Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 5
MfflVIKUDAGUR 30. október 1968. TÍMINN í SPEGLITÍMANS Brezkir sjónvarpgáSiorf- endur hafa verið varaðir við því að næst komandi miðviku- dag, verði sjónvarpað stuttri kvikmynd, sem tekin var £ nektarnýlendu. Talsverður fjöldi naktra kvenna og karla mun sjást á myndinni, en film an mun vera í litum. Einhver háttsettur sjónvarpsmaður sagði um þennan atburð, að hann vonaði að þetta yrði tímamótaviðburður í sögu brezka sjónvarpsins; áhorf- andinn sæi með berum augum naikinn raunveruleikann, eins og v-æru áhorfenduT sjálfir í heknsókn í nektarnýlendu, en hann kvaðst vilja vara áhorf- endur við svo sjónvarpsmynd- in, sem nefnist „Afklæðist og lifið £rjáis“, valdi ekki of mik- iHi hneykslun. Það getur verið að einhverjar fjölskyldur vilji ekki leyfa ungHirtgum, e'ða gömlum fordómafullum frænk um að horfa á. Nákið fólk, hefur verið kvikmyndað í fcnattleik, tennis og klifrandi í trjám. Nakinn karlmaður mun sjást saga með hringsög, og nakin kóna sést standa í eld- húsi og steikja svínaflesk. Þess hefur verið gætt, sagði sjónvarpsmaðurinn ennfrem- i ur, að fólkið hafi verið mynd- áð mjög nálægt allt mun sjást myndavélarnar fela ekkert. Tilgangurinn með þessari sjónvarpsútsendingu, er svo sem ekki annar en sá, að sýna sjónvarpsáhorfendum hvern- ig nektardýrkendur haga sér enda fellur þessi dagskrárlið- ur inn í þátt sem nefnist „Lífið sjálft". Franski sjarmörinn Mel Perr er varð heldur betur fyrir von- brig'ðum í haust, .er hann mætti upp á færður á Kennedy-flug- velli í New York til þess að taka á móti syni sínum Sean, þeim er hann á með Audrey Hepburn. Svo var um samið að Mel fengi að hitta soninn og hafa hann hjá sér í nokfcra daga, og hafði hann þvi leigt sér stórt einbýlishús í New York, því hann kærði sig ekki um að fara með drenginn til Holly- wood. En drengurinn kom sem sagt ekki til stefnumótsins. Á- stæðan var að sögn sú, áð orð- rómur hafði borizt til eyrna móðurinnar að Mel Ferrer væri farinn að stíga í vænginn við Mioheline Lerner, fyrrverandi konu tónskáldsins Alan J. Lern ers. Audrey kærði sig ekki um að syninum yrði blandað í kvennamál föðursins. Þau Aud rey og Feirer voru eitt sinn nefnd „fyrirmyndar hjónin“. en fyrirmyndarhjónaband þeirra fór í vaskinn eins og svo mörg önnur leikarahjónabönd. Þáð er sagt að fögur stúlka sé eins og ljóð, sé það satt þyk ir ekki ótrúlegt að stúlkan hér á myndinni eigi einhvern frama í vændum, en hún hefur nú ný lokið við að leika á móti Shirley MaeLaine í nýjustu kvikmynd Ottos Preminger. Það er siður Premingers að auglýsa fagrar stúlkur og gera þær sem standa sig vel að þefcktum nöfnum á „stjörnuhimninum." Viðkunnan- legur náungi Preminger, og reyndar stúlkan líka, en hún er tuttugu og þriggja ára göm ul og heitir Barbara Bouchet. Borgaryfirvöld í Berlín hafa nú ákveðið að efna til einn- ar heljarmikillar nýársyeizlu um næstu áramót. Umdirbún- ingur veizlunnar er þegar haf- inn. Veizlustaðurinn verður hin fræga gata Kurfursten- damm. Milli 28. og 29. desem- ber 1968 og 1. janúar 1969 verður allri umferð bægt frá hátíðarsvæðinu, þvi einungis verður leyfð umferð fótgang- andi fólks. Veizlan verður framkvæmd með það fyrir augum, að mik- ill meirihluti þátttakenda verði táningar og ungt fólk. Stóru tjaldi verður komið fyrir hvar í menn geta fengið sér öl, fram an við kaffihúsin verða bítla- ' hljómsveitir og reyndar verða þarna hljómsveitir, sém leika alls lags músik. Gömlum spor- vagni ver'ður komið fyrir á svæðinu, sömuleiðis gömlum gufubáti af ánni Spree, farar- tæki þessi eiga að vera veit- ingaskálar. Á svæðinu verður einnig komið fyrir „sbotbökk- um“ og urmul skemmtitækja af ýmsum gerðum, þó verður mikið af hvers konar veitinga- tjöldum, en ætlunin er að reyna að skapa þama sfcemmti legt áramótaandrúmsloft. ★ Friðrik, prins í Danmörku veit það líklega ekki sjálfur, að hann er orðinn húseigandi, en sennilega verður hann orð- inn nægilega viti-borinn næsta ár til þess að geta haft gaman af nýja húsinu sínu. Húsið sem sést á meðfylgjandi mynd var afhent móður hans, Margréti krónprinsessu, þegar hún fyrir skömmu opnaði húsmunasýn- ingu í Hilleröd. Krónprinsessan sagði í ræðu þeirri er hún flutti við það tækifæri, að það væri jú draumur sérhvers manns að eignast þak yfir höf uðið, og líklega veit prinsessan hvað hún segir því hún hefur nú sjálf eignazt sitt eigið hús og sumarbústað. Forstöðumenn sýningarinnar lofuðu því að litla húsið hans Friðriks yrði sent til aðseturs móður hans og því komið fyrir í garðinum. 5 ■mmx wuwwut w»wma—— A VlÐAVANG! Fullir hafa flest ráð Gamalt máltæki segir, að fullir hafi flest ráð. Það sann aðlst skilmerkilega á yfWhag- fræðingi landsins, Gylfa Þ. Gísla syni s. I. laugardag. Þá efndi Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur til „nýlundu" þeirrar sem það kallar „opinn hádegisverðar- fund“. Þegar Gylfi yfirhagfræð ingur og nýkjörinn fonnaður Al- þýðuflokksins hafði satt munn og maga, reis hann úr sæti og flutti samkomunni boðskap sinn af þeirri reisn sem nýkjörnum formanni sæmir. Alþýðublaðið sagði á sunnudaginn frá stór- tíðindum þessum og boðskap Iráðherrans stórletrað á þessa leið: „Dr. Gylfi Þ. Gíslason, for- maður Alþýðuflokksins, ræddi þar um efnahagsmálin og hug myndina um myndun þjóðstjórn ar. Gagnasöfnun vegna viðræðna átta manna nefndar stjómmála- flokkanna lauk fyrir viku og liggja nú aUar upplýsingar fyr- ir um stöðu íslenzks efnahags lífs.“ Þetta er nú afrek, sem vert er um að tala, og mun það vart hafa áður gerzt í sögu þjóðar- innar, að ráðherra hafl haft í hendi sér „allar upplýsingar um stöðu ísle'nzks efnahagslífs“, og þetta birtir ráðherrann að sjálf sögðu í allri hógværð — og Al- þýðublaðið líka. Þetta minnir á það, er þjóð kunnur heimspekiprófessor lét svo ummælt fyrir nokkrum ára- tugum, að „vísindln væm nú Nlangt komin að grafast fyrir rætur alls“. Þjóðkunnur læknir, sem á lilýddi mælti þá: „Ég held, að réttara væri að segja, að þau væru að byrja að eygja skráargatið". Ætli því sé ekki líka farið um Gylfa, að han sé ekki farinn að sjá melra en skráargatið. Á aS segja af sér Sig. nokkur Jónsson, forkólfur ungra Sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum raeðir í blaði Sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum, Fylki, um þjóðstjórn í forsíðu- grein. Hann segir m. a.: „Á nýafstöðnu aukaþingi SUS kom það skýrt fram hver hugur manna er I þcssu máli. Mikill meirihluti þingfulltrúa var andvígur þjóðstjóraarhug- myndinni. Ég býst við að eins sé ástatt í öðrum flokkum. Það er mjög óeðlilegt í lýðræðis- þjóðfélagi, að þjóðstjórn sé mynduð. Treysti stjórnin sér ekki til að leysa vandann, á hún að segja af sér. Allir viður- kenna, að mlklir erfiðleikar ei-u framundan og eitthvað þarf að gera. Fólkið vill fá að ráða þvi sjálft, hvaða leið vci’ður valin. Því eiga allir flokkar að leggja fram sínar áætlanir, síðan er þáð kjósendanna að velja. Það er lýðræðislegt, hitt ekki. Al- menningur mun ekki sætta slg við þjóðstjórnarhugmyndina, heldur krefjast kosninga.“ Þessi ungi Sjálfstæðismaður — og mikill meirihluti á þlngi SUS að sögn hans — er á önd- verðum meiði við Bjarna for- sætisráðheiTa, sem telur það fráleitt, að stjórnin eigi að segja af sér, elns og stjórnarandstað- Iaii hefur hiklaust haldið fram. Ástúðlegt sambýli Fylkir lýsir ást sinni á sam- starfsflokknum í ríkisstjórninni m. a. með þessum orðum: „f því tilfelli nú, að kratarn i Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.