Tíminn - 01.11.1968, Page 5

Tíminn - 01.11.1968, Page 5
'ÖSTUDAGUR L nóvember 1968. TÍMINN Svetlana Allilujeva, hin fjörutíu og þriggja ára gamla dóttir Stalíns heitins, varð eins og kunnugt er, fræg mjög í fréttum, þegar hún lcitaði hæl is í Bandaríkjunum, sem póli- tískur flóttamaður. Svetlana hefur búið í nágrenni Prince ton háskólans í New Jersey, en nú hefur hún nýlega fest kaup á húsi þar í grendinni. Hús þetta er, eins og sést á með fylgjandi mynd, stórt timbur hús, en það var það eina sem völ var á að sögn Svetlönu. Við skulum vona að hún uni sér þar, og geti haldið áfram að skrifa metsölubækur á borð við „Tuttugu bréf til vinar“. Blöðrum var sleppt lausum, salernispappír dreift um allt og lúðrar þeyttir, þegar leikar inn Peter Ustinov var settur inn í sitt nýja embætti sem fyrsti rektor háskólans í Dun dee, en athöfnina framkvæmdi brezka drottningarmóðirin. Síð an hélt Ustinov fjörutíu mín útna langa ræðu um bandarísk stjórnmál, þar sem hann hædd ist óspart að frambjóðendunum Nixon, Humphrey og Agnew, en á kappann Wallace minntist spekingurinn ekki einu orði. ★ John Kenneth Galbraith, nefnist maður nokkur sem gegnt hefur mörgum embætt- um um ævina. Hann hefur ver ið bandarískur ambassador, rit höfundur, stjórnmálalegur ráð- gjafi og er nú prófessor við Harvard háskólann í Bandaríkj unum. f sextugsafmæli sínu nú fyrir skömmu hrutu honum eft irfarandi gullkorn af munni: „Ég mun ekki taka það nærri mér þegar karlmenn fara að umgangást mig sem gamal- menni, en ég verð vissulega leiður, þegar konur fara til þess“. Um stjórnmál sagði hann m. a.: Þið skuluð gæta þess að koma aldrei nálægt að- alstöðvum nokkurs flokks, nema sem áhorfendur við kosn ingaúrslit því fólkið sern þar er, er einungis iðjuleysingjar sem hafa ekkert annað fengið að gera. Um þingið í Wgshing- ton: Enginn ferðamaður ætti að fara frá Washington án þess að hafa skoðað þingið, ’ þetta nítjándu aldar þjóðminjasafn, sem er vissulega auðugt af safngripum. ★ Hyde Park í London hefur löngum verið frægur fyrir hin ar siörulegu ræður, sem al- mennir borgarar flytja þar, en Lundúnabúum þykir nauðsym- legt að hafa einRvern slíkan stað, þar sem mönnum leyfist að segja allt, sem viðkomandi ræðumanni býr í brjósti. í Hamborg er annar slíkur garð ur, og nú hyggjast borgaryfir- völd í Munchen, Vestur-Þýzka- landi, einnig koma sér upp slík um stað: Staðurinn mun eiga að nefnast „Grantlerecke", en grantelm er bajerska ög þýðir að skamma eða úthúða. Prinsessan Elísabet af Toro í Uganda, hefur nú aldeilis lent í klípu, einkum þó slæmri klípu fyrir prinsessur. Hún er nefnilega blönk orðin, og gat ekki með nokkru móti fengið meira fé frá fjölskyldu sinni. Fram að þessu hefur prinsess an numið lögfræði við háskól ann í Cambridge, en því hefur hún orðið að hætta til þess að reyna að fá í sig að éta. Og hún hefur einmitt fundið starf við sitt hæfi. Hún græðir nú fé með því að sýna sjálfa sig — ekki sem prinsessu — held ur sem sýningarstúlku. Og á þeim vettvangi gerir hún því líka stormandi lukku, að ann að hvort getur hún fljótlega hætt að vinna, og haldið nám inu áfram, nú eða þá hún seg ir alveg skilið við lögfræðina og gerist sýningarstúlka að fullu og öllu. .Að minsta kosti myndi hún græða mest fé með því móti. - Á þessari mynd gefur að líta hina mikilhæfu brezku leikkonu Vanessu Redgrave, þar sem hún stendur í fylking arbrjósti mótmælagöngu, sem brezkar mæður fóru til þess að mótmæla fangelsun banda ríska barnasálfræðingsins Dr. Benjamín Spock. En hann hef ur verið dæmdur til fangels unar fyrir að hvetja unga landa sína til þess að sinna ekki herkvaðningu, ef þeir eigi að fara til Vietnam. Mæðurn ar gengu að bandaríska sendi ráðinu í London sem stend ur við Grosvenor Sqare, síðan afhentu þær sendiráðsmönnum skrifleg mótmæli. Risaskipið „Charleston 337“ var byggt í stríðslok í Banda ríkjunum, það hefur þó eigin- lega aldrei verið notað, það er fyrst nú sem menn hyggjast hafa eitthvert gagn af því. ít- al’skt hlutafélag hefur keypt skipið með það fyrir augum að gera það að fljótandi hóteli fyr- ir ferðamenn. Þá hefur einnig heyrzt orðrómur um að Frank Sinatra hyggist leigja dallinn og stofna þar spilaviti. Skipið mun verða látið lóna um Mið- jarðarhafið, sem næst strönd um Sikileyjar. Kaupverðið mun hafa verið eitthvað um 4 millj ónir dollara. Um borð verða mnréttuð 100 hótelherbergi á- samt öllum öðrum tilheyrandi þægindum. Gestir þessa fljót- andi hótels verða fluttir út í það ýmist á hraðskreiðum bát- um eða með þyrlum. Unnið hef ur verið að endurbyggingu skips ins allt frá því 1962, en nú stendur til að opna í haust. Væntanlega verður hótel þetta skemmtileg tilbreyting hinum auðugu iðjuleysingjum sem drolla mestan hluta ársins á frönskum og ítölskum bað- ströndum, og er sjálfsagt farið að drepleiðast að sulla alltaf í sama vatninu og drekka við sömu barina. ítalirnir hafa því séð það í hendi sér að eitthvað þyrfti nauðsynlega að gera fyr ir þetta vesalings fól>k. ■BIHHII TIMANS 5 Á VlÐAVANGI Boðið upp á eymd og fátækt í grein Kristjáns Friðriksson ar, forstjóra, um efnahagsmál hér í blaðinu í gær, sagði hann m.a. um stöðu íslenzks iðnað- ar með hliðsjón af efnahags- bandalögum Evrópu: „Ég verð líka að rifja upp — án þess að eyða tíma í að endurtaka útreikninga og rök- stuðning, að ég þóttist sýna fram á, að ef við stæðum utan bandalaganna, þá þyrftum við ekki að byggja upp nýjan iðn- að, til þess að veita atvinnu, nema fyrir um 5—7 þúsund manns á tveim næstu áratug- um, og taldi ég það viðráðan- legt fjárhagslega, en ef við gengjum í bandalögin, þá þyrftum við að byggja upp nýj an iðnað fyrir um 20 þúsund manns á sama tímabili og afla markaða fyrir framleiðsluna og er ég sannfærður um að það yrði ofviða, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Sá örlagaríki misskilningur, sem er hætta á að verði lagður til grundvallar stjórnarstefnu, liggur í því, að rangmeta stöðu þess iðnaðar, sem nú er tU í landinu. Þótt margt af þess- um iðnaði framleiði góðar vör ur — jafngóðar eða betri en innfluttar — þá er þessi iðn- aður vanþróaður. Hann er að nokkru vanþróaður tæknilega — en umfram allt fjárhagslega — og sölutæknilega — þannig er það alveg öruggt að hann v stenzt ekki snúning fjársterk- um iðnaði hinna mestu iðnað- arþjóða. Þess vegna yrði stórfellt at- vinnuleysi, eymd og fátækt, af- leiðing af inngöngu í bandalög in en ávinningurinn hverf- andi“. Á heljarþröm Snotur „viðreisnarpiltur" sem skrifar fréttabréf frá Al- þingi í Mbl. á sunnudögum Iýsti því „sældarbrauði", sem það er að vera þingmaður eftir tíu ára „viðreisn" í landinu, s.l. sunnudag með þessum orðum: „Mér heyrist vera heldur þungt hljóð í flestum þing- mönnunum utan af landi, og gildir þá einu, hvort þeir til- heyra stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðuflokkunum. Flestir þeirra hafa þungar á- hyggjur af atvinnumálunum í sínum byggðarlögum og eru önnum kafnir við að reyna að greiða fyrir atvinnufyrirtækj- um, sem eru á heljarþröm. Það er sum sé ekkert sældar- brauð að vera þingmaður um þessar mundir." Auglýsið í Tímanum Há rg reiðsl ustof a Kópavogs Hrauntungu 31, sími 42240 HÁRGREIÐSLA SNYRTINGAR SNYRTIVÖRUR Fegrunarsérfræðingur á staðnum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.