Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 30. október 1968. Eru íslenzkir stúdentar of afskiptalitllr? —H81 ’|aHWWMPM—B—W—I—WB—W—K’ftUORMgBroiBgJgl'SltHilHIJJIJ—UM—B— Guðrún Kvaran, stud. mag.: Sé borið saman við umbrot stúdenta víða um heim verður að telja íslenzka stúdenta afskipta litla bæði hvað varðar málefni há- skólans og þjóðmál. Almenn deyfð virðist vera í félags- og menning armálum innan skólans og sjald- an fæst einhugur og samstaða stúdentanna sem heildar. íslenzkir stúdentar eru á margan hátt ólík- ir stúdentum í öðrum löndum. Þeir eru mjög margir búnir að stofna heimili í upphafi náms komnir með 3.—4. manna fjöl- skyldu og eru í vinnu með námi. Þeir eru því dreifðir um allan bæ, en aðstaða er engin Jyrir stúdenta að koma saman og ræða þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni. Afleiðingin er sú, að stúdentar koma frekar fram sem einstakl- ingár, ef um afskipti af þjóðmál um er að ræða, heldur en félags leg heild, og reyndin verður oft- ast sú, að hver talar í sínu skoti. Hjördís Björk Hákonar-j dóttir, stud jur.: Stúdentar við Háskóla íslands; -í'u að mfnum dómi afskaplega ihugalitlir um eigin félagsmál, og i ég þar við fundi þá og kynning :ir, sem Stúdentafélag Háskóla ís- ands gengst fyrir. Til að mynda ióttu að meðaltali 20 manns list cynningar Stúdentafélagsins síðast j iðinn vetur, sem bendir til þess ið íslenzkir stúdentar skorti menn ngarlegan grundvöll til að byggja i. Annað dæmi um doða stúdenta ?r hin dræma kjörsókn i nýafstöðn im kosningum til Stúdentafélags- ns; eru það pólitískar kosningar ig var kjörsókn aðeins 57„3%. í.iggur beint við að álykta af iessu að almennur áhugi stúdenta á þjóðfélags- og menningarmálum sé sáralítill. Aftur á móti eru forustumenn stúdenta bæði í púlitísku félögun um og í hagsmunastofnunini, Stúd entaráði, áhugamenn og eru af- skipti þeirra af menningarmálum og þjóðmálum og þó einkum stöðu stúdenta í þjóðfélaginu óðum að aukast. Annars eru margir íslenzkir stúdentar fullkomlega gengnir inn í lífsbaráttu almennra þjóðfélags þegna. Og er því viðhorf þeirra og afstaða sem stúdenta ólík því sem víða er annars staðar. Þeir finna sig ekki sem heild og eiga erfitt með að sameinast um stefnumið án tillits til flokkspólitískra kerf isins í landinu. Þó ber því ekki að leyna að sprottinn er upp vís ir að tveggja flokka kerfi innan Stúdentafélagsins og verður fróð legt að sjá hvernig það þróast. — En ég hef litla trú á því að hægt sé að sameina megin þorra stúdenta um eitthvað baráttumál, nema þá helzt ef það væri eitt- hvað fullkomið hégómamál. Hjálmar Freysteinsson, stud. med.: Ég tel að stúdentar hafi til þessa verið of afskiptalitlir og ég álít, að stúdentar sjálfir séu farnir að gera sér þetta ljóst, svo 'að von- andi m^ búast við að breyting verði til batnaðar á næstunni. | Jóhanna Ottesen, stud. oecon.: I Samanborið við það, sem tíðkast i meðal annarra þjóða og hve at- ' orkusamir íslenzkir stúdentar | voru hér áður fyrr, þá er ekki annað hægt að segja en að næsta lítið kveði að þeim nú til dags. náminu til fjáröflunar. Af þessu Lakast er hversu lítið þeim hefur leiðir að lítill tími vill verða til orðið ágengt í sínum eigin mál að sinna félagsstarfi og öðru þess um því að aðstaða við Háskólann háttar, enda er mikill hluti stúd er langt frá því að vera eins og enta óvirkur í félagslífi og starfi æskilegt væri. Sigurður H. Guðmunds- son, stud. theol.: Sjálfsagt er þessu nokkuð mis- jafnt farið. Fólk, sem er við nám og verður jafnframt að stunda1 vinnu, eins og fjöldi stúdenta verður að gera, til þess að sjá sér j farborða, hefur gjarnan lítinn; tíma til afskipta af þjóðmálum. i Svo er að sjálfsögðu meðal stúd j enta, eins og í öðrum félagshópum i f ólk er engan áhuga virðist hafa ög annað, sem telur að þjóðfélagið' megi á engan hátt fara á mis við skoðanir þess. En ef á heildina er litið, tel ég að tilhneiging stúd enta til afskipta sé nokkuð mikil og útkoman engan veginn óeðli lega lítil. Um þá gildir að sjálf sögðu sama og annað ungt fólk. i Þeir eru reynslulitlir við úrlausnir i þjóðfélagslegra vandamála, en jafn jan er heppilegast að saman fari, i áhugi hinna ungu og reynsla hinna ' eldri, ef vel á að takast til. I innan Háskólans, má benda á hina litlu þátttöku, sem varð í síðustu kosningum til stjórnar stúdenta félagsins nú fyrir skemmstu, sem dæmi þessa. Það er varla hægt að tala um stúdenta sem stétt eins og er. Mikill hluti íslenzkra stúd enta er fjölskyldufólk, og námið, brauðstritið og heimilið taka all- an tíma flestra þeirra. Þorsteinn Ólafsson, stud. oecon.: Eru íslenzkir stúdentar of af- skiptalitlir? Spurningin, þótt óljós sé, er tvíþætt að mínu áliti, og vil ég greina á milli afskipta stúdenta af eiginhagsmunamálum og afskipta þeirra af þjóðmálum. Hagsmunamál stúdenta eru í hönd um stúdentaráðs, sem í eiga sæti 22 stúdentar, en allur þorri stúd enta kemur þar hvergi nærri. Hlut verk þess er ekki öfundsvert, þeg ar á það er litið, að margir ís- Ingvi Jón Hauksson, stud. odont.: Ef átt er við afskiptaleysi af stjórnmálum, félagsmálum og öðru slíku, hlýt ég að játa, að stúd entar sem heild taka lítinn virkan þátt í þeim. En ég tei að eðlilegar ástæður líggi þar að baki. Aðstæð ur stúdenta hér á landi eru ólík ar því sem gerist í öðrum lönd um. Lánamöguleikar stúdenta eru mjög takmarkaðir og flestir stúdentar verja flestum leyfum og öðrum frístundum, sem verða frá lenzkir ráðamenn telja æðri mennt un næsta dýrt sport fyrir 200.000 manna þjóð, enda hefur árangur inn verið í samræmi við það. Um þjóðmálaafskipti stúdenta verður að segja sem satt er, að þar hafa þeir að nokkru brugðizt sínu hlutverki. íslenzkir stúdentar hafa aldrei verið, og eru ekki, það afl í íslenzku þjóðfélagi, sem kol legar þeirra eru í öðrum vestræn um löndum. En það á allt sínar orsakir. í fyrsta lagi. Harðnandi lífsbarátta samhliða örri fjölgun stúdenta í hjónabandi veldur Jpví, að stúdentar hafa minni tíma af- lögu til félagsmálaiðkana en ella. í öðru lagi. Bágborin aðstaða til félagsmálastarfs innan^ Háskóla íslands. f þriðja lagi. Óbein ítök stjórnmálaflokkanna í hinum fjór um pólitísku félögum innan Há- skólans valda því, að óflokks bundnum stúdentum finnst þeir ekki eiga heima í slíkum samtök urti. Hin staðnaða flokkaskipting innan Háskólans verður þess vald andi, að f stað þess að koma fram út á við sem næstum ein órofa heild, eru stúdentar skiptir í tvær næstum jafnstórar fylkingar. Slíkt væri skiljanlegt ef um djúp- stæðan skoðanaágreining væri að ræða, en þar sem sú er alls ekki raunin á, hvað snertir megin þorra stúdenta að mínu áliti, er þetta stúdentum til stórskaða og kemur niður á baráttumálum þeirra. Sjálfstæð stúdentapólitík og einstrengingsleg flokkapólitík geta aldrei faríð saman. Stefán Pétur Eggerts- son, stud. polyt.: Svar við spurningunni fæst að nokkru ef könnuð er aðstaða til náms við H. í. Þ^ð er ljóst þeim sem til þekkja að þar er flest á þann veg að skömm er að. Þótt H. f. sé engan veginn einka mál stúdenta er þeim þó málið skyldast og kunnast. Vifðist mér að stúdentar hafi á liðnum árum sýnt afskiptaleysi í málum H. f. og ekki reynt nægilega að 'knýja fram þær úrbætur sem nauðsyn krafði. Afskipti stúdenta af þjóð málum eru með Iíkum hætti og hjá öðrum íslenzkum borgurum. Áhugi tæpast nokkur enda vart fundarfært hjá S.F.H.f. þegar þau mál skulu rædd. f stað „sjálfstæðrar stúdenta- stefnu", margfrægrar, hefur ver ið dregin upp smækkuð mynd af íslenzkum stjórnmálum, með „hræðslubandalagi" og „fálkanum flugmóða". Er óskandi að Eyjólfur hressist brátt án þess að lögreglu liði borgarinnar stafi hætta af. Björn Þorsteinsson, stud. mag.: Já, ég tel þá mjög afskiptalitla af öllum félagsmálum og kemur það bezt í ljós í félagslífi Háskól ans. Sárafáir stúdentar skipta sér af félagslífi skólans. Þeir bera ýmsu við; önnum, tímaleysi og öðru. En þátttaka í síðustu kosn ingum til stjórnar Stúdentafélags ins (aðeins rúmlega helmingur neytti atkvæðisréttar síns) og þátttaka í fundum innan hinna ýmsu deilda og öðrum samkomum innan skólans sýna ljóslega að áhugaleysi er aðalorsökin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.