Tíminn - 07.09.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.09.1968, Blaðsíða 5
LAUGARÐACrUR 7. september 1968. 5 TÍMINN Ætti að banna Útlagi skrifar: ,J.andfari góður. Hreint land fagurt land. «Rá, þessi setning hefur oft sinnis heyrzt í útvarpmu í sumar, og eins manna á mjeðaL Niú er því svo varið að ég er með þedrri áráttu að dvelja í Þfesmörik í eina til tvær vrkur á susnri hverju, mér til heilsuhótar og ánœgju. Það hefnr swo á hitzt, að ég hef verið í Þórsmörk um verzlunar man'nahelgin-a rnú í fjögur ár, eins og margir af mínum fé- Rjgum. Ekki veit ég af hvaða ástæðu yfirstjóm í skógræktar málum bauuar ekki hátáðahöM eða Pop hátíðir í Húisadai í Þórsmörk. S©nmle>ga er ástæð an sú, að skógræktarstááci og bans félagar í skógræktarmfll- um hafa ekki verið í Þórsmörk um verziumarmannahelgma, og ekki kynnt sér aSar aðstaeðnr af eigin raun. Það er sorgleg staðreymd, að gróðuriim í Húsadal í Þórsmörk verðnr fyrir ómetaniegu tjóni um hverja verzhmarmannahelgi. Tökum dæmi: Það er hrotin stór og fögur grein af tré, það rignir í sárið og kal fcemst í tréð og það skemmist og deyr að lokum. Það eru haldnar smólbrennur hér og hvar um HösadaL Af þessu leiðir að Ijótt flag mynd ast. Svo fyknr úr þessu toruna sári og aöfcaf sbækkar flagið eða réttara sagt, þá stækka flögin og ér þessu verður ein samfelM auðn. Þeir sem bera saman Hnsadal og Langadal sgS míkiinai miun þar á, bve Langidáhir og afdaiir hans enu vel hirtir og skemmtilegir, enda má þakka búsvörðum „Ferðafélags fslands“ hve þeir eru duglegir að halda öllu hreinu og snyrtálegu. Það er vonandi að yfirstjóm skógrækt armálanna taki það til alvar- legrar athugunar að toanna all ar Pop-hátíðir og aðrar skemmt anir í Þórsmörk. Það væri viti nær að senda gott grasfræ í Þórsmörk á hverju vori og fá svo ferðafólk til að sá því í rofbörðin. g eitt er víst, að dvalargestir Perðafélags ís- lands myndu með glöðu geði fara með fræ og sá I rofbörð, sem á vegi þeirra verða, og eru þar mörg fyrir. Ég læt þetta nægja, en vona að skógræktarmenn íhugi mál ið vel og vandlega fyrir næsta stimar.“ Þá er bréf frá Helga Hannes symi, Strönd: Enn um Gunnars- holtsbú „f Landfaradálkum 11. júní sagði ég nokkuð frá sauðbúi í Gunnarsholti. Ég minntist þar á upphaf þess búskapar — og ræddi um skoðamir Rangae- inga á honum. Nautabú stað- arins nefndi ég ekki þá. Þó ekki þess vegna, að sú bú- grein þyki vera til fyrirmynd- ar. Það hefur oftast verið öðru nœr. — Hrakleg meðferð „holdanautanna" hefur marg- oft hneykslað Rangæinga. — Hún hefur iíka víðar sagt tfl sfcn. Svo bar við á síðastliðnu hausti, að Sláturfélagið neitaði að taka við nokkru af „boManautum" Gunnarsholts. Þau þóttu jafnvel óætilegri en kjöt af útigangsmermn. Ein- bver kjötverzlun keypti þó þessi naut. En svo seint gekk salan, að lengi vetrar var kjöt þeirra auglýst í útvarpi viku- lega. Það sannaðist á þeim gömul alþekkt reynsla: Skepna sem étur af sér holdin, safnar ekki vöðvum á nýjan leik. — Á góðu haglendi getur hún hins vegar safnað firnum af spiki. Þorvaldur reynir að afsaka Landgræðslu- stjóra f Landfara 2. júlí kemur fram á sjónarsviðið Þorvaldur Jónsson einhver í Hafnarfirði. Erindi hans var að svara mér, og bera nokkuð í bæti- fláka fyrir landgræðslustjóra. Þorvaldur flutti mál sitt prúð- mannlega. Hann reyndi þó að rangtúlka orð mín — og draga fjöður yfir það, sem hjá mér var og verður mergur málsins: Hneykslið, að stórsóa Land- græðshisjóði, til framleiðslu á kjöti, sem hleðst upp í geymsl um, til mikilla vandrskða, — og „Bretar vilja ekki einu sinni kaupa í hundafóður", eins og Þorvaldur sjálfur orð- ar það. — Og svo er ráðgert að láta smábændur borga sandgræðsluketið! Verja til þess 50 krónum af andvirði hvers af þeirra of fáu lömb- um. Það væri annað regin- hneykslið til! Herfileg hugsunar- villa Það væri hin mesta hugsun arvilla og argvítugur ójöfnuð- ur, að ætla öllum hlutfallslega sama rétt til takmarkaðrar sölu innan lands: Smábónda, sem fargar aðeins 50 lömibum á hausti; stórbónda, sem slátr- ar 500—1000 fjár — og ríkis- búi raeð 1500—2000 sláturfjár. Eins og nú stendur er kinda kjötframleiðslan miklu meiri en nemur innanlandsneyzlu. Líklega kringum 200 þúsund föllum árlega. Þar við bætist, að þetta kjöt er naumast hægt að selja úr landi fyrir nokkurt verð. Það eru nokkur ríkisbú og innan við eitt þúsund gildir þændur ,sem þessum vandræð um valda — án þess að nokkur nauður sé þar á! Meðan ríkissjóður verðbætti allt kjöit og rnjólk umfram innanlandsneyzlu, kepptust stórbændur við að stækka bú sín, enda voru þeir óspart hvattir til þess af stjórnarvöld um! Nú er svo komið, að ríkis- framlagið hrekkur ekki til þess ara verðuppbóta, — þann hluta af kjöt- og mjólkurvörum sem ríkissjóður verðbætir ekki, verða stórbúin sjálf að taka á sig! Það getur ekki komið til mála, að smábændum sé gert að verðbæta það, þeir eru tekjulægstir allra vinnandi ís- lendinga, þeirra tekjur má ekki skerða í þarfir stórbú- anna. Verðbótaféð úr ríkissjóði rennur ekki til smábændanna. Það á að vera stórbúunum nóg. Takið þið smábændur, hönd- um saman! Haldið þið fast á mál'um ykkar! Heimtið þið sama rétt fyrir alla, til sölunn ar innanlands, miðað við magn, — en ekki hlutfall — framleiðslu á búi hverju! — Smábændur eru mjög nýtir þjóðfélagsþegnar Flestir smábændur standa höllum fæti. Margir þeirra eru ómagamenn. Hinir flestir heilsuveilir eða aMunhnignir, — þó standa þeir í þjóðnýtu landvarnarstríði. Þeir berjast við, að halda í byggð jörðum, sem margar mundu annars fara f auðn, — og mlkil verðmæti nýtra mannvirkja, þar með ganga i súg og verða að engu. Nokkrir skammsýnir kjafta- skúmar herma þá vizku hver eftir öðrum, að nauðsynlegt sé, að fækka íslenzkum bænd- um. Þessir ménn tala eins og heimskingjar. Ég tel hér þrennt sem mælir í móti þeim: 1. Það glatast verðmæti og menningararfur með hverju eyðibýlL 2. Það er Ijósara nú en nokkru sinni áður, að innan fárra áratuga, verður það ís- lenzk þjóðarnauðsyn að eiga bónda á hverri einusbu byggi- legri jörð. 3. Nú blasir við þjóðinni vax andi atvinnuskortur við sjávar siðuna. Það mætti heita þjóð- félagsglæpur, að stuðlað væri að því, — með illu eða góðu — að bændur gengju frá býl- um sín.um — og legðu þau í auðn. Án alls efa mundi það stækka hinn atvinnulausa hóp. Smáibóndi sem unir við sitt, þótt lítið sé og af skornum skammti, er ekki aumkvunar verður. Og hann er sæll í sam anburði við atvinnulausan, snauðan bæjarbúa. Ákveðið hámark full- gildrar búvöru bóndans Því er ekki að neita, að nú virðist horfa til vandræða með sölu sumra landbúnaðarvara. Meðan svo er sýnist réttmætt að ákveða hámark fullgreiddra búvara; miðað við bú hvert. og bónda. Þau hámarksákvæði mætti hugisa sér þannig: Hver sauðfjárbóndi fái sjálf ur fullgreidd af eigin ársfram- leiðslu 7000 kílógrömm af kjöti og 700 kg. að auki fyrir hvern heimilismann af skyldu liði, — eða mjólkursöluibóndi 50 tonn af nýmjólk sjálfur, og 5 tonn að auki fyrir hvern heimilismann af skylduliði. — f blönduðum húskap bænda með sauðbú og mjólkursölu mundu þær búgreinar hvor um sig . lækka hámark full- greiðslu hinnar. Þannig, að samanlögð fullgreiðsla næmi hámarki sauðfjárbónda. Þá sýnist sanngjarnt, að aðr ar búvörur, svo sem mikil jarð- eplasala, lækki samanlagt há- mark fullgreiðslu, á mjólk og kjöti viðkomandi bænda. Framleiðslu bónda umfram fullgreiðsluhámark, fengi hann greidda með útflutningssölu- verði. Menn yrðu látuir ráða því sjálfir, hve mikið þeir vildu framleiða fyi-ir þann markað“. Leið út úr ógöngum Að lokum segir Helgi: „f hugleiðingunum hór að framan er bent á leið, sem tryggja mætti smábændum og miðlungsbúum fullt verð framleiðslu sinnar. Og leið til að takmarka búkergju bænda, sem streitast við stærri bú en þeir ráða við. Bú, sem oft skila líkum arði og hálifu minni bú hjá snotfum bændum. — Bú, sem aldréi er fullheyjað fyrir. en fóðrað að þriðja eða fjórða parti, á erlendu korn- fóðri, — eins og t.d. fjárbúið á Hesti í Borgarfirði. Þar át hver kind í fyrravetur nær 50 kfló af erlendu fóðurmjöli! Það er erfitt að skilja tilgang þesslags rfkisbús. Trúir því nokkur, að það beri sig? Á síðastliðnu ári var flutt til íslands um eða yfir 50 þús. tonn af „fóðurbæti". Það sam svarar milljón hestum af góðri töðu! En á þeim má fóðra í flestum árum 400 þúsund lembdar ær! Með öðrum orðum fslendingar settu um helming sauðkinda sinna á amerískt kornfóður! Var eitthvert vit í þvi? x Hovrt hef ég bændur hafa á orði, að banna ætti börnum og búlausu fólki að eiga fáein- ar kindur til gamans. Mér finnst þetta kvikindis hugsunar háttur, sem ekki nær nokkurri átt. ITví skyidi þetta fólk ekki mega eiga sínar' fáu kindur eins og tíðkazt hefur frá fornu fari. — Það breytir litlu um útflutni'ngsörðugleika, til nc frá. Þó mætti gjalda varhug við, að stórbú leituðu undan- bragða — og notuðu gervi- fjáreigendur fyrir skjálka- skjól." A VÍÐAVANGl Játning Morgun- blaðsins Morgunblaðið hefur nú séð sitt óvænna að játa skrök sitt um það, að íslendingar hafi barizt fyrir 12 mflna hámaiks- landhelgi á tveimur Genfarráð stefnum. Morgunblaðið segir í gær: .„Staðreyndin er auðvitað sú, að á Genfarráðstefnunni 1958 greiddu íslendingar atkvæði með þremur tillögur, sem fólu í sér 12 mflna fiskveiðiland- helgi, en þær tillögur náðu ekki fram að ganga sem alþjóða lög, vegna bess að tilskilinn meirihluti náðist ekki“. Nú er ,,staðreyndin“' sem sagt ekki „á tveim Genfarráð stefnum“ heldur aðeins 1958. I>etta er rétt. Á Genfarráðstefn unni 1960 greiddu íslendingar atkvæði gegn 12 mflna há- marki í hvaða mynd, sem það kom fram. Og það er mergur inn málsins. Afstaðan á fyrri ráðstefnunni skiptir engu máli, enda voru þá viðhorf önnur og gerbreytt, og Alþingi hafði gert landgrunnsályktun sína. Það er. vitanlcga sú afstaða, er sýndi vilja og afstöðu íslend- inga eins og málin horfa nú við. En Morgunblaðið getur samt ekki stillt sig um að halda skreytni sinni áfram: „f fyrradag héit blaðið (þ. e. Tíminn) því t.d. fram, að fs- lendingar hefðu barizt fjrrir því með oddi og egg á Genfarráð stefnum 1958 og 1960, að 12 mflna hámarkið næði ekki fram að ganga að alþjóðalög- um“. Nú er bezt að biðja blaðið með svarta blettinn að tilfa*ra þau orð í Timanum þennan dag, þar sem sagt er að þessi hafi verið afstaða fslands á ráð stefnunni 1958. Túninn Hefur ekki sagt neitt f þessa átt, heldur aðeins sýnt fram á skreytni Mbl. um 12 mflna há- mark scm „stefnu okkar á. tveim Genfarráðstefnum“. Það er afstaðan á ráðstefnunni 1960 sem máli skiptir, því að þar kemur viðhorf okkar, eins og ■ það var eftir útfærsluna, skýrt fram og þar komum við í veg fyrir það með atkvæði okkar, að 12 mílna hámark næði fram að ganga. Svar frá símamála- stjóra Símamálastjóri hefur sent blaðinu eftirfarandi athuga1 semd til birtingar: ,,f Tímanum 27. ágúst sl. (á bls. 5 f rammagrein) er gagn- rýni á kaupum pósts og súna á fasteigninni ThorvaMsens- stræti 2, sem póst og símamála stjórnin hefur áður sent yður greinargerð um, en þó er nú vakin tortryggni á því. hvort ióðin sem kcypt var, hafi verið að hluta eitthvað af Vallar- stræti. Þetta er ekki rétt, eins og meðfylgjandi yfirlýsingar frá lóðarskrárritara og frá Guð laugi Þorlákssyni, sem annað- ist sölu fasteignarinnar, bera mcð sér. f kaupunum var að- eins að ræða um fasteignina Thorvaldsensstræti 2, en ekki Vallarstrætislóð þar fyrir norð Framhald á bls. 11 STAKIR ELDHÚSSKÁPAR MIKIÐ ÚRVAL Á LAGER EINNIG VASKBORÐ, KÚSTASKÁPAR OG ÝMSAR GERÐIR EFRI OG NEÐRI SKÁPA. HÚS OG SKIP HF Laugavegi 11. Simi 21515.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.