Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. nóvember 1968. TIMINN n DENNI ^ L 1 N 1 N ' Hannfbal! það getur nú ekki DÆMALAUSI aWr“ 12 Lárétt: 1 Tungumál 5 Kona 7 Gróða 9 Sprænu 11 Komast 12 Guð 13 Þungbúin 15 Ört 16 Æð 18 Kastala. Krossgáta 171 Lóðrétt: 1 Kletts 2 Misk unn 3 Tveir eins 4 Skemmd 6 Álögu 8 Þvertré 10 Sturl að 14 Púki 15 Vonarbæn 17 Tímabil. Ráðning á gátu nr. 170. Lárétt: 1 Belgía 5 Lás 7 Uml 9 Afl 11 Gá 12 La 13 Grá 15 Lóa 16 Ati 18 Grenji. Lóðrétt: 1 Brugga 2 LLL 3 Gá 4 ísa 6 Glanni 8 Már 10 Fló 14 Áar 15 Lin 17 Te. inu í vor. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, flytur inn- gangsorð. 21.00 Hollywood og stjörnurnar. Glatt á hjalla. Kaflar úr gamanmyndum — síðari hluti. íslenzkur texti: Krist- mann Eiðsson. 21.25 Engum að treysta. Nýr framhaldsmyndaflokkur eftir Francis Durbridge, höfund Melissu. í flokknum eru þrjár sakamálasögur, og heitir sú fyrsta „Leitin að Harry“. Verður sýningum á henni lokið fyrir jól. Aðai- hlutverk: Jack Hedley. ísl. texti: Óskar Ingimarsson. 21.55 Óðal Bandaríkjaforseta Myndin fjallar um heima- haga Lyndons B. Johnson í Texas og sýnir hann gestum landareign sína og ættar sinnar. íslenzkur texti: Ottó Jónsson. 22.45 Dagskrárlok. nærveru hennar, þótt hann sneri baki að henni, og eftir nokkur orðaskipti við hina mennina, kom hann til hennar. Hann virtist gjör breyttur maður, eims og hann hefði lagt einvaldinn til hliðar, á samt einkennisfötunum, og væri bara ríkur maður á leið í óvænt, ánægjulegt helgarfrí. — Sbo, þér eruð þá loksins vöknuð, kallaði hann. ég vildj ekki láta vekja yður, því mest af öllu þörfnuðust þér hvíldar, og ég þarf ekki að spyrja hvernig þér hafið það. Þér lítið út sem önn- ur kona. Hún forðaðist að líta í augu hans, augnaráð hans gerði hana óstyrka. — Er nokkuð nýtt í fréttum? spurði hún. — Já, það er búið að lýsa yfir hernaðarástandi í borginni, og yfirmanni herjanna hefur verið skipað að hlýða boði Werners. Mikið hefur verið um haodtökur, og óðum fjölgar í Virkirm. U*d arlegt hve margar grunsamlegar persónur hafa komizt yfir landa- mærin eða verið settir á land á ströndinni. Ég þarf sannarlega að herða eftirlitið með þvi. Kaltava mun næstu daga, efcki vera heppilegur dvalarstaður fyrir út lendinga. Ég mun þurfa að fara fljótlega, en ég skal koma því þannig fyrir, að þér getið dvalið hér þangað til að fyllilega er orð- ið öruggt fyrir yður að snúa til baka. — Vitið þér nokkuð. hvað orð ið hefur um stúlkuna mína? spurði hún. — Hin æruverðuga María? Hún var sótt í virkið gær- kvöldi, og flutt í íbúð yðar á hót elinu, þar sem hún mun halda öllu í röð og reglu þar til þér komið aftur. Hún veit að þér haf ið það gott, og hafið verið flutt í burtu vegna eigins öryggis. Þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af henni sjálfri eða nokkrum öðrum. — Ég hef ekki áhyggjur af henni, sjálfri mér, eða nokkrum öðrum. Hún leit á hann, og að uodanskildum sáraumbúðunum | handlegg hans var ekkert við hann sem gaf til kynna. hvað hann hatfði orðið að gegnum ganga, síðustu tuttugu og fjóra tíma. — Hvert siglum við? spurði hún. — Að ákveðnum _ stað, rétt handan við bugðuna. Ég er viss | um að yður mun finnast til um staðinn. Hann er eftirsóttur af ferðamönnum. Þaðan er auðvelt að komast til bústaðar mins. sem í nokkurra kflóm. fjarlægð. Nú er búið að leggja veg upp fjalls- hlíðina, en áður var aðeins hægt að komast þangað eftir gilskorn ingi. mjög bröttum og illum yfir ferðar, sérstaklega á vetrum- Svo að nú erum við ekki einöngruð frá veröldinni lengur, eins og áður var. — Hvað meinar hann með „við“ hugsaði Lusia. — Ég skal biðja um einhverja næringu, handa yður, hélt hann áfram. — Það er of framorðið fyrir morgunmat. Ég sendi hann tvis- var til yðar og í bæði skiptin sváfuð þér ennþá svo ég áleit að svefn myndi gera betur en matur. Bíðið aðeins meðan ég bið um hressingu, síðan getum við far ið niður í setustofuna. Myndi hann kynna hana fyrir hinum gestunum? Það var engu líkara en að hann vildj einangra haa frá þeim. Hvers vegna? Hún gat ekki skilið það. Hana fór að gruna, a® þrátt fyrir- allar fullyrð- ingar hans, væri hún enn að nokkru leyti fangi. II. — Halló! Hvar eruð þér? Svar- ið mér, verið svo vænn. . . Lusia gerði tilraun til að horfa vinstra megin niður eftir hengi- fluginu. En hún gat ekki séð veg- inn, því þoka var komin á. í fyrst unni hafði hún verið yfir sig hrif in af útsýninu til beggja hliða . . . hin hrjóstrugu fjöll, sem virtust nú miklu hrikalegri, en séð frá snekkjunni, og vegurinn sem sneri sig í ótal krákustigum. upp bratta fjallsihlíðina. En svo höfðu trén horfið í þokuna, og síðan vegurinn. Það hafði verið heið- sikírt og sólskin, þegar hún og Kasimir, yfirgáfu snekkjuna, og þgð hafði ekki verið vottur af þobu meðan þau óku eftir vegin- um sem hafði verið lagður svo hann kæmist til bústaðar stns, og þyrfti ekki að fara eftir fjallagil- inu- Hann hafði stungið upp á skoð- unarferðinmi. meðan hún naut hressingarinnar sem hann bauð hei upp á, og sagt henni að hann mundi bara taka með sér einn mann, Leginbúa sem héti Sven, væri hann bæði þjónn og bflstjóri og leiðsögumaður s inn, þegar hann ætlaði upp í fjöllin, sem hann teldi sitt eiginlega heim ili. Hún hafði komið með athuga- semdir, er hún skfldi að enginn hinna gestanna færi með. — En því þá það? hafði hann spurt. — Þeir hafa allir séð Arnar- hreiðrið áður. og þeir komu með þessa ferð aðeins vegna þess að ég áleit ekki tryggt fyrir þá að vera of nálægt Kaltava þessa dag ana. Ég er fús á að fórna mínui eigin lífi, ef aðstæðui krefjast! þess, en beri ég ábyrgð á lífi ann arra geri ég mínar varúðarráðstaf anir. Þess vegna framkvæmdum við þessa nætursiglingu Skipstjór inn á að tara með snekkjuna ut- ar í fjörðinn, og ekki að koma til baka fyrr en hann fær boð frá mér. Á meðan ætla ég að halda í bústað minn og fullvissa mig um, að brytinn hafi búið sig und- ir allar mögulegar... — Þér meinið- . Þér haldið þá, að ólgan í höfuðborginni geti breytt úr sér, út um landið? spurði hún. — Það held ég ekki, eftir þær ráðstafanir sem ég hef gert. en kænn herforingi teflir aldei í tví- sýnu. j — Hvers vegna.viljið þér að ég; komi með? — Var það ekki ein af ástæð- ir því að þér tókuð tilboði Blums, j um að syngja í Legin, að þér vild uð fá að sjá landið? Já, nú fáið þér sannarlega óvænt tækifæri til þess. Því efcki að £á það mesta út úr því?. . . — Já. hvi ekki? Það hefði ver- ið mögulegt að ^erða eftir um borð í snekkjunni, jafnvel læst inn í lúkarnum. þvi að nún var viss um að hann hefði efcki vflj- að að hún hefði neitt samband við hina gestina. Hún var gripin einhvers konar léttlyndis kæru- leysi Hún hafði um árabil iinnið svo mikið. og aidrei gefið sér tíma tfl að lyfta sér upp. Hún hafði meira að segja aldrei tekið sér frí. Jæja, nú var ekki Bill Ferguson til að ráðskast með hana. Hún var hér f þessu töfr- andi landi, með einvaldinum sem hún hafði heyrt svo margt am, síðustu vikurnar, Hún var óþolin' móð eftir að komast í land, og þessi heimsókn til bústaðar hans. var einmitt það sem hún hefði helzt kosið, hefði hún verið spurð.1 Hvað gerði það til. bótt ekki yrðu fleiri með? Ef gerð yrði uppsteit treysti hún Kasimir og mönnum’ hans til að verja sig. Og ef hún færi með honum í Arnarhreiðrið væru áreiðanlega bernur þar, svo mannorð hennar, sem Bill Fergu son var svo annt um, yrði ekki' í neinni hættu. Hún hefði því gefið eftir, og, sagt Kasimir að hún hlakkaði mikið til ferðarinnar. , — En þér talið um að við ök-. um, hafði hún sagt. — Auðvitað. Það er lítill lend- ingarstaður. lengra út með firð- inum. Hann tilheyrir mér, og þar er bryggja, smá legupláss og bíl- skúr fyrir tvo bíla. Við tökum þann hraðskreiðari. og ættum að að ná til ArnaMireiðursins á hálf' 1 tíma. Þau gengu í land, eftir bryggj- unni. Það var engan að sjá, nema einn gamlan mann sem var að lagfæra fiskinet, en hinir mörgu fiskibátar báru vott um að hér væri venjulega mi-kið athafnalíf. Bflaskýlið var opnað, og Sven ók út minni bflnum. Það var sport- bfll, og Lusia var fegin því, að hafa bundið slæðu um hárið. Hún virti þetta fjöllótta ógnvekjandi landslag fyrir sér um leið og þau þutu áfram. Hún byrjaði að óska - ■■ ' •« ' ;■ HLJÓÐVARP Þriðjudagur 19. nóvember 7.0 Morgunútvarp 12.00 Hádegisútvarp 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum 15.00 Miðdegisútvarp Fréttir. Tilkynningar. Létt lög: 16.15 Veðurfregnir. Óperutónlist. 16.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 17.00 Fréttir. Endurtekið tónlistarefni: 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Á hættuslóðum í fsrael“ eftir Káre Holt Sigurður Gunnarsson les eigin þýðingu (7). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Tilkvnningar. 19.30 Dagiegt mál. Baldur Jónsson lektor flytur þáttinn. 19.35 Þáttur um atvinnumál Eggert Jónsson hagfræðing ur flytur. 20.00 Lög unga fólksins 20.50 Korn á ferli kvnslóðanna Gísli Kristjánsson ritstjóri flytur þriðja erindi sitt: Möl un. geymsla og flutningur. 21.10 Tónlist eftir tónskáld mán- aðarins. Hallgrím Helgason 21.30 Útvarpssagan: „Jarteikn“ eftir Veru Henriksen Guðjón Guðjónsson les eig in þýðingu (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfreunir Tþróttir Örn Eiðsson segii frá 22.30 Djassþáttur Ólafur Stephensen kynnir. 23.00 Á hljóðbergi 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.