Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 12
r 12 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 19. nóvember 1968. Fyrri landsleikurinn við Vestur-Þjóðverja: FETI FRÁ SIGRI Jafntefli virtist öruggt og og sigur mögulegur, en íslenzka liöiö hélt illa á spilunum á lokamínútunum og tapaði 21 : 22. Þnnglamalegur sóknarleikur og Iéleg vörn íslenzka liðsins. Samt er það staðreynd, að liðið var aðeins feti frá sigri gegn Vestur- Þjóðverjum í fyrri landsleiknum- En sá sigur hefði ekki verið sann gjarn, því að Þjóðverjarnir voru betri lengst af og höfðu 10 mín- útum fyrir leikslok tryggt sér fjögurra marka forskot, 20:16. En þetta forskot sitt misstu Þjóð- verjar mður á 5 mínútum. Og það er í eina skiptið í öllum leikn um, sem íslenzka liðið lék vel. Það var ekki sízt að þakka nýlið anum, Jóni Karlssyni, sem kom loksins inn á um þetta leyti og leysti leik liðsins úr fjötrum með léttleika sínum og hraða, sem smitaði aðra leikmenn. Staðan breyttist úr 16:20 í 21:21. Eftir leiðinlegan og lítt spennandi leik hafði íslenzka lið Fram og FH leíka annað kvöld: Örn með - en Ingólfur ekki? Svo getur farið, að íslandsmeist arar Fram í handknattleik verði að leika án fyrirliða síns, Ingólfs Óskarssonar, í leiknum á móti FH annað kvöld, en 1. deildar keppn in heiflst þá. Imigólfur meiddist í síðari leifcnum á móti Vestur-Þjóð verjum og varð að yfirgefa völl inn í síðari hálfleik. Tóku sig upp gömul meiðsli í fingri. Fari svo, að Ingólfiur taki þátt í leiknum, sem ólfklegt má telja, verður hann alla vega Utið inn á. FH-ingar hafa einnig átt við meiðsli aö stríða. Jón Gestur Viggósson er viðbeinsbrotinn og leikur ekki með, en hins vegar eru líkur á, að Örn Hallsteinsson geti leikið með annað kvöld. Örn meidd ist á landsliðsæfingu í síðustu viku og gat af þeim sökum ekki tekið þátt í landsleikjunum um helg ina. En þó að Örn leiki með annað kvöld, þá hefur hann ekki náð sér fyllilega enn þá. Annars verð ur að telja það nokkurt tillitsleysi af hálfu þeirra aðila, sem raða Framhald á bls. i4 ið allt í einu möguleika. En á síðustu mínútunum hélt liðið illa á spiiunum, missti af sigri, missti af jafntefli og tapaði með eins marks mun, 21:22. Eftir að hafa náð jafntefli, 21:21, hafði Geir Hallsteinsson mögu leika á að ná forystu fyrir fs- land, en skot hans geigaði. Og litlu síðar tókst Bern Munck að skora fyrir Vestur-Þýzkaland, 22: 21. Voru þá 2 mínútur " eftir. Og þessar tvær mínútur urðu mikil martröð fyrir 2300 áhorfendur, sem horfðu á ráðvillt landslið sitt bögglast með knöttinn fram og aftur, án þess að geta ógnað veru Iega. Ekki bætti úr skák, að hinir sænsku dómarar leiksins voru andsnúnir íslenzka liðinu. Tvisvar var knötturinn sendur á Auðunn Óskarsson á línunni og jafnoft var brotið á honum. f a. m. k. annað skiptið hefðu þeir getað dæmt vítakast, en þessir Bakkabræður fx-á Svíþjóð létu aukaköst nægja .Og þegar Ing- ólfur Óskarsson á síðustu sek- úndum leiksins brauzt jnn í horn inu vinstra meginn, var brotið á honum um leið og hann skaut, en þá var ekkert dæmt. Vissulega var þetta gremju- legt. en ekki þýðir að deila við dómarana- Eins og fyrr segir, átti íslenzka liði'ð ekki góiðan dag. Sóknarleikurinn var stirður og línuspil takmarkað. En verst af öllu var léleg vörn. Á því sviði Jón Karlsson í skotfæri. Hann kom of seint rnn á. Tímamynd Gunnar. brást allt liðið. Auðunn Oskars son gerði heiðarlega tilraun til að binda vörnina saman, en það mis tókst. Meira að segja Sigurbergur Sigsteinsson, sem yfirleitt sýnir jafngóða leiki, brást með öllu. Ing ólfur Óskarsson var einn skásti maður liðsins og kom á óvart með að skora 4 mörk. Geir skoraði einnig 4 mörk, en notaði mun fleiri tilraunir. Jón Hjaltalín skor aði 7 mörk, þar af 4 úr vítaköst- um. Einar Magnússon skoraði 2 mörk, Gunnlaugur, Ólafur H. Jónsson. Björgvin og Auðunn skor uðu 1 mark hver. Jón Karlsson kom allt of seint inn á, en hann fi-iskaði liðið mjög. Markverðirn ir, Þorsteinn og Hjalti, áttu ékki góðan dag, enda erfitt að verja, þegar slök vörn er fyrir framan. Annars átti Hjalti öllu skárri leik. Það voru einkum tveir leik- menn sem báru af hjá Vestur- Þjóðverjum, Herbert Lúbking og Max Múller, en þeir skoruðu 5 mörk hvor. Lúbking, leikreyndasti maður liðsins, er sérstaklega at- hyglisverður leikmaður fyrir það að auk þess að vera aðalmaður í sókn, er hann einn traustasti varnarleikmaðuriiin og leikur í stöðu miðvarðar. — alf. Um þessar mundir er að hefjast framleiðsla hérlendis á rafgeymum undir hinu heimsfræga vörumerki CHLORIDE. Hér er um að ræða samvinnu, sem tekizt hefur með rafgeymaverk- smiðjunni Pólar H/F og brezka risafyrirtækinu Chioride Electrical Storage Co. Ltd. Samband fslenzkra samvinnufélaga hefur haft milligöngu um þessa samvinnu, en þ~ð hefur um árabil haft á hendi aðaiumboð Chloride hérlendis. ChlortÖe Þessi samvinna hefur m. a. það í för með sér, að nú geta Pólar nýtt að viid a!!ar tækni- nýjungar Chloride, en á rannsóknarstofum þeirra vinna yfir 300 manns og auk þess opnast nú Ohloride notendum alþjóðleg þjónusta Chloride fyrirtækjanna Chloride rafgeymirinn framieiddur af Pólum H/F mun innifeia allar þær tækniiegu nýjungar, sem hafa gert Chloride heimsfrægt á þessu sviði. Jafnvel enn mikilvægari er þó sú staðreynd, að ýmsir hlutar framleiðslunnar, sem of dýrt er að framleiða hérlendis vegna takmarkaðs fjölda munu fást frá Chloride á mun lægra verði vegna fjöldaframleiðslu þeirra fyrir heimsmarkaðinn. Bein afleiðing þessarar samvinnu er veruleg verðlækkun, sem er mismunandi eftir gerðum. Rétt stærð rafgeymis verður fáanleg fyrir allar tegundir bíla, báta og dráttarvéla. Einnig hafa verið gerðar ráðstafanir tii framleiðslu á geymum til margvíslegra annarra nota. Pólar H/F munu framleiða 37 tegundir Chloride rafgeyma, sem panta má frá verksmiðjunni belnt eða Véladeild S.I.S. SMÁSALA: Umboðsmenn um land allt. HEILDSALA: Pólar H/F, Einholti 6, Reykjavík Pósthólf 809 Símar 18401 og 15230. Véladeild S.Í.S., Ármúla 3, Reykjavík — Pósthólf 180 — Sími 38900. RAFGEYMAR Framleiðsla: POLAR H.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.