Tíminn - 18.10.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.10.1968, Blaðsíða 7
1 FÖSTUDAGUR 18. október 1968. TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiöjan Edda h. f. Gerum iðnaðinn samkeppnishæfan Þórarinn Þórarinsson hefur nú enn endurflutt tiliögu sína ásamt 6 öSrum þingmönnum Framsóknanflokksins um að nú þegar verði endurskoðuð tollalög með það fyrir augum, að innflutningstollar á efnum og vélum til iðnaðarins verði hinir sömu og nú eru á efnum og vél- um til fiskveiða. Ríkisstjórnin skal, strax og þessari end- urskoðun er lokið, leggja fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á tollalögunum í samræmi við hana. Eins og bent hefur verið á í sambandi við umræður þær, sem orðið hafa varðandi hugsanlega þáttöku íslendinga 'í Príverzlunarbandalaginu, EFTÁ, er nauðsynlegt áður en af slíkri aðild geti orðið að gera þær ráðstafanir varð- andi íslenzkan iðnað að nokkrar vonir séu til þess að hann geti staðizt þá auknu og harðnandi samkeppni, sem af aðild myndi hljótast. En hvort sem af slíkri aðild verð ur eða ekki er hitt víst, að það er iðnaðurinn, sem verður að taka við þeirri fjölgun mannafla, sem verður á ís- lenzkum vinnumarkaði á næstu árum. Nú vantar mikið á, að iðnaðurinn njóti jafnréttis við sjávarútveg og land- búnað, hvað aðstöðu og opinbera fyrirgreiðslu snertir. í greinargerð með tillögu sinni um endurskoðun tolla- laga til lækkunar á tollum á efnum og vélum til iðnað- arins segja flutningsmenn: „Nær allar þjóðir keppa nú að því að auka sem mest fjölbreytni atvinnuvega sinna og renna þannig sem flest- um stoðum undir afkomu sína. Fyrst og fremst er hér um að ræða aukningu margvíslegs iðnaðar, eftir því sem aðstæður leyfa á hverjum stað. Þótt sá samdrátfur, sem er í sjávarútveginum nú, standi vonandi ekki lengi, eru engar líkur til þess, að hinir tveir fornu undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar, landbúnaður og sjávarútvegur, geti tryggt þjóðinni næga atvinnu og góða afkomu á komandi árum. Hér verður að koma til viðbótar mikill og margþættur iðnaður, ef fullnægja á eðlilegum kröfum um næga atvinnu og batn andi afkomu. Því marki^eiga íslendingar vel að geta náð, ef rétt er á málum haldið, engu síður en aðrar þjóðir. En til þess að svo verði, þarf vitanlega að hlynna að iðnaði á allan hátt. Eitt af því, sem mundi styrkja verulega aðstöðu iðn- aðarins, er að fella niður að mestu eða öllu tolla á efni og vélum til hans. Virðist það eðlilegt og sanngjarnt að iðnaðurinn sitji hér við sama borð og fiskveiðarnar, því að báðar eru þessar atvinnugreinar lífsnauðsynlegar þjóðinni. Af bátum og véium til fiskveiða er nú ekki greiddur tollur, en af veiðarfærum og efnum til fisk- veiða 4%. Hins vegar er greiddur 10—15% tollur af vélum til fiskiðnaðarins og 25%. tollur af vélum og tækjum-til annars iðnaðar, þar á meðal iðnaðar, sem vinnur úr ýmsum landbúnaðarvörum. Tollar á ýmsum efnum til iðnaðar eru oft miklu og jafnvel margfalt hærri. Loks þvkir rétt að benda á það. að íslenzk iðnfyrir- tæki verða að greiða 25% toll af vélum til starfsemi sinnar og hærri tolla af efni, meðan álbræðslan. sem útlendingar eru að reisa, fær að flytja inn tollfrjálst allar vélar og efni til starfrækslu sinnar.“ Þetta er stórmál og verði ekki staðið rétt að þessu máli eða verði það dregið meir úr hömlu en þegar er orðið, mun afleiðingin verða sú, að ekki verða til at- vinnufýrirtæki í landinu til að taka við aukningunni sem verður á vinnumarkaðinum á næstu árum. C. L. Salzberger: Rússar líta á sem sérstakt Austur-Evrópu valdsvæði sitt Það er grundvallarstefna, sem þeir munu ekki víkja frá. NÚTÍMA mannfræSi kennir okkur að þjóðernisstefna og heimsveldisstefna eigi sér ræt ur langt aftur í fortilveru okk ar sem dýra. Og ef til vill er leiðtogunum í Kreml að því leyti farið líkt og okkur, að utanríkisstefna þeirra eigi stundum skylt við fjarlægar eðlisávísanir, sem fyrst varð hjá úlfum, uglum eða ljónum, sem vörðu veiðilönd sín sér til framfæris. Þessi hneigð til að líta á ikveðin svæði sem sín eigin, er nefnd landdrottnunargirni Dg var frum-mönnum á háslétt iim Afríku lífsnauðsyn. Þessi arfsögn kann að vera verulega leiðbeinandi, þegar verið er að gera ' sér grein fyrir sumum þjóðfélagskerfum nútímans. ÉG ER að ljúka við ferð um Austur-Evrópu og tek þá eftir, að ég er farinn að reyna að geta mér til um þær hvatir, sem virðast hafa knúið Rússa :il að taka hina háskalega her- ikáu afstöðu innan þessa svæð- s, sem þeir líta á sem sitt /aldsvæði. Þarna er auðvitað itt við svæðið fyrir vestan andamæri Sovétríkjanna sjálfra en austan við Stettin- Trieste mörkin. Rússar hafa sótt eftir yfir- ráðum í Asíu og þar virðist svo sem menning þeirra verði tíðast til þess að koma á betri lífskjörum en tíðkast sunnar og austar. Eigi að síður virðast Rússar hverfa frá þessum svæð um í Asíu, þegar þeir eiga í höggi við einbeittar þjóðir. Þetta virtist ásannast eftir síð- ari heimstyrjöldina, þegar þeir hurfu aftur frá Norður-íran og kínverska Sinkiang, og létu niður falla landakröfur á hend ur Tyrkjum. ÞRÁTT fyrir þetta virðist svo sem' rússneskar ríkisstjórn ir, bæði ríkisstjórnir kommún- ista og fyrri ríkisstjórnir, hafi laðast alveg með sérstökum hætti að Austur-Evrópu, sem þær hafi litið á sem sitt vald svæði. Til þessa liggja ýmsar ástæður, hvað svo sem segja má um hugsanlega erfðar eðlis ávfsanir. Meðal þessarra á- stæðna má nefna: ^ 1. Hlutfallslegan vanmátt Austur-Evrópuríkjanna, sem hafði leitt til þess, að þau urðu eins konar þjóðvegir herja stórveldanna, sem sóttu inn í Rússland. 2. Sögulega hefð, þar sem rússneskur her hefur háð fjöl- margar styrjaldir norðan Balk an-fjalla. 3. Ákafa löngun til að meina óvinveittum ríkisstjórnum til- veru á þessu umrædda svæði og leggja undir sig iðnað þess og hráefnaauðlegð. 4. Sundurleitan arf frá þeim Marx, sem leit á Slavana í Austur-Evrópu sem heiðið rusl og Stalín, sem skýrði marxisma á þann hátt, að hann þýddi fyrst og fremst bandalag við Rússland. BRÉSNEV ÞESSAR ástæður valda því, að leiðtogarnir í Moskvu hafa hætt á að grípa til hrottalegr- ar framkomu til þess að varð- veita vald sitt yfir þessu yfir- ráðasvæði. Við höfum séð þetta koma fram í mismikilli harðýðgi, svo sem gegn Júgó- slavíu (1948), Póllandi og Ung verjalandi (1956), og nú á ár- inu 1968 gegn Tékkóslóvakíu. Að vísu var ekki gengið frá neinum samningum í Yalta um lénsherradóm Sovétríkjanna austan við Stettin-Trieste mörk in. En valdhafarnir í London og Washington létu undir höf- uð leggjast að ganga frá samn ingum við valdhafana í Moskvu áður en lokasigur vannst í styrjöldinni, og sú vanræksla leiddi til ástands í raun, sem Kreml-herrarnir líta greinilega á sem lögfesta skipan. CNIP BOHLEN, ef til vill einhver snjallasti Bandaríkja- maðurinn, sem fengizt hefur við að skýra stjórnmálastefnu leiðtoganna í Krepl, var van- ur að segja, að stefnan í Kreml væri grundvölluð á kenning- unni: „Það, sem við eigum er okkar eign, en það, sem þið eigið, er umsemjanlegt." Og víst er um þáð, að Sovétmenn telja Austur-Evrópu ekki um- semjanlega. Þeir eru reiðubúnir að grípa í tgumana hvenær sem þeir líta svo á, að framvindan á þessu svæði sé tekin að fjar- lægjast „sósíalismann". Þetta hefur aðeins einu sinni brugð- izt, eða gegn Júgóslavíu, þeg- ar Tító gerði ljóst, að hann væri reiðubúinn að verjast til þrautar, en Stalín var ekki und ir það búinn aJS eiga á hættu heimsstyrjöld. í AFSTÖÐU Rússa felst eitt hvað alveg óskiljanlega gamal dags. Það álit valdhafanna i Kreml, að Austur-Evrópa sé stjórnmálalegt, hernaðarlegt og hugsjónalegt umráðasvæði þeirra. sýnist jafnvel eiga sér enn ■ ■•i en hinn venju - rnrnmm legi skilningur á svonefndu á- hrifasvæði. Vera má að rótar- angarnir teygi sig allt aftur í mannfræðilega forsögu. Sovétmenn eru reiðubúnir að viðurkenna frumkvæði Bandaríkjanna á sumum svæð- í um, svo sem á vesturhveli hnattarins, — enda þótt að Krustjoff byði byrginn á Kúbu — en þeir vilja fá sína eigin Monroe-kenningu viðurkennda austan Stettin-Trieste mark- anna. Byrjað er nú að nýju að treysta drottnun Sovét- ríkjanna á þessu svæði, en alls konar frelsis-villutrú hafði fengið að festa þar rætur óá- reitt um langt skeið, — og er erfitt að segja fyrir um, hvar eða hvenær verði staðar num ið. AUGLJÓST virðist að Rúm- enía sé líklegust til að verða fyrir þrýstingi næst, hún er nálægust. Rúmeníumenn hafa látið landakröfur í veðri vaka, hafa fylgt utanríkisstefnu sem fjarlægðist stefnu Sovétmanna, og eru þannig í sveit settir, að utan að komandi hjálp verður ekki í té látin. Ósennilegra er, að hinir tveir frávillingarnir á svæðinu, Albania og- Júgóslav ía, verði að svo stöddu fyrir ógnunum. Albanir eru of fá- mennir og fátækir til þess að talizt geti borga sig að hafa fyrir að jafna um þá. Júgóslav- ar eru aftur á móti of harð- skeýttir, — einkum og sér í lagi meðan Tító er á lífi, en hann er snar og, úrræðagóður. En hvað verður ofan á að Tító liðnum? Hvað sem öðru líður er mjög ólíklegt að nokkur ríkisstjórn í Kreml láti í nálægari fram- tíð sannfærast um, að líða beri í Austur-Evrópu aðrar ríkis- stjórnir en þær, sem eru opin- berlega og eindregið á bandi Sovétríkjanna. Það er grund- vallarkenning Rússa, að þeim beri allt frumkvæði um æðstu yfirráð á þessu svæði. (Þýtt úr New York Times).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.