Tíminn - 08.10.1968, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. október 1968.
P) C KJ M 1 — Mig dreymdi að ég væri
að kyssa Margréti. Ég held að
DÆAAALAUSI ég sé að verða vitlaus!
SJÓN VARPIÐ
Þriðjudagur 8. 10 1968
20.00 Fréttir
20.30 Setið fyrir svörum
Jóhann Hafstein, iðnaðar-
málaráðherra, svarar spurn
ingum.
Ólafur Ragnar Grímsson stj.
umræðum.
21.00 flollywood og stjörnurn-
ar.
Þessi mynd fjailar um leikar
ann Paul Newman.
íslenzkur texti: Rannveig
Tryggvadóttir.
Lárétt: 1 Ávaninn 6 Kona 7
Tveir eins 9 Borðandi 10 Kátari
11 Væl 12 Greinir 13 Tóntegund
15 Gróði.
21.25 Kólombía.
Þetta er fjórða myndin í
myndaflokknum um sex
Suður-Ameríkuríki.
í Kólombíu er nýtt þjóðfélag
í deiglunni og mörg öfl og
andstæð að verki.
Stjórnmálaástand er ótryggt,
þjóðlífið fjölbreytilegt.
íslenzkur texti: Sonja Diego.
22.05 Melissa (1. hluti).
Brezk sakamálamynd i sex
hiutum eftir Francis Dur-
bridge
Aðalhlutverk: Tony Britton.
ísl. texti: Dóra Hafsteinsd.
22.30 Dagskrárlok.
Krossgáta
136
Lóðrétt: 1 Tímabila 2
Tíimi 3 Fangelsi 4 Tveir
eins 5 Lúsareggjunum 8
Útibú 9 Sturli 13 Öfug staf
rófsröð 14 Tónn.
Ráðning á gátu no. 135
Lárétt: 1 Andlits 6 Ráð
7 Lá 9 Ár 10 Ansvíti 11
Ka 12 Af 13 Eða 15 Óleik
ur.
Lóðrétt: 1 Aflakló 2 Dr.
3 Lárviði 4 Ið 5 Skrifar 8
Ána 9 Áta 13 EE 14 Ak.
Er þa3 mér a8 kenna, að þú hefur ekki sagt mér, að þú gætir ekki
þolað rautt, gult, fjólublátt, grænt , . .!
TÍMINN
n
37
af borðinu eftir síðustu gestina
þegar síminn hringdi. Agnes
svaraði.
— Nei, hann er ekki hérna,
heyrði það að hún sagði. — Já,
ég skal segja henni það. Mamma!
— Hver var þetta? spurði Jó-
hann þegar Agnes kom fram í eld-
húsið.
— Malín á elliheimilinu. Þau
heyrðu rödd Önnu innan úr hlið-
arherberginu:
— Nei við höfum ekkert orðið
vör við hann í dag. Þá hefur
hann líklega farið til Sundavík-
ur £ staðinn. Andartaki síðar hélt
hún áfram: — Nú, hafið þið
hringt þangað? En . . . hann hef
ur þó aldrei orðið fyrir slysi? —
Þakka þér fyrir að þú hringdir.
Ég skal.. Vertu þá sæl.
— Hvað var þetta? spurði Jó-
hann .— Þú ert náföl!
— Pabbi er týndur . . .Anna
neri hendurnar. — hann fór
snemma að heiman í morgun og
ætlaði hingað til að færa ömmu
heiilaóskir, að hann sagði. Malín
vildi að hann færi með mjólk-
urbílnum, en hann kvaðst heldur
vilja ganga skemmri leiðina gegn
um skóginn.
— Já, en . . .
— Hann ætlaði að koma aftur
fyrir kvöldmat, en þegar það
brást, hringdi Malín hingað til að
vita hvort hann væri ófarinn.
Anna . vafði svuntuhorninu um
fingur sér. — Það hlýtur eitthvað
að hafa komið fyrir hann . . .
—Við verðum að gera eitthvað
. . og það undir eins
— Hamingjan góða, herra
minn trúr, tautaði amma með
sjálfri sér. — Hvað í ósköpunum
getur hafa hent hann?
— Við verðum að hringja i
Andrés, sagði Kristín. — Hann
mun fá Níels með sér. Betur að
Jón hefði verið heima!
— Það fer að verða fulldimmt
mælti Jóhann. — Ég fer undir
eins. Vert þú svo góð að hringja,
Kristín.
Agnes fór að gráta. — Aum-
ingja afi . . . Ég vil fá að fara
líka
— Nei, þú verður heima, sagði
faðir hennar ákveðinn.
— Já, það er víst bezt að ég
taki fjósið en Kristin fari með
þér, mælti Anna. — En það verð
ur erfitt heima fyrir, bætti hún
við í kvíðarómi.
— Góða barn, ég er nú ekki
alveg búin að týna niður að
mjólka ennþá, greip amma fram
í. — Far þú bara með hinum. Ef
Agnes hjálpar mér svolítið, þá . . .
— Já, snökti Agnes.
— Hvar er gamla fjósluktin?
spurði Jóhann
— Úti í skúrnum, ég skal sækja
hana, Kristín var þegar snúin til
dyra.
Anna hnýtti ullarklút um höfuð
sér, skjálfandi hendi.
— Vertu ekki svona óróleg,
Anna mín, sagði Jóhann. — Það
er töggur í föður þínum og sjálf-
sagt hefur hann bara villzt. Við
erum vissir að finna hann.
— Þú veizt að pabbi er kom-
inn yfir áttrætt og hjartað getur
bilað hvenær sem er.
— Hann hefur ekki verið veili
fyrir hjartanu . ,
— Nei. en það er aldrei hægt
að vita . . á hans aldri
Eða að hann hefur meitt sig og
liggur ósjálfbjarga og fær lungna
bólgu . . . ellegar hann hefur far-
ið ofan í mýri og fest sig . . .
— Það megum við ekki halda,
sagði amma og varð henni þó
hugsað um heilmargt, sem komið
hefði getað fyrir Óla Pétur
— Þú mátt nú ekki mála vissa
persónu á vegginn að óþörfu,
mælti Jóhann ákveðinn. — Með
því er engum greiði gerður.
Agnes kom inn á ný. — Láttu
nú á þig stóra svuntu, svo för-
um við í fjósið, sagði amma.
— Ég fer með þér, Jóhann,
sagði Anna. — Ég þarf bara að
búa mig.
— Flýttu þér þá.
— Hvar haldið þið að afi sé?
spurði Agnes áhyggjufull. — Er
hann einn úti í skóginum?
— Hann *getur margt hafa far-
ið, svaraði Kristín. — Hvert ætl-
ar þú að halda, pabbi?
— Gönguslóðina héðan. Segðu
Andrési að hann skuli aka eftir
stignum fram hjá Sundvík, og þú
getur farið götuna fram hjá mó-
mýrinni, ef hann kynni að hafa
snúið þangað. Hann hefur alltaf
mikinn áhuga á mónum, finnst
við aldri taka nógu mikið af
honum. Hafðu Tóna með þér,
hann mun taka eftir ef gamli
maðurinn hetfur oltið útaf og ligg
ur í yfirliði.
— Já, gerðu það, Kristín.
Amma tók í sama streng. —
Hafðu band á honum, þá villist
þú að minnsta kosti ekki, svo er
eins og það sé öruggara að hafa
einhverja lifandi skepnu með sér,
þegar verið er úti . . . i þess-
konar. . .
Nú kom Anna inn í eldhúsið
kápuklædd. — Þá förum við,
mælti Jóhann. — Sæl á meðan,
mamma.
Agnes brast aftur í grát.
— Amma, ég er hrædd. . .
— Farðu nú ekki að gróta,
sagði Kristín. — Við hvað þarftu
svo sem að vera hrædd?
— Svona, svona, sagði amma.
Þú varst nú einu sinni lítil stúlka
líka. Börnin finna stundum fyrir
því sm þau ekki skilja.
Kristín svaraði ekki. Hún iðrað
ist bráðlyndis síns.
— Komdu, Tóni, sagði hún,
ekki annað.
Þegar þær amma og Agnes
komu úr fjósinu, nudduðu kett-
irnir sér upp við fótleggi þeirra.
— Já, já, þið skulið fá mjólk,
sagði amma og var svolítið önug.
— Það verður svo að vera sem
er, tautaði hún við sjálfa sig. —
Það þýðir ekki að setjast niður
með hendurnar í skauti, þegar
bæði eru fuglar og ferfætlingar
á bænum.
— Amma, það er sagt það séu
draugar hjá mómýrinni, sagði
Agnes litlu síðar, er þær voru
komnar inn í eldhúsið.
— Hver hefur sagt það?
— Það segir það í skólanum.
— Þetta er bara bull. Það eru
engir draugar til.
— En það eru að minnsta
kosti til aauslausir menn, því
Dóra á fátækraheimiiini hefur
séð það sjálf.
— Uss, svoleiðis á maður ekki
að hugsa um á kvöldin.
— Af hverju ekki?
— Af því að þá getur maður
ekki sofnað.
— Þá ætla ég að hugsa um
marga hauslausa menn, og drauga
líka, því nú vil ég ekki sofna
— Jú, oað verður þú að gera
— Amma ée er hrædd Kvem
aði Agnes. — Ég þori ekki að
fara að hátta
Amma stundi viö. — Ef þú
borðar svolítið fyrst, máttu leggja
þig hérna á sófann, bara ef þú
ferð úr skónum.
Agnesi tókst að koma niður
í DAG
nokkrum spónblöðum af graut og
lagðist þvf næst á sófann. Amma
lagði ábreiðu yfir hana.
Trítla stökk upp i kjöltu ömmu
og hagræddi sér þar.
Amma strauk hana um kollinn
og aftur hrygg. — Það er svo
notalegt að heyra þig mala, mælti
hún. — Þá er eins og ekkert sé
tiil illt eða háskalegt >' heiminum.
Agnes var aðeins nýsofnuð þeg
ar barið var að dyrum og Beta
kom inn.
— Ég var að frétta að Óli
Pétur hefði horfið, sagði hún I
hálfum hljóðum til að vekja ekki
Agnesi, — Það er hræðilegt. Mér
datt I hug að Jiú sætir hér alein
með telpuna. Eg skil nú hvernig
þeim er innan brjósts sem aðeins
verður að bíða.
— Það var fallegt af þér að.
ÚTVARPIÐ
Þriðjudagur 8. október.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há
degisútvarp. 13.00 Við vinnuna.
14.40 Við, sem heima sitjum:
Kristmann
Guðmunds-
son rith. les.
15.00 Miðdegisútvarp. 16.15
Veðurfregnir. Óperutónlist. —
17.00 Fréttir. Klassísk tónlist.
17.45 Lestrarstund fyrir litlu
börnin. 18.00 Lög úr kvikmynd
um. Tilkynningar. 18.45 Veður
fregnir. Dagskrá kvöldsins. —
10.00 Fréttir. Tilkynningar. —
19.30 Daglegt mál. 19.35 Þátt-
ur um atvinnutnál.: Eggert
Jónsson hagfræðingur flytur.
20.00 Gestur í útvarpssal: Barry
Milner frá Skotlandi syngur
þjóðlög og leikur sjálf undir á
hörpu. 20.20 Fræðsluþættir
Tannlæknafélags íslands (áður
fluttir í janúar og febr. s.l.)
20.40 Lög unga fólksins: Gerð
ur Bjarklind kynnir. 21.30 Út
varpssagan. 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.15 Píanókon-
sert I B-dúr (K238) eftir Moz-
art. Vladimmir Asjkenazi og
Sinfóniuhljómsveit Lundúna
leika. 22.45 Á hljóðbergi. —
23.25 Fréttir I stutte máli. Dag
skrárlok.
Miðvikudagur 9. október.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há
degisútvarp.
13.00 Við
Á morgun
vmnuna:
Tóniéikar. 14.40 Við, sem
heima sitjurn: Kristm. Guðm.-
son rith. les. 15.00 Miðdegis-
útvarp. 16.16 Veðurfr. íslenzk
tónlist. 17.00 Fréttir. Klassísk
tónlist. 17.45 Lestrarstund fyrir
litlu börnin 18.00 Danshljóm-
sveitir leika. Tilkynningar. —
18.45 Veðurfr. Dagskrá kvölds
ins. 19.00 Fréttir. Tilkynning-
ar. 19.30 Daglegt mál. 10.35
íslenzkir stúdentar og háskól-
inn :Baldur Guðlaugsson ræðir
við stúdenta. 20.10 Fritz Kreisl
er og Sergej Rakhmaninoff
leika. 20.35 Þáttur Horneygla
I umsjá Björns Balderssonar
og Þórðar Gunnarssonar. 21.10
Söngvar úr „Das Knaben Wund
erhorn“ eftir Gustav Mahler.
2140 Á úrs'itastundu: Örn
Eiðsson bre? •' iop svipmynd
um f~á t'yrn Oivmpíuleikum;
annar þáttur. 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.15 Kvöldsag-
an. 22.40 Djassþáttur. 23.10
Fréttir í stuttu máli. Dagskrár
lok.