Tíminn - 19.12.1968, Blaðsíða 4
16
TIMINN
FIMMTUDAGUR 19. desember 1968.
1 ÚTBOÐ
TilboS óskast í gatnagerð og lagnir í Fellunum,
H hluta (Breiðholt HI).
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn
3.000.00 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 80. jan. n. k. kl. 11.00 f. h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18 800
AUGLÝSIÐ í TÍMANUM
Loftpressur — gröfur
Tökum að okkur múrbrot og sprengmgar og
eínnig gröfur tii leigu.
Vélaleiga Simonar Símonarsonar,
simi 33544.
BÆKUR 0G BÓKMENNTIR
ff
ÁSKÖNSUNUM”
Páll Ilallbjörnsson.
„Á skönsunum“.
Ægisútgáfan 1968.
Það skeði í fyrra um þetta
leyti, að út komu tvær nýjar
skáldsögur eftir eldri athafna-
menn, sem hættir voru störfum,
enda báðir komnir á áttræðisald-
ur. Ekki höfðu þeir fengizt við
slíkt áður, enda öðrum hnöppum
haft að hneppa. Menn þessir voru
Gísli Jónsson fyrrverandi alþing
ismaður er gaf út skáldsögu:
„Misgjörðir feðranna“ og nú er
nýútkomið framhald af þeirri
bók.
Hinn maðurinn er Páll Hall-
björnsson frá Suðureyri í Súganda
firði, er hefur verið mikill at-
hafnamaður hér í borg um ára-
tugaskeið, stundað kaupskap og
iðnrekstur, en nú dregið sig í
hlé frá þeirri umsýslu og lát'ð
í hendur barna sinna.
Hann hefur þó ekki setzt í
helgan stein, frekar en Gísli
Jónsson. í fyrra fyrir jólin kom
eftir hann skáldsagan: „Ást í álf-
um tveim“ og nú á dögunum önn
ur er ber heitið: „Á skönsunum.“
Ég keypti og las þessa sögu
Páls, vegna þess að hann var
mér nokkuð kunnugur, enda Vest
firðingur, eins og ég. Mér var
mikil forvitni á að sjá hvernig
gömlum sjóara og kaupmanni gengi
glíman við Pegasus. Eg vissi raun
ar að maðurinn kunni vel að segja
frá, þar sem hann hafði nýlega
flutt tvö erindi í útvarpið, sem
mér þótti vel stíluð og flutt.
Mér fannst bókin skemmtileg
og vel skrifuð, þó að efnið væri
rómantfskt og reyfarakenrit, en
það er nú nauðsynlegt með öðru
góðu, og kjörið til að dreifa hug
anum, frá hörmungum og áhyggj-
um brauðstrits, eins nú til dags.
Bókin var ennfremur laus við
þann Ijótleik og sora, sem víða
er í bókum að fiana á síðar;
tímum.
Síðari bókin „Á skönsunum" er
hinni fremri að mörgu. Þar er
lýst á raunsæjan og glöggan hátr
lífinu í vestfirzka sjávarþorpi sem
er í vexti og mótun í byrjun
þessarar aldar. Persónurnar svo
vel dregnar og skýrar, frásögnin
öfgalaus og skýr, stíllinn kjarn-
gott vestfirzkt mál.
Þarna er lýst högum fátækra
og þeirra sem betur eru megandi,
verkalýðsbaráttunni í byrjun,
glímunni við Ægi til að draga
björg í bú, sigrum í þeirri viður
eign og ósigrum. sem enduðu með
dauða.
Ég held að sem flestir hafi
bæði gaman og gagn af að iesa
bækur þessara gömlu atihafna-
manna, engu síður en verk þeirra
sem telja sig kjörna til að skrifa
og hafa gert það að lífsstarfi sínu
eingöngu.
P.t. Reykjavík 3.12. 1968.
Jóhannes Daviðsson,
Hjarðardal.
ÍOOO
HLUTABREF
A.L.Ú.T.
SJ’AVARBRAUT 2. SIM1-14 540
lOOO ' *
,
<s -V'-
I ORLOFI
í orlofi — stuttar smásögur —
heitir ný bók eftir Bjartmar Guð-
mundsson, alþm frá Sandi. Mað-
ur hefði getað vænzt þess, að
bók eftir þennan snjalla höfund
hefði fyrr komið út. Fyrir 30
til 40 árum birtust í ýmsum tíma
ritum nokkrar smásögur eftir
höfundinn. sem þóttu svo snjall
ar, að tvær beirra fengu verð-
laun, ef ég man rétt. Eftir þetta
áttu aðdáendur hans þess von, að
brátt kæmu út bók eftir hann.
En þetta hefur dregizt í áratugi,
hvað sem valdið hefur. En senni
lega er það meðfæddri hlédrægni
höf. um að kenna. En nú loks
þegar höfundurinn er orðinn 68
ára, kemur fyrsta bók hans út
með 10 smásögum og hafa flestar
þeirra ekki komið út áður. Þetta
bendir til þess, að hann muni eiga
JÓLASKEIÐAR
TVÆR STÆRÐIR
SILFURPLETT
★
GULLPLETT
★
EKTA SILFUR
*
HAGSTÆTT
VERÐ
★
PÓSTSENDUM
Guðmundur Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12 — Simi 14007
talsvert safn af laglegum smásög
um f skrifborðsskúffu sinni. Ég
tel sennilegt, að hann hafi verið
að grípa í það ; tómstundum sín-
um að skrifa smásögur undanfar-
in 40 ár, því að alltaf eru menn
sprettharðastir a meðan þeir eru
á þriðja og fiórða áratugnum,
þegar ritsnilldin er fyrir hendi.
Höf. er stílhagur í bezta lagi og
skrifar ágætt mál. En athyglisverð
ast er það hvað hann nær vel
tungutaki fólks af ýmsum ólík-
um stéttum. I einu orði sagt:
Þetta eru góðar sögur.------------
Ekki verður svo auðveldlega gert
upp á milli sagnanna. En ein
lreirra vakti mesta athygli mína.
Á ég hér við söguna Stefnimót.
Ástæðan er sú, að fyrir rúmum
30 árum heyrðj ég um atburð
sem gerðist uPP í Borgarfjarðar
héraði, sem mér þótti svo at-
hyglisverður og broslegur, að
ég settist við ritvélina og skrifaði
smásögu, sem byggð var á þess
um kynlega atburði. Alls hefi ég
skrifað kringum 100 smásögur og
eru margar þeirra óprentaðar, þar
á meðal þessi saga sem betur fer
mætti segja. En nú ber svo við,
að ein saga Bjartmars er svo
nauðalík þessari sögu minni,
nema hvað hún er vitanlega bet-
ur skrifuð. Hefi ég verið að velta
því fyrir mér, hvort við höfum
báðir notað sama atburðinn sem
uppistöðu i sögur okkar, því
alltaf eru það beztu sögurnar sem
styðjast við sanna atburði að
meiru eða minna leyti.
Eitt er það sem mér líkar
ekki við bókina, og er það nafnið
á henni. Hún ber nefnilega sama
nafn og ein sagan, en það kann
ég aldrei við. Þetta gera að vísu
margir aðrir smásagnahöfundar
en það er ekkert til fyrirmyndar.
Þetta gjörir t. d Friðjón Stefáns
son, sem hefur skrifað margar
laglegar smásögur Og þetta gjör
ir líka snillingurinn Einar Krist
jánsson, frá Hermundarfelli. Og
þá má ekki sleppa vini mínum,
Gúðm. Jónssyni garðyrkjumanni á
Blönduósi, sem skrifar bráð-
skemmtilegar smásögur, þótt
hann þverbrjóti allar reglur um
byggingu smásagna
Benjamín Sigvaldason.