Tíminn - 08.10.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.10.1968, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR - “\ ÞRIÐJUDAGUR 8. október 1968. # Uppselt fyrsta og síðasta daginn # Þunna loftiS hefur greinilega áhrif # Ný Olympíumet í köstunum? # Nýju hlaupaskórnir ekki viðurkenndir K. Keinó. Álitið er að hann hafi mikla möguleika ,f langhlaup unum og að þunna loftið hjálpi honum. Svo virðist sem hinar miklu óeirðir í Mesíkó undanfarna daga ætli ekki að hafa veruleg áhrif á Olympíuleikana, sem eiga að hefjast um næstu helgi. Til marks um það, var tilkynnt í Mexíkóborg á sunnudaginn, að uppselt væri á opnunarhátíð ina, þegar setning leikanna fer fram, og eins á lokadag keppn innar, en 80 þúsund manns rúm ast á Olympíuleikvanginum. Undanfama daga hefur fþrðttafólk hvaðanæva úr heim inium streymt til Mexíkóborgar og eru nú flestir þátttakend- anna mættir. Æfingamót hafa verið haldin í hinum ýmsu grein um og athyglisverður árangur náðst. Þunna loftið hefur áhrif. Það er talið víst, arð hið þunna loftslag komi til með að hafa áhrif í sumum grein- um, a.m.k. í langhlaupunum. Um síðustu helgi skeði það m. a. að óþekktur Keníumaður, Amos Biwot að nafni, sigraði í 3000 metra hindrunarhlaupi, en hann hljóp á 8136,3 mínút um Urðu þekktir hlauparar að láta í minni pokann, þ.á.m. bronshafinn í þessari grein á síðustu Olympíuleikum, Frakk inn Gay Tedereau. Loftslag í Keníu er svipað og í Mexíkó og er talið að hinn frægi hlaup ari, K. Keino frá Keníu, hafi þess vegna meiri möguleika en ella í langhlaupunum. Ron Clarke frá Ástralíu sem tal- inn er sigurstranglegr í Mexíkó er mjög svartsýnnn á að hljóta verðlaun. í 10 km hlaupinu komu tveir Eþíópíumenn fyrst ir í mark. Ástralskur spretthlaupari vekur athygli. Ástralskur spretthlaupari að nafni Peter Norman hefur vak ið á sér athygli í Mexíkó. A æfingamóti, sem haldið var á laugardaginn, hlaut hann tím- ann 20,2 sekúndur í 200 metra hlaupi. Bandaríkjamennirnir Tommy Smith og John Carlos eru álitnir sigurstranglegastir í þessari grein, en því er þó spáð, að Ásralíumaðurinn ógni þeim. Smith á gildandi heims met í 200 metra hlaupi, 20,0 sekúndur, en þess má geta, að á æfingamótinu í South Lake Thaoe í Kaliforníu, hlupu þeir Framhalr) a hls 15 Víkingur ógnaöi Isiandsmeisturun- um fram á síðustu sekúndu leiksins Vals-stúlkur máttu þakka fyrir jafntefli Kvennalið Víkings kom skemmti lega á óvart á móti Rvíkur- og íslandsmeisturum Vals og hafði allan tímann forystu í leik lið anna í Rvíkurmótinu í handknatt leik. Til að byrja með skoraði Margrét Jónsdóttir 3 mörk, án þess, að Valur kæmist á blað, en í hálfleik stóð 4:3 Víking í vil. í síðari hálfleik komst Víkingur í 6:3, en áður en yfir lauk tókst Válsstúlkunum að jafna, 6:6. Valsstúlkurnar máttu þakka fyr ir jafntefli, því á síðustu sekúnd um leiksins brauzt Guðrún Hauks dóttir í gegn, en skaut i stðng. Mörk Víkjngs: Margrét 5, Guð björg 1. Mörk Vals: Sigrún G. 4, Sigrún I. og Björg 1. — alf. Þróttur sótti sig í lokin Stórsigur ÍR blasti við eftir fyrri hálfleikinn á móti Þrótti í mfl. karla í Reykjavíkurmótinu í handknattleik. Þá hafði ÍR skor að 11 mörk á móti 3. En Þróttar ar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp, og í síðari hálf leik söxuðu þeir hressilega á hið stóra forsfcot ÍR-inga. Urðu ÍR- ingar að halda vel á spöðunum und ir lokin, en leiknum lauk 15:12 ÍR í vil. ÍR-liðið með Ásgeir E. og Vilhjálm sem beztu menn leik ur léttan og skemmtilegan hand knattleik, en hvernig það dugar á móti sterkari liðum skal látið ó- sagt. Mörk ÍR: Vilhj. 6. Ásgeir 3, Brynjólfur og Jóhannees 2 hvor, Jón G. og Jón Sigurj. 1 hvor. Mörk Þróttar: Halldór Bragasón 4, Helgi og Sig. P. 2 hver, Þór, Erl. og Birgir 1 hver. X. / i 1t-Gúí£' — alf. KR vann Ármann 18-9 Það er kannski of mikið sagt, að íslandsmeistarar Fram hafi verið í taphættu á móti Víking, Fram vann Ármann 9-3 Án Valgerðar Guðimundsdóttur og Díönu Óskarsdóttur var kvennalið Ármanns eins og fall- byssa án skota, þegar það mætti Fram í Rvíkurmótinu. Enda fór Framhald » bls 14 þegar þessi lið mættust í Reykja- víkurmótinu í liandknattleik á sunnudagskvöld, en sigur þeirra var aldrei öruggur og Víkingar ógnuðu fram á síðustu sekúndu. Leiknum lauk með eins marks sigri Fram 15:14. Það er óhætt aö segja um þenn an leik, að hann hafi verið leikur lélegra varna. Bæði liðin sýndu góð sóknartilþrif, en l'ögðu ekki eins mikla rækt við varnirnar. í hálfleik stóð 9:9, en í síðari hálf leik náði Fram eins til tveggja marka forskoti. Gunnlaugur Kosningunni lýkur senn Nú eru síðustu forvöð að skila atkvæðaseðlum í kosningunni um „Bezta knattspyrnumann ársins 1968“. Atkvæðaseðlar hafa streymt inn síðustu daga, en frest ur til að skila atkvæðaseðlum rennur út um næstu helgi. Þurfa seðlarnir að hafa borizt í síðasta lagi til TÍMANS fyrir suninudaginn 13. október. Við birtum atkvæðaseðilinn hér í síðasta sinn og munið, að utaná- skriftin er: Íþróttasíða TÍMANS, pósthólf 370, Reyikjavík. Bezti knattspyrnumaðurinn 1968 Ég vel hr. Nafn félags SEM BEZTA KNATTSPYRNUMANN Á ÍSLANDl 1968. Nafn sendanda Heimilisfang Simi Hijálmiairsson sýndi nú tilþrif, sem minntu á gullár hans, og skoraði glæsileg mörk hjá Víkingum með langskotum. Fram tókst aldrei að hrista Víkinga af sér og á síðustu sekúndunum átti Einar Magnús- son höilouskot, sem Þorsteini tókst með naumindum að verja. Lokatölur urðu sem sé 15:14. Víkingis-liðið sýndi nú allt ann- an og betri Ieik en gegn Þrótti í fyirstu umferð. Jón Magnússon var mest áberandi hjö Víking og skoraði þrjú mörk. En hann er helzt til of eigingjam. Þórarinn átti góðan leik og skoraði fjögur mörk og Rósmundur vakti einnig athygli og skoraði þrjú mörk. Ein ar M. og Ólafur Friðriksson sfcor Framhald_á bls. 14 Það var aðeins í fyrri hálfleifc, sem Ármenningum tófcst að standa í KR-ingum í mfl. karla í Reykja víkurmótinu í handknattleik. í hálfleik skildu 2 mörk á milli, 7:5. En í síðari hálfleik fór Karl Jóh. & Co. í gang fyrir alvöru og eftir það litu KR-ingar aldrei til baka og sigruðu með 18:9. Framhald á bls. 14. er jafnbezti leikmaður (Tímamynd:—Gunnar) Sigurbergur Sigsteinsson skorar fyrir Fram á móti Víking. Sigurbergur Fram um þessar mundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.