Tíminn - 18.10.1968, Blaðsíða 10
10
TIMINN
FÖSTUDAGUR 18. október 1968.
HAGSYN
HÚSMÓÐIR
NOTAR
Akraneskaupstaður
Starf skrifstofustúlku á bæjarskrifstofunni, Akra
nesi, er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er
til 1. nóvember n.k. Laun samkv. kjarasamningi.
Nánari upplýsingar veittar á bæjarskrifstofunni.
Akranesi 18. október 1968
BÆJARSTJÓRI
Skrifstofur
vorar verða lokaðar í dag, föstudag 18. október,
frá kl. 12 á hádegi, vegna jarðarfarar.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
Sprautun - Lökkun
• Alsprautum og blettum allar gerðir af bilum
0 Sprautum einnig heimilistæki, isskápa, þvotta-
vélar, frystikistur og fleira í hvaða lit sem er.
VÖNDUÐ OG ÖDÝR VINNA.
STIRNIR s.f. — Dugguvogi 11.
(lnngangur frá Kænuvogi). — Sími 33895.
þakkarávörp
Ég þakka innilega öllum þeim sem glöddu mig
með gjöfum og skeytum á áttræðis afmæli i^iínu 8.
október. Sérstaklega þakka ég Jóhannesi syni mínum og
konu hans fyrir móttökurnar á okkur, og gestum okkar.
Guð blessi ykkur öll.
Jófríður Kristjánsdóttir
frá Lágafelli.
Hjartans þakkir færi ég börnum mínum og tengda-
börnum, sveitungum og öðrum vinum, fyrir höfðing-
legar gjafir og vinarkveðjur á sjötugsafmæli mínu
3, október s.l.
Ykkur öllum, kæru vinir, árna ég heilla og blessunar.
Guðm. Guðmundsson
Efri-Brú
CORONA
SKÓLARITVÉLIN,
sem endist yður
œvílangt.
SKRIFSTOFUTÆKNI ,
Ártnúla 3, simi 38 900, •
Atvinna
Iðnræðingur (vélfræði),
sem unnið hefur 3 ár sjálf
stætt erlendis, að teikni-
og eftirlitsstörfum, og hér
heima að tækni- og sölu
störfum, óskar eftir fram-
tíðarstarfi. Má vera utan
Reykjavíkur. — Áhuga-
menn leggi nöfn sín á af-
greiðslu blaðsins fyrir
þann 27. 10., merkt
,,Tækni“.
Skyggnifundur
Lára Ágústsdóttir heldur
skyggnifund í ungmenna-
félagshúsinu í Keflavík í
kvöld. Fundurinn hefst
klukkan 9.
KENNEDY
Framhald af bls. 1 /
ar.
Jacqueline Kennedy átti tvö
börn með manni sínum, Karolinu,
sem er 10 ára, og John, sem er
8 ára.
Gríski skipakóngurinn Aristotel
es Onassis kvæntist Tínu Litvanos,
dóttur annars grísks skipakóngs,
árið 1946. Þau eignuðust son og
dóttur, en hjónabandið endaði
með skilnaði árið 1961. Síðustu
árin hefur Onassis verið mjög
nefndur við óperusöngkonuna
Maria Calias.
Fréttin um að Jackie ætlaði að
gifta sig að nýju, birtist í banda
rískum blöðum snemma í dag.
Nancy Tuckerman kvaðst þá ekk
ert geta sagt 'um málið. Síðar
kom svo tilkynningin frá móður
Jackie.
Onassis dvaldi um síðustu helgi
hjá Kennedy-fjölskyldunni í Hy-
annis Port, þar sem sumarheim-
ili fjölskyldunnar er.
FÁ PREST
Framhalri á 12 síðu
ólskan prest að máli. Við erum all
ir kaþólskrar trúar hér um borð,
eins og 99% af löndum okkar,
og höfum ekki verið í messum í
tvo mánuði. Þar sem við förum
á laugardaginn, og getum því
ekki verið við messu á sunnudag-
inn, þá vildum við fá kaþólskan
prest um borð, og ætlar hann að
koma til okkar á laugardagsmorg-
uninn, og hafa hér helgistund Eg
hitti kaþólskan prest, íslcnzkan
að máli, og tók hann því mjög
vel að koma til okkar. Annars
býst ég við aö /íð reynum að
skoða okkur um eftir því sem við
getum. Þegar við fengum að vita
að við færum til íslands öfluð-
um við okkur bóka um landið
ýkkar, og höfum verið að fræðast
um landið á leiðinni hingað.
— Var ekki nokkuð erfitt að
sigla hér inn í höfnina í Ilafn-
arfirði?
— Við fengum hafnsögumann
á leiðinni ofan úr Hvalfirði, sem
reyndist vera mjög fær í sínu fagi.
Hann þekkti greinilega allar að-
stæður hér mjög vel, og vár mjög
rólegur og ákveðinn við innsigl-
inguna hingað. Skipið ristir venju
lega um 34 fet, en risti um 28
fet í morgun. Við urðum að fara
fyrst upp í Hvalfjörð til að losa
þar, áður en við gátum komið
hingað inn.
— Hvaðan komuð þið hingað?
— Við komum frá Lousiana í
Bandaríkjunum, en við erum að
flytja olíu fyrir Bandaríkjastjórn
hingað. Iléðan fiirum við svo suð-
ur á Miðjarðnrhaf, og munum
flytja olíu frá höfnum þaðan og
til Norðjur-Evrópu.
— Og hvað eruð þið búnir að
vera lengi að heiman?
— Við fórum að heiman 1. apríl
s.l. og búumst ekki við að koma
heim fyrr en á miðju næsta ári.
Þetta er venjan í hernum, en ég
vona að ég verði í honum til
dauðadags. Ég byrjaði á sjónum
árið 1942 og hef verið það alla
tíð síðan, sagði Torres skipstjóri
að lokum, eftir að hafa frætt
fréttamann svolítið um heima-
land sitt, og fengið samskonar
upplýsinéar um ísland.
í Columbíu er lýðveldi, og þar
er forsetinn kjörinn til fjögurra
ára. íbúar eru um 17 milljónir
og aðalatvinnuvegirnir eru land-
búnaður og iðnaður.
KYNVILLA
Framhald af bls. 12.
sem þarna hafa verið að verki
virðast hafa óbeit á margnefnd
um húsráðanda og þótt ástæða
til að jafna um hann.
Þess má geta að hér á landi
er ekki saknæmt þótt fuborðn-
ir karlmenn hafi kynmök hver
við annan, ef þeir vilja heldur
hafa þann háttinn á, og er þá
náttúrulega þeirra einkamál
hver.nig þeir syala kynhvöt
sinni. Hirns vegar er saknæmt
! ef fullorðið fólk hefur mök við
1 einstakling sé hann undir 16
j ára aldri, og liggur þung refs-
I ing við slíku afbroti.
ÖNGÞVEITI
Framhald af bls 1
Þegar leysa þarf umfangsmikil
mál og margir rannsóknai-lögreglu
menn vinna að sama málinu, safn
ast óafgreidd smáglæpamál upp
hjá lögreglunni og þeir, sem
verða fyrir þjófnaði og skemmd-
um á eignum sínum hamra á við j
komandi rannsóknarlögreglumönn
um um að fleyta sínu máli og j
kvarta yfir að ekkert sé gert í j
því. Þegar Gunnar Tryggvason,;
leigubílstjóri var myrtur í janúar-;
mánuði s.l. tók allt starfslið rann
sóknarlögreglunnar þátt í leitinni
að morðingjanum og yfirheytslum
vitna. Hefur ekkert sakamál ann-
að verið svo umfangsmikið og
vinnufrekt. En að því kom að
fækka varð þeim lögreglumönn-
um. sem unnu að morðmálinu. til i
að þeir gætu sinnt öðrum störf-
um, en verkefnin hlóðust náttúr-
lega upp, því smáþjófarnir gerðu
ekkert hlé á iðju sinni, fremur en
endranær. Nú er ekki þar með
sagt, að tekizt hafi að upplýsa
morðmálið, þótt enn meiri vinna
hafi verið lögð í rannsókn þess,
og stendur rannsóknin jafnvel yfir
ennþá og þetta morðmál verður
ekki lagt til hliðar fyrr en söku-
dólgurinn er fundinn. Hitt er stað
feynd að rannsóknarlögreglan er
hvergi nærri nógu fjölmenn til að
hægt sé að einbeita nógu miklum
starfskrafti í rannsókn umfangs-
mikilla mála.
Á skrifstofum rannsóknarlögregl
unnra er yfirleitt örtröð af fólki,
sem taka þarf skýrslur af. Eru
þar menn og konur sem grunuð
eru um að hafa brotið þetta eða
hitt af sér, vitni í ýmsum málum
og þeir sem kært hafa þjófnaði
og önnur afbrot. Hjá umferða-
deildinni er sömu sögu að segja.
Þar sitja örfáir sveittir menn við
að taka skýrslur vegna umferðar-
slysa og árekstra og þurfa þeir
sem skýrslurnar gefa, stundum að
bíða svo og svo lengi eftir að
röðin komi að þeim.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að umferðarslys og árekstr
ar, innbrot og ýmis konar þjófn-
aðir, aukast með hverju ári sem
líður, jafnvel hverjum mánuði.
Og til að bæta gráu ofan á svart
gerast ávísanafalsarar sífellt fleiri
og stórtækari. En starfsliði rann-
sóknarlögreglunnar fjölgar ekki
að sama skapi og segir sig sjálft
að við svo búið getur ekki staðið
mikið lengur. Þjófar vaða út og
inn um híbýli manna, láta greip-
ar sópa um verzlanir og skrifstof
ur og eyðileggja oftast fyrir mun
hærri fjárhæðir en þeim tekst að
stela. Fölskum ávísunum rignir
yfir kaupmenn og banka og dag-
lega er ekið utan í fleiri og færri
kyrrstæða bíla og stungið svo af.
Það er hlutverk rannsóknarlög-
reglunnar að hafa hendur í hári
þeirra aðila sem svona haga sér
og sjá svo til, að þeir fái viðhlýt
andi dóm og í beztu tilfellum
greiði þeim til baka sem orðið
hafa orðið fyrir skaða af völdum
afbrotamannanna. Það er krafa
borgarana að lögreglan gegni
þessu hlutverki sínu og þeir sem
verða fyrir tjóni af völdum af-
brotalýðs heimta að rannsóknar-
lögreglan hafi hendur í hári
þeirra sem tjóninu olli. En til að
lögreglan geti sinnt málum á
fullnægjandi hátt verður að búa
svo að henni að hægt sé að
krefjast þess af rannsóknarlögregl
unni að sakamál dagi ekki uppi
í skrifborðsskúffum þeirra.
Þegar svo búið er að sanna af-
brot á þennan eða hinn, er enn
eftir að dæma viðkomandi og
þegar því er lokið að fullnægja
dómnum, oftast með fangelsisvist
þá lendir sá dæmdi á biðlista þar
til að því kemur að hægt verður
að stingg honum inn og það getur
oft orðið löng bið. En það er
önnur saga og þarf rannsóknar-
lögreglan oft að handtaka og yfir
hoyra dæmda menn sem fremja
afbrotin á þeim tíma sem þeir
með réttu ættu að sitja inni.