Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 5
ÞEffiJBBAGIIE 19. nóvember 1968. TIMINN 5 GíslE BCristjánsson, Hafnarfirði: Tillitslaus gjald- heimta á háaldraða _ Hið íslenzka sumar er oft stutt. Éig þekM ekki sumur suðlægari landa. Hins íslenzka sumars vil ég njóta sem lengst. Hausti'ð hefur sett svip sinn á ásýnd ísl. náttúru með fegurra móti sunnanlands. Fagra morgna, fögur kvöld. Laufið fellur á vegi og gang- stáiga. Aldraðir menn vel búnir skjólklæðnaði (ísl. gæruskinns- úlpunni), iðnir og þolinmóðir, lík- lega þakklátir meðan þeir fá not- ið útirvistar og unnið fyrir daglegu brauði, safnaði því í skjóðu sína. Dagarnir hér syðra eru einnig fagrir vikum saman. Sumri er lok- iS í riki náttúrunnar. Vetur tekur völdin. Eins lýkur sumri manns- ævinnar. Við eigum öll sem lifum lengi, yfir höfði okkar ellina. Haust hennar og vetur. • Þegar nú dagar styttast og kvöld og nætur lengjast, þá hvarfl ar að mér áleitin hugsun varð- andi vandamál hinna aldur- hnignu. Það hrópar til vor allra. Hvernig verður við vandanum brugðizt. Gengisfelling og spari- fjáreyðing leysir ekki vandann. í 30 ár er búið að ræna þvi nær öllu, sparifé aldraðra. Þann 3. júní 1967 birti ég sann orða grein varðandi atlæti aldraðs fólks, meðal annars skattpíningu i þess garðs o.fl. Og eins er hér, um sama efni að ræða, verður endurtekning sannleikans því ó- hjákvæmileg, ef það mætti vekja athygli þeirra, sem falin eru vandamál þjóðarinnar og þá einnig vandamál hinna háöldr- uðu. Hafa það á valdi sínu að við það sé breytt mannsæmandi í stað þess að það sé beitt kúgun með blindri gjaldheimtu til hinztu stundar, þannig að karlar og kon ur á áttræðisaldri eru krafin um allt að 40—60 þúsund krónur í opinber gjöld, af að vísu sæmi- legum vinnutekjum, en eignalítið og eignalaust að kalla, og hvert ár ef til vill síðasta árið, sem það er fært um að vinna fyrir sér, en stendur meðan stætt er. Ef til vill eru hér vélar að i verki með gerfiheila, en án hjarta j og tilfinninga eða skilnings. Er j von að vel fari? Svo er óhemjuskapurinn mikill j í tilfellU'm, (sagði mér maður nokkur) að fyrr en varir hefur verið lagt á sjúka og lamaða, sem bíða dauða síns á elliheimilum og við bæri að lögð væru opinber gjöld á dauða og grafna, sem ekk , ert áttu í lifanda lífi. Lengra verð ur vart komizt. Hin lofsverða hugmynd og á- setningur að koma á fót almenn- um Hfeyrissjóði og dratthalast um hugi valdsmanna nú og áður, er að vísu fagnaðarefni og jafnar metin milli starfstétta í landinu, við hin ýmsu störf og ólíku. En meðgöngutími valdamanna til fullburða umbótamála, er oft ó- kunnur og óáreiðanlegur, ýmsu háður varðandi fóstrið, og ólíkt er kussa á bás sínum öruggari um skilvísi. Trúlega verður margt hið aldr- aða föik komið undir græna torfu áður en hins almenna lífeyris- sjóðs gætir verulega. vess vegna ber nú með skjótri bráðabirgða- löggjöf að undan skilja fólk sem nýtur ellilífeyris, öllum opinber- um gjöldum af vinnutekjum, þurftatekjum, t.d. 150 þúsund krónur, svo upphæð sé nefnd í þessu sambandi. Fólk, sem í lengstu lög berst við að sjá sér farborða, án þess að opinber hjáíp komi til, að öðru leyti. Lofið >?im að vinna sem geta og vilja- Torveldið þeim ekki sjálfsbjörg. Þjóðféíagið hefur mikil umsvif og margvísleg störf. Það þarf oft ast á hverri vinnufærri hönd að halda sinna sona og dætra og hef ur oft ekki hrokkið til. Fyrir nokkrum árum var aldr- að fólk, sem barðist við að vinna fyrir sér, svift ellilífeyri Við ákveðið ma/i’k vinnutekna. Ekki er það gert lengur. Oft eru gælur gerðar við hirðu- lausa borgara, sem leggjast upp á samtíðarmenn sína. Ekki ein kynslóð heldur verður þetta arf- gengur andskoti, og þessir limir, mér liggur við að segja nánast afbrotafólk, þenur kjaft við fram færslunefndir í bæ og byggð, sem oft verður ráðafátt en undanláts samar við það, enda úr vöndu að ráða, og vissulega verður að hjálpa þessum vesalingum með einhverju móti. Þessu bregð ég upp til þess að sýni mismun v ðmóts, við fólkið í landinu. ' Annars vegar fólk, sem er frekt og ófyrirleitið á ýmsum aldri I margt vel vinnufært ef nennti, heimtandi í ættliði fé af viðkom andi framfærslunefnd, til þess að lifa góðu lífi, og tekst þetta án verulegrar gagnrýni, jafnvel af mörgum vorkennt auðnuleysið. Ekki að ástæðulausu. Hins vegar aldurhnigið fólk, sem ekki má vamm sitt vita og hefur sýnt ástundun og iðjusemi við störf í hálfa öld og lengur, og ávallt greitt stóran hlut tekna sinna til hins opinbera, sem fylg- ist með því að grafarbakka í von um ölmusu. Stjórnarkostnaður hins fsl. lýð veldis á flestum sviðum, er svo skelfilegur að vart munu dæmi til á þessari jörð, og versnar sí- fellt. Það eru þó aðeins friðsam- leg félagsmál sem þjóðin enn þarf að standa straum af. Ef auk þess kæmi til kostnaður hers og flota sem aðrar þjóðir undantekningar lítið verða að kosta til stórumj hluta tekna, hefði ísl. almenning-j ur ekki í sig eða á, en fagra bún-j inga að vísu, aðmírála og hers-: höfðingja sér til augnayndis. Almenningur nánast neyddur til að taka upp eins konar para- dísartízku til að skýla nekt sinni, með kálblöðum, vegna vöntunar á fíkjublöðum, og éta næpur vegna skorts á öðru bragðbetra, eplum og fíkjum. Hafa menn hugleitt hversu mik ið aldrað fólk sparar byggðar- lagi sínu og ríkinu með því að sjá sér farborða sem lengst með vinnu eftir mætti, hjá þvi sem að leita athvarfs á elli- og hjúkrun- arheimilum, sem ekki er búið bet ur að en svo að ekki rúmast nema hluti aldraðs fólks þar. Árs meðlag er á elliheimili um 80— 150 þús. kr. Það má e.t.v. lengi kúga af öldruðu fólki 20—40 þús- kr. árlega í opinber gjöld alls- konar af þess þurftartekjum. Og ef íbúð er í eigu þess, þá að ganga að með lögtaki, en slíkt verður þá fljótt uppétið. Er ekki ástæða til þess fyrir aldurhnigið fólk að leggja árar í bát, sýna einskonar mótleik. Segja sig á byggð og ríki, úr þvi viðleitni þess til sjálfsbjargar er ekki svar að með öðru, víða í byggðum landsins, en skattpíningu á þm-ft artekjur naxunar. Hver verða þá úrræði valds- manna er stjórna hverju sinni? Eg er hér með, í þessari grein, ekki að vega að einum eða nein- um sérstökum mönnum eða flokk um. Það ríkir almennt, deyfð og kæruleysi um atlæti og öryggi ald urhniginna. Elliheimili eru yfirfull og' hundruð, ef ekki þúsundir á bið-- lista um vistbeiðni á landinu öllu. Skal það henda nú, að líkja eftir grimmd liðinna alda, þegar öldr- uðu fólki var hrundið fyrir ætt- ernisstapa, eða gekk það sjálft, þegar ævikjörin urðu svo þung- bær og allt viðnám brast og ell- in yfirbugaði alveg. Nei, svo bölv- að er það nú ekki, úrræðin eru önnur og betri nú en áður. Því er afsökun nútíma velferð arríkis ekki á neinum rökum reist hvað viðvíkur skattpíningu háaldr aðs fólks, hvað sem var á öldum áður, þegar því var hrundið fyrir ætternisstapa og börn borin út. Nú er ríkjandi tillitsleysið við hina öldruðu óafsakanleg grimmd og blind heimska. Skattpína gam almenni út á húsgang. Hitt er búhnykkur fyrir ríkis- kassann að búa betur að þeim, í stað þess í viðskiptum við það, að kasta krónunni að hirða eyrir- inn. Ég á við það, að kreista til hinztu stundar af því aurana fyrir þess daglega brauði, en fá í stað- inn framfærslu þess sem kostar 80—150 þús. kr. á elliheimili, þetta er auðreiknað dæmi. Það er mikilvægt í þessu vanda- máli að gera öldruðu fólki mögu- legt að hafast við í íbúð sinni, sem lengst. Það á að styðja þá sem ekki eru þegar fallnir fyrir elli og gjaldbeimtu hins opinbera,! sem ekki veit hvað það er að j gera, eða hefur gert með tilliti: til mannsæmandi atlætis í garð' aldurhniginna. Já allt frá því j land byggðist. Það verður nægilegt verkefnij að hlynna að þeim öllum, sem orðið hafa að gefast upp og hverfa frá heimili, sem féll og stóð með starfi þess meðan mátti, en urðu nú að leita aðstoðar eftir 50—60 j ára starfsævi við ýmis nytjastörf innan samfélagsins, án þess að eignast lífeyri, sem nokkru næmi. Fyrirbyggja þarf aðstreymi til elliheimila, sem ekki rúma vist- beiðendur, og gert verður m.a. með því að steinhætta að pína út úr öldruðu fólki, sem hefur naum- ar þurftartekjur, og kvíðandi bíð- ur komandi dags vegna blindni gjaldheimtu í mörgum liðum. Það er í mörgum tilfellum til- gangslaust að kæra til skattþjón- ustunnar, hún skellir við skolla- eyra. Vottorð heimilislækna og sér- fræðinga, er lýsa bágu heilsuá-j standi háaldraðs fólks, eru ekki j virt og það hefur lagt fram á- samt kæru, er því bykir ranglega á það lögð opinber gjöld, en vott- orðin sanna þverrandi þrótt og heilsu. Skattþjónustu er þó heimilt, ef ekki skylt að taka til greina á- stæður fólks, háaldraðs og heilsu- bilaðs, þótt reyni að vinna, meira af vilja en mætti í þeim tilgangi að njóta heimilis síns og frjáls- ræðis sem lengst. Þetta fólk er ekki að gera sér upp vanmátt, nema síður sé. Sjálf- stæði og frelsi er því dýrmætt. Ég leyfi mér að ásaka þá í skatt þjónustunni, sem sýna slíkt tillits leysi, þetta varðandi. Mér sýnist nánast brotin lög á fólki. Enn hefur opinberum gjöldum verið ausið út yfir þjóðina þetta árið og hefur aldraða fólkið ekki farið varhluta af þeim. Karlar og konur á áttræðis- og níræðisaldri með vinnulaun meiri eða minni, þó í flestum til- fellum aðeins þurftarlaun, og fólk þetta er undantekningarlítjð spar samt og mjög reglusamt. Á þessu fólki er níðzt. Öldruðu fólki má líkja (lífs- kjörum þess og öryggi meðan þessi verknaður er viðhafður) við fuglinn í vökinni sem þrengist, unz yfir lýkur. Ómennskan er hvergi meiri í garð aldurhniginna, sem renna sitt síðasta skeið í lífsbaráttunni fyrir þurftartekjum og því, að mega sem lengst njóta frelsis i eigin íbúð, en í okkar kæru höfuðborg. Ég segi kæru, vegna þess, að það er undarlegur íslendingur sem ekki ann ásamt landi og þjóð höfuðborginni Reykjavík og vill heilbrigðan veg hennar og vel- gengni. Hún er ung sem borg og þar eins og alls staðar á íslandi eru verkefnin ótæmandi. Hér með er ekki felldur neinn dómur á rétt og gildi dreifbýlis. í árhundruð hefur þróun verið auðveldari í öðrum löndum og þjóðir þeirra landa haft lengri tíma til uppbyggingar (sem þá blygðunarlausar styrjaldir tor- velda). íslendingar eru loks fyrir fáurn áratugum færir um að hefja upp- byggingu á óteljandi sviðum sem er aðkallandi og því starfi verður ekki lokið að sinni, þrátt fyrir það, að vel er að gert. Það er engin ástæða tdl að víla og vola. Heldur ekki, þótt syrti í álinn um stund. Ekkert er óttalegt, nema innbyrðis stríð og erjur. Við megum bara ekki gleyma því að það er vansæmd að kúga aldurhnigið fólk með blindri kröfu á hendur þvl um opinber gjöld sem veikja grundvöll heimila þess. Dvalarstað, sem hverjum er hjartfólginn, sé allt með feldu. Starfsdagur umrædds fólks er orðinn langur og samfélagið heí- ur ekki tryggt því eftirlaun, aðeins nauman ellilífejTÍ. Þess vegna á það heimtingu á að lifa í friði fyrir ágengni gjaldheimtunn- ar, sem allar þjóðir eru kúgaðar af þó enginn eins og aldurhnig- ið fólk á íslandi. Ég vil að lokum geta þess að ég er ekki eingöngu að skrifa fyrir sjálfs míns hag þótt málið sé mér skylt og ég sé af árgangi 1893. Ég er allhress og vinn fyrir mér ef til vill um sinn. En ég hef alla tíð átt bágt með að vera áhorfandi ódrengilegrar viðureignar þar sem níðzt er á þeim, sem minna má sín og hef tilhneigingu til þess að skakka þann leik ef mætti. Aldurhnigið fólk á fslandi er kúgað andlega og líkamlega með tilliti til opinberra gjalda og það er hið ráðandi vald í landinu hverju sinni, sem þetta lætur sér sæma. Þetta ákæri ég. Snertið ekki þurftartekjur ald- urhniginna. Ágirnist ekki hús þeirra og heimili, eftir að þeir hafa unnið og stritað í hálfa öld og lengur. Landsmönnum var birt góð frétt um 9. júní 1967, rétt fyrir kosningarnar. Háttvirtur félagsmálaráðherra birti að hann hefði skipað nefnd til þess að kenna aðbúð og kjör Framhald á bls. 14 Á VfÐAVANGI „Endurtekið efni". Morgunblaðið lætur einn blaðamann sinn sitja niðrj á Alþingi og skrifa bréf til lands fólksins en annast sjálft póst- þjónustuna. í ,,bréfi um Al- þingi“ s. I. sunnudag hefst pist illinn á þessa leið: „Þeir, sem fylgdust með at- Durðum s. 1. mánudags gátu ekki varizt þeim hugsun, að þeir væru að horfa á endurtek ið efni. Blaðamannafundur í Seðlabankanum, Jóhannes Nor dal tilkynnir gengisbreytinguna með Davíð Ólafsson sér til vinstri handar og Bjöm Tryggva son til hægri handar. Skömmu seinna: ræða forsætisráðherra í þinginu, frumvarp stjórnarinn ar um tæknilegar ráðstafanir vegna gengislækkunarimjar, ræður leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, allt var þetta nákvæm lega sama og gerðist fyrir einu ári.“ Þetta er rétt lýsing. Ekki væri um að sakast, ef efnið væri nógu gott, því að sjaldan er góð vísa of oft kveðin. En „viðreisnar“-vísan er ekki nógu góð til þess að endurtaka hana hvað eftir annað. Þjóðin heldur ekki lengi sjálfstæði sínu, ef þetta „endurtekna efni“ verð ur á dagskrá á hverju ári. Hins vegar er ríkisstjómin ófáanleg til þess að breyta efnisvalinu, taka upp nýja stefnu. f hvert sinn sem „útsendingu” — geng isfalli — er lokið, byrjar hún að undirbúa næstu útsendingu á þessu endurtekna efni, Slíkur undirbúningur er nú hafinn í fimmta sinn á þessum áratug. Von að maðurinn efist. Þegar bréfritari Mbl. á Al- þingi, Styrmir Gunnarsson, hef ur lýst þessum sífellda flutn- ingi endurtekins efnis, er bjart sýnin ekki orðin sérlega mikil, og hugleiðingar hans um lær- dóm af ,,viðreisninni“ verður á þessa leið: „Atburðir síðustu tveggja ára vekja upp tvær spurningar. Önnur er sú, hvort ísland sé nægilega stór efnahagslew ein- ing til þess að vera f járhagslega sjálfstætt. Hin hvort við kunn- um að stjórna efnahagsmálum okkar.“ Síðan bendir liann á, að efna hagskrísur hafi verið tíðar síð- ustu 25 árin, og eftir reynslunni af ,,viðreisninni“ vakna efa- semdir meira að segja hjá lielztu postulum Sjálfstæðis- flokksins, að landið geti hald ið sjálfstæði sínu og þjóðin sé ófær um að stjórna efnahags- málum sínum. Þetta er hárrétt ályktun af „viðreisnar“-stefnunni. Sjálf- stæði’ iandsins, hvorki efna- legt né pólitískt mundi stand ast annan áratug „viðreisnar stjórnar". Það er líka vafalaust rétt, að ísland er ekki „nægi- lega stór efnahagsleg eining til þess að vera fjárhagslega sjálfstætt“ ef stjórnað er eft- ir lögmálum jðnþróaðra risa þjóða. Hið eina, sem gildir, er að muna, hvar menn eiga heima og láta ætíð reynslu og þekkingu á eigin landi og þjóð arhögum ráða, þegar þær grein ir á við erlend efnahagsvísindi. Komist menn að þeirri nið urstöðu eftir tíu ára ,,viðreisn arstjórn“ með fjórum gengis- lækkunum, að vafasamt sé að við höldum sjálfstæði með því háttalagi, þá er það aðeins dóm Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.