Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 3
M3ÐVIKUDAGUR 30. október 1968. tjmlnn 3 t KVIKMYNDA- SAFN STOFNAÐ Fjalla-Eyvindur eftir Sjöström meSal fyrstu myndanna,' sem það eignast. Sl. laugardag, 26. október, var haldinn aðalfundur Kvikmynda- klúbbsins. Þar var kosin fyrsta stjórn klúbbsins, en hana skipa þeir: Magnús Skúlason cand. med. Ragnar Aðalsteinsson. löfr. Þorsteinn Blöndal stud. med. Samkvæmt lögum klúbbsins og stofnskrá Kvikmyndasafnsins eiga tveir þessara þriggja stjórnenda jafnframt sæti í stjórn hins ný- stofnsetta Kvikmyndasafns. Þriðji aðilinn í stjórn þess er skipaður af stafnanda safnsins. Hefur Vil- borg Dagbjartsdóttir verið skipuð í stjórnina af hans hálfu. Kvik myndasafnið er kjarninn í þeirri Kjördæmisþing í Norðuriands- kjördæmi vestra Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra verður á Blönduósi sunnu daginn 3. nóv. og hefst kl. 10 f.h. Hópferð verður frá Siglufirði um Hofsós, Sauðárkrók og Varmahlíð á sunnudagsmorguninn. Stjórn kjördæmissambandsins. Mýrarsýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrasýslu verður haldinn í Borgar nesi, fundarsal K.B. laugardaginn 2. nóv. kl. 2 síðdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltr. á kjördæmisþing. Almennar umræður. Stefán Valgeirsson, al þingismaður, flytur framsöguræðu Halldór E. Sigurðsson alþm. mæt ir á fundinum. Stjórnin. SKÁKIN í 2. umferð í B-riðli Ólympíu- skákmótsins tapaði ísland fyrir Spáni 1—3. Ingi R. gerði jafn- tefli við Pomar, Medina vann Guðmund, Torna vann Braga, en Jón Kristinsson og Visier gerðu jafntefli. Önnur úrslit í umferð- inni í riðlinum urðu þessi: ísra- el vann Skotland 3—1, Svíþjóð og Austurríki skildu jöfn 2—2, svo og Holland og Sviss, Kúpa og Finnland. Mongólía vann Belg íu 3—1 og England vann Brasi- líu 3—1. í 3. umferð tefldi ísland við Skotland og lauk öllum skákun- um með jafntefli, en þeir, sem tefldu voru, Guðmundur — Fair- hurst, Jón — Davis, Björn — Mcalpin, Ingvar og Levy. Sviss vann Mongólíu 4—0, Kúpa og Austurríki gerðu jafntefli 2—2, Holland vann England 3—1, Spánn og Finnland gerðu jafn- tefli 2—2, Holland — Brasilía 2—2 og sama staða var í leik Belgíu og Svíþjóðar. Það hefur vakið talsverða at- hygli í keppninni í A-riðlinum, að Bent Larsen hafur tvívegis tapað, fyrst fyrir Najdorf og síð- an Gligoric. í fjórðu umferð tefldi ísland við ísrael. Ingi R. vann Czerniak, Guðmundur gerði jafntefli við Porath, en Jón Kr. tapaði fyrir Kraidman og er það fyrsta skák- Framhald á bls. i,4 starfsemi, sem verið er að byggja upp nú um þessar mundir í Litla bíói að Hverfisgötu 44 og var einnig kynnt á fundinum ■ nýtt styrktarmannakerfi, sem hugmynd in er að Kvikmyndasafnið byggist á að nokkru a. m. k. fyrst um sinn. Hér er um að ræða menn ingarstarfsemi, sem þegar á sér alllanga sögu í flestum nágranna löndum okkar og löngu er raunar tímatoær hér líka, þótt nú sé fyrst Framhald á bls. 14. Gólfefnasýning að Laugavegi 26 EKH-Reykj avík. Nýlega var opnuð í húsakynn um Byggingaþjónustunnar að Laugavegi 26 (3. hæð) sýning á innfluttum framleiðsluvörum Deutsche Linoleum-Werke. Sýning in er haldin á vegum innflytjend ans Ludwig H. Siemen og verður hún opin út þessa viku. DLW er stærsti framleiðandi gólfefna í Evrópu og flytur út vörur sínar til 79 landa. Árni Síemsen hefur flutt inn fram- leiðsluvörur DLW síðan 1922 eða í 46 ár. Gólfefnasýning fyrirtækis ins í sal Byggingaþjónustunnar er haldin til þess að gefa íslenzkum byggingaraðilum, arkitektum, verk fræðingum og almenningi kost á að kynna sér þá 2000 möguleika sem á boðstólum eru í gólfklæðningu frá DLW. Á sýningunni getur að líta lín óleumdúka, plastdúka, gólfflísar úr ýmsum efnum og einnig dúka úr pappaefni. Arkitektafélag íslands rekur Byggingaþjónustuna og taka þátt í henni um 70 fyrirtæki. Hafa þau öll litla sýningarbása í húsnæði Byggingaþjónustunnar, sem hefur Framhald á bls. 14 Tveir hverfa- fundir FB-Reykjavík, þriðjudag. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur borgarstjóri boðað að til hverfafunda með íbúum Reykjavíkur. Þegar hafa verið haldnir tveir fundir, sá fyrrl í Laugarásbíói og síðari í húsa- kynnum danskóla Hermanns Ragnars. Fjölmenni hefur verið á fundunum og fólk lagt margar spurningar fyrir borgarstjórann um áhugamál viðkomandi aðila í hverfunum. Næstu tveir fundir borgarstjór ans verða í Súlnasal Hótel Sögú á miðvikudag og í Sigtúni á fimmtudag. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri efnir til fundar með íbúum Mið- og Austurbæjarhverfisins í Sig- túni við Austurvöl! fimmtudag- inn 31. okt. kl. Ó e.h. Á fundin um mun borgarstjóri hálda ræðu um borgarmálefni almennt og um sérmál hverfisins og svara munn- legum og skriflegum fyrirspurn- um fundargesta. Fundarstjóri verður Sig. Líndal, hæstaréttar- ritari og fundarritari Björg Stef- Framhald á bls. 14 SENDU ELDFLAUGINA í PÓSTI TIL M0SKVU NTB-Karlsruhe, þriðjudag. Hvert hneykslið á fætur öðru kemur upp í vestur- þýzka njósnamálinu. Ludwig Martin, ríkissaksóknari, upplýsti í dag að nokkrir menn hefðu farið með Sidewinder-flugskeyti í handkerru út af NATO-flugvelli í Vestur-Þýzkalandi, ekið því um þvert Þýzkaland, og sent það síðan sem venjulega ,,frakt‘ með flugvél til Moskvu. Kiesinger kanslari hefur heimtað að lögð verði fyrir ríkisstjórnina fullkomin skýrsla um öryggismál landsins. Dr. Ludwig Martin, ríkissak- sóknari, kvaddi fréttamenn á sinn fund í dag til þess að skýra frá einstökum atriðum í sambandi við njósnahneýksl ið, sem rótað hefur upp póli tízku moldviðri og orðið til- efni opinberra ásakana á hend ur Öryggisþjónustu Vestur- Þýzkalands, fyrir að hafa gert stóra skyssu. Fyrir einu ári siðan var Side winder-flugskeyti, en það er amerískt byggt flugvéla-flug- skeyti sem herir ýmissa Atlants hafsbandalagsríkja nota, stolið úr vopnageymslu á flugstöðinni í Zoll við Neuburg í Vestur Þýzikalandi. Dr. Martin sagði að mennirnir þrír sem handteknir voru eftir stuld þennan séu einnig sakaðir um að hafa stol ið leynilegum siglingar- og mið unartækjum, sem notuð eru af vestur-þýzka flughernum í Star fighter vélunum. Þessir þrír menn er hér um ræðir heita Wolf Diethart Knope, lið- þjálfi, Josef Linovsky, pólsk- fæddur flugvirki og þriðji mað urinn er Vestur-Þjóðverji, sem aðeins er nefndur „Mr. X“. Ríkissaksóknarinn sagði að „Mr. X“ hefði beðið fyrir utan Zellflugstöðina í bíl sínum með an Linowski og Knöpe brutust inn í geymslu, þar sem geymd voru fjölmörg Sidewinder-flug skeyti. Dröslðu þeir síðan flug skeytinu, 3 metra löngu, í hand kerru út af flugvellinum fram hjá flugvallarvörðunum og tróðu því inn í bíl „Mr. X“ Dr. Martin sagði að gífurlegur hávaði hefði verið af þessum flutningum, en enginn virtist taka eftir þjófunum. Ekki virðast þjófarnir hafa átt í neinum vandræðum með hið sjálfvirka viðvörunarkerfi á flugveUinum eða varðhundana sem gæta herstöðvanna í Dón- árdalnum, þar sem 50 Starfight er-flugvélar eru staðsettar. Síðan var Sidewinder-flug- skeytinu ekið hundruð km. gegnum Vestur-Þýzkaland og vegna stærðar sinnar ,stóð annar endi þess út um afturrúðu bíls ins — en enginn tók eftir því að þarna væri eitthvað óvenju- legt á ferðinni. Dr. Martin sagði að „Mr. X“ hefði ekið hinu 75 kg. flugskeyti, sem aðeins var hulið að hluta með gömlu teppi, til ónafngreinds bæjar í Þýzkalandi. Þar var flugskeyt ið tekið í sundur og pakkað nið ur í sérbyggðan kassa, sem send ur var í venjulegri flugfrakt til Moskvu. Sidewinder flugskeyti er notað á stuttum vegalengdum og þau eru útbúin „infrarauð- um skotmarfcsleitara“ og er beitt í loftorrustum. Amerísk- ar flugvélar sem fljúga yfir Norður-Víetnam eru búin Side- winder-flugskeytum. Mennirnir þrír eru einnig sak aðir um að hafa stolið N-3 mið unartækinu áðurnefnda. Að sögn dr. Martin tókst þeim ekki að brjótast inn í tækjageymsl una fyrr en í þriðju tilraun, en þá höfðu þeir miðunartækið á brott með sér og óku því í hjólbörum út af flugvellinum í Zell. ) Miðunartækið mun, ásamt öðru tæki sem stolið var um hábjartan dag á vorkaupstefn- unni í Hanover, hafa verið sent til Moskvu sem einkafarangur „Mr. X”. Á blaðamannafundinum neit aði dr. Martin þvi að nokkurt samband væri milli stuldsins á Sidewinder-flugskeytunum og sjálfsmorðanna meðal háttsettra embættismanna í V-Þýzkalandi sem allir eru taldir hafa haft aðgang að ríkis- og herleynd- armálum. Þrír háttsettir menn í vestur-þýzka hernum, sem jafnframt voru tengdir Nató, og tveir vestur-þýzkir ráðuneyt isstarfsmenn hafa framið sjálfs morð eftir að rannsókn njósna málsins hófst. Dr. Martin sagði að Luedke, flotaforingi, sem var háttsettur embættismaður hjá NATO i Briissel hafi’aðeins verið grun aður um að hafa gefið (ftrlendri þjóð upplýsingar, en á hann hefði ekkert sannazt. Ennfremur sagði hann, að sam starfið milli ákæruvaldsins, gagnnjósnadeildar og lögreglunn ar, myndi verða au-kið og bætt á næstunni. Hann viðurkenndi að skrifstofa hans sjálfs hefði ekki fengið upplýsingar um málið fyrr en viku eftir að ör- yggisþjónustan hafði byrjað rannsóknir á högum Luedkes, fjórtán dögum áður en Luedke fannst látinn, skotinn dúm-dúm kúlu í öxlina nálægt landamær- um Belgíu. Á þessum. sama blaðamanna fundi í dag neitaði Norbert Orb erle, ríkissaksóknari, að Gisela Mock, 48 ára gömul, sem var ritari í vestur-þýzka varnarmála r.áðuneytinu og handtekin var í síðasta mán. grunuð um njósn ir, hafi komizt undan til Aust- ur-Evrópu. Oberle sagði að frú Mock hefði ekki haft aðgang að neinum hernaðarlega mikil- vægum leyndarskjölum, en hún hefði þegið greiðslur frá er- lendum aðilum og haft í fórum sínum handtöskur með leyni- hólfum. Saksóknarinn kvað mál þetta ekki hafa mikla þýðingu. Framhald á bls. 15. FULLTRÚARÁÐ FRAMSÓKNARFLOKKS- INS HELDUR FUND í KVÖLD Fulltrúaráð Framsóknarfé- laganna í Reykjavík heldur fund í kvöld í Framsóknarhús- inu við Fríkirkjuveg kl. 20.30. Fundur þessi er boðaður Öllu flokksbundnu Framsóknarfólki í borginni. — Umræðuefni: Af- staða Framsóknarflokksins til yfirstandandi vandamála. — Stuttar framsöguræður flytja Einar Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, Kristján Thorlacius, formaður BSRB og Halldór E. Sigurðsson alþm. Einar Ágústsson Kristján Thorlacius Halldór E. Sigurðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.