Tíminn - 07.09.1968, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.09.1968, Blaðsíða 10
I 10 TIMINN LAUGARDAGUR 7. september 1968. Frá skólum gagnfræðastigsins í Kópavogi Eins og í fyrra starfa þessir skólar á gagnfræða- stiginu í Kópavogskaupstað: Gagnfræðaskólinn: i Hann sækja allir annars-, þriðja- og fjórðabekkjar nemendur (þar með taldir nemendur landsprófs- deilda), einnig allir fyrstabekkjarnemendur úr austurbænum og þeir fyrstabekkingar úr vestur- bænum, sem búsettir eru austan Urðarbrautar eða við eftirtaldar götur: Melgerði, Vallargerði, Kópavogsbraut, Þinghólsbraut, Sunnubraut og Mánabraut. Unglingadeild Kársnesskólans: Þar verða allir fyrstabekkjar nemendur, aðrir en þeir, sem áður eru taldir. Nemendur sem þegar hafa sótt um skólavist næsta ár þurfa að staðfesta umsóknir sínar sem hér segir: Miðvikudaglnn 11. þ. m. komi landsprófsnem- endur og nemendur IV. bekkjar kl. 9—12. Kl. 2—4 nemendur almenns III. bekkjar. Fimmtudaginn 12. þ. m. mæti nemendur II. bekkjar 9—12 og 2—4. Föstud&ginn 13. þ. m. mæti nemendur 1. bekkj ar kl. 9—12 og 2—4. Ekki er unnt að tryggja þeim skólavist, sem ekki staðfesta umsóknir sínar á nefndum dögum. Unglingadeild Kársnesskólans hefur störf mið- vikudaginn 25. sept. kl. 3 e. h. Skólasetning Gagnfræðaskólans verður auglýst síðar. Fræðslufulltrúi. Auglýsing um innheimtu gjalds á útgjöld til ferðalaga er- lendis. Samkvæmt heimild í 5. gr. bráðabirgðalaga nr 68 frá 3. september 1968 um innflutningsgjald o fl. og í framhaldi af bréfi viðskiptaráðuneytis ins til gjaldeyrisbankanna dags. 3. sept. 1968 set ur ^áðuneytið hér með svofelldar reglur um til högun og innheimtu gjalds á útgjöld til ferða laga erlendis. 1. gr. Frá og með 4. september 1968 skulu gjald- eyrisbankarnir og umboðsmenn þeirra innheimta fyrir hönd ríkissjóðs 20% gjald af andvirði alls selds gjaldeyris til hvers konar ferðalaga í einka- og opinberum erindum svo og í viðskiptaerind- um. Skal gjaldið innt af hendi um leið og sala gjaldeyrisins fer fram. 2. 2. gr. Gjaldeyrisdeild bankanna á vegum Landsbanka íslands og Útvegsabnka íslands hefur umsjón með innheimtu og skilum til ríkissjóðs á andvirði gjaldsins skv. 1. gr. Viðskiptaráðuneytið, 6. sept. 1968 Gylfi Þ. Gíslason (sign) Björgvin Guðmundsson (sign) JÚGÓSLAVAR Framhald áf bls. 1 við háskólana. Nú fá ungu sjálf boðaliðarnir í sjálfboðaliðssveit- unum margs konar þjálfun aðra, þar á m,eðal þjálfun í meðferð senditækja og ljósmyndun. Kenn 'arar eru herforingjar í varalið- inu og fyrrverandi hermenn, sem þátt tóku í síðasta striði. Þá er einnig verið að koma á fót bardaga-sveitum meðal verka manna landsins, og ef um árás verður að ræða, verða skipulagð ar andspyrnusveitir bæði í borg um landsins og sveitum. Peza sagði einnig, a ðnú sæktu mjög margir ungir menn um aðild að komimúnistaílokki landsins. Branko Cetina, ofursti, skýrði frá því í dag í viðtali við júgó slaivnesku fréttastofuna Tanjug, að það væri þýðingarmikið að veita hermönnum og hinum ungu sjálfboðaliðum pólitíska þjálfun m. a. með því að skýra þeim rétt frá atburðunum síðustu vikna bæði í Júgóslaviu og erlendis. Sagði ofurstinn, að nú væri lögð sérstök áherzla á þjálfun í meðferð vopna og fjarskipta- tækja, en jafnframt væri veitt þjálfun í kjarnorkubernaði. Fyrir tveimur dögum síðan til- kynntu yfirvöldin f Zarajevo, að þau myndu gera kvikmynd um hervæðingu til þess að fræða þjóðina um skyldur hennar ef nauðsyn almennrar hervæðingar bæri að. Góðar heimildir segja, að al- menningur í Júgóslavíu sé ró- legur, og að borgaraleg yfirvöld séu ekki jafn svartsýn á fram- tíðina og yfirmenn herafla lands ins, sem telja, að hernaðarinn- rás geti vissulega verið yfirvof andi. UNGTEMPLARAR Frambald af bls i vill í tilefni af 20 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Samein uðu þjúðanna minna á, bve mikið skortir á að margair þjóðir virði þessa samiþykikt. Samkvæmt yfir- lýsingunni eiga allir menn jafnan rétt til að lifa frjálsir og njóta öryggis. Enginn má beita ofbeldi eða líkamsmeiðingum. Þessi á- kvæði eiru fótum troðin í Vietnam og Biafra og víða annars staðar. Jafnframt eiga þjóðirnar rétt til að tjá sig í frjálsum almennum kosningum og velja sér þar með stjiórnarvöld. Þessu er ekki þann ig varið í Grikklandi, S-Afríku, Portúgal, Spáni og löndutn með kommúnistískt sfcjórnarfar. Allir menn eru samkvæmt yfir lýsingunni fæddir jafnir og eiga án tillits til kyns kynþátta og stjórnmálaskoðana jafnan rétt á menntun og kröfu um frjálsræði og réttindi á borð við aðra. Marg- ar þjóðir virða ekki þennan rétt manna. í því efni má sérstaklega benda á kynþáttamisréttið í Suð ur-Afrlku, nýlendum Portúgala, Angola og Mosambik, Banda- ríkjum Norður-Ameríku og Rho deslu. Þá vill þingið benda á hina Auglýsing Athygli innflytjenda, er höfðu afhent tollskjöl til tollmeðferðar fjmir 3. september 1968, er vakin á því, að hinn 9. september 1968 er síðasti dagur sem unnt er að afgreiða vörur án greiðslu inn- flutningsgjalds samkvæmt lögum nr. 68/1968. Fjármálaráðuneytið, 5. sepf. 1968. Hafnarfjörður Tímann vantar blaðbera í miðbæ. Afgreiðsla Tímans, sími 51231. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakklæti til allra sem glöddu mig á sex- tugsafmæli mínu með góðum gjöfum, hlýjum kveðjum og árnaðaróskum. Guðmundur Tryggvason frá Kollafirði. Maðurlnn minn og faðir okkar Jón G. Pálsson andaðist að heimili sinu Garðavegi 4, Keflavík, þ. 5. þ. m. Ágústa Guðmundsdóttir, Páll Jónsson, Reynir Jónsson. innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og fósturföður Björns Sigurðssonar, Kirkjuferjuhjáicigu, Ölfusl. Valgerður Sigurbergsdóttir, Sigurður Guðjónsson. hryggilegu atiburði sem eru að ger ast um þessar mundir í Tékkóslóva kíu. Vítir þingið harðlega það of beldi, sem þar er beitt, og væntir þes-s að þjóðir Tékkósióvakíu öðl ist sjálfsákvörðunarrétt sinn að nýju hið fyrsta. Það er von og ósk 10. ársbings íslenzkra ungtemplara að á þessu alþjóðlega mannréttindaári, megi skilningur þjóðanna fara vaxandi á nauðsyn þess, að allar þjóðiir virði mannréttindayfirlýsinguna." Bindndismál. ,10. ársiþing fslenzkra ungtempl ara ítrekar, að áfengisneyzla, á- samt stöðugt vaxandi misnotkun annarra eiturlyfija, veldur enn þá einu alvarlegasta þjóðfélagsvanda máli, sem við eigum við að búa. Rannsóknir og reynsla sanna, að skaðsemi áfengis er mest innan þeirra þjóðfélaga, sem mesta á- fengisneyzlu hafa. Hið nána sam- hengi áfengisneyzlu og áfengis skaða er augljós og því er það skoðun íslenzkra ungtemplara, að eigi verði unnt að kom-a í veg fyr ir tjón af völdum áfengis meðan n-eyzla þees til na-utna er viður- kennd. Með tilliti til þessa vill Í-UT leggijia áherzlu á, að allir þurfa á eitt að leggjast til að leysa þetta vandamál og telj-um við að ríki og bæj-arfélögum beri að ganga á undan m-eð þvi að sýna gott for dæm-i og hafa ekki áfengi um h-önd í opi.nberum veizlum. ÍUT vill sömul-eiðis vek-ja athygli á þeirri álbyrgð, sem hljóðvarp, sjónvarp og blöð hafa og hvetur þingið þessa aðila til þess að auka fræðslu um eiturlyfijavandamálið og vera á verði gagnvart þeinri leyndu auglýsingu, sem áfengis- neyzla fær oft í formi skemmti- þátta og kvikmynda.“ Skaðsemi sígarettureykinga. ,,Ársþing íslenzkra u.ngtemplara 1968 vill ítreka fyrri samiþykktir um Skaðsemi tóbaksreykinga og hvet-ja alm-enning til þ-ess að heita áhrifum sínum gegn bölvaldi þeim sem sígarettureykingar eru gagn vart heilsu manna. Telur þingið það vera skyldu ábyrgra aðiia að sporna á allan hátt gegn sí-garettu reykingum og í því efni skorar þingið á ríkisstjórnina að banna tóbaksauglýsingar." Einar Hannesson. S. H. Framhald af bls. 1 ón króna fj-árframlagi, er greitt verður til hraðfrystihúsanna á sama hátt og hagræðingarfé, eða eftir árlegri framleiðslu. Fyrir 1. ágúst var 50% verð trygging, samkv. samkomulag- inu er gert var um síðustu ára mót. Verðtryggingin nœr til allra frystra sjiávarafurða annarra en frystrar síldar, humars og rækju. - 1: í llf ® Verkir, þreyta í baki ? DOSI bcltin hafa eytt þrautum margra. ReyniS þau. .EMEDIAH.F LAUFÁSVEGI 12- Síml 165101

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.