Tíminn - 18.10.1968, Blaðsíða 9
FÖSTUBAGUR 18. október 1968.
TIMINN
9
0 F N N I “' s-iáðu tU. Ég vil ekki fá
L neina samkeppni í því að blása
DÆMALAUSi
Lárétt: 6 Uppvakningur 10 Tit-
ill 11 Heldur 12 Samþykkt 15
Sverð.
Krossgáta
145
Lóðrétt: 2 Fornafn 3 Reiði
hlióð 4 Lifuð ár 5 Hulda
7 Handlegg 8 Keyra 9 Land
námsmaður 13 Matarílát
14 Ambátt.
Ráðning á gátu no. 144:
Lárétt: 1 Holland 6 Let
7 SA 9 VU 10 Austrið 11
VM 12 LI 13 Eða 15 Klein
an.
Lóðrétt: 1 Húsavík 2 LL
3 Lestaði 4 At 5 Dauðinn
3 Aum 9 Vil 13 EE 14 An.
SJÓN VARPÍÐ
Föstudagur 18. 10 1968
20.00 Fréttir
20.35 Geislun
Þessi mynd fjallar um geisl
un í vmsum myiidum og áhrif
liennar á allt lif á jörðinni.
Þýðandi og þulur: Örn Helga-
son.
21.00 Velkominn herra forseti.
Skemmtiþáttur um forseta-
heimsókn i ónafngreint land.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpið)
gcrð
(Runaway Bay)
Bandarisk kvikmynd
f.vrir sjónvarp.
Aðalhiutverk: Carol Lynley,
Robert Wagner Lola Albright
og Sean Garrison.
íslenzkur texti: Ingibjörg
Jónsdóttir.
22.10 Erlend máiefni.
22.30 Dagskrárlok
Tekið á móti
tilkynningum
í daqbókina
kl. 10—12
KRISTÍN Á HELLULÆK
46
hvað eina sem í liuganum hafði
bærzt á þá lund, var missýning
einber. Hún minntist þess, að
margir piltar höfðu henni virzt
einkar aðlaðandi, en það finnst
mann gjarna líka þótt um vin-
áttu eina sé að ræða.
— Ef maður væri bara viss,
hvíslaði hún og varp öndinni. En
svo drap hún þeim hugsunum á
dreif. Nú var það Karín sem um
var rætt.
— Ég skrifáði Jörundi í vik-
unni sem leið og sagði honum
upp, þegar ég var lengi búin að
hugsa mig um, hélt Karín áfram.
— Og ég fékk svar í dag.
— Hvað skrifar hann þér?
spurði Kristín.
Karín andaði léttar. — Hann
tók því rólega, svo það er sjálf-
sagt eins og ég hélt, að hann hef-
ur fundið aðra. Hann skrifar að
ef til vill eigum við ekki saman,
að við höfum þroskazt í gagn-!
stæða átt og fjarlægzt hvort ann-
að, en ættum að geta verið góð-
ir vinir eigi að síður.
— Það fer áreiðanlega bezt á
því, sagði Kristín. — Hitt er það
versta af öllu. að vera eltur á
röndum eftir að slitnað er upp
úr. Nú þarft pú að minnsta kosti
ekki að hafa samvizkubit út af
honum.
— Nei, en eigi að síður finnst
mér eitthvað svo tómlegt. Skilur
þú það?
— Já, það held ég. Ekki er gott
að maðurinn sé einn. . . Þú veizt
það. En þú finnur þér áreiðan-
lega annan iíka.
— Ef ég er þá ekki búin að
því. . . svaraði Karín og leit
undan.
— Nei, er það. sagði Kristín
undrandi. j
Karín hafði ævinlega verið
fjarri í sumarleyfum sínum, hún
eyddi árinu á tveim stöðum, en
hafði aldrei nefnt annan en Jör-
und á nafn.
— Hver er það? spurði Krist'
ín íorvitin.
En Karín hristi höfuðið og
stundi við.
— Það stendur á sama, enda
vonlaust hvort sem er.
— O, nei. Hann er þó ekki
kvæntur?
— Nei, það er hann ekki, en. . .
Hún þagnaði við er Anna kall-
aði í stiganum:
— Kristín. Síminn.
Karin beið í eldhúsinu og skraf
aði við ömmu meðan Kristín var
í símanum. Hún kom aftur að
vörmu spori.
— Það er Hinrik, sem er að
hringja. Hann langar að ég komi
með honum út að Glaumá annað
kvöld, og hjálpi þeim við góð-
gerðabasar. En þá ætlum við til
Óskars og Grétu.
— Þangað getur þú vel farið
seinna, sagði Anna.
— En mig langar ekkert til
þess, muldraði Kristín. — Að
standa þar allt kvöldið og selja
happdrættismiða, eða hvað það
vill láta mig gera. Ég vil vera
frjáls á morgun, fara til kii'kju
og hlusta á barnasönginn. . .
— En það getur þú gert, þrátt
fyrir hitt.
— . . .Og vera við að kveikja
á aðventustjörnunni hér heima,
hélt Kristín áfram án þess að
hirða um athugasemd móður sinn
ar.
— Mér finnst nú samt þú ætt-
ir að fara. hélt Anna áfram og
reyndi að telja henni hughvarf.
Kristín vissi ástæðuna og hélt
fast vi_ð Sitt.
— Ég afsagði það. Hann kvað
þau þurfa einn til viðbótar, en
það Jtyrfti ekki endilega að vera
ég. Eg stakk upp á að hann skyldi
biðja þig, Karín. Hann bíður í
símanum.
— Ó.
— Hvað-segirðu um það? Ertu
nokkuð við bundin?
— Þú vogar þér ekki að hringja á lögregluna, fyrr en
ég hef tekið til.
1969
Samkeppni í munsturgerð
á lopapeysum
Álafoss efnir til samkeppni í nýjum munstrum á lopa-
peysum, gerðum úr hespulopa. — Samkeppnin er þess
efnis að fá á markaðinn nýjar gerðir munstra og jafnvel
önnur og nýstárlegri snið á lopapeysum heldur en það
sem tíðkazt hefur undanfarin ár.
Keppnisreglur eru ekki aðrar en þær, að tekið verður
við öllum flíkum, peysum, jökkum, vestum o.fl. prjón-
uðum úr hespulopa og tekið verður tillit til frágangs,
munsturs og litasamsetningar. Hespulopi er framleiddur
í 24 litum.
Verðlaun verða veitt sem hér segir:
1. verðlaun kr. 10.000.00
2: verðlaun — 5.000.00
3.—7. verðlaun — 1.000,00 hver
Það skilyrði fylgir verðlaunapeysunum. að Álafoss mun
endurgjaldslaust nota munstrin á pgvsupakkningar úr
hespulopa.
Dómnefnd skipa eftirtaldir: Haukur Gunnarsson. Ramma
gerðinni, formaður. Elísabet Waage. Baðstofunni. Sigrún
Stefánsdóttir og Gerður Hjörleifsdóttir. fslenz.kum heim-
ilisiðnaði.
Keppnin stendur til 1 febrúar n.k. og þarf að koma
peysum í Álafoss í Þingholtsstræt.i 2. og skulu þær vel
merktar dulmerki á ísaumað léreftsmerki inn á hálsmál
peysunnar. Bréf í lokuðu umslagi sendist formanni dóm-
nefndar. Hauki Gunnarssyni, Rammagerðinni. Reykiavik,
fyrir 1. febrúar n.k., og skulu þar fylgja munstur, skýr-
ingar og nafn höfundar.
Álafoss hf.
Sigge Stark
— Nei, ekki neitt sérstakt.
— Farðu inn og talaðu við
hann. Karín kinkaði kolli og fór.
Brátt kom hún fram í eldhúsið
aftur.
— Það þarf ekki langar hróka-
ræður við Hinrik, sagði hún bros-
andi. — Hann veit hvað hann vill.
Kemur og sækir mig á bílnum síð
degis á morgun, við ætlum þang
að nokkru áður en byrjað verður
til að koma fyrir einhverjum mun
um. Hún leit hikandi til Önnu. —
Hinum bregðast vonir, að vera að
láta sér nægja mig ,en ég held
að þetta verði skemmtilegt, mælti
hún létt í máli.
— Og ég vil helzt vera heima
á sunnudaginn í föstuinngang-
in, sagði Kristín.
Gubjón Styrkábsson
HÆST AKÉTT.AKLÖCMAÐUR
AUSTUDSTRÆTI 6 SÍMI 11314
í DAG
ÚTVARPIÐ
Föstudagur 18. október
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg
isútvarp 13.15 Lesin dagskrá
næstu viku. 13.30 Við, sem
heima sitjum. Kristmann Guð
mundsson
les sögu
sína „Strönd-
ina bláa“ (24) 15.00 Miðdegis
útvarp 16.15 Veðurfregnir.
Tónlist eftir Jón Leifs. 17.00
Fréttir Klassísk tónlist 17.45
Lestrai’stund fyrir litlu börnin
18.00 Þjóðlög Tilkynningar 19.
00 Fréttir 19.30 Efst á baugi
Tómas Karlsson og Bjöm Jó-
hannsson fjalla um erlend mál-
efni. 20.00 Píanómúsík eftir
Schumann og Nielsen. 20.30
Sumarvaka a. Góður glímumað
ur Lárus Salómonsson yfirlög
regluþjónn segir frá Guðmundi
Hafliðasyni í Bakkaseli. b. Lög
eftir Sigfús Halldórsson. Höf-
undurinn og fleiri flytja. c.
Söguljóð Ævar R. Kvaran les
kvæði eftir Hannes iHafstein,
Jakob Jóh. Smára, Gest og
Einar H. Kvaran. 21.35 Klgrín
ettukvintett í B-dúr op. 34 eft-
ir Weber. 22.00 Fréttir og veð
urfregnir 22.15 Kvöldsagan:
„Svona var ída“ eftir Svein
Bergsveinsson. Höfundur les
sögulok. 22.40 Kvöldhljómleik-
ar 23 20 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
Laugardagiir 19. október.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há-
degisútvarp. 13.00 Óskalög
sjúklinga: Kristín Sveinbjöms-
dóttir kynnir.
15.00 Fréttir.
15.15 Laugar-
dagssyrpa í umsjá Baldurs Guð
laugssonar. 17.15 Á nqtum æsk
unnar. 17.45 Lestrarstund fyrir
litlu börnin. 18.00 Söngvar í
léttum tón. 18.20 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins. 19.00 Fréttir. Til-
kynningar 19.30 Daglegt. líf:
Árni Gunnarsson fréttamað-
ur sér um þáttinn. 20.00 Kór-
söngur: Karla- og kvennakór
Keflavíkur syngja. 20.40 Leik-
rit: „Raunasaga gamals ekkils“
eftir Peter Hacks. 21.30 Tón-
list frá hollenzka útvarpinu. —
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 Danslög. 23.55 Fréttir í
stuttu máli. Dagskrárlok.
i