Tíminn - 01.11.1968, Side 16

Tíminn - 01.11.1968, Side 16
HLÖÐUBRUNI A SLETTUBOLI Stjas-Vorsabæ, fimmtudag. f morgun kom upp eldur í heyhlöðu á Sléttahóli í Gaul verjabæjarhreppi Mjólkurbíl- stjóri frá Selfossi, sem átti leið frain hjá hlööunni snemma í morgun varð eldsins fyrst var, og gerði hann aðvart á næsta bæ. Sléttaból er í eyði og allangt frá öðrum hæjum. Þar eru ekki aðrar byggingar en þessi eina hlaða. Slökkvilið ið á Selfossi kom fljótt á vett vang, og fjöldi manna úr ná- Framhald a bts Lð Alþýðubanda- lagsféflögin á Húsavík og í Eyjafirði senda ekki á landsfundinn tékur sæti á Alþingi Reykjavík, fimmtudag. í dag tók Kristján Thorlacius deildarstjóri sæti Þórarins Þórar inssonar á Alþingi, en Þórarinn mun dvelja um sinn erlendis í embættiserindum. Kristján Thorla cius hefur áður setið á þingi. OÓ-Reykja\dk, ftmmtudag. Alþýðubandalagsfélögin á Húsavík og í Eyjafirði munu ekki senda fulltrúa á lands- fund Alþýðubandalagsins, sem hefst í Reykjavík á morgun, föstudag. Fundir voru haldnir í báðum þessum félögum í gær kvöldi og féllu atkvæði þannig, að fellt var að senda fulltrúa á landsfundinn, en þar verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort gera skuli samtökin að st j órnm ál aflokki. í Alþýðubandalagsfélagi Húsa víkur eru um 50 meðlimir. Rúmlega tuttugu mættu á fund inum í gærkvöldi. Umræður voru í daufara lagi og var að lokum samþykkt að senda ekki fulltrúa á landsfund að þessu sinni. Aðeins tveir fundar- manna voru því hlyntir að senda fulltr. Alþýðubandalags- félag Húsavíkur át.ti rétt á að senda fjóra fulltrúa á lands fundinn. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, felldu félagar á Akureyri að senda fulltrúa með 36 atkvæðum gegn 30. Alþýðubandalagsfél. í Suður Þingeyjarsýslu hélt fund fyrir nokkru og var þar samþykkt að senda fulltrúa á fundinn, en það félag hefur rétt á að senda tvo fulltrúa, hvort sem þeir nú mæta eða ekki, eftir að Hús- víkingar, Akureyringar og Ey- firðingar hafa ákveðið að taka ekki þátt í landsfundinum. Framhain fi ots 15 Myndin er frá kirkjuþingi. (Tímamynd GB) Ellefu mál afgreidd á nýafstöðnu kirkjuþingi. VERÐA BISKUPARNIR FJORIR? FB-Reykjavík, fimmtudag. Sjötta kirkjuþingi lauk á þriðjudaginn. Fyrir þingið voru Iögð 13 mál og hlulu ellefu þeirra afgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum biskupsritara voru meðal málanna, sem afgreidd voru, frumvarp til laga um þrjú biskupsdæmi á íslandi, þingsályktunartillaga um skipulagt fræðslustarf og umræður um kirkjumál á opinberum vettvangi, um embættisbústaði þéttbýlispresta og um Ieiðbeiningarstarf í kristnum fræð- um á skyldunámsstiginu öllu. Þess má geta, að nýlega var skipaður kaþólskur biskup á fslandi, og verði þjóðkirkjubiskuparnir þrír í framtíðinni, verðahiskupar í landinu fjórir talsins. Sautján fillltrúar eiga sæt.i á kirkjuþingi. Sjálfkjörnir eru bisk upinn og kirkjumálaráðherra, þá kýs guð'fræðideildin einn full- trúa. Síðan er landinu skipt í 7 kjördæmi. Prestar kjósa úr sín um hópi einn úr hverju kjördæmi og sóknarnefndir og safnaðarfull trúar í hverju kjördæmi kjósa ennfremur einn fulltrúa hver. ■jír Fyrsta mál þingsins var frum varp til laga um biskupsdæmi hinn ar íslenzku þjóðkirkju, og er meginefni þess, að biskupsdæmi kirkjunnar skuli vera þrjú, Reykja víkur-, Skálholts- og Hólabiskups dæmi. Þingið samþykkti þétta frumvarp, sem lengi hefur vcrið á döfinni og fjallað hefur verið um á mörgum kirkjuþingum. -jfr Annað málið var frumvarp um breytingu á lögum um kirkjuþing og kirkjuráð íslenzku þjóðkirkj unnar, og er meginefnið, að við talningu atkvæða skal reikna fyrsta manni á kjörseðli eitt at- kvæði, öðrum manni % og þriðja mánni Vn. Sá, sem flest atkvæði hlýtur skal taka sæti á kirkju þingi, en hinir verða fyrsti og annar varamaður eftir atkvæða- magni. Áður var aðalmaður kos inn sérstaklega og varamaður sér staklega. •fo Þriðja málið var tillaga til þingsályktunar um afgreiðslu mála á Alþingi, sem kirkjuþing héfur samþykkt, og þar var skorað á ríkisstjórn og Alþingi að afgreiða á því þingi, sem nú stendur yfir, frumvarp til laga um veitingu prestakalla og skipan presta kalla og kristnisjóð, sem áður hafa verið lögð fyrir Alþingi. •ár Fjórða málið var þingsályktun prestar eigi rétt til embættisbú staða hér eftir sem hingað til, en þegar prestum fjölgaði hér í um að kirkjuráð gangist sem fyrst Reykjavík um áramótin 1963, þá fyrir skipulögðu fræðslustarfí og , voru ekki til embættisbústaðir fyr umræðum um kirkjumál á opin ir þá og þeir hafa ekki haft emb berum vettvangi. ættisbústaði siðan. ☆ Fimmta málið var tillaga til þingsályktunar um embættisbú- Sjötta málið var tillaga til staði þéttbýlisprésta. Kirkjuþing; þingsályktunar um að kirkjuráð ályktar að beina þeirri áskorun láti gera athugun á því, hvers til kirkjumálaráðherra. að hann; kirkja vor verði vandlegast að beiti sér fyrir því, að þéttbýlis gæta og hvað öruggast að tryggja varðanÆ samskipti rikis og kirkju. Sjöunda málið var tillaga til þingsálýktunar um guðsþjónustu og helgihald hjá þjóðkirkjaimi. Er þar beint tilmælum til presta, sóknamefnda og safnaðarfulltrúa, að guðsþjónustuhald kirkjunnar verði rækt eins ítarlegá og lög og tilskipanir þar um, mæla fyrir. ■fc Áttunda málið var tillaga til þingsályktunar um að næsta presta stefna taki til rækilegrar athugun ar og umræðu starfsgrundvöll og verksvið presta þ j óðkirkjugnar vegna gjörbreyttra þjóðfélágs- hátta. Níunda málið var tillaga tfl þingsályktunar um greiðslu fyrir aukaverk presta, og var kosin nefnd til að athuga þetta mál Framhald á 15. siðu. SÆKJA ENN UM UNDAN- ÞÁGU FYRIR FJÁRBORG FB-Reykjavík, fimmtudag Fjáreigendafélag Reykja víkur hefur sent borgar- yfirvöldúm bréf, þar sem farið er fram á að veitt verði leyfi til þess að 600 til 700 fjár fái að vera í Fjárborg í vetur. Málið var tekið fyrir á síðasta borgar ráðsfundi, en ekki afgreitt, og er nú til athugunar hjá borgarstjóra. Að sögn fjáreigenda er hér um að ræða um 30 einstakl inga, og er þetta helmingi færra fé, en var í Fjárborg í fyrra. Að undanförnu hefur staðið yfir smölun borgarlands ins og slátrun fjár, sem ekki er leyfilegt að hafa í borgar landinu, en þar mun þó ekki hafa verið um að ræða fé Fjárborgarmanna, nema þá að litlu leyti, heldur aðallega ann arra fjáreigenda, sem fram til þessa hafa haft fé sitt heima við hús, eða annars staðar ut- an Fjárborgar. 1 Fjáreigendur hafa að undan förnu verið að leita fyrir sér um kaup á húsum suður á Hvassahrauni í Hafnarfirði, en þau kaup hafa ekki átt sér stað ennþá. Þess má að lokum geta, að fyrir nokkru gekk sendinefnd úr Árbæjar- og Seláshverfinu á fund borgarstjóra. Bar hún fram sterkar óskir um, að fé yrði ekki aftur hleypt inn í Fjárborg. Mál þetta er allt í athugun núna, og verður tek ið fyrir aftur á næsta borgar ráðsfundi á priðjudaginn kem- ur. Framsóknarvist á Hótel Sögu fimmutd. 7. nóv. Næsta Framsóknarvist Framsóknarfélags Reykja- víkur verður fimmtudag inn 7. nóv. á Hótel Sögu. KvöldverSlaun verSa veitt og ennfremur er spilað um flugför til útlanda sem heildarverðlaun í þessari 3ja kvölda keppni. Steingrímur Hermanns- son, framkvæmdastjóri. flytur ávarp, og aS lokum verður dansaS. — Viss- ast er að panta miða sem fyrst í síma 24480. þar sem þegar eru farnar að berast oantanir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.