Tíminn - 01.11.1968, Page 6

Tíminn - 01.11.1968, Page 6
6 TIMINN FÖSTUDAGUR 1. nóvember 1968. g|TRELLEBORG firééíoft* Hjólbarðaverkslœðið HRAUNHOLT v/Miklatorg OPIÐ FRÁ 8-22 — SfMI 10300 MILLIVEGGJAPLOTUR RÖRSTEYPAN H*F KÓPAVOGI - SÍMI 40930 » T Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — . SIGMAR OG PÁLMI - Hverfisgötu 16 a. Simi 21355 og Laugaveg 10. Simi 24910 Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. — slipum bremsudælur. Limum á bremsuborða og aðrar almennar viðgerðir HEMLASTILLING H.F. Súðarvogi 14 Sími 30135 Erlingur Bertelsson héraðsdómslögmaður. Kirkjutorgi 6, sími 1-55-45. (jUDJÍIN STYRKÁBSSON HÆSTARÉTTARLÖCMADUK AUSTURSTKÆTI 6 SlMI IB334 Gísli Magnússon, Eyhildarholfi: LANDAUDNARSTEFNA Landauðnarstefna. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- og menntamálaráðherra talar manna mest um landbúnaðarmál. Öll er sú ræða á einn veg. Sumum kynni að þykja sem beinast lægi við að hann beindi orðum sínum til bænda, t.a.m. á Eúnaðarþingi eða á aðalfundi Stéttarsambandsíns, þegar hann fýsir að ræða vanda- mál landbúnaðarins. En það tel- ur hann ekki ómaksins vert. Hitt þykir honum betur við eiga og hófi nær, að fjölyrða um það á fundi kaupsýslumanna, hvílíkur meinvaldur landbúnaðurinn sé í íslenzku þjóðfélagi. Þetta er nú hans háttvísi, menntamálaráðherrans. Morgunblaðið birtir ræðu, sem ráðherrann flutti á aðalfundi Verzlunarráðs íslands fyrir skömmu. Þar fjallar hann í löngu máli um landbúnað. Ráðherrann telur sýnilega aðalfund kaupsýslu- manna eðlilegri vettvang fyrir „fræðsluerindi“ um landbúnaðar- mál en hliðstæ'ðar samkomur bænda. Þessi síðasta landbúnaðar prédikun Gylfa Þ. Gíslasonar tek- ur öðrum fyrri fram um tvennt: Ráðherrann boðar lítt dulbúna landauðnarstefnu. Og hann reyn- f\ /l/^-^ír^x ll T SKARTGRIPIR Vörubílar - Þungavinnuvélar Höfum mikið úrvaJ aí vöru bílum og öðrum þunga- vinnutækjum. Látið okkur sjá um söluna. Bíla- og búvélasalan v/Miklatorg- Sími 23136, • heima 24109 ir af stakri lævísi að ala á úlfúð og tortryggni mil'li launastéttanna annars vegar og bændastéttarinn- ar hjns vegar. „Ég tel, að gerðardómur sá um ver'ðlag landbúnaðarafurða, sem nýlega var kveðinn upp, taki af öll tvímæli um það, að gildandi löggjöf um þessi efni er óhæf og að henni verður að breyta á þessu Alþingi.“ í þessum orðum ráðherr- ans felst það, svo að ekki verður um villzt, að hann telur yifimefnd hafa með úrskurði sínum um bú- vöruverð, gert hlut bænda mikils til of góðan. Og hann veit hvað hann á undir sér, ráðherrann. Hann ætlar að láta nýbyrjað Al- þingi breyta „gildandi löggjöf um þessi efni“ í það horfa að tryggt sé, að bændur fái eigi þa'ð bú- vöruverð, það kaup fyrir vinnu sína, að endast megi þeim til lífs- framfæris. Hvað blasir þá við? Uppflosnum. Nauðungarflótti. Þetta er landauðnarstefna. Á sitt hvað er að líta í þessu sambandi. Þegar menningarmála- ráðherrann hefur komið land- auðnarhugsjón sinni í framkvæmd verður hann að sjá öllurrl bænd- unum, sem upp flosna, fyrir ein- hverri atvinnu, líklega einna helzt í höfuðstaðnum, og láta Jarða- kaupasjóð kaupa oll kotin. Og ekki nóg með þetta. Hann verður líka að efna til nýrrar atvinnu fyrir þann mikla fjölda manna í kaupstö'ðum og kauptúnum um gervallt land, sem hefur framfæri sitt af , margvíslegum þjónustu- störfum “fýrir landbúnaðinn. Efast nokkur um að allt sé þetta á færi þessa hugsjónaríka manns? „Þegar höfð er hliðsjón af þeirri þungu byrði, sem laun sfetfur Sjónvarpstækin skila afburSa hljóm og mynd KLÆÐASKÁPAR í barna og einstaklingsherbergi ELDHÚSINNRÉTTINGAR og heimilistæki 1 miklu úrvali Einnig: Svefnherbergissett / Einsmanns rúm Vegghúsgögn (pirasistem) Sófaborð Skrifborð o fl o fl. HÚS OG SKIP HF Armúla 5, simar 84415 og 84416 Laugaveg 38 Skólav.st 13 Mjög vandaðtr oe fallegir undirklólar með áföstum brjðstahöldurum Verð frá kr 290.-— PÓSTSENHUM FESTIVAL SEKSJON Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig með FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — MeS öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. þegar og skattgreiðendur hafa af ástandi landbúnaðarmálanna, verður það að teljast enn þung- bærara fyrir þá að þola þá miklu hækkun á innlendum landbúna'ð- arvörum, sem gerðardómur um álcvörðun lanlbúnaðarver'ðs hefur nú nýlega ákveðið." Þetta eru orð ráðherrans. Hann minnist ekki á þá hækk- un á verði erlendrar vöru, sem nýlega er til komin vegna ráð- stafana sjálfrar ríkisstjórnarinn- ar. Sú hækkun er, að hans dómi, ekki „þungbær“ fyrir launþe£»- Hann getur þess að sjálfsögðu ekki, a'ð hækkun búvöruverðs er afleiðing en ekki orsök þeirrar verðbólguöldu og verðhækkunar, sem á engri stétt hefur skollið af geigvænlegri þunga en á bænda stéttinni. Hann getur þess ekki, að búvöruverð hækkar ekki og hefur, aldrei hækkað nema undan hafi farið hækkun almenns kaup- gjalds — og sjaldan eða aldreS auk heldur í réttu hlutfalli við hækkun tilkostnaðar. Ráðherrann segir að „beinir styrldr til land- búnaðarins á fjárlögum" nemi „gífurlegum fjárhæðum". Hann getur þess ekki, enda þótt tðlur séu honum býsna tiltækar í tíma og ótíma, hversu margir hundraðs hlutar af heildarútgjöldum fjár- laga þessar „gifurlegu fjárhæðir" .eru. Og auðvitað minnist hann ekki á allar þær ótölulegu ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið til þess að halda útflutningsfram- leiðslunni gangandi. Þaa: er víst ekki um „gífurlegar fjárhæðir" að tefla — eða hvað? Menntamálaráðherrann gleymir flestu, sem máli skiptir í þessu sambandi. Honum er fyrir öllu að niðra íslenzkum landbúnaði og rægja saman launamenn og bænd- ur. Hann lætur í bað skána, að lauþegar ver'ði að reyta sig inn að skyrtunni til þess að gera gustukaverk á bændum og halda í þeim lifinu. í viðtali við Morguubl. gerir Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð herra, góðlátlegt gys að ræðu Gylfa og búnaðarmálaspeki hans. En maðurinn er nú einu sinni ráð herra og því naumast hægt ann- að en taka alvarlega það sem einn æðsti og valdamesti maður þjóðaf- innar segir í embættisnafni, enda þótt skilningur hans og skoðanir á þeim málefnum sumum, sem hann telur sig kjörinn til að tala um, kunni stundum að vera nokk- uð snöggorðax, eins og embættis- bróðir hans, landbúnaðarráðherr- anu, bendir á. Menntamálaráðherrann boðar lan'dauðnarstefnu á - aðalfundi Verzlunarráðs íslands. Forsætis- ráðherrann flutti ræðu á aðal- fundi Vinnuveitendasambands ís- lands fyrr í sumar. Þar sagði hann m.a., áð engin ein efna- hagsráðstöfun . . mundi gera okkur samkeppnisfærari að öðru leyti og lækka verðlag meira held ur en ef rtð legðum íslenzkan landbúnað niður og flyttum inn erlendar landbúnaðarvörur." Báðir telja þessir ráðherrar sér bezt henta að fara krókaleiðir. Annar notar aðaltund Verzlunar- ráðs fslands til þess að koma á framfæri sínum Stórasannleik um landbúnaðinn. hinn aðalfund Vinnuveitendasambands íslands. Hvort tveggja er við hæfi. 7 19.10 ‘68. Gísli Magnússou. VEUUM fSLENZKT <H> ÍSLENZKANIÐNAÐ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.