Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 3
ÞRJÐJUDAGUR 19. nóvember 1968.
TIMINN
.........................M • • s ••
jNemendur Samvinnuskólans að Bifröst heimsóttu Akureyri dagana 6. og 7. nóvember s. I. og skoðuðu þeir
einkum tyrirtæki samvinnumanna í bænum. Gefjun Iðunn, Hekiu, Mjólkursamlag KEA, Kjötiðnarstöð KEA,
í Efnaverksmiðjuna Sjöfn, kaffibrennslu Akureyrar og nokkrar verzlanir KEA. Einnig litu þeir inn hjá Slipp-
^stöðinni h. f. og skoðuðu 1000 tonna skipað, sem þar er í byggingu. Þá þreyttu þeir knattspyrnu við
^nemendur MA og sigruðu 3:2. Nemendur 6. bekkjar MA héldu þeim dansleik annað kvöldið, en hitt kvöld
| ið sáu þeir Dúfnaveizluna í meðferð Leikfélags Akureyrar og Þorsteins Ö. Stephensens. Nemendur voru 75
og kennarar 4 í þessari ferð. Ljósmynd GPK.
Þjóhr og ræningjar vaða
nú uppi í höfuSborginni
i OO-Reykjavík, mánudag.
) Sannkölluð skálmöld hefur geng
ið yfir í Reykjavík undanfarna
daga. Innbrot eru óvenju tíð og
fengur þjófa góður. Ráðist er á
fólk á götum úti og það rænt og
í veitingahúsum berjast menn
hetjulega.
Aðfaranótt laugardags var brot
izt inn á skriifstofu Dagsbrúnar,
eins og sagt var frá í Timanum
á sunnudag. Þar var stolið á
þriðja hundrað þúsund króna í
peningum og þriggja bankabóka er
saknað og sennilega hafa þ’ófarn-
ir stolið ein'hverju af ávisanaheft-
um. Innbrotsþjófarnir höfðu með-
ferðis góðan tækjakost til að
brjóta upp peningaskápa, hurðir
og skúffur. í lj'ós er komið að verk
færunum var stolið úr húsakynn-
um Landsímans við Sölfhólsgötu.
Voru þau skilin eftir á hinum inn-
brotsstaðnum.
S.l. nótt var stolið skartgripum
að verðmæti á annað hundrað
þúsund krónur úr útstillingar-
glugga verzlunar Guðmundar Þor-
steinssonar, Bankastræti 8. Kl.
2.18 í nótt var lögreglunni til-
kynnt að maður væri búinn að
brjóta rúðu verzlunarinnar og
hamaðist við að troða skartgrip-
um úr glugganum í vasa sína. Var
hann farinn veg allrar veraldar
þegr lögreglumenn komu á stað-
inn. Kona sem býr í næsta húsi
Þýzkir togarar
fá géðan afla
út af Kögri
GS-ísaljtrði, mánudag.
Sjómenn frá ísafirði hafa orð-
ið þess varir að þýzkir togarar
hafa fengið mjög góðan afla af
smáfiski einkum smáþorski i síld
artroll 30—40 mílur út af Kögri.
Þennan afla hafa togararnir að
vísu fengið utan fiskveiðilögsög-
unnar, en þrátt fyrir þaS eru þess
ar veiðar ólöglegar bví bannað er
að veiða þorsk í svo smáriðin
veiðarfæri sem síldartroll er.
við verzlunina vaknaði við brot-
hljóðið. Fór hún út í glugga og sá
hvar maðurinn var að stela. í
sömu svifum kallaði kynsystir
hennar úr glugga skammt frá, en
hún hafði einnig vaknað í fyrr-
greindu konuna og bað hana að
hring í lögregluna, og gerði konan
það. En þjófurinn hafði líka eyru
og beið hann ekki komu lögreglu-
manna. Skartgripirnir, sem hann
stal, eru gullarmbönd, brjóstnælur
hringir, armhólkar, gullhnappar
og sitthvað fleiri dýrmæti, sem
fólk notar til að hressa upp á út-
lit sitt og klæðaburð.
í dag var handtekinn ungur
maður, sem grunaður var um
þjófnaðinn, en hann hafði fjarvist
arsönnun, og var sleppt. Lögreglan
hefur góða lýsingu á manninum.
Aðfaranótt sunnudags var sfolið
bíl frá ÁMheimum 58. Er það
Commer station, dökkrauður að
lit. Enn hefur ekki tekizt að finna
bílinn. Einkennisstafir hans eru
R-21389.
Á föstudagskvöld réðust ungir
menn að drukknum manni á Óðins
Öflugt félagsstarf
Self. 18.11-J.R.
Sunnudaginn 17. nóv. gekkst
Kvenfélag Selfoss fyrir fjölbreyti-
legri samkomu í Selfossbíói. For-
maður félagsins, Sigurveig Sigurð-
ardóttir flutti ávarp, unglinga-
hljómsveitin Fossmenn léku nokk
ur lög, skólakór Gagnfræðaskól-
ans söng undir stjórn Jóns Inga
Sigurmundarsonar. Ávarp flutti
Jón R. Hjálmarsson skólastjóri,
Mary MacÐowell. skiptinemandi
frá Bandaríkjunum, söng þjóðlög,
sýndur var leikþáttur, er nefnist
Blaðaviðtalið og loks var tízku-
sýning og þá sýndur klæðaburð-
ur fólks á ýmsum tímum frá 1820
til þessa dags. Kynnir var Haf-
steinn Þorvaldsson.
Samkoiftan var tvítekin, fyrst
fyrir börn kl. 3 um daginn og síð-
an fullorðna kl. 9 um kvöldið
Ágóði rennur J félagsheimilis-
sjóð kvenfélagsins.
götu. Maðurinn var ekki í því
ástandi að geta varizt ræningjun-
umog hlupu þeir á brott með
feng sinn. Nokkru síðar sama
kvöld var ráðist að konu á Freyju
götu og reif árásarm'aðurinn, sem
er ungur að árum, af henni vesk
ið. Maður, sem sá aðfarirnar, hljóp
strák uppi og náði af honum vesk
inu, en pörupiltur slapp.
Eftir hádegi á laugardag voru
tveir ungir menn staðnir að verki,
er þeir voru búnir að brjótast inn
í verzlunina Stofan í Hafnarstræti.
Voru þeir búnir að stinga á sig
nokkru af peningum og munum
þegar lögreglumenn tóku þá inni í
verzluninni.
Bandóðir Fransmenn og tveir
dyraverðir í Klúbbnum voru flutt
ir á slysavarðstoifuna aðfaranótt
mánudags. Voru Frakkarnir þrír
saman og réðust þeir á dyra-
verði og ætluðu að brjótast inn
með valdi þegar dyraverðir vildu
ekki hleypa þeim inn með góðu.
Sýndist þeirn mennirnir helzt til
drukknir til að fá inngöngu og
klæðaburður þeirra e'kki samrým-
ast þeim kröfum sem vínveitinga-
hús í Reykjavík gera til gesta
sinna. Barizt var við dyrnar góða
stund og meiddust mennirnir allir
•meira og minna í þeim átökum.
Ráðstefna um fisk-
Alvarleg umferðar-
slys um helgina
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Árekstrar og umferðarsilys voru
með meista móti um helgina og
í d-ag. Kl. 8 í morgun varð mjög
harður árekstur á Reykjanesbraut
við Straumsvík. Stór vörubíll á
leið suður beygði þvert í veg fyr
ir Volkswagenbíl, sem kom úr
gagnstæðri átt. Beygði vörubíllinn
í átt að afleggjara að malargryfju
sem þarna er. Lenti bílunum sam
an og slasaðist bílstjórinn í litla
bílnum mikið og var fluttur á
sjúkrahús.
Á laugardag milli kl. 18 og 19
var ekið á fimmtuga konu á Snorra
braut á móts við þann stað er
skátaheimilið stóð áður. Var kon
an á leið suður götuna og var
nær kominn upp á gangstéttina
þegar bíllinn ók á hana. Lenti
konan á aurhlífinni og kastaðist á
götuna. Hlaut hún opið fótbrot
og einnig brotnaði hún á öðrum
handlegg og skaddaðist á höfði.
Hún er ekki talin lífshættulega
meidd.
Kl. 19.30 á laugardagskvöld varð
maður fyrir bíl er hann gekk yfir
Marflóin veldur
erfiðleikum
GS-ísafirði, mánudag.
Það veldur vestfirzkum sjó-
mönnum miklum erfiðleikum nú
samfara lélegum afla, að mikil
marfló herjar á miðunum, svo
mikil, að beita hverfur strax af
línunni, og fiskur er mjög étinn
af marfló þótt línan liggi aðeins
skamma stund. Þetta er mun
meiri marfló en dæmi er um hér
áður svo menn muni.
Ráðleggingar-
stöðin flytur
veiðar og fisk-
vinnslu
GS-ísafirði, miánudag.
Fjórðungssamband fiskideild-
anna á Vestfjörðum hélt ráð-
stefnu hér á ísafirði um fiskveið-
ar og fiskvinnslu á laugardag og
og sunnudag síðastliðinn. Fund-
inn sátu átta sérfræðingar í fisk-
veiðum og fiskvinnslu frá Haf-
rannsóknastofnuninni Fiskifél. ís-
lands og Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. Fundurinn fór ágætlega
fram og var mjög fjölmennúr.
Voru ýmis mál rædd bæði af sér-
fræðingum og heimamönnum.
Hringbraut á móts við Furumel,
á merktri gangbraut. Saabbíll,
kom á nokkurri ferð austur HringJ
brautina og lenti á manninum. Fót
brotnaði hann og meiddist eitthvað
meira og liggur á sjúkrahúsi.
í dag valt jeppabíll á vegamót
um Flókagötu og Rauðarárstígs.
Varð árekstur milli jeppans og
Volkswagenbíls og valt jeppinn á
hliðina.
í fyrstu var álitið að ökumað
ur hanis hafi slasast illa, og var
hann fluttur á slysavarðstofuna
en þar kom í ljós að maðurinn
var aðeins skrámaður. ,
Hafnarfjörður
Fumdur verður í i
Framsóknarfé-
lagi Hafnarfjarð
ar fimmtudaginn
21. nóvember kl.
20.30 að Strand
götu 33.
1. Kosnir verða
f'ulltrúar á kjör
dæmitsþing.
2. Helgj Bergs ritari Framsóknar t
flokksiss mætir á fimdinum og j
ræðir aðild íslands að EFTA og l
fleira. j
Hann mun síðan svara fyrirspurn i
um fundarmanna.
Stjórnin. '
Ráðlegginganstöð Þjóðkirkj-
unnar í hjúskapar- og fjölskyldu-
málum, sem verið hefur til húsa
á Lindargötu 9, flytur nú starf-
semi sína í Heilsuverndarstöðina.
Mæðradeild- Hefur stjórn Heilsu
verndarstöðvarinnar sýnt stofn-
uninni þá velvild og skilning, að
veita henni þar ókeypis aðstöðu
til starfa.
Forstöðumaður Ráðlegging-
innar er séra Erlendur Sigmunds
son, biskupsritari, en við stöðina
starfa auk hans prófessor Pétur
Jakobsson og frú Steinunn Finn-
bogadóttir, ljósmóðir
Viðtalstími prests verður fram-
vegis á þriðjudögum og föstudög-
um, eftir klukkan 17, og viðtals-
tími læknisins á miðvikudögum
eftir kl. 17.
Ráðleggingarstöðin mun taka
til starfa í hinum nýju húsakynn-
! um í næstu viku. Gengið er inn
I í Mæðradeildina frá Barónsstíg. Á
viðtalstímum verður svarað í síma
22406.
j (Frétt frá Ráðleggingarstöð
Þjóðkirkjunnar)
Orgeltónleikar í
Kristskirkju
Haukur Guðlaugsson organisti
á Akranesi heldur tónleika
í Kristskirkju Landakoti á mið-
vikudagskvöldið klukkan 21.00. Á
efnisskránni verða verk eftir
Baeh og César Frank.
Á 3ja hundrað
mannssóttu fund
Framsóknar-
manna á Akureyri
EKH-Reykjavk, mánudag.
Framsó'knarfélögin á Akur-
eyri efndu til fupdar um efna
hagsráðstafanir stjórnarinn
ar og viðhorfin framundan s-1.
föstudag á Hótel KEA. Fund-
inn sóttu nokkuð á þriðja
hundruð manns, en í umræð-
um, sem urðu miklar, kom
fram hörð gagnrýni á ríkis-
stjórnina og aðgerðir hennar.
Þrír alþingismann Fram-
sóknarflo'kksins, þeir Ingvar
Gíslason, Gísli Guðmundsson
og Stefán Valgeirsson, höfðu
framsögu á fundinum að Hótel
KEA, sem hófst kl. 8.30. Al-
þingismennirnir gerðu grein
fyrir stjórnmálaviðhorfinu,
einkum með tilliti til efna-
hagsráðstafana ríkisstjórnar-
innar og ræddu tillögur þær,
er Framsóknarmenn hafa sett
fram, um lausn á þeim vanda
sem við hefur verið að glíma
undanfarið Að bví ioknu hóf-
ust almennar umræður og
tóku alls 12 fundarmesn fyr-
ir utan frummælendur. til
máls. Allir ræðumenn létu i
ljós ugg sinn um að framund-
an væru erfiðir tímar og hörð
gagnrýni kom fram á efna-
hagsráðstafanir stjórnarinn
ar. Fundurnn dróst á langinn
og lauk honum ekki fyrr en
klukkan var langt genginn 2
um nóttina. Var það almennt
mál manna. að fundur þessi
hefði ljóslega sýnt hug Fram-
sóknarmanna til aðgerða/
þeirra, er ríkisstjórnin hefur
gripið til að undanförnu-