Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 7
VETTVANGUR MHÍVIKUDAGUR 30. október 1068. TÍMINN ÆSKUNNAR Ályktun 12. þings Sambands ungra Framsóknarmanna um menntamál: Skólaskylda verði smám saman lengd Tólfta þing Sambands ungra Framsoknarmanna telur að liraða beri endurskoðun fræðslulöggjafarinnar sem mest, enda liafi óeðli- leg stöðnun ríkt á því sviði undanfarin ár, og því megi róttækar breyt- ingar ekki bíða. Þingið telur, að m.a. beri að stefna að því, að skólaskyldan verði lengd smám saman upp á við, og um leið verði skyldunámsstigið beinlínis tengt ýmsum sérskólum og þeir gcrðir að lokaþætti skóla skyldunnar fyrir þá, sem ekki fara í menntaskóla- í mennta- og félagsmálum vilja ungir Framsóknarmenn auk þessa benda á eftirfarandi ajriði: 1. Rannsókna- og tilraunastarfsemi- á sviði skóiamála verður sífellt að halda uppi, einkum á vegum Kennaraskólans. Gæta verður þess, að menntun kennara sé jafnan í samræmi við nýjustu kröfur, og jafnframt verði þeim búin viðunandi starfsaðstaða og launakjör, en víða skortir enn mjög á í þeim efnum. 2. Sífellt þarf að fara fram endurmat á vali kennslugreina og end- urskoðun kennsluaðferða og kennslubóka. Visst heildarsamræmi þarf þó ætíð að haldast í þessum efnum innan skólakerfisins. 3. Vinda verður bráðan bug að því, að skólaskyldan komi til fullra framkvæmda um allt land. Byggja þarf nýja skóla, m. a. fleiri hér- aðsskóla. Leita þarf ráða til að lækka byggingarkostnað skólahúsa, m. a. með stöðlun þeirra. — Stefnt skal að því að menntaskólar rísi á Vestfjörðum og Austfjörðum. — Bæta þarf aðstöðu æskufólks. einkum úr dreifbýlinu, til að stunda framhaldsnám. 4. Háskóli íslands verði efldur og kennslugreinum við liann fjölg- að, og starfsskilyrði vísindamanna mjög bætt og þannig komið í veg fyrir landflótta þeirra. Komið verði í veg fyrir að takmarka þurfi aðgang að einstökum deildum háskólans vegna húsnæðis- og tækja- skorts. Reist verði á allra næstu árum Þjóðarbókhlaða. 5. Mjög verði stuðlað að aukinni líkamsrækt, m. a. með því að láta skólaskylduna hvarvetna koma til fullra framkvæmda í þeim efnum með því að efla íþrótta- og ungmennafélög með frckari fjárframlögum. 6. Tekin verði upp kennsla í framsögn og framkomu í barnaskól- um. Jafnframt verði haldið uppi markvissri fræðslu um bindindismál og kynferðismál innan ramma skólaskyldunnar. 7. Nauðsynlegt er, að skólarnir taki í auknum mæli til meðferðar að veita unglingum fræðslu og þjálfun í helztu atriðum félagsstarfa, annað hvort innan veggja skólanna eða á sérstökum námskeiðum. Verði þar veitt tilsögn í ræðumennsku o. fl. og gerð grein fyrir félags- legri samsetningu þjóðfélagsins. 8. Endurskoða þarf reglugerð um Þjóðleikhús frá grunni og setja upp leiklistarskóla beint á vegum ríkisins. Byggja þarf yfir Listasafn íslands hið fyrsta og reisa listasöfn víðar um land. 9 Sjónvarpið verður hið fyrsta að ná til allra Iandsmanna, ekki sízt þeirra, scm afskekkt búa. Þá telur þingið, að afnotagjald hljóðvarps eigi að innheimta í formi nefskalts. ^O. Með stöðugri og skipulegri notkun blaða, sjónvarps og hljóð- varps þarf að benda fólki, ekki sízt yngri kynslóðinni, á öll megin- atriði okkar sérstæða menningararfs. Þessi kynning á að taka til bókmennta þjóðarinnar, sögulegra minja á öllum sviðum og landsins sjálfs með miujum þess um búsetu fyrri kynslóða, svo sem gömlum mannvirkjum, örnefnum og fleira. Efla þarf Þjóðminjasafnið og bæta aðstöðu til söfnunar og úr- vinnslu sögulegra gagna. \ Að öðru leyti þykir þinginu rétt að vísa lil hinuar ítarlcgu mennta- málaálýktunar, sem 14. flokksþing Framsóknarflokksins sendi frá sér, og að verulegu le.vti var unnin af ungum Framsóknarmönnum. Endurskoðun fræðslulöggjafar hraðað Skólaskvldan lengd smáni saman Skyldunámsstigið tengt sérskólum Rannsókna- og tilraunastarfsemi , Alls staðar full framkvæmd skólaskyldu Háskóliun efldur Fræðsla og þjálfun í félagsslörfum Sjónvarp um land allt Sífelld kynning menningararfs. Almennur íundur um málefni uldruðru Við breytta þjóðfélagshætti á íslandi verður að beina sívaxandi athygli að stöðu gamla fólksins og hvernig hægt sé að tryggja ör- yggi þess sem bezt í framtíðinni. Auk þess hefur á síðustu mánuð- um skapazt nýtt vandamál, sem einkum hefur kiomið hart niður á öldruðu fólki, við það að atvinna hefur dregizt saman og þvi sagt upp starfi. Með þetta í huga hafa ungir Framsóknarmenn ákveðið að efna til almenns umræðufundar um málefni aldraðra undir heitinu: Hvað er hægt að gera fyrir gamla fólkið? Fundurinn verður haldinn í Tjarnarbúð í Reykjavík næst- komandi sunnudag, 3. nóivember, og hefst kl. 14, 2 s.d. Framsögumcnn á fundinum verða: Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, sem ræðir um: Þált aldraðra í atvinnu- ldifinu. Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri: Ellin og framtíðin. Páll Sigurðsson, tryggingarlæknir: Op- inber hjálp við aldraða. Ingvar Gíslason, alþm.: Lífeyrissjóður fyr ir alla landsmenn. Við'viljum sérstaklega benda á, að allir eru veikomnir til fundar- ins og þá ekki hvað sízt eldra j fólk. Ungir Frannsóknarmenn hafa jafnframt ákveðið að aðstoða gam alt fólk, sem þess kynni að óska. með því að aka því til og frá fund arstað því að kostnaðarlausu. Þeir sem vildu færa sér það í nyt hafi vinsamlegast samband við skrif- stofu SUF í síma 24484 fyrir lok vikunnar. Ingvar Páll fci Guðmundur __________________________7 r........ b § Nýir rit- nefndarmenn j Vegna skipulagsbreytinga á Ilaugardagsblaöi Tímans og af öðrum ástæðum hefur út gáfa Vettvangs æskunnar því miður tafizt. Nú er áætlað, að miðviku dagar verði eftirleiðis út- komudagair Vettvangsins. Jafnframt hefur verið kosin þriggja manna ritnefnd til að annast ritstjórn hans. í henni eiga sæti Björn Teitsson, sem gegnt hefur ritstjórastarfinu engst af undanfarin tvö ár, >g Eiríkur Tómasson og Ólaf ur Þórðarson. Eiríkur er í Kópavogi, en Ólafur er frá Stað í Súgandafirði og stund ar nám við Kennaraskólann. Stjórn SUF býður hina nýju ritnefndarmenn velkomna til starfa. Þá skal þess getið, að síð- asti hluti ályktana 12. þings SUF að Laugarvatni birtist f dag, og er það menntamála ályktunin, eins og sjá má. Stjórn SUF. Hlutleysi og sannleiksást Morgunblaðsins Hið öfluga starf Sambands ungra Framsóknarmánna á undan förnum misserum hefur lagzt fremur illa í hinn nöldursama Stak steinahöfund Morgunblaðsins. Öðru hverju reynir hann að halda því fram, að einhver klofningur sé í röðum ungra Framsóknar- manna, og segir það hafa komið fram á hinu glæsilega þingi SUF á Laugarvatm í ágúst s. 1. Því miður verður að hryggja Staksteinahöfund með því, að upplýsingaþjónusta hans um mál efni SUF er í mjög slæmu lagi. Einstök samstaða var ríkjandi á Laugarvatnsþinginu. mun meiri en oft áður hefur veri'ð meðal ungra Framsóknarmanna. Þegar stjórnarkjörið fór fram, skilaði uppstillingarnefnd samhljóða á- liti og þrátt fyrir vándlega eftir- grennslan þingforseta, Páls Lýðs- sonar, komu engar athugasemdir fram við tillögu nefndarinnar um hina nýju stjórn. Fáa þingfull- trúa vantaði á fund, er þetta fór fram, svo að hér var um hin lýð- ræðislegustu vinnubrögð að ræða, og undirstrikaði niðurstaðan því aðeins samstöðuna innan SUF. f þessu sambandi er rétt að benda Morgunblaðinu á, að það hefði getað sent blaðamann á þetta umrædda þing, því að það var öllum opið. Skömmu fyrir þingið héldu forráðamenn SUF blaðamannafund, þar sem þeir til- kynntu að þingið yrði opið, og sat þann fund m. a. blaðamaður Mbl. Öll blö'ðin birtu siðan sér- staka frétt urn opnun þingsins — ncma Morgunblaðið. Kom þar með glöggt í ljós, nið raunverulega hlutleysi Mbl. með allt sitt síðu- pláss. Blaðið vill jafnan hæla sér af góðri fréttaþjónustu, er það telur sjálft betri os hlutlausari en hjá öðrum ísl. blöðum. Vi'ð þetta tæki Framhaid a Dls lö Rítnefnd: Björn Teitsson - Elríkur Tómasson - Ólafur Þórðarson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.