Tíminn - 18.10.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.10.1968, Blaðsíða 6
6 TÍMINN FÖSTUDAGUR 18. október 1968. ............................7 saman ómaksins vert, því þetta Ij er hið allra myndarlegasta íús, það fylgir því sundlaug, sem Preben og Anne Mari vildu 7Íst helzt ala allan sinn aldur . Þá er líka í húsinu svolítill leikfimisalur með rimlavegg, sem Preben segir að sé hið mesta þarfaþing, enda notar hann rimlana mikið þegar hann reynir að minnka á sér ýstr- una. ★ Þegar Janet Midtielton frá Ástralíu var sex ára, uppgötv- aðist þáð að hún var það sem kallað er „blátt barn“, það er að segja hún hafði gat í gegn- um einn hjartavegginn. Ekk- § ert í hegðun barnsins hafði bent til þess að hún þjáðist af þessu, gagnstætt þvi sen. venjulega er, þegair um sams konar tilfelli er að ræða, en venjulega verða þeir sem af þessum sjúkdómi þjást mátt- lausir og ávallt þreyttir. Jan- et var skorin upp á sjúkra- húsi Margrétar_ prinsessu í Palmýruborg í Ástralíu, og Jan et og sjúkdómur hennar varð fréttaefni um ýíða veröld. Ekki hvað sízt þótti þetta fréttaefni, að læknar höfðu lýst því yfir, að þeir teldu vafalítið að Jan et myndi naumast lifa leng- ur en áð ná átján til tuttugu og eins árs aldri. Núna er Janet gift, og heitir reyndar núna Janet Cross. Hún er átján ára og hefur nýlega alið hraust og velskapað bam. ★ Hlekkir hjónabandsins eru svo þungir, að það þarf tvo til að bera þá — stundum þrjá. ★ Karlmaður er aldrei veikari á svellinu en þegar kona er að segja honum hvað hann sé sterkur. sínum Urho Kekkonen. Kosy- gin er sá til vinstri, en Kekk onen til hægri. Þeir eru kraftalegir þessir karlar, enda vanir slarkinu. Myndin er tekin um borð í finnska ísbrjótnum „Tarmoí1. en þessar heiðurskepmur skruppu í tveggja daga leiðang ur og hugðust veiða fisk. Þeir heita reyndar Alexei Kosygin, sem er í heimsókn hjá vini I SPEGLITÍMANS / Marlon Brando, sá gamli, góði glaumgosi og kvennamað- ur, er nú nýskilinn við sína Imexik'önsku konu leikkonuna Movita Castenada, en með henni átti hann tvö börn. Áð- Ur hafði hann eignazt barn með leikkonunni Tarita frá Tahiti, og annað með fyrstu konu sinni, leikkonunni Önnu Kashfi. Um þessar mundir gengur gamli maðurinn enn um í hjúskaparhugleiðingum, en orsök þeirra er kanadísk leikkona, sem nefnist Aysha Mohior, en þau Brando hafa sézt lengi saman. Hinn heimsfrægi franski kvik myndaleikari Alain Delon hef- ur nú nýlega verið yfirheyrður í sextán tíma stanzlaust hjá frönsku lögreglunni. Tilefni yfirheyrzlunnar er morðið á Júgóslavanum Stefan Markovic, sem var vinur leikarans, um- boðsmaður hans og lífvörður. Marcovic, sem bjó í einbýlis húsi Delons í París áður en hann var myrtur, fannst látinn þann 1. október. Eiginkona Delons, frú Nat- halie, sem nýlega hefur fengið sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd hefur einnig verið yfirheyrð, og öllu lengur en eiginmaður- inn, því lögreglan lét sér ekki nægja minna en tuttugu og fjögurra tíma yfirheyrzlu. — Alain Delon hefur verið kvænt ur Nathalie í fimm ár, eða allt frá því að hann skildi við þýzku leikkonuna Romy Schneider. Kona Delons var stödd í Eng landi, þegar henni bárust boð um að koma til Parísar þegar í stað. Þar tók lögreglan á móti henni og ók henni þegar í stað til innanríkisráðuneytis ins. RaShele Mussolini, ekkja einræðisherrans Mussolini, og tengdamóðir systur Soffíu Lor- en, sem á veitingahús nálægt Forli á Mið-Ítalíu, hefur nú loksins fengið lífeyri frá ítalska ríkinu, þar sem dómstólar í Róm hafa bent á að reyndar hafi Mussolini ver:ð ríkisstarfs- maður í tuttugu ár, unz hann var myrtur ásamt ástmær sinni árið 1943. Anne Mari og Preben Kaas, er það danskt leikhúsfólk, sem í hvað mestu uppáhaldi er hjá dönskum blaðamönnum um þessar mundir. Þau hjúin eru ekki alveg á horriminni, eða svo sýnist þeim, er augum líta hið glæsilega einbýlishús sem þau búa í, eða réttara sagt hún býr í, en húsið ætlar Anne Mari nú að selja vini sínum, Kaas. Preben Kaas segist kaupa húsið með það tvennt fyrir augum, að eignast fast- eign og að geta tryggt sinni heittelskuðu Önnu húsaskjól og peninga þegar hann fellur frá. Preben segir reyndar að þessi viðskipti sín með húsið séu eitt hið mesta þrekvirki sem hann hafi komizt í um ævina, því alls konar opinberir aðilar vilji hafa afskipti af viðskiptunum, skatta þurfi að greiða, æða á milli skrifstofa og skrifa nafnið sitt hér og þar, en kannski er þetta allt Á VlÐAVANGI Námskostaður Unglinga Ingvar Gíslason, Sigurvln Ein arsson, Ólafur Jóhannesson og Páll Þorsteinsson hafa flutt í sameinuðu Alþingi tillögu til þingsáiyktunar um námskostnað. Skal ríkisstjórnin skipa milli- þinganefnd, skipaða fimm mönn um, er geri tillögur um fjár- hagslegan stuðning við nemend- ur á skyldunáms- og framhalds skólastigum, sem óhjákvæmi- lega verða að vista sig til Iangs tíma utan heimila sinna vegna skólagöngu. Þingflokkamir til- nefni sinn manninn hver, en menntamálaráðherra skipi fimmta manninn, er verði for- maður nefndarinnar. Skal nefnd in skila áliti fyrir næsta reglu- legt AlþingL Nemendur fjarri heimilum sínum f greinargerð með þessari til lögu segja flutningsmenn: „Eitt hið brýnasta verkefni í fræðslumálum okkar er jöfnun námsaðstöðu í landinu, og með- al þess, sem helzt mætti að því stuðla, er sú leið, að hið opinbera greiði kostnað, sem stafar af óhjákvæmilegri dvöl nemenda utan heimila þeirra. Getur þetta átt við nemendur á^ ýmsum aldri og í mismunandi skólum, m. a. nemendur í heima vistarbamaskóium, héraðsskól- um, menntaskólum, verzlunar- skólum o. s. frv. Til lengdar verður ekki vikizt undan því, að þessi leið verði valin, og ríður á miklu, að málið verði undir búið sem fyrst. Er það nú miltili beinn útgjaldaliður fyrir sveita heimili og önnur, sem líkt eru stödd, hvað snertir f jarlægð frá skólum, að þurfa að vista böm og ungmenni utan heimilis vegna skólagöngu. Á barnmörg um heimilum er þessi kostnaður afar tilfinnanlegur og veldur að sjálfsögðu mjög óhægri að- stöðu til þess að láta böm og ungmenni njóta eðlilegrar skóla göngu. Sem dæmi um óbein á- hrif á fjárhagsafkomu og heim- ilislíf sveitaheimila er vert að geta þess, að stór hluti mennta- skólanemenda, sem verða að sækja skóla í önnur héruð eða landsfjórðunga, neyðist einnig til þess að dveljast fjarri heim ilum sínum hvert sumar í því skyni af afla fjár til skólagöngu sinnar. Þetta á fyrst og fremst við um nemendur í sveitum, þar sem fjáraflavon er lítil miðað við það, sem gerist í uppgripa vinnu við sjávarsíðuna. Með þessu móti verða böra og for- eldrar fyrr viðskila hvort við annað en ella mundi, auk þess sem heimilin missa dýrmætan liðsafla frá nauðsynjaverkum. Er áreiðanlega tímabært að gefa þessu fullan gaum, enda verulegt hagsmuna- og réttlætis mál fyrir þá, sem verða að búa við þetta ástand. Dæmalaust mun það ekki vera, að foreldrar flytjist úr sveitum til kaupstaða, m. a. Reykjavíkur, vegna þess mikla aukakostnaðar, sem því fylgir að senda börn og ung- menni að heiman vegna skóla- göngu.“ Við getum vel einir f forystugrein Mbl. í gær segir m. a/ „. . . Viðreisnarstjórnin mun ein takast á við vandamál- in, ef svo illa kynni til að tak ast* að stjórnarandstöðuflokk- arnir fengjust ekki til sam- starfs um þær efnahagsráðstaf anir, sem öhjákvæmilegt er að Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.