Tíminn - 12.10.1968, Qupperneq 9
LAUGARDAGURÍ12. október 1968.
TIMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framiki’æmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur f Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. —
í lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f.
Skattsvikin
Það er segin saga, að því hærri sem skattarnir verða,
því meiri verður viðleitnin til að komast hjá þeim. Það
leikur heldur ekki á tveim tungum, að skattsvik hafa
. farið mjög vaxandi hérlendis á síðari árum.
Vafalaust hefur líka tilkoma söluskattsins orðið til að
stórauka skattsvikin. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála-
ráðherra lýsti því mjög rækilega á sínum tíma, að undan-
brögð væru ekki auðveldari í sambandi við annan skatt
• en söluskattinn. Því hærri sem söluskatturinn verður,
■ því ríkari verður líka tilhneigingin til að vangreiða hannr
Skattskráin í Reykjavík, sem almenningur getur haft
aðgang að, er ótvíræð sönnun þess, að margir hafa
ótrúlega gott lag á því að komast undan háum skatta-
álögum, þótt lifnaðarhættir þeirra og tekjumöguleikar
bendi til annars. Samanburður á söluskattgreiðslum gef
ur þetta þó enn greinilegar til kynna.
Rétt er að viðurkenna, að með stofnun skattalögregl-
unnar hefur núv. ríkisstjórn sýnt nokkra viðleitni 1 því
að hamla gegn vaxandi skattsvikum. Rétt er líka að
viðurkenna, að Gunnar Thoroddsen réði mjög færan
og samvizkusaman forstöðumann í upphafi, en hann lét
fljótlega af störfum eftir að Magnús Jónsspn tók við fjár-
málastjórninni.
Það byrjunarstarf, sem skattalögreglan vann undir
forystu Guðmundar Skaftasonar leiddi glöggt í ljós, að
stórfelld skattsvik eiga sér stað, einkum í sambandi
við söluskattinn. Vafalaust er það þó ekki nema brot af
hinum seku, sem skattalögreglan hefur enn náð til.
Það veltur á mjög miklu, að skattalögreglan vinni
sér álit sem óhlutdræg og traust stofnun. M. a. af þeim
ástæðum er ekki heppilegt, að hún hafi einhliða vald til
að ákveða hjá hvaða fyrirtækjum eða einstaklingum
skuli láta fara fram rannsókn. Framsóknarmenn hafa
lagt til á Alþingi, að Hagstofan væri látin annast slíkan
útdrátt, t.d. ákveðna tölu fyrirtækja og einstaklinga á
hverju ári. Slíkur útdráttur myndi skapa stóraukið al-
mennt aðhald, því að allir gætu átt von á því fyrirfram
að lenda í honum. Til viðbótar gæti svo skattalögreglan
ákveðið rannsókn hjá þeim, sem þættu grunsamlegir.
Það er álitið í öðrum löndum þar sem skattaeftirlit
er þó miklu traustari en hér, að opinberir aðilar tapi
jafnan miklu fé vegna skattsvika. f Danmörku er talið,
að ríkið tapi hundruðum milljóna króna árlega af þess-
um ástæðum. Þess vegna eru Danir alltaf að gera nýjar
og nýjar ráðstafanir til að herða skattaeftirlitið.
Það er sagt, að ríkisstjórnin sé að undirbúa tillögu um
hækkun söluskattsins. Margir munu þó mæla, að fyrst
ætti ríkisstjórnin að byrja á því að herða og endurbæta
skattaeftirlitið. Þau einstöku brot sem skattalögreglan
hefur þogar upplýst, sanna ótvírætt nauðsyn þess og þá
ekki sízt í sambandi við söluskattinn. Kemur þar ekki
sízt til greina að taka upp það útdráttarfyrirkomulag,
sem minnzt er á hér að framan.
V estf jarðaáætlun
Mbl. siegir það rangt í gær að Sjálfstæðismenn á
Vestfjörðum séu hættir að tala um Vestfjarðaáætlun.
t>eir hafi gert ályktun um það á kjördæmisþingi í sumar,
að vinna bæri að því, að henni yrði lokið vorið 1969.
Áætlunin, sem var sögð fullbúin fyrir seinustu kosningar
og mest var gumað af þá, er samkv. þessu ekki til enn!
JAMES RESTON:
Uppvöðslusemi minnihlutanna
getur orðið lýðræðinu
Endalokin gætu orðið öflug og óvægin hægristjórn.
NÚ að undanförnu höfum
við heyrt og séð fiámenn-
an miinnihluta loka opin-
berum skólum í New York,
annan herskáan minnihluta
hindra skráningu við Col-
umbíuháskóla, hinn þriðjja
efna til blóðbaðs á velferðar-
skrifstofu í Brooklyn og
þann fjórða hrópa þá Hump-
hrey varaforseta og Edward
Kennedy öldungardeildarþing
mann niður í Boston.
Margt og mikið hefir verið
skrifáð um „kúgun meirihlut-
ansí' síðan að stjórnarskráin
var samin, en hvert sem við
lítum, virðist hvarvetna blasa
við minnihlutar, sem ráða lög-
um og lofum í opinberum
málum og drottna jafnvel yfir
meirihlutanum með afli.
MINNIHLUTI þingmanna
í öldungadeild Bandaríkjaiþings
hindrar að skipun Abe Fortas
hæstaréttardómara sem forseta
hæstaréttar nái fram að ganga,
enda þótt að játa beri, að dóm-
arinn eigi þar nok'kra sök á
sjálfur. Torvelt reyndist að
færa sönnur á að meirihluti
bandarísku þjóðarinnar væri
samþykkur útnefningu þeirra
Humphreys váraforseta og
Richards Nixons sem forseta-
efni í Bandaríkjunum. Styrj
aldarstefnu Bandaríkjanna er
framfylgt enda þótt að einung-
is minnihluti þjóðarinnar sé
henni samþykkur. Og þeir
menn voru sárafáir, sem sendu
Iheri kommúnista inn f
Tékkóslóvakíu.
Öll eru þessi tilvik auðvitað
sitt með hverjum hætti í
veigamiklum atriðum, en ör
yggisleysið í bandarískum
stórborgum, öngþveitið í skól-
unum í New York, ágreining-
urinn út af Fortas, Humphrey
og Nixon, og æsingarnar í
Mið-Evrópu, eru allt verk harð
svíraðra minnihluta, sem
beita stjórnmálalegu og sál-
rænu afli til þess að ná sínu
eigingjörnu markmiðum.
LÝÐRÆÐI9LEGT stjórn
arfar í Bandaríkjunum hefur
auðvitað aldrei táknað alger
og takmarkalaus völd meiri-
hlutans. Hinir spöku stofnend-
ur völdu fylkjafyrirkomulagið
af ráðnum hug, flókið kerfi
hamla og jafnvægisleitar að-
skildar löggjafar og löggæzlu,
og í sumum tilfellum er tryggð
ur réttur málþófsmanna, til
þess að koma meira að segja
í veg fyrir, að meirihlutinn
njóti algerra yfirráða.
Hugmyndin, sem að baki
þessum takmörkunum bjó, var
sú, að ákveðinn hlutur gæti
verið vinsæll méðal meirihlut-
ans, enda þótt að hann væri
ólýðræðislegur í eðli sínu, eins
og þrælahaldið var til dæmis
mannsaldur eftir mannsaldur
og í mikilvægum stefnuatrið-
um væri betra að reyna að
sannfæra minnihlutann en að
þröngva honum með valdi.
Hitt virðist nú gerast æ tíð-
ara og henda jafnvel með
reglulegu millibili. að einhver
Frá óeirðum í Wasliington.
minnihlutinn tekur sér þann
rétt, sem stjórnarskráin neitar
meirihlutanum meira að segja
um — eða réttin til að
þröngva, lama allt skólakerfið,
trufla eðlilega og skipulega
starfshætti heils háskóla og
fylgja fram og notfæra sér rétt
inn til málfrelsis samtímis og
öðrum er neita'ð um hann.
ÞETTA veldur því, að hroll-
ur fer um þjóðina, og vekur
í fyrsta sinni síðan í efnahags
kreppunni miklu á fjórða tug
þessarar aldar, alvarlegan
ótta um almenna upplausn í
þjóðfélaginu og jafnvel ein-
ræði.
Við -stöndum á viðkvæmum
og jafnvel háskalegum tíma-
mótum í sögu Bandaríkjanna.
Til hægri stendur minnihlut-
inn, sem lætur andúð sína
bitna á hæstarétti, og til
vinstri er minnihlutinn. sem
einkum beitir styrjöldinni
í Vietnam fyrir sig. Báðir
þjarma þeir að hinum mikla
meirihluta í miðjunni og gagn
verkunn er þegar farin að
segja til sín, Hún hefur veru-
leg áhrif í kosningabaráttunni
í forsetakosningunum. Mót-
mælaaðgerðirnar á flokksbingi
Demokrataflokksins í Chicago,
gagnaðgerðir lögreglunnar —
svo og lokun skólanna í New
York — hefur aukið mjög
verulega á ótta meirihlutans
og valdið Humphrey fylgistapi
og flokki þeim, sem hann er
fulltrúi fyrir.
Meginhættan er í því fólgin
að þessi „valdbeiting minni-
hlutans" leiði á sínum tíma til
„valdbeitingar m:eirihlutans“
og öfgafullar niðurbælingar
sem hvorki leiði til reglu né
sátta, heldur æ meiri óreiðu
og sundrungar.
NÚ ber það við í fyrsta
sinni um langt skeið, að hugs-
andi menn, sem lausir eru við
tilfinningasemi, heyrast velta
því fyrr sér, hvort öfgamönn-
um til hægri og vinstri kunni
að takast að lama meirihlut-
ann í miðið, eins og þeim lán-
aðist i Þýzkalandi og á Ítalíu
á þriðja og fjórða tug aldar-
innar, og árangurinn verði öfl
ug og þrúgandi hægristjóm.
Sumir hinna andmælandi
minnihluta hafa þegar farið yf
ir markið, ágreiningurinn er
orðinn að þvergirðingi. Af
þessu leiðir til dæmis að Ge-
orge Wallace hefur hafizt upp
úr því að vera lýðskrumari í
heimabyggð og er farinn að
gegna alvarlegu hlutverki í
forsetakosningunum. Meiri-
hlutinn líður ekk' að lýðræðis-
legt frelsi sé notað til þess að
eyðileggja lýðræði'ð, en meiri-
hlutinn gæti auðveldleea veifct.
lýðræðið með allt öðrum hætti
um leið og hann stemmir stigu
vi'ð atferli minnihlutans.
J