Tíminn - 18.10.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.10.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur ð Tímanum. Hringið í síma 12323 wmm 225. tbl. — Föstudagur 18. okt. 1968. — 52. árg. _ Auglýsing 1 TlmamBn kemur dagiega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. KJAFTA TÖRNIN ROFNAÐI FB-Reykjavík, fimmtudag, Eldsnemma í morgun rauf skurðgröfutönn jarðsímastreng við Fossvogslækinn, og eftir það var ekki mögulegt að ná samhandi við Kópavog eða Hafnarfjörð héðan frá Reykja- vík, og ekki gátu heldur sím- notendur á þessum stöðum náð sambandi vi'ð Reykjavík. — Strengurinn hefur senni- lega verið settur í sundur um hálfáttaleitið í morgun, þvi við urðum varir við þetta, þegar við komum á vakt kl. átta í morgun í sjálfvirku stöðinni, sagði Þorleifur Björnsson hjá bæjarsímanum í viðtali í dag. — Eftir að strengurinn fór í sundur var ekki hægt að ná sambandi við Hafnarfjörð og heldur ekki Kópavog héðan úr Reykiavík eða öfugt, en það eru 15.000 mim’er á okkar svæði og 6—700 númer f Grens Fra.mhald á bls. 11. Menn a3 biástra ondir tönninnl. sem raof sfmann i gærmorgun. (Tímamynd — GE) Bjóða hlutabréf tll togarareksturs HVER VILL í ÚTGERÐ? Ongþveiti ríkir við rannsókn afbrota OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Mennirnir þrír, sem slösuðust í slagsmálum í BSR portinu um síðustu helgi, liggja cnu á sjúkra hústim. Einn þeirra er meiddur á kynfærum, annar höfuðkúpubrot inn og varð hann að gangast und- ir sex klukkustunda uppskurð og er nú úr lífshættu. Hinn þriðji varð cinnig að skera upp, en hann er nieð brotið andlitshein. Daninn, sem lék mcnnina svona grátt situr í varðhaldi. Er sýnilegt að hann hefur sparkað í þá og eru þeir því svo illa slasaðir sem raun ber vitni. Þótt liðin sé rúmlega hálf vika síðan þessi alvarlegi atburður átti sér stað liggur enn ekki Ijóst fyr- ir hvernig stóð á þessum áflogum eða yfirleitt hvernig 19 ára gamall piltur gat farið svq illa méð fleiri menn sem hann var í slagsmálum við, að því er virðist samtímis. Búið er að yfirheyra nokkra sjón- arvotta, en rannsókn málsins sæk- ist seint, og er enn eftir að yfir- heyra marga í sambandi við þetta mál. Ekki hefur verið hægt að yfirheyra slösuðu mennina til þessa. Það virðist liggja nokkurn veg- inn ljóst fyrir að Daninn hafi ekki slegizt við alla mennina fimm, sem fluttir voru á slysavarðstof- una um nóttina, í einu. Hann byrj aði á að lemja einn i svaðið. Fé- lagi hins fallna fór að stumra yfir honum og fékk spark í höfuð- ið. Fleiri fóru nú að bogra yfir þeim sem lágu og fengu þá sömu útreið. Þegar mennirnir, sem allir eru um tvítugt, ætluðu að standa upp fengu þeir vel útilátin spörk, með fyrrgreindum afleiðingum. Sýnist að staðið hafi í þessu þófi nokkurn tíma, því fæst vitnanna, sem náðst hefur í, sáu nema hluta bardagans. Álitið er að minnsta kosti 15 manns hafi verið við- staddir. Eins og komið hefur fram, ganga yfirheyrslur í þessu máli seint fyrir sig og hefur enn ekki unnizt tími til að yfirheyra öll vitni sem hafa gefið sig fram við lögregluna.. Ástæðan fyrir þessum seinagangi er fyrst og fremst mannfæð rannsóknarlögreglunnar. Lögreglumaðurinn sem hefur þetta mál til meðferðar þarf á sama tíma að vinna að rannsókn fiölda annarra mála, sumra um- fangsmikilla. Er því ekki um að kenna slælegu unnu starfi lög- reglumannsins, heldur hve illa er að rannsóknarlögreghinni búið og hve fámenn hún er. Rétt er, að oft dregst rannsókn sakamála mjög á langinn og sum þeirra upplýsast aldrei, enda er mjög takmarkaður tími sem þeim sem að máhinum vinna fá 1 i 1 að vinna að hverju éinstöku þeirra. Af þessu leiðir að fyrir kemur að rannsókn meiriháttar mála dregst mjög á langinn og getur jafnvel orðið til þess að þau upp- lýsast ekki. Sami lögreglumaður sem fær það verkefni að rann- saka og upplýsa viðamikil afbrota i mál og oft að yfirheyra tugi vitna, | þarf jafnframt að eltast við rúðu : brjóta og konía upp um kók- og i sælgætisþjófa og komast að því [ hver stal benzíni af einum bíl og j dekki af öðrum og oft á tíðum að ; yfirheyra fjölda vitna vegna smá- vægilegra ryskinga, svo ekki sé talað um að eltast við .ávísana- falsara. Framhald á bls. 10. EJ-Reykjavík fimmtudag. Ýmsir áhugamenn um útgcrð hafa stofnað nýtt fyrirtæki, Al- menna útgerðarfélagið h.f., en til- gangur félagsins er útgerð, fisk- verkun og annar skyldur atvinnu rekstur. Iflutafé félagsins er ákveð ið fimm milljónir króna, og verð- ur almenningi gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, sem eru annars vegar 3500 hlutabréf á 1000 krón- ur livcrt, og hins vcgar 300 á 5 þúsuud krónur livei’t hlutabréf. Bráðahlrgðustjórn félagsins hefur þegar gert Ríkisábyrgðarsjóði til- boð um kaup á bv. Gylfa BA 16, og ef allt fer að óskum, stendur til að hefja togaraútgerðina strax í liyrjun næsta árs. Blaðið hafði í dag samband við Snorra Ólafsson, formaun stjórn- ar félagsins, en það var stofnað 10. október síðastliðinn. Hann upplýsti, að aðalhvata- menn að stofnun félagsins væru ýmsir áhugamenn um útgerð. Hef ur félagið nú þegar ráðið til sfn nokkra fulltrúa til að annast kynn ingu á félaginu og söfnun hluta- fjár. Muni félagið beita sér fyrir ýmsum nýjungum í útgerð, eftir því sem efnahagur þess leyfir á hverjum tíma, og leitazt verður við áð félagið hafi sem mest eigið fé til reksturs, er geri félagið sjálfstæðara í viðskiptum sínum. Bráðabirgðastjórn Almenna út- gerðarfélagsins hefur verið falið að annast kaup á bv. Gylfa, en togarinn er nú í eigu R&isábyrgð arsjóðs. Kaupverðið er 11 milljón ir króna. Togarinn er í góðu standi, en ti'l að gera skipið fullbúið til veiða, þarf það endanlega klössun, svo og ný veiðarfæri. 15% arður Snorri sagði, að fyrir stofnfund inum hefði legið rekstraráætlun fyrir árið 1969. Ef rekstur togar- ans gengur samkvæmt rekstrar- áætlun, er gert ráð fyri að hlut- höfum verði greiddur 15% arður á ári, en það verður hluthafanna I að ákveða, hvort ai'ðurinn verði l greiddur í peningum eða með ! arðhlutabréfum, sem myndu ! tryggja hraðari uppbyggingu fé I lagsins. Þá var einnig ákvéðið á stofn- fundinum að gefa út jöfnunar- hlutabréf þegar þess væri þörf og lög leyfðu og tryggja þannig, að greiddur arður verði á hwrj- um tíma í samræmi við verðgildi þeirrar krónutölu, sem hver hlut- hafi lagði í félagið í byrjun. Smíði skuttogara er framtíðaráform „Almenna útgerðarfélagið ætl- ar að hefja starfsemi sína með útgerð bv. Gylfa," — sagði Snorri, Framihald á bls. 11. Jacqueline Kennedy JACKIt GIFTIST 0NASSIS! NTB-New York, finimtudag. Jacqueline Keimedy, ekkja liins myrta forseta Bandaríkjanna John F. Kennedy, ætlar að giftast gríska skipakónginum Aristoteles Onassis. Mun lijónavígfAan væntan lega fara fram í næstu viku, að sögn móður Jacqueline, fni Ilugh 1). Auchinloss, í dag. Herma góðar heimildir, að hjónavígslan fari fram á Scorpioseyju í jóníska hafimi fimmtudaginn 24. okt. I Móðir Jacqueline tilkynnti þetta með milligöngu einkaritara frú Kennedy, Nancy Tuckerman. Sagði hún, að staður og dagur fyrir hjónavígsluna hefði ekki endan- lega verið ákveðinn, en nánar yrði tilkynnt um það atriði á morgun, ’ föstudag. | Jacqueline, sem nú dvelur í New York, er 39 ára að aldri, j en Onassis er 62 ára gamall, og lliefúr vei’ið kvæntur áður. Frú Kennedy varð ekkja, þegar maðui' hennar, John F. Kennedy, forseti, var myrtur, er hann kom i heimsókn til borgarinnar Dallas í Texas 22. nóvember 1963. Síðan hefur hún oftsinnis verið sögð í hjónabandshugleiðingum, sérstak- lega þó við Ilarlech lávarð, sem var sendiherra Bretlands í Was- hington í forsetatíð Kennedys og náinn vinur Kennedy-fjölskyldunn Framhald á bls. 10. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.