Tíminn - 01.11.1968, Síða 9

Tíminn - 01.11.1968, Síða 9
FÖSTUDAGUR 1. nóvember 19G8. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. FuIItrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. Innanlands. — f lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Hættuástand Fyrir skömmu var hér í forystugrein blaðsins rætt um það hættulega neyðarástand, sem ríkir í heilum landsfjórðungum vegna læknisleysis og bent á, að líta yrði á málið frá slysavarnasjónarmiði eins og nú er komið, þegar vetur fer í hönd, og haga ráðstöfunum í samræmi viS^ það. Ráðamenn verða að gera sér ljóst, að hér er um skýlausa samfélagsskyldu að ræða, meira að segja brýnni en flestar aðrar skyldur, auk þess sem þetta ástand getur beinlínis haft víðtæk áhrif út fyrir venjulegt heilsufarssvið, því að engin von er til þess, að fólk á stórum landsvæðum telji sig geta búið við þetta öryggisleysi árum saman. Þótt einhver skriður sé að komast á stofnun lækna- miðstöðva og tilburði við að leggja lagagrundvöll að þeirri skipan, sem talið er að bæti ástandið síðar meir, má það alls ekki draga úr skilningi manna á nauðsyn tafarlausra slysavarnaráðstafana þegar í stað á þessum vetri, en hætta er á því, að tal manna um að læknamiðstöðvar leysi vandann, hafi slík áhrif. Sjónvarpsviðtal við Sigurð Sigurðsson landlækni um þessi mál í fyrradag birti mönnum skýra mynd af þessu hættuástandi, og má mikið vera, ef mörgum hefur ekki hrosið hugur við, er hann lagði staðreyndirnar á borðið í einföldum tölum og dæmum. Hann vonaði að vísu, að læknamiðstöðvar myndu leysa vandann en benti jafn- framt á, að ekkert fé væri enn ætlað til bygginga þeirra og þótt svo yrði kæmust þær varla upp fyrr en eftir 1970. Hann sagði, að 17 læknishéruð hefðu verið aug- lýst laus á árinu en áðeins verið sótt um tvö þeirra, Selfoss og Hellu. Austurland og Vestfirðir væru verst settir. Þar má nú heita læknislaust, meira að segja aðal- sjúkrahús 1 kaupstöðum þessara landshluta eru starf- rækt með einum aðstoðarlækni. Heilum læknishéruðum er þjónað með því að læknastúdent flýgur þangað einu sinni í viku. Sums staðar eru menn farnir að kalla snjó- bílinn lækni. Landlæknir sagði, að ástandið hefði aldrei verið verra en nú. Af þessum staðreyndum er augljóst, að mikili hluti af landsbyggðinni býr nú við heilbrigðisþjónustu, sem varla verður jafnað til annars en viðlagaþjónustu á frumskógasvæðum eða í heimskautahéruðum. Þetta mál er vafalaust Örðugt viðfangs, en það hefur heldur ekki sézt bóla á þeim skylduga manndómi ráða- manna, sem skilur, að þennan Vanda verður að leysa, hvað sem það kostar og berst í samræmi við þá hættu, sem af þessu stafar. Meðan sá vilji ræður ekki gerðum manna, bjargar þjóðin sér hvorki úr þessari hættu né annarri. Hér verður að klífa þrítugan hamarinn og hætta að spyrja um hvað sé hægt með annarri hendinni og hvað ekki. Slysavarnaráð til læknisþjónustu eru auðvitað mörg tiltæk. Það er hægt að koma á vaktaþjónustu ríkis- starfslækna úr Reykjavík. Það er hægt að greiða tvö- falt fyrir þjónustu í læknislausum héruðum. JÞað er hægt að beita flugvélum, varðskipum og snjóbflum á miklu virkari hátt en verið hefur. Hingað til hefur varla orðið vart annarra neyðar- ráðstafana' en að biðja nágrannalækni að þjóna næstu læknislausum héruðum. Þingmenn Austurlands hafa nú krafið heilbrigðismálaráðherra svara um úrræði hans, og bíða menn eftir þeim með óþreyju. En hér verður að taka á. Hér ríkir neyðarástand, og það er ekki sæmilegt, að þjóðfélagið gefist upp við að gegna frumskyldum sínum við borgarana með þessum hætti. Grein úr „Time": Schiller útrýmdi atvinnuleysi með því að beygja þjððbankann / Hann neyddi bankann til að auka útlán og lækka vexti ÞEGAR hrjáða forustumenn efnahagsmála í löndum hins frjálsa heims dreymir dag- drauma hljóta þeir að lita á Vestur-Þýzkaland sem eins konar Valhöll. Þar má heita full atvinna, verðbólga vart teljandi og þjóðarframleiðsla eykst ört eða um 5,5% á ári. Ofan á þetta bætist, að efna- hagsmálaráðherrann er vin- sæll í stjórnmálaheiminum, en það er næsta sjaldgæft um mann í hans stöðu. Þegar kosningar fóru fram um dag- inn gat hvarvetna að líta upp- límd áróðursspjöld í Frank- furt, ætluð til að laða kjósend ur að flokki Sósialdemókrata á staðnum. Á spjöldum þessum var mynd af rosknum en ung- legum manni með hornspangar gleraugu, en hann var ekki einu sinni í kjöri. Þetta var mynd af Karli Schiller, sem er 57 ára að aldri, en hin nýja endurreisn í efnahagslífi Vest- ur-Þýzkalands er talin honum að þakka. Schiller hefir setið við stýr- ið í 22 mánuði. Á þessu tíma- bili hefir Vestur-Þýzkaland jafnað sig að nýju eftir alvar- lega afturför og komið fram sem nánasti vinur og traust- asta hjálparhella Bandaríkj- anna og Bretlands i baráttu þeirra til varna verðgildis dollarsins og pundsins. Hve mark Schillers er traust ætti að mega ráða af því að í Þýzka landi hefir alþjóða gjaldeyris- sjóðurinn (International Mone- tary Found) fengið meira fé iánað en nokkurs staðar annars staðar (1,57 milljarða dollara). en að sjóðnum standa eitt hundrað og ellefu ríki. Schill- er veittist verðug viðurkenn- ing fyrir þessi afrek þegar hann kom til Washington um daginn til þess að sitja hinn árlega fund Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Fjármálamennirnir> fulltrúar hins volduga • tíu ríkja hóps, kusu han® næsta forseta sinn. FYRIRFRAlí var heldur ó- sennilegt, að Schiller yrði sér- stök hetja. Hann hafði verið háskólakennari í hagfræði og mátti heita óþekktur utan Vest ur-Þýzkalands, þegar hann tók sæti í ráðuneyti Kurts Kiesing- ers kanslara árið 1966. Fjarri fór og að nafn hans væri á hvers manns vörum í heima- landinu. Hann var fyrsti sósíal istinn, sem tók sæti í æðstu stjórn efnahagsmálanna eftir stríðið, og kom því af sjálfu sér, að þýzkir iðjuhöldar og viðskiptajöfrar höfðu illan bif ur á honum. Gamaldags sós- íalistum fannst aftur á móti allt of mikill auðvaldskeimur af honum. Sjálfur lýsti Schill- er því yfir, að Vestur-Þýzka- and þarfnaðist fyrst og fremst blöndu af „samkeppnisáhrifum. markaðsaflanna" og eins mik- illi skipulegri áætlunargerð stjórnvalda og nauðsyn krefði. Árum saman hafði alls ekki verið farið eftir neinum skipu- Karl Schiller efnahagsmálaráðherra Vestur- Þýzkalands. legum áætlunum í Vestur- Þýzkalandi. Ludwig Erhard fyrrverandi kanslari hafði ráð- stafað ríkisfé líkt og jólasveinn og sú aðferð var skaðlaus með an uppgangurinn eftir stríðið hélt áfram í Þýzkalandi. En þegar verðbólguhneigð gerði vart við sig árið 1966, neitaði hann að draga úr eyðslu ríkLs- ins og hækka skatta, og það reyndist örlagaríkt. Ríkisbank- inn tók sér fyrir hendur að stíga sjálfur á hemlana, en dró of mikið úr útlánunum og olli með tímanum alvarlegu at- vinnuleysi og mjög miklum samdrætti. SCHILLER lét hendur standa fram úr ermum eftir að hann var tekirin við sæti efnahags- málaráðherra. Hann tók hönd- um saman við Franz Josef Strauss fjármálaráðherra um að kippa tekjuhanafjárlögum Erhards í lag. Síðan greip hann til ýmissa ráða til þess að hleypa fjöri í efnahagslífið, örvaði til eyðslu. veitti víðtæk /ar heimildir til afskrifta og veitti greiðslufrest á háum, nýjum sköttum. Hann tók sér ferð á hendur til Frankfurt til þess að takast á við Karl Blessing, forseta ríkisbankans, en hann hafði verið samherji Erhards. Schill- er fullyrti, að samdrátturinn ykist enn, ef bankinn héldi -áfram að vera jafn fastur á fé og áður. Blessing lét nauðugur undan og hefir fallizt á að lækka vextina smátt og smátt úr 5% í 3%, eims og þeir eru nú. SCHILLER knúði eínnig fram löggjöf, sem veitti vald á efnahagslífinu ofan frá, eftir kenningum, stofnaði ráðgjafar- nefnd efnahagssérfræðinga og gerði fjögurra ára áætlun um fjármál ríkissjóðs, sem ekki hafði áður þekkzt. Sfðan kom hann með nýjar hugmyndir og kjörorð af og til. Hann hafnaði munnlega „sálarnuddinu" sem Erhard hafði beitt við atvinnu rekendur og verkalýðssamtök í Þýzkalandi. í þess stað kom hann á reglulegum, lokuðum fundum með athafnamönnum og verkamönnum, og boðaði þar „þjóðfélagslega samsvör- un“, eins og hann kaus að kom ast að orði um takmörkun á hækkun launa og verðlags og jafnvægi. Fyrir skömmu ákvað Schill- er að reyna að fá kaupendur, sem hræödir voru við samdrátt til þess að eyða meiru en áður, og skipaði fyrir um 6% launa- hækkun sem lágmarks-viðmið- un. Hann þaggaði niður í æva- reiðum atvimnurekendum með því að benda á, að framleiðn- in ykist um 7%. Leiðtogar verkalýðssamtaka höfðu kom- ið sér niður á kröfur um 4— 5% og voru orðlausir til að byrja með, en aðeins skamma hríð. Nú krefjast þeir 8% hækk ana. SCHILLER er stygglyndur en kvikur, og náði miklum frama í háskólunum áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Hann er sonur vélfræðings, varð doktor í hagfræði 24 ára gamall, gerðist stór-hrifinn af kenningum Keynes þegar hann tók að flytja fyrirlestra í Kiel og síðar sem reglulegur há- skólakennari í Hamborg. Hann fékk tækifæri til að reyna hugmyndir sínar í framkvæmd árið 1961, þegar Willy Brandt, sem þá var borgarstjóri sósíal- ista í Berlín, fékk honum það verkefni að ráða bót á efma- hagslegri afturför í hinni skiptu borg. Schiller beitti ýmsum skatta-hvötum og tókst að stöðva uggvænlegan fólks- filótta úr borginni. Vitaskuld fer fjarri að allir séu hrifnir af Schiller. Nú fyr- ir skömmu hafa bæði rúss- neska blaðið Izvestia og Michel Debré fjármálaráðherra Frakk landis sakað Vestur-Þýzkaland um áreitni í efnaihagsmálum. Gert er ráð fyrir, að þjóðverj- ar verji í ár 4 milljörðum doll ara minna til greiðslu inn- fluttra vara en aðrar þjóðir greiða fyrir þýzkar vörur, og er það að nokkru leyti afleið- irng samdráttarins að undan- förnu. Þetta styrkir stöðu marksins á kostnað pundsins og dollarsins. SCHILLER lítur sjálfur svo á, að það sé „blátt áfram dóna- legt af öðrum þjóðum að saka okkur um að vera of sterkir". Hann hneigist að því að skella miklu af skuld jafnv&gisleys- isins á þær þjóðir, sem hafa látið óhindraða verðbólgu hamla sínum eigin útflutmngi, og hefir þar nokkuð til síns máls. Hækkun marksinis væri skjót virk en harkaleg aðferð til þess að jafna hallann með því að Framhald á bls. 15. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.