Tíminn - 08.10.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.10.1968, Blaðsíða 14
14 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 8. október 1968. MÓTMÆLI PYamlhaM af M$. 1 stóð: — Áskorun til veizluþega Þýzka Alþýðulýðveldisins — Þjóðir Tékkóslóvaikíu berjast nú gegn gestgjöfuim yðar fyrir frelsi, sjálfstæði og almennum mannréttindum. Með því að sitja veizlu innrásaraðila lítils virðið þér baráttu þeirra. Snúið við, það er vilji Tékka. E'kki voru viðhöfð nein hróp né ólæti við afhendingu þessarar áskorunar, enda skipti lögregl an sér ekki af hópnum, en var við öllu búin í bílum rétt hjá. Það var ekki að sjá að nokkur veizlugesta léti sér segjast við lestur áskorunarinnar, því eng inn sneri frá fagnaðinum. Upp úr tíu tók mótmælahóp- urinn að leysast upp enda voru þá allir orðnir gegnkaldir. „HERNÁMSKOKKTEILL" Framhald af bls. 3 liðsauka og voru þá nokkrir hand teknir tij viðbótar. Þegar búið var að stinga þeim inn í lögreglu- bíl lögðust nokkrir ungir menn í 1 götuna framan við bfl'inn, en !þeir voru umsvifalaust rifnir upp :og lentu sumir þeirra einnig í ; lögreglubílnum. Eftir rúmlega ■ klukkustundar þjark dreifðist hóp urinn og þeir boðsgesta sem inn fóru undu glaðir við sitt. Alls tók lögreglan 10 menn í sína vörzlu og voru þeir fluttir í fangageymslu, en sleppt eftir stntta stund aftur. FLÓÐ Framhald af bls. 1 an og Austur-Pakistan hefur ver ið rofið úr tengslum við aðra hluta Indlands af völdum flóð anna. f Norður-Bihar hafa fimm hundruð þúsund orðið að hrekj ast burt úr heimilum sínum vegna flóða í a.m.k. fimm Hima laya-fljótum. Yfirvöld hafa skýrt svo frá að vatnið nemi við húsþök á mest öllu þessu svæði. í flestum þorpum á þessu svæði og íbúarnir hefðu leitað skjóls ásamt húsdýrum sínum á hæð ardrögum í grendinni. Þúsundir manna eru einangr aðir og allar bjargir bannaðar á flóðasvæðunum og margir leita hælis á upphækkuðum vegum eða járnbrautarsporúm. Uppskeran er eyðilögð og lík húsdýra er á floti í ánum. Ekki er vitað um afdrif þúsunda og óttast er að tala fórnardýra flóð anna verði há þegar öll kurl eru komin til grafar. ÓEIRÐIR í NÍRLANDI Framhald af bls 1 ur hann boðið Terence O’Neill, forsætisráðh erra N orður-f rl a nds sem nú er í heiimsókn í Bretlandi, til viðræðna við sig í forsætis- ráðherrabústaðnum í London. Það liggur ek'ki ljóst fyrir til bvaða ráðstafana brezka rikis- stjórnin geti tckið. Fyrir 48 ár- um veitti brezka ríkisstjórnin Norðun'-'frlandi sjálfstjórn í innan ríkism'álum, en hún fer enn með varnar- og utanríkismál bessa landshluta. Á laugardag efndu kaþ„i.skir í Londonderry til mótmælagöngu í mótmælaskyni við það, að kaþól ikkum í Norður-írlandi er ekki gert jafnt undir höfði og mótmæl enduim að því er varðar húsnæðis mál, kosningaþátttöku, atvinnu og æðri menntun. Mótmœlaganga þessi var bönnuð af yfirvöldum, en þrátt fyrir það bann tóku þátt í henni rúmlega 2000 manns, kon ur, börn og karlmenn. Fjölmepnt lögreglulið fékk skipun um að dreifa göngunni og réðst það að henni oig lét kylfurnar ganga á fólkinu. Seinna var svo sprautað á óeirðaseggina úr kraftmi'klucn sprautum og mun það vera í fyrsta sinn að slíkri aðferð er beitt innan Stóra-B"etlands. Sjónarvottar að átökum lögregl unnar og kaþólikkana, þar á með al þrír brezkir þingmenn, hafa lýst því yfir að lögre'glumennirn- ir hafi slegið niður gamlar kon- ur, áhorfendur og mótrnælagöngu menn, er lágu ósjálfbjarga á göt unni. Eitt vitnið að atburðum þessum segir að það hafi séð h'vernig einn lögreglumannanna hafi tekið gleraugun af gamalli konu og slegið hana síðan með kylfunni. Börn og konur tróðust undir í átökunum og eins og áð-ur segir meiddust a.m.k. 90 manns. Gerry Fitt, sem er fulltrúi Bel fast í brezka þinginu, bauð þrem- ur brezkum þingmönnum að vera viðstadda mótmiælagönguna í Londonderry „svo að þeir gætu sjálfir séð hváð væri að gerast í Norður-írlandi. Gerry Fitt var sjálfur sleginn niður af lögreglu manni meðan á mótm'ælagöngunni stóð. Brezku þingmennirnir þrír hafa í hyggju að senda Wilson foirsætisráðherra skýrslu um of- beldisaðgerðir lögreglunna’r í Londonderry, sem þeir líkja við Ch i ca go-lögreglu n a. Margir áhn'ifamiklir m-enn og sjónvarpsáihorfendur víðs vegar um Stóra-Bretland, er fylgdust með framferði Londonderry-lög- reglunnar, hafa ása'kað lögreglu- mennina um að l\afa viðhaft óþanf an rudd'askap og lfkja framferði þeirra við rudadskap lögreglunn- ar í Chicago við líkar aðstæður í ágúst. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til dóttur minnar, tengdasonar og barnabarna og allra annarra vina minna, sem heiSruðu mig með gjöfum og heillaskeytum á 75 ára afmæli mínu 10. ágúst síðastliðinn. Lifið heil. Jónína Guðmundsdóttir Héraðsdal Hjartans þakkir til allra þeirra er minntust okkar á 50 ára brúðkaupsdaginn. Guð blessi ykkur öll. - Guðlaug og Brynjólfur Ormsstöðum. Innilega þakka ég öllum, er sýndu mér vinsemd á 75 ára afmæli mínu þann 15. september sl., með heim- sóknum, gjöfum, kveðjum eða á annan hátt. Þessum hlýja sólskinsdegi gleymi ég ekki. Guðjón Hermannsson. 'Hjartanlega þökkum viö öllum, sem sýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför Kristiönu Magnúsdóttur, / frá Ólafsvík, Sérstakar þakkir faerum við læknum og hjúkrunarliði Borgar. spítalans. Þórarinn Þórarinsson, Ragnheiður Þormar. LÆKNISHÉRUÐ Framhald af bls. 16. hvenfa frá störfum í þessum mán- uði og einn hinna skipuðu. Verð- ur þá tala hinna skipuðu héraðs- lækna komin niður í 80, sagði Gísli. Því er þó við að bæta, sagði hann, að sjö þeirra eru komnir yfir 65 ára aldur, sem þýðir, að þeir geta hætt störfum hvenær .sem er. Útlitið er þá þannig, að nokkkiirm veginn tryggt ástand virðist ríkja í aðeins 23 af 57 lækni'S'héruðum landsins, eða í 40% þeirra. Langverst er ástandið á Vest- fjörðum og Austfjörðu'm. Á svæði sem nær yfir Dali og Vestfjarða- kjálkann allan eru 13 læknishéruð er eru skipaðir héraðslæknar í aðeins tveim héruðum. Settir lækn ar eru í fimm héruðum og sex héruð eru læknislaus. Á svæði sem nær fyrir Norður-Þingeyjar- sýslu og Múlasýslur báðar eru 12 læknishéruð og í þrem þeirra sitja skipaðir héraðslæknar, en einn læknanna hefur sagt starfi sínu lausu og hættir um næstu mán aðamót. 1 fjórum læknishéraðanna á þessu svæði eru settir héraðs læknar og fimm héruð eru læknis laus. Margt fleira athyglisvert kom fram í erindi Gísla og verður því gerð nánari ski'I síðar í blaðinu. KORSKOLI Framhald at bls. 16. um. Kirkjukórarnir hafa hins veg ar orðið nokkuð afskiptir í því efni að fá nýtt fólk til eflingar og endurnýjunar starfsemi sinni. Er þetta eflaust fyrir ókunnug- leika sakir og hefði eflaust margt ungt fólk áhuga á að starfa í kirkjuikórum og syngja kirkjutón list ef það kynntist þessari tegund tónlistar nánar. Skólanum er ætl að það hlutverk að mennta nýja söngkrafta fyrir kirkjukóra og einnig að stuðla að því að kórn um verði fært að flytja önnur tón verk en sálmalög í kirkjum sín um. Fyrirhugaðar námsgreinar Kór skóla safnaðanna í Reykjavík eru raddþjálfun, heyrnarþjálfun, nótna lestur og kórsöngur. Áætlaður tímafjöidi á viku er 6 stundir á tímabilinu október — maí. Meðal kennara er starfa munu við skól ann má nefna frá Elísabetu Er- lingsdóttur, söngkennara, sem ný- lega hefur lokið námi í söng og söngkennslu í Miinchen í Þýzka landi, og Dr. Róbert A. Ottósson. Kennslan mun fara fram í húsa kynnum Æskulýðsráðs Reykja- víkur og skulu væntanlegir nem endur koma þangað til viðtals. Stúlkur kl. 6.30 á miðvikudag og piltar kl. 6.30 á fimmtudag Allar uppiýsingar um skólann veitir Hrefna Tynes á skrifstofu Æsku lýðsráðs Reykjavíkur og í síma 13726 eða 15937. en veitingahúsið tekur 70 til 80 manns í sæti. í verzluninni sem rekin verður samhliða veit ingahúsinu, verður eftir því sem hægt er seldur tilbúinn matur. Verzlunin skiptist í tvær deild ir, beikondeild og mjólkurvöru deild með smjöri. Velta beggja fyrirtækjanna í London og Manchester, nemur nú rúmum 15 milljónum ísl. króna á ári. — Við reynum ekki að selja mikið magn, segir Robert Jörg ensen forstjóri — heldur litla skammta, eins marga og hægt er, og á þann hátt verður kom izt hjá árekstrum við brezku verzlunarfyrirtækin. Auk beikon- og smjördeild anna verður seldur ostur og djúpfrystar vörur, ennfremur danskt fuglakjöt tilbúið í pott inn, og danskar niðursuðuvör- ur. I Þ R Ó T T I R Framhald af bls. 12 uðu 2 mörk hvor. Markvarzla Ein- ars H. var mjög góð. Iljá Fram vakti Gunnlaugur mesta athygli. Sýni Gunnlaugur fleiri leiki á borð við þennan, þarf hann ekki að óttast um landsliðs- sæti sitt. Hann skoraði 5 mörk. .Tafnbezti leikmaður Fram er iirugglega Si’gurbergur Sigsteins- son og hann skoraði 3 mörk. — Björgvin Inumiaðui' skoraði 3 mörk, Sigurður E. og Gylfi J. 2 mörk hvor. Athygli vekur, að Ingólfur Óskarsson komst ekki á blað í þetta sinn! Þetta var jafnasti leikur Reykjavíkurmótsins s.l. sunnudags k'völd og sá ieikur, sem var mest spennandi. Dómarar voru Magnús V. Pétursson og Valur Ben. og dæmdu vel. — alf. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 12 svo, að Fram-stúlkurnar unnu 9:3 en í hálfleik var staðan 4:1, Mörk Fram: Sylvía, Geirrún og Þórdís 2 hver, Halldóra, Ósk og Guð- björg 1 hver. Mörk Ármanns: Sig ríður Kjartansd., Sigríður Rafns dóttir og Hildur 1 hver. — alf. FOOD CENTRE Framhald ai bls 16 fyrir, að um ein og hálf millj ón gesta muni sækja þessarí verzlanir og veitingahús ár-! lega. í Glasgow verður aðallega' borið á borð smurt brauð, og i þar verður einnig hægt að fá | hið fræita dan.'iL’a kalda hoi'ð“ i I Þ R O T T I R Framhald af bls.. 12 Mörk KR: Karl 8, Hilmar 3, Sig mundur og Árni 2 hvor Sig. Ó., Steinar og Geir 1 hver. Mörk Ár manns: Guðmundur og Björn 3 hvor, Rúnar 2 og Ástþór 1. MAÐUR OG KONA Framhald aí 8 síðu Hann er alltaf of snaggaralegur, reynir að ná skoplegum tilburð- um en ýkir og gerir úr Hallvarði hálfgert skrípi með fyrirgangi sín um og kátlegu írafári. Þarna hefði þurft meiri aðgætni. Grím meðhjálpara, sem ætíð hefur verið sérstætt hlutverk og skýrt, jafnvel frá hendi söguhöf- undar, leikur Steindór Hjörleifs- son, sá reyndi og S'njalli leik- ari, en hvernig sem á því stend- ur þregzt honum að verulegu leyti bogalistin. Hann minnir helzt á refíufígúru, og i notkun biblíutilvitnana ofleikur Steindór mjög og gefur þeim ekki nógu eðlilegan blæ. Meðhjálparinn verð ur smálegt gortmenni, heimsku- legur og rígmontinn um of. Hann gæti verið miklu eðlflegri og trú- legri og nær manngerð. sem vissu lega var til. Ilið sama má segja um leik Kjartans Ragnarssonar í hlutverki Egils meðhjálparasonar. Leikur þeirri feðga hlýtur að sam hæfast. þvi að hlutverkin eru sam tvinnuð, og fábjánalegur fyrir- gangur, stampasteypa og heimsku látbragð Kjartans nær engn átt. Egill er og á að vera miklu lífs- trúrri persóna og í betra sam- ræmi við þá tíð og tízku. sem leik urinn helgast. Það er sem bessir leikendur og lclkstjóri hafi ekki -Kp.t't sér þetta ljóst og líti á þessa lífsmynd sem algera skrumskæl- ingu, af því að hún er gerólík því, sem menn þekkja nú. Fyrir þetta verður misræmi og brotalöm á sýningunni. Annars vegar er hinn lífstrúi og tízku- rétti manngerðarleikur Brynjólfs og Ingu og fleiri leikara, en áður en varir er farið að leika refíu af manngerðum, sem áður lifðu eðlilegu lífi í samræmi við tíðar- anda, upplag og aðstæður. Loks er að minnast á sviðið. Þar hefur Steinþór Sigurðsson þnn einu sinni gert haglega smíð af hugkvæmni sinni smekkvísi og kunnáttu. Honum tekst undravel að koma baðstofunni fyrir og gefa iitla sviðinu í Iðnó stóran svið og vídd, meðal annars með því að skásetja baðstofuna. AK. HÓPRANNSÓKNIR Framhald at ois 3 í höfuðdráttum mun rannsóknar- starfsemi á vegum Hjartavernd- ar verða hagað þannig: Á tímabilinu 1. október 1967 til 1. okt. 1968 hefur verið rann- sakaður þriðjungur aldursflokka þeirra karlmanna, sem fæddir eru 1907, 1910, 1912, 1914, 1916, 1917, 1918, 1919, 1920, 1921, 1922, 1924, 1926, 1928, 1931 og 1934 samkvæmt þjóöskrál. desember 66 og höfðu búsetu á Reykja- víkursyæðinu, en þar er átt við Reykjavík, Hafnarfjörð, Kópavog, Bessastaðahrepp, Garðahrepp og Seltj arnarneshrepp. 1. okt 1968 til 31. ágúst 1969 verður gei'ð sams konar rannsókn á konum á Reykjavíkursvæðinu. 1. september 1970 til 31. ágúst 1971 verða rannsakaðir að nýju flestir þcir hópar, er rannsakað- ir voru í 1967—1968 rannsókn- inni og - að auki annar þriðjung- ;ur 'sömú árganga iíl samahbúrð- ar. ....... 1. september 1971 til 31. ágúst 1972 verður gerð sams konar rannsókn á konum o.s.frv. Þannig verður fylgt eftir ár- göngum eins lengi og þurfa þyk- ir. í fyrsta áfanga verður rann- sakaður þriðjungur hvers aldurs- flokks, en gert er ráð fyrir, að allur aldursflokkurinn verði rann sakaður í áföngum. 1. september 1969 til 31. ágúst 1970 verður aðallega rannsakað fólk utan Reykjavíkursvæðisins. Verður reynt að framkvæma þær ra'nnsóknir í heimahögum þátttak enda. Nánari áætlun um þær rann sóknir birtast síðar. Svipaðar rann sóknir verða síðan endurteknar á þriggja ára fresti, A næstu mánuðum mun fara fram úrvinnsla gagna 1. áfanga hinnar kerfisbundnu rannsóknar. Bráðabirgðatölur frá rannsókn j karla sýna, að 4—5% þeirra, sem j voru yfir 40 ára, voru með dulda I sykursýki eða veikir af þessum ' sjúkdómi. 6—7% voru með hækk iðan blóðþrýsting, án þess að vita aí þvi og ca. 2% með byrjunar- : stig gláku blindu, auk annarra kvilla. Offita er - algengari hér en á Norðui'löndum, t.d. reyndust 45— 50 ára karlmenn i Reykjavík vera um 5 kg þyngri en karlmenn á sama aldri í Eskilstuna í Svíþjóð. Geta má þess, að líkamshæðin er svipuð í báðum hópunum. Þessa sjúkdóma, sem nefndir voru, er alla hægt að bæta eða lækna. Er búizt við að finna svip- aða sjúkdóma í kvennahópnum, og auk þess einkénnalausa þvast færasýkingar í 10. hverri konu og blóðleysi í allt að 5. hverri konu í yngri aldurshópum, ef marka má erlendar rannsóknir. En t.d. þvagfærasýking getur á hljóðan hátt og einkennalaust borizt upp í nýru og valdið alvarlegum sjúk- dómi. h Mikilvægt er, að helmingur eða meir þeirra sjúkdómstilfella, sem fundust meðal karla, voru áður óþekktir og höfðu því enga með- ferð fengið. en nú er hægt að bcita árangursríkum lækningaað- ferðum við flesta þessa sjúkdóma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.