Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 9
MTOVIKUDAGUR 30. október 1968. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðl G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur t Eddu. húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. lnnanlands. — í Iausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Er stjórnarflokkunum fuU alvara? yaö eru nu réttir tveir mánuðir síðan stjórnarflokkarn ir sneru sér til stjórnarandstöðunnar og óskuðu eftir viðræðum við þá um efnahagsmálin og lausn þeirra. Almenningur mun þá hafa átt von á, að þessar viðræður hæfust þá þegar af fullu kappi og niðurstöður þeirra gætu því legið fyrir ekki síðar en Alþingi hæfi störf sín. Reyndin hefur því. miður orðið á allt aðra leið. Það kom strax í ljós, þegar umræðurnar hófust, að ríkis- stjórnin hafði ekki \undirbúið þær á neinn hátt. Allar upplýsingar, sem máli skiptu, vantaði, og síðan hefur ríkisstjórnin verið að smátína þær fram. Nú rétt fyrir mánaðamótin munu seinustu gögnin hafa verið lögð fram. Meðan beðið hefur verið eftir upplýsingum, hefur nefndin ekki getað rætt neitt að ráði um lausn málanna. Fundir nefndarinnar, fram að þessu, hafa því ekki nema að litlu leyti snúizt um lausn vandamálanna. Þessi undirbúningur ríkisstjórnarinnar, ásamt mörgu fleira, hefur vakið sterkan grun um, að stjórnarflokk- unum væri tæplega full alvara, heldur væru þeir fyrst og fremst að tefla tafl, sem þeir vonuðust til að veitti þeim betri stöðu. Óneitanlega hefur sitthvað bent í þessa átt. Sama daginn og umræðurnar hófust lagði ríkisstjórn in á stórfelldan innflutningsskatt, án minnsta samráðs við stjórnarandstöðuna. Hefði ekki verið eðlilegra, ef stjórnin meinti viðræðurnar alvarlega, að ræða um þetta mál við stjórnarandstöðuna áður en það var látið koma til framkvæmda? Síðar hófu stjórnarblöðin skrif um það, að um skeið hefði verið áhugi fyrir myndun þjóð- stjórnar, en hann færi óðum minnkandi, því að í ljós hefði komið, að ríkisstjórnin væri svo vinsæl! Flokksþing Alþýðuflokksins vakti þó mestar efasemd- irnar. í ályktun þess var hvergi minnzt á viðræður stjórnmálaflokkanna, en lýst fylgi við áframhaldandi stjórnarsamvinnu, ef málefnalegt samkomulag næðist við Sjálfstæðisflokkinn! Allt getur þetta bent til þess að stjórnarfl. hafi tak- markaðan áhuga fyrir viðræðum allra flokka, þótt þeir hafi efnt til þeirra. Ekkert skal þó fullyrt endanlega um þetta á þessu stigi. En úr þessu þarf að verða skorið sem allra fyrst. Áframhaldandi viðræður eiga því aðeins rétt á sér, að stjórnarflokkunum sé full alvara, en þeir séu ekki aðeins að tefla tafl. Slík taflmennska myndi aðeins stuðla að aukinni sundrungu og tortryggni. Þjóðin hefur nú þörf fyrir allt annað. Og hvort sem þéssum umræðum lýkur með árangri eða án árangurs, þá þurfa endalok þeirra að verða þannig, að þau skilji ekki eftir aukna tortryggni og vantrú á heilindi þeirra, sem mestu ráða. Skjótar ákvarðanir Sögur um yfi’rvofandi gengisfellingu ganga nú fjöll- unum hærra. Mjög ber líka á vaxandi spákaupmennsku. Því er nauðsynlegt að þjóðin fái vitneskju um það, sem allra fyrst, hvaða efnahagsráðstafanir verði gerðar. Ann- ars getur spákaupmennskan gert ástandið stórum verra en það þó er. Hér er vissulega fyllsta nauðsyn fyrir skjótar ákvarðanir. JAMES RESTON: Harðari barátta miili kynþátt- anna er vatn á myllu Nixons En sigur hans mun ekki gera kynþáttadeiluna auðleystari TVÆR drottnandi hneigðii vir'ðast nú einkum setja svip sinn á þjóðlífið. Önnur er hneigðin til hins herskáa fjand skapar milli kynþáttanna, en hin er hneigðin til kjörs Rich- ards Nixons, sem á mjög litlu fylgi að fagna meðal hinna ó- ánægðu, hvort heldur er í sam félagi hinna svörtu eða mennta mannanna. Fyrri hneigðin felur í sér skýringu á hinni sí'ðari. Meðal þjóðarinnar rís æ hærra andúðin á óróaseggjum, bæði í fátækrahverfum blökku manna og við háskólana. Þessi andúð spillir fyrir Humphrey, sem fyrr á tíð hallaðist á sveif með hinum óánægðu, en greið ir götu Nixons, sem verður tfð ræddara um að knésetja mót- mælendurna. HVER og einn, sem efast um ljósa og yfirvofandi hættu á borgaralegu uppþoti meðal þjóð arinnar, þarf ekki annað en að líta í kring um sig í New York | í dag til þess að láta sannfærast. Skólarnir eru iamaðir. Lögreglu þjónar og slökkviliðsmenn kapp kosta að fara sér hægt. Þetta skaðar mjög mikilvæga þjón- ustu borgarinnar. Kennarar gera verkfall í mótmælaskyni við tilraunir negra og Puerto- Rico-manna til þess a'ð ná yfir- ráðum yfir skólunum í ná grenni sínu. Torvelt væri að gera of mik- ið úr því, hve alvarlegt þetta ástand er í raun og veru. Kenn ararnir líta svo á, að tilraunin til þess að ná yfirráðum yfir heimaskólunum í Ocean Hill og Brownsville ógni stéttarsam tökum þeirra og afkomuöryggi. Þeir njóta stuðnings máttugra afla í samfélagi hinna hvítu, sem óttast, að krafa negranna um yfirráðarétt yfir skólunum sé aðeins upphafið að kröfum um yfirráðarétt og vald á vel- ferðarsjóðum í sínu nágrenni, og snúist ef til vill síðar upp í kröfur um yfirráðaréttinn yfir viðskiptunum í samfélagi hinna svörtu. SAMTÍMIS þcssu heyrast jafn vel hinir hófsömustu leiðtogar negranna í New York tala opin skátt um skæruhernað og virð ast líta á deiluna um skólana sem enn eina sönnun þess, að hið hvíta samfélag sé staðráðið í að hindra og ef til vill að brjóta á bak aftur allar tilraun ir negra til að ná valdi og yfir ráðum yfir þeim opinberu stofn unum, sem mestu ráða um líf þeirra. Þarna er um að ræða valda- baráttu, sem haft getur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir alla þjóðina. Kröfur negranna um yfirrá'ð yfir nágrenni sínu eru rétt í þann veginn að hefjast. Þær verða. ítrekaðar og halda áfram að aukast alveg án tillits til þess, hver verður kjörinn for seti Bandaríkjanna í næsta mán uði, og kröfugerðin breiðist efa laust út til flestra þéttbýlissam félaga í landinu. ÞEGAR á það er litið hve Nixon ört eykst andspyrna hinna hvítu gegn kröfum negra um breyting ar á yfirráðaréttinum yfir op inberum stofnunum og opinber- um fjárveitingmu, gefur auga leið, að Nixon, sem hrópar á lög og reglu, getur látið þessa andspyrnuöldu gegn mótmæl- endunum fleyta sér til Hvíta hússins. En hvað tekur svo við? Margir stuðningsmanna Nix ons gera ráð fyrir, að hann geti haft í fullu tré við negraupp- reisnina með auknu lögreglu- valdi og aukinni aðstoð frá einkaframtakinu í fátækrahverf unum (þ. e. „hinum svarta kap ítalisma“ sem svo er nefndur). Nixon leggur höfuðáherzlu á fangbrögðin við afleiðingar kyn- þáttaóeirðanna — eða á lög- regluvaldið. Humphrey leggur miklu fremur áherzlu á glím- una við orsakir negrauppreisn- arinnar en fangbrögðin við sökudólgana sjálfa. EINN af áhrifamestu og hóf sömustu leiðtogum negranna í New York spáir því. að kyn- þáttabaráttan í borgunum sé enn aðeins á byrjunarstigi. Hann sagði blátt áfram i vik- unni, sem leið, að hann gerði ráð fyrir mun öflugri ráðstöf- unum til niðurbælingar af hálfu ríkisstjórnar, sem Nixon veitt) forstöðu. Hann viðurkenndi, að aukin Deiting lögregluvalds gegn mótmælendunum væri vinsæl meðal hinna hvítu og bætti við, að við gætum „jafnvel átt von á að sjá settar upp fangabúðir í landinu til þess að geyma alla andmælendurna.“ Takið vel eftir því, að þetta er ekki hrafcspá eins af öfga- mönnunum meðal negra. Ef við leitni negranna til að ná valdi í samfélagmu verður brotin á bak aftur í Ocean Hill-Browns- ville skóladeildinni „fer eldur um Brooklyn" bætti hann við. VITASKULD eru það einmitt slíkar ógnanir, sem stuðla að því að gera hi'ð hvíta samfélag enn herskárra en ella, og hjálpa Nixon óbeint. En af þessu þarf alls ekki að leiða, að stefna hans verði til þess að koma á lögum og reglu, eins og hann lofar. Hún getur sem bezt orðið til þess eins að ýta undir hvíta meirihlutann og gera svarta minnihlutann enn byltingarsinn aðri, og valdið því á þann hátt, að lög og reglur lúti í enn lægra haldi en áður þegar öllu er á botninn hvolft. En hvað sem hinni endanlegu niðurstöðu líður liggur hitt í augum uppi, að hneigðin til herskárri afstöðu, aukin kyn þáttaátök, aukin óreiða í skól- unum, aukin verkföll eða sana tök um hægagana við störf hjá kennurum, lögregluþjónum og slökkviliðsmönnum hlýtur allt að létta mjög ró'ðurinn fyr ir frambjóðanda Republikana- flokksins ' kosningunum. Hann getur kennt fortíðinni og Demó krataflokknum um þetta allt saman, og viðbrögð almennings geta sem bezt kolfellt Humphr ey. En orsakir uppreisnarinnar verða við lýði eftir sem áður. Þeim verður ekki rutt úr vegi með fleiri lögreglubjónum eða fleiri svörtum kaupmönnum í fátækrahverfunum. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.