Tíminn - 19.12.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.12.1968, Blaðsíða 5
FTMMTUÐAGUR 19. desember 1968. TÍ MIN N 17 Bók um fegurð ísSenzkr- ar náttúru og sumargleði Elliðaárnar — Paradís Reykja- víkur. Guðmundur Danielsson. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð- jónssonar. Reykjavík 1968 Elliðaárnar iiafa frá upphafi byggðar landsins verið álhrifaríkar í lífi og starfi íbúa Seltjarnarness. Saga þeirra er samofin lífi fólksins á nesinu. Fegurð þeirra í mætti árinnar — eins og hún verður mest í sæld sveitar, er á ríkan mátt til áhrifa á glöðum degi. Árnar eru kenndar við skip Ketil bjarnar gamla landsámsmanns á Mosfelli í Grímsnesi, en hann lenti kominn af hafi í ósum þeirrat Tvö eru einkenni þeirra, þær eru tvær við ósa og við upptök. Við ósa bera þær eitt nafn — í fleirtölu — Elliðaár. En við upp- tök eru þær einnig tvær, og bera nöfnin, Bugða og Dimma, þar sem þær renna úr Elliðavatni, en meiri hluta leiðar sinnar til ósa, eru þær í einum farvegi. Elliðaárnar eru með fiskisæl- ustu ám landsins. Löngum voru þær nytjaðar af konungs- og kirkjuvaldi, en eftir fall beggja, urðu þær lengi nytjaðar helzt af átlendingum, annaðhvort búsett- um hÓr eða af framandi slóðum. En á líðandi öld urðu það ís- lendingar sjálfir, er hófu að stunda veiðar í ánum- sér til ánægju og yndisauka. Paradís Reykjavíkur varð þeim opin — heillandi í fegurð sinni og lysti- semdum. — í bókinni er brugðið upp svipmyndum af lífi og veið- um veiðimanna í Elliðaánum. Bezt ir eru kaflarnir um veiðina i ánum. Þar er fyrst og fremst áð nefna viðtalið við Guðmund Breið fjörð og dóttur Þórarins á Meln- Guðmundur Daníelsson um. Báðir þessir kaflar eru fjör lega skrifaðir, skemmtilegir og lýsa vel áhrifum ánná — á veiði mennina. Guðmundur Daníelsson lætur i þessari bók aðra rithöfunda tjá efni úr sögu ánna. Gerir þetta bók ina fjölbreyttari og víðari sjón deildarhringur fæst til sjónar. Veiðin í ánum ollí oft deijum og varð af því mikil saga. Hinn aldni sagnaþulur Reykvíkinga, Árni Óla, segir þá sögu af kunnáttu og 'þekkingu. Sama er að segja um virkjun ánna til nota fyrir hinn unga höfuðstað landsins í upphafi tæknialdar. Þar eru kunnáttumenn látnir segja söguna. Sama er að segja um fyrsta þátt bókarinnar. ]w sem sagt er frá jarðfræði Ell- iðaársvæðisins. Eins og vera ber um bók, er segir sögu laxveiðiár, verður mik ill hluti efnisins um veiðar. Höf undi tekst vel aö rekja þessa sögu — og greinir frá fyrstu sögn um um veiði í ánurti —og síðast og ekki sízt - nútímaveiði á stöng með fullkomnum tækjum sportaldar. Ef til vill eru Elliða- árnar með fyrstu, — ef ekki fyrstu sportveiðiiár landsins. Þess vegna var vel til fallið, að hefja út- gáfu sögu laxveiðiáa landsins með sögu þeirra. Ég vonast til, að þessi bók fái svo góöar viðtökur, að fram verði haldið útgáfu bóka um íslenzkar veiðiár. Ég efast ekki um, að íslenzk alþýða til sjáv ar og 'sveita kunni að meta og njóta þessarar fögru bókar. Að lokum vil ég taka fram, að bókin, Elliðaárnar, er sérstaklega fallega og vel gefin út. Hún er prýdd mörgum fögrum myndum, sumar þeirra eru litmyndir. Band og prentun er einnig til sóma. Jón Gíslason. Skipulags & rfedlegginga þjbnusta HURÐIR INNRETTINGAR FATASKAPAR RAFTÆKI Suöurlandsbr.6 S.-Ö4585 Til jólagjafa Simi - 11687 21240 Laugavegi 170-172 Jfekla Skál, þeytari, hnoðari, hrærari, sleikjari, og myndskreytt uppskrifta- og leiðbeiningabók. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Kenwood Chef er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél. Engin önnur hrærivél býður upp á jafnmikið úrval hjálpartækja sem létta störf húsmóðurinnar. Kenwood Chef. er þægileg og auðveld í notkun og prýði hvers eldhúss. O' ^ < , BEZTA JÓLAGJÖFIN 16 lög sungin af Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Á plötunni eru m.a. mörg þekkt og vinsæl jólalög, sem nú heyrast í fyrsta skipti með íslenzkum textum Einnig er á plötunni fjöldi fallegra, sígildra söng- laga eftir Schubert, Brahms o.fl. Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fágaðan söngj Okkur er ánægja að geta boðið upp á svo vandaða og fallega hljómplötu. HL J ÓMPLÖTUÚTGÁFAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.