Skortur á beitusild. Síðari hluta sumars hefur verið skortur á góðri beitusíld í landinu, og hefur það vald- ið miklum erfiðleikum við línu útgerð, einkum á Vestfjörðum. Vélskipið Víkingur II frá ísafirði hefur í vikunni gert tilraunir til þess að veiða síld í reknet, og afla á þann hátt sfldar í beitu, en lítið orðið ágengt til þesa. Fékk hann tvær tunnur af síld í netin í gær. Mun Víkingur II væntan lega gera tilraun með rekneta veiði á Húnaflóa eftir helgina. Samdráttnr í atvinnnlífi Keflavíkur. Síðustu vikurnar hefur bor- ið á samdrætti í atvinnulífi Keflavíkur. Nokkrum starfs- mönnum á Keflavikurflugvelli hefur verið sagt upp vinnu, og fyrirtæki í Keflavík hafa einn- ig sum hver fækkað starfsfólki. Keflvíkingar hafa nú áhyggj ur vegna atvinnuástandsins. Einkum óttast margir iðnaðar menn, að verulegt atvinnuleysi verði þar í vetur. Sjálfvirk símstöð. Hinn 10. sept. kl. 16.30 verð ur opnuð sjálfvirk símstöð á Kópaskeri. Svæðisnúmerið er 96, en notendanúmer á milli 52100 og 52159. Stöðin er gerð fyrir 60 númer, en 30 notend- ur verða strax tengdir við stöð ina. Fundur Varðbergs og SVS um Tékkóslóvakíu í dag. Magnús Sigurðsson, blaðamað ur, talar um atburðina í Tékkó slóvakíu á sameiginlegum há- degisfundi, sem Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu halda í Þjóðleikhúskjallaran- um í dag, laugardag. Eins og kunnugt er, dvald- ist Magnús í Tékkóslóvakíu nú í sumar. Hann muh svara fyr- irspumum félagsmanna í fund arlok. Sýna í Casa Nova GÞE-Reykjavík, fimmtudag. Tvær listakonur, Anna Sig- ríður Björnsdóttir og Ragn- heiður Jónsdóttir, opna n. k. laugardag sameiginlega mál- verkasýningu í kjallara Casa Nova menntaskólans. Þar sýna þær samtals 60 ólíumálverk, flest frá síðustu 3—4 árum, en konurnar hafa nýlega lokið námi við Myndlistarskólann i Reykjavík. Báðar hófu þær nám við skólann árið 1959 og stunduðu það í eitt ár, en sfðan hafa þær numið þar samfleytt í fjög ur ár, frá 964—‘68. Auk þess stundaði Ragnheiður nám við Glyptótekið í Kaupmannahöfn 1961—‘62. Þær hafa unnið tals vert saman, en myndir þeirra bera þess þó engin merki, því að þær eru gagnólíkar í flestu tilliti. Ragnheiður hefur tekið þátt í þremur samsýningum. en Anna Sigríður í einni. Blaðamenn ræddu stuttlega við listakonurnar í dag, og luku þær miklu lofsorði á Myndlistarskólann við Freyju- götu, kennslu þar og allt fyr- irkomulag. Þær hafa nú lokið námi þar, og ætla að vinna sjálfstætt næstu árin. x Sýningin verður opnuð n.k. laugardag kl. 15 og mun standa til sunnudags, 15. þ.m. Flestar myndirnar eru til sölu. Málverkasýning á Akureyri ED-Akureyri, fimmtudag. Þrír Þingeyingar sýna um þessar mundir málverk sín og myndir f höfuðstað Norður- lands. Er þar fyrstan að nefna bóndann á Fljótsbakka í Suð- nr-Þingeyjarsýslu, Einar Karl Sigvaldason, sem fyllti Lands- bankasalinn af myndum, en þeirra á meðal eru 40 málverk. Einar Karl opnaði sýningu sína á laugardag og lýkur henni næstkomandi sunnudags kvöld. Allmargar myndir hafa þegar selzt. Þetta er fyrsta sýn ing Einars Karls, en hann er maður rúmlega sextugur að aldri og hefur teiknað og mál- að frá bamsaldri. í kvöld opna málverkasýn- ingu á Hótel KEA, stóra saln- um, Jakob Hafstein frá Húsa- vík og Jéhann Ingimundarson, ættaður úr Norður-Þingeyjar- sýslu. Jakob sýnir 35 myndir, þar af 20 olíumálverk, og svo vatnslita og tú&smyndir. Hann hefur haldið 5 sýningar og er því ekki nýgræðingur í hópi sýnenda, síðast í fyrra hafði hann sýningu á Húsavfk. Jóhann Ingimundarson sýn- ir myndir úr tré, stáli og blýi, sérstæðar að gerð, sum- ar mjög frumlegar, og hefur ekki áður sýnt myndir sínar. Hann á 25 myndir á sýning- unni, sem er smekklega kom- ið fyrir. Sýningu þeirra félaga lýkur á sunnudagskvöld og er opin kl. 2—10 daglega. Myndir þessara þriggja Þing eyinga eru mjög margbreyti- legar og þess virði fyiir Ak- ureyringa og aðra, sem þess eiga kost, að sjá þær og skoða. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða 1968. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða var haldinn á Bildu dal dagana 24—25. ág. á s. 1. á heimili sóknarprestsins. Mætt- ir voru 6 prestar af félags- svæðinu, eða % félagsmanna. Formaður fél. sr. Sigurður Kristjánsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna á fundinn, og sérstaklega bauð hann velkominn á félagssvæð- ið hinn nýkjöma prest á Bíldu dal, sr. Oskar Finnbogason. Hann gat þess, að einmitt nú á þessu sumri, væri Prestafél. Vestfjarða 40 ára gamalt, en það var stofnað hinn 1. sept. 1928. Þá gat og formaður kirkjulegra tíðinda á félags- svæðinu. Aðal umræðuefni fundarins voru þessi mál: 1. Frumvarp um prestakalla skipun og kristnisjóð. 2. Frumvarp um veitingu prestsembætta. Sr. Sigurður Kristjánsson flutti málin inn á fundinn og urðu umræður um þau miklar. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar: 1. Aðalfundur Prestafél. Vestfjarða, haldinn á Bíldudal dagana 24.—25. ágúst 1968, skorar á Alþingi að taka til meðferðar og afgreiðslu á kom andi vetri þau kirkjulegu frum vðrp, sem lögð hafa verið fyr- ir þingið og legið þar óafgreidd og lítt eða ekki um þau fjall- að, svo sem frumvarpið um prestakallaskipun og Kristni- sjóð og frumvarpið um veit- ingu prestsembætta. Telur fundurinn óviðunandi það van mat, sem kirkjunni er sýnt með þessu og væntir í því efni skjótra úrbóta. 2. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða 1968 álítur að nú- verandi aðferð við veitingu prestakalla sé með öllu óhæf fyrir margra hluta sakir. Tel- g ur fundurinn rétt að reyna þá B leið í þessu efni, sem á er bent ■ í þegar framkomnu frumvarpi ■' til laga um veitingu prestakalla og nú liggur óafgreitt í fórum Aljúngis. I sambandi við fundinn var guðsþjónusta í Bíldudalskirkju og prédikaði sr. Stefán Egg- ertsson, prófastur. Hjálparsveit skáta Þann 16. júní s. 1. var stofn uð í Ytri-Njarðvík Hjálparsveit Skáta, Njarðvík. Stofnendur sveitarinnar eru um 20 talsins. Mikill áhugi er ríkjandi hjá meðlimum Hjálparsveitarinnar og hafa þeir haldið margar æf ingar og lagt mikla vinnu í undirbúning. Vonast þeir félag ar til að geta búið sveitina góð um tækjum og útbúnaði og er vonandi, að margir góðir menn rétti þeim þar hjálparhönd, því að fjárhagur er þröngur, þótt vilji og dugnaður séu á háu stigi. Hjálparsveitin tók í fyrsta skipti þátt í leitar- og björgunarstörfum nú fyrir skömmu, er flugvél með fjór um mönnum fórst nálægt Látr Framhaid á bls 11. ^ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.