Tíminn - 19.12.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.12.1968, Blaðsíða 6
18 TIMINN FIMMTIÍDAGUR 19. desember 1968. rn f • v -J, •• ';.’v -K v;v;-; í;;, ANDRES KRISTJÁNSSON SKRIFAR UM ildur ofar skýjum Plerre Clotermann: ELDUR OFAR SKÝJUM BÓkaútgáfan Hildur. Þetta eru hetjusögur úr síð ustu heimsstyrjöld og gerast að- allega á orrustusvæðunum á Kyrra hafi og Miðjarðarhafi, en þó einnig sumar á meginlandi Evr- ópu. Aðallega er þó greint frá afrekum flugmanna. Höfundurinn er flugmaður franskur, sem á síð- ari árum hefur ritað allmargar frá sagnir úr heimsstyrjöldinni. Efni þessara frásagna er dregið að úr ýmsum stað, svo sem úr loftorr- ustunni um Möltu, björgunarleið- angri til Varsjár. Allar eiga þessar frásagnir að byggjast á raunverulegum atburð um en vel mun fært í stílinn eins og vant er um slíkar sögur. Þetta er þó fremur stutt bók. Frásögn in er mjög hröð og spennandi og fellur vafalaust vel í géð þeim, sem gaman hafa að lesa viðburða- ríkar stríðssögur. Þýðanda er því miður ekki getið, en það gerist nú fátítt, að útgefendur skjóti sér undan þeirri skyldu. Þýðingin virð ist ekki heldur nægilega vönduð og ber méð sér merki flýtis og jafnvel hirðuleysis. FÆREYJAR KEFLA VÍK ■ SUDURNES LEIKFÖNG í HUNDRAÐATALI Á JÓLABASAR OKKAR AÐ HAFNARGÖTU 62 Bílabrautir - Sturtubílar ; Steypubílar - Kranabílar Brunabílar - Strætisvagnar Fjarstýrðir bílar - Husky bílar Dráttarvélar - Gröfur Lufthansa flugvélar og þotur Dúkkur: Barbý - Skooter - Richy - Midge Þvottavélar - Ryksugur Hárþurrkur - Hrærivélar - Bollastell Jólskraut í miklu úrvali Jólatré - Kirkjur - Jólaseríur Útiseríur - Jólapappír o. m. fl. GJÖRIÐ JÓLAINNKAUPIN í KA UPFÉLA C!NU KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Gils Guðmundsson: FÆREYJAR. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Fimmta bindi í ritsafni Menn- ingarsjóðs, Lönd og lýðir, er kom- ið út og fjallar um Færeyjar. Gils Guðmundsson, alþingismað- ur, hefur ritað bókina, sem er öllu stærri en fyriri bækur í þess- um flokki, þótt um meiri og mannfleiri þjóðir bafi verið. Fer vel á því. Fyrsti kafli bókarinn- ar er um legu og landslag í Fær- eyjum, og er hann raunar nokk- uð stuttur, bólugrafinn af tölum en furðulega fátaékur af góðum náttúrulýsingum og olli mér von- brigðum. Hins vegar bæta Ijós- myndirnar, sem kaflanum fylgja, nokkuð úr. Næssti kafli heitir Saga, og kveður þegar við annan tón, eins og þar fjalli höfundur um meira hugðarefni, og hann bætir enn um þegar hann , fer að rita um þjóðlífið og þjóðsiði, menningu og bókmenntir Færeyinga. Þeir kaflar eru afburða góðir og skemmtilegir. Stjórnunar-kaflinn er heldur þurrpurkulegur, en er bættur upp með hýrlegum kafla, sem á eftir fer, um samskipti íslendinga og Grænlendinga. Síðast er svo einstökum eyjum lýst hverri um sig nokkuð ýtar- lega og er það enn bragarbót á upphafskaflanum. Svo er að sjá, að bókin sé raunar félagsverk nokkurra manna, þvi að Gils Guðmundsson segir í eftirmála: „Ýmsir hafa stutt að samningu þessarar bókar. Sérstakar þakkir ber að gjalda Hanusi við Högda- dalsá, landsþingmanni í Þórshöfn, sem greitt hefur götu mína á margvíslegan hátt, Eýþór Einars- son, grasafræðingur lét mér í té ÚTIL JÓSASAMST ÆÐUR á svalir og tré Samþykktar af Rafmagneftirliti ríkisins R A RAFIÐJAN HF. _VJ VESTURGÖTU11 ^ SlMI 19294 Gufuöiv Stvrkárssok HASTARéTTARLÖGMADUK AUSTUR5TR/ETI 6 SfMI I»354 RÝMINtaARSALA 10—30% afsláttur frá gamla verðinu. — Opið öll kvöld til kl. 10. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVlKUR, Brautarholti 2 . Gils Guðmundsson efnið í kaflann um gróður, • og Svavar Sigmimdsson oand. mag. samdi fcaflann um færeyska tungu. Ritgerðina um færeyska bændasamfélagið eftir Heðin Brú þýddi Jón Helgason ritstjóri að beiðni minni. Hannes Pétursson skáld og Belgi Sæmundsson rit- stjóri lásu með mér handrit og prófarkir." Þrátt fyrir alúðlegra viðhorf mitt til Pæreyinga en annarra þjóða, utan fslendinga, get ég sakir vanþekkingar á engan hátt dæmt nm, bversu trúverðug og sannferðug þessi nýja Færeyinga saga erf en ég hef leyft mér að leggja trúnað á ýmislegt, sem ég las þar og vissi ekki áður. Mér reyndist bókin býsna mikil fróð- leiksnáma og hygg, að ég muni grípa oft til hennar, er mig fýsir að fræðast um Færeyjar, sem oft ber við, og verði feginn að hafa hana hendi nær. Svo hygg ég að verði um fleiri, og hefði slík bók fyrr mátt sjá dagsins Ijós á íslenzku. Þessi nýja Fær- eyjarsaga mœtti gjarnan vera tíl á sem flestum íslenzkum heim- ilum, og ekki er það löstur, að hún skuli vera á svo fagurfelldu máli, sem Gils Guðmundsson rit- ar. Færeyingar feru vafalaust nán- astir frændur fslendinga og al- bræður þeiirra í lifsbaslinu. Fær- eyingar hafa löngum verið tiðari gestir okkar en við þeirra. Þeir vita vafalaust meira um okkar hagi en við um þeirra. Þessar tvær þjóðir rita svo sviplíkt mál, að hvor getur lesið annarrar tungu sér til skilnings lærdóms- laust að kalla. En svo breiður er. fjörður milli frænda, að segja má, að þeir þekki eklri hvorir annarra bækur. Er slíkt grátlogt lánleysi, að þeir skuli ekki skiptast á bókum sínum. Hér má það kalla álíka nýlundu og hvítan hrafn, ef færeysk bók á færeysku sést í íslenzkri bóka- búð. Vafalítið er það álíka upp- götvun að finna fslenzka bók í færeyskri búð. Hvernig stendur á þessum ósköpum? Nú fyndist mér við hæfi, 18 við ættum frumkvæði að því að binda endi á þessa fáleika. Væri það gott og þarft verik Bókaút- gáfu Menningarsjéðs, — en þar er höfundur þessarar nýju Fær- eyingasögu framkvæmdastjéri, — að ríða á vaðið, gangast fyrir því, að færeyskar bækur komi hér á bókamairkað, og senda islenzkar bæ&ur, sem sómi væri að, til Færeyja. Sem nýlegast dæmi um djúpið, sem ætíð virðist staðfest milli Færeyinga og fslendinga má nefna, að kosningar fóru fram í Færeyjum fyrir nokkrum dögum, eða vikum, en ég hef ekki séð 1 neinu íslenzku blaði fréttir af þeim. AK i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.