Vísir - 04.08.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 04.08.1977, Blaðsíða 1
ENN VANTAR HUNDRUD MILLJÓNA Enn hafa ekki fengist greidd þau hundruð milljóna, sem islenskir saltfiskframleiðendur e|ga inni i Zaire. Hér er um að ræða greiðslu fyrir um 500 tonn af saltfiski, sem flutt voru með sérstöku skipi til Zaire i septem- FRÁ ZAIRE ber i fyrra. „Kaupendur þessarar vöru hafa f yrir löngu greitt fyrir hana í heimalandi sinu, en þaö eru viö- skiptabankar þeirra, sem ekki hafa fengiö gjaldeyri til aö greiöa þetta til okkar”, sagöi Friörik Pólsson, skrifstofustjóri hjá Sölu- sambandi islenskra fiskframleiö- enda i morgun. Hann sagöi, aö athuganir, sem geröar heföu veriö, heföu sýnt, aö peningarnir væru fyrir hendi, en gjaldeyrinn vantaöi. Þessilangidrátturá greiöslum, sem nema hundruðum milljóna, hefur aö sjálfsögöu skapaö um- talsverð vandamál fyrir hina islensku framleiöendur. ESJ. Timbursmyglið ó Keflavíkurf lugvelli: Ríkissaksóknari krefst frekari rannsóknar Rannsókn á timbur- af Keflavikurflugvelli stuldi og smygli á þvi út stendur enn yfir. Var málið komið til Rikis- saksóknara til ákvörð- unar, en nú hefur það verið sent aftur til lög- reglustjóraembættisins á Keflavlkurflugvelli til frekari rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Hannessonar þar, er þess að vænta að rannsókn ljúki innan skafnms, og verður málið þá sent aftur til Rikissaksóknara. Mál þetta snýst sem kunnugt er um stuld og smygl á timbri út af Keflavikurflugvelli. Er talið að þar hafi verið að verki starfs- maður við flutningadeild Varnar- liðsins, og var timbrið flutt á bil sem notaður hafði verið i öðrum flutningum þar. Hefur bilstjórinn boriö að hann hafi ekki vitað um hvaðhann varað flytja, en starfs- manni Varnarliðsins var hins vegar gefinn kostur á að segja starfi sinu lausu. Hefur hann þvi látið af störfum fyrir Varnarliðið samkvæmt upplýsingum sem Visisr hefur aflað sér. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið magn af timbri hér um ræðir, en það var notað við að býggja sumarbústaði austur i Hreppum. —AH Kœrufrestur rennur út annað kvöíd „Kærufresturinn rennur út annað kvöld og getur fólk kumið kærum sinum i póst- kassa okkar til miðnættis”, sagði Gestur Steinþórsson, skrifstofustjóri Skattstofu Reykjavikur, i samtali við V'isi i morgun. Talsvert af kærum hafa þegar borist til Skattstof- unnar, en Gestur sagði -að búast mætti við að margir kæmu siöasta daginn. A siðasta ári kærðu 3.450 aðilar i Reykjavik álögð gjöld sin. Það er misjafnt hve langan tima tekur að afgreiða þessar kærur, sumar eru vegna smáræðis en aðrar fjölþættari. öllum kærum er svarað skriflega og svörin rökstudd og af- greiðsla getur þvi tekið nokkurn tima. —SG „Svona ætti að vera hvern einasta dag” er eflaust þaö nafn, sem flestir vildu gefa þessari litmynd Jóns Þórissonar af sólinni yfir Keykjavík. Nú hafa ibúar suðvesturhorns landsins notið sólar undanfarna tvo daga og enn var bjartviðri i morgun, þannig að allir ættu aö vera ánægðir. „Svona œtti að vera..." ,,Ég held að það sé óþarfi að hafa með sér regnföt i dag, þó stundum geti það verið trygging fyrlr sólskini!” Að ■sjálfsögðu eru þessi spámanns- orð komin frá Páli Bergþórs- syni, en Visir leitaði i morgun álits hans á veðurútlitinu. Nú stendur yfir hringdans lægðar nokkurrar yfir Græn- landi og Grænlandshafi. Þau dansspor fæða af sér norðanátt á Fróni. A Norðurlandi þýðir þetta kalsarigningu, en vætan nær vart suður yfir heiðar. Er búist við björtu veðri i höfuð- borginni i dag. „Við höfum alls ekki yfir neinu að kvarta”, sagði Páll Bergþórsson i morgun. „Júli- mánuður náði nokkurn veginn hitameðallagi, og þetta hefur ekki veriðeins slæmtog i fyrra. Að visu hefur verið mjög sólar- litið siðan i júni, en það hafa komið nokkrir mjög góðir dagar, og mér finnst það betra en aö dreifa sólskininu inn á milli”. —HHH Rikisútgófuna á að leggja niður og fleiri óarðbœr ríkisfyrirtœki — Sjá grein Vilhjálms Egilssonar bls. 10-11 Ætlarðutil Akraness eða um Borgarfjörðinn? Þá ættiröu aö notfæra þér kynningu Vísis i dag á þvi sem þar er að sjá. Þátturinn á Faraldsfæti er á áttundu og níundu siðu. Sérann er skoskur, talar íslensku og esperanto og vill búa í sveit hér — Sjó viðtal bls. 10-11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.