Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 9
ÞRHMTUDAGUR 19. nóvember 1968. TÍMINN 9 ! v Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Stelngrímur Gislason. Ritstjómarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af. greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 ASrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán Innanlands. — í iausasölu kr. 8.00 eint. Prentsmiðjan Edda h. f. Hrunstjórnin hefur ekki traust þjóðarinnar í gær lögðu þeir Ólafur Jóhannesson og Lúðvík Jóseps- , 8011 ^ram a Alþingi tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. \ Mestir munu telja, að slÆk tillaga sé ekki fram komin að. - ófyrírsynju, og sjaldan hafi verið eðlilegra eða brýnna . tilefni til þess að fá úr því skorið, hvort meirihluti | Alþingis er enn reiðubúinn til þess að veita þessari ríkis- ‘ st-íórn fulltingi og stuðning til þess að halda áfram með j óbreytta stefnu, þrátt fyrir það skipbrot og hrun, sem af henni hefur stafað. Og um leið er eðlilegt, að ríkis- stjórnin verði knúin til þess að standa fyrir máli sínu ’ frammi fyrir þjóðinni í útvarpsumræðum. En þótt svo kunni að fara, að þinglið stjórnarflokk- 1 anna sé enn fast á klafa hrunstjórnarinnar og telji sig i hafa bak til þess að taka á sig þá ábyrgð að veita henni * stuðning, er hitt víst að stjórnin er nú rúin öllu trausti i meirihluta þjóðarinnar, og nær það vantraust langt inn , í raðir almennra liðsmanna stjórnarflokkanna, og óhætt ■ að fullyrða, til dæmis, að Jón Sigurðsson, formaður , Sjómannasambands íslands, sem mótmælti kjaraskerð- ingunni og hirti ríkisstjórnina öðrum ræðumönnum harðar á hinum fjölmenna útifundi á sunnudaginn, á nú meira fylgi við sína stefnu en allir ráðherrar Alþýðu- flokksins til samans meðal þeirra, sem verið hafa kjós- endur Alþýðuflokksins. Óánægjan í Sjálfstæðisflokknum er orðin svo mikil, að þaðan berast beinlínis hvatningar um að stjórnin segi af sér, ef hún treysti sér ekki til þess að ráða við þann vanda, sem að steðjar. , Þegar ríkisstjórnin sneri sér til minnihlutaflokkanna um athugun efnahagsvandans og bað um tillögur og stuðning við úrlausnir, varð það ekki skilið á annan veg en yfirlýsing um að hún treysti sér ekki til þess að ráða ein við vandann. þrátt fyrir þingmeirihluta. Framsóknarmenn lögðu fram þegar á þessu viðræðu- stigi ítarlegar ábendingar og hugmyndir að úrræðum, sem í senn fólu í sér þær aðgerðir, sem skjótt yrði til að grípa til þess að forða frá hruni, og einnig tillögur að gerbreyttri stefnu. Stjórnarflokkarnir voru ekki viðmæl- andi um neina stefnubreytingu, en buðu aðeins upp á viðræður um allra flokka stjórn með sína stefnu og sín úrræði, sem á daginn kom að voru aðeins fjórða gengis- lækkunin, hrikalegri en allar hinar fyrri á „viðreisnar“- ' tímanum, og síðan beint framhald sömu hninstefnunnar. ' Tal hrunstjórnarinnar um vilja til samstarfs um vand- ann var aldrei nema sýndarleikur. Það kom gleggst fram ! í því er stjórnin var ófáanleg til þess að segja af sér og , skapa þannig grundvöll til myndunar nýrrar stjórnar : á jafnræðisgrundvelli. Sá, sem býður skoðanaandstæð- ingi til viðræðu um samstarf, hlýtur að vera reiðubúinn að slá eitthvað af sinni stefnu og koma til móts við hann. Elf svo er ekki, er viðræðuboðið aðeins flærð og ósæmilegur loddaraleikur. En í viðtölum stjórnarand- stæðinga við ríkisstjórnina bólaði aldrei á slíkum vilja til stefnubreytingar. Hér var aðeins verið að leika skolla- leik á miklum alvörutímum, meðan hrunstjórnin var að búa sig í gengishrapið. íslenzka hrunstjórnin sem snúið hefur mestu upp- gripaárum þjóðarinnar í gjaldeyrishrun, fimmfaldað erlendar skuldir og lamað atvinnuvegina á tafarlaust að víkja, og það er ósæmandi af þióðbinginu að veita henni traust. Til þess hefur það áreiðanlega ekki umboð þjóðarinnar lengur. Ágúst Þorvaldssoii, alþm.: nýja siði við þjóðarbúsins Aðalatvinna fslendinga hef- ur frá því landið byggðist ver ið mataröflun bæði af sjó og landi. Eins Og kunnugt er, gerði þjóðin lítið meira um margar aldir en að fæða sjálfa sig af kostum landsins, og stundum varð sultur svo, að fólk féll úr ófeiti, eins og það var nefnt í annálum. Það var ekki fyrr en þil- skipaútgerð hófst á síðustu ára tugum 19. aldar og Englend- ingar fóru að kaupa héðan lif- andi sauði og hross, að Íslend- ingar fóru að afla gjaldeyris svo nokkru næmi og varð til þess, að efnahagur þjóðarinn- ar tók að blómgast, þó að hægt gengi í fyrstu. Síðan hefur tækniþróun í fiskveiðum og jarðrækt og kynbótum búfjár tekið risaskref og margfaldað framleiðsluna. Eru fslendingar nú mesta fiskveiðiþjóð í heimi, ef miðað er við fólksfjölda og framleiðsluafköst ísl. fiski' manna meiri en hjá nokkurri annarri þjóð, enda eru fiski- miðin nærliggjandi og góð. Sótt er einnig á fjarlæg mið þegar burfa þykir, og eru ís- lenzkir sjómenn kunnir að harðfylgi á höfum úti. Bændur hafa náð mjög mikl um afköstum við framleiðslu sína, sem er aðallega mjólk, kindakjöt og garðávextir, en nokkuð hafa næturfrost á miðju sumri dregið úr kart- öfluuppskeru öðru hvoru hin síðari ár, en tíðarfar hefur far- ið kólnandi eins og kunnugt er. Ný framleiðslugrein hefur náð fótfestu þar sem er ald- in- og blómarækt við jarð- varma í gróðurhúsum úr gleri. Er sá þáttur i atvinnulífi þjóð- arinnar tilkominn fyrir fáum áratugum og fer vaxandi. Dott- ið hefur sumum mönnum það í hug, að blómarækt við jarð- varma kunni að verða hér væn legur atvinnuvegur og fram- leiðslan að meginhiuta flutt með flugvélum á erlenda mark aði, þar sem hún muni geta keppt við sams konar fram- leiðslu, sem ræktuð er við varma, frá olíu- eða kolum sem orkugjafa. Hér eru ó- tæmandi hitaiindir í iðrum jarðar, sem nota má við rækt- un, bæði í gróðurhúsum og undir berum himni. Er af sér- fræðingum talið. að nota mætti heitt vatn frá gufurafstöðvum við ræktun og þannig láta sömu orkuna gegna tvíþættu hlutverki í senn, að framleiða raforku til að knýja vélar og gefa ljós, og svo þegar gufan hefur orðið að vatni, þá sé það notað til að veita yl og vökva jarðveg, þar sem ræktaðar eru fjölbreyttar matjurtir og fögur blóm. Sá er þetta ritar kom á sJ vori i gróðurhús í fjarlægu landi, sem þöktu marga hekt- ara og voru vljuð frá gífurlega miklum svartolíuofnum. Þarna unnu mörg hundruð karla og kvenna við sjálf unpskerustörf in og flokkun, pökkun og frá- gang afuróanna og flutning þeirra á markaðsstaði, sem að- Ágúst Þorvaldsson allega voru i öðrum löndum, en risastórar bifreiðar voru notaðar til flutninganna. Okkur íslendingunum. sem sáum þetta, varð hugsað heim og til allra hveranna hér og hinnar heilnæmu gróðurmold- ar, sem gnægð er af á íslandi. Sú spurning hefur síðan verið áleitin við mig, hvort við ís- lendingar, þótt fjarlægir séum hinum stóru mörkuðum fyrir slíkar vörur, eins og tómata og blóm getum samt ekki verið samkeppnisfærir þar sem við höfum óþrjótandi heitt vatn og gufu, sem nota má til slíkrar framleiðslu jafnvel eftir að snarpasti hitinn hefur verið nofaður til annars. Ég veit að ísl. verkfræðingar — t.d. Sveinn Einarsson og fleiri — hafa hugsað um þennan mögu- leika, en hér þarf auðvitað meira ti) en hina verkfræði- legu þekkingu. Hér þarf einnig til að koma sérþekking garð- yrkjumanna. dugnaður og skipulagshyggja á framkvæmda og viðskiptasviðinu. Þá þarf mikið fjármagn ti) að koma ef það sýndist vit t, að hefja fram kvæmdir af þessu tagi. Þurfa stjórnvöld að hafa sem víðast athuganir í gangi um eflingu atvinnulífsins þvi margra ráða þarf nú að leita bjóðinni til aukinnar farsældar. Miklar lík ur benda til þess að hér eftir sem hingað til verði það hlut- skipti íslendinga um ianga framtíð. að afla matvæla og vinna að því i auknum mæli. að koma þeim hendur neyt- enda í bví formi, sem beim á hverjum tírna geðjast bezt. Land okkar er órátt fyrir sína norðlægu legu allvel fallið til framleiðslu ýmissa matjurta og hefur það sýnt sig, að jarðhiti getur þar komið í stað sólar- orku suðlægari tanda Ég ltygg, að flestir íslend ingar geti verið sammála um, að hér verði að auka sem mest fjölbreytni framleiðslugrein- anna og reyna að búa sem mest að sínu á öllum sviðum. Þá reyni þjóðin einnig að ryðja framleiðslu sinni braut hjá neytendum í öðrum lönd- um- Ef þjóðin almennt varð- veitir og leggur rækt við lík- amlegt og andlegt heilbrigði með því að forðast glaum og svall þá á hún við hið hoUa loftslag, sem hér ríkir, að geta haft mikil vinnuafköst og stað- ið jafnfætis öðrum þjóðum um slikt, en nú er alls staðar i þróuðum þjóðfélögum lagt kapp á að skilað sé sem mest- um afköstum eftir hverja vinnu stund. Efnahagsstöfnunin hefur spáð því, að 34 þúsund manns bætist við á vinnumarkaðinn hér á landi á árunum 1965 tU 1985. Það fylgir þessari spá, að hinir gömlu og góðu atvinnu- vegir: landbúnaður og sjávar- útvegur þurfi ekki að fjölga fólki. Fiskimennirnir. sem nú eru tæpar 5 þúsundir eða að- eins 5,6% af þjóðinni verði ekki fleiri eftir 20 ár og þeir sem vinna við iandbúnað og nú eru um 12700 eða 15,8% af þjóðinni muni fækka hlutfalls- lega næstu 20 ár og ekki verða að þeim loknum nema 13%. Mun þeim því lítið fjölga að tölunni til nema fjölbreytni gæti aukizt í landbúnaðarfram- leiðslu og við yrðum sam- keppnisfærir á erlendum mörk- uðum. Sumir virðast hafa trú á því, að hér geti vaxið upp á næstu áratugum samkeppnis- hæfur útflutningsiðnaður sem að verulegu leyti væri byggður á erlendu hráefni og telja. að á þeim grundvellj verði að byggja upp atvinnu og góð lífs kjör fyrir þá tugi þúsunda fólks, sem á næstu áratugum bætast við tölu þeirra, sem þurfa að vinna með eigin höndum til að framfæra sig og sína. Hér þarf auðvitað, að efla iðnað, bæði stóriðnað og út frá honum ýmsar iðngreinar, sem geta veitt mörgu fólki at- vinnu, en spá mín er sú, að drýgst muni þjóðinnj reynast til farsældar. að leggja rækt við þær auðlindir, sem landið býður fram eins og gróður- moldina, vötnin, árnar, fiski- miðin, kraftinn í fossunum og hitaorkuna í jörðinni. Byggja upp og efla þá atvinnuvegi, sem geta gefið dýrmæt hrá- efni til iðnaðar og reyna við okkar heilnæmu náttúruskil- yrði, að framleiða ýmsar eftir- sóttar vörur er taki sams kon- ar erlendum fram um gæði á hóflegu verði. A slíkri braut verður þjóðin að sækja fram, en undirstaða slíkrar sóknar verður að vera skynsamleg fjár málastjórn og hófleg eyðsla valdhafa og begna. Framhald á 15. síðu. ÞRIÐJÚDAGSGREININ ‘ c -; .. . • , • - - ' f. f'l- I' f ) j ! í i i U

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.