Tíminn - 19.12.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.12.1968, Blaðsíða 3
JE»IMMtVDA<JUR 19. desember 1968. TIMINN 15 NYKOMNAR BARNABÆKUR j Indriði Úlfsson: ; Leyniskjalið Skjaldborg, Akureyri. Þetta mun vera fyrsta barna- bók höfundar, sem er ungur skóla stjóri á Akureyri. Hann kallar þetta sögu um tápmikla drengi. Sögusviðið er íslenzkt þorp. en ævintýrin gerast í vegavinnu, þar sem söguhetjan dvelst hjá afa I, sínum, vegaverkstjóra. Þar er eng in þurrð á ævintýrum, og dreng- urinn er töluvert lífsreyndari eft- ir sumarið. Hann hefur kynnzt nýjum mönnum, sem aukið hafa Guðjón Sveinsson: Ógnir Eimdals Bókaforlag Odds Björnssonar. f fyrra kom út fyrsta drengja- bók þessa höfundar og hét Njósn- ir á næturþeli, stóratburðasaga, sem hlaut vinsældir, enda spenn- andi í bezta lagi. Nú kemur fram- hald — eða öllu heldur nýtt ævin- týri félaganna fjögurra, Bolla, Skúla, Adda og hundsins Krumma. Enn er sögusviðið austfirzkur og afskekktur dalur, þar sem félag- arnir eru í útilegu. Þarna finna þeir meira að segja leyniflugvöll, Og er nú auðséð. að ekki er allt með felldu. Þeir gerast leyni- lögreglumenn eins og fyrri d^g- inn og komast að ýmsu dularfullu og í hann krappan, verða meðal annars fangar í helli undir fossi. Einn atburðurinn rekur annan í þessari haglegu viðburðarás. Frá sagnargáfuna þrýtur ekki örendið, og ekki vantar spennuna. Það er þó mest um vert, að þessi skemmtisaga er rituð á góðu máli og myndríku. Bráðsnjallar mynd- ir eru eftir Atla Má í bókinni, sem er fallega úr garði gerð. Höf- undur og útgefandi boða fram- hald á ævintýrum þessara ungu leynilögreglumanna. Jenna og Hreiðar Stefánsson: Stúlka með ljósa lokka Bókaforlag Odds Björnssonar. Ein vinsælasta skemmtibók ung lingsstúlkna, sem út kom í fyrra, var „Stelpur á stuttum pilsum“, eftir Jennu og Hreiðar. Þessi nýja bók þeirra er framhald þeirrar sögu. Þar er Emma, unglings- stúlka í Reykjavík, enn á ferð vanda vafin eins og margar stall- systur hennar, sem lesa þessa sögu. Sagan fjallar um hversdags- leg efni og tímabær, en hún er nokkuð yfirborðsleg og ristir ekki djúpt í könnun og skilningi. Þetta er hugþekk skemmtisaga, sem skil ur lítið eftir og vafasamt, að ung- lingsstúlkur geti dregið af henni teljandi lærdóma. Jenna og Hreið ar hafa á seinni árum snúið sér að unglingasögum, en leikni þeirra í gerð smábarnabóka er þó miklu meiri. Þar hafa þau lagt fram mjög góðan skerf, byggðan á kennarareynslu. Stúlknabækur þeirra hafa þó orðið mjög vinsæl- ar og augljóst er, að þau vita, hvernig slíkar bækur þurfa að vera, til þess að öðlast almenn- ar vinsældir lesenda á þessum aldri. Bókin er snotur að allri gerð með drátthreinum myndum eftir Baltazar. Ármann Kr. Einarsson: Óli og Maggi finna gullskipið. Bókaforlag Odds Björnssonar Ármann Kr. Einarsson hefur skrifað barnabækur í þrjá ára tugi og helgað sig þvi rithöfund- arstarfi nær einvörðungu. Munu barnabækur hans nú vera hátt á þriðja tugi. Nokkrar þeirra hafa verið þýddar á norsku og dönsku og hlotið þar góða dóma. Ármann þarf ekki að kvarta um, að hann hafi ekki átt þakk- látan lesendahóp, bví að fáir eða engir höfundar munu nú þaul- lesnari en hann. Hann tengir gjarnan sögur sínar saman í Ármann Kr. Einarsson flokka, sama sögufólk birtist aft- ur og aftur, en þó í sjálfstæðum sögum. Síðasti flokkurinn er um þá Óla og Magga, sem í þessari sögu finna gullskipið í sandinum. Ármann velur sér ætíð \viðfangs efni úr heimi líðandi stundar og íslenzkra staðhátta. Sögufólk hans er oftast að fást við nútímaleg áhugaefni. Þannig nær hann á- huga og athygli barna umsvifa- laust. Sögur hans höfða ætíð til drenglundar. siðmennsku og manndóms, og þær eru oftast um leið gild átthagafræði. tilsögn um meðferð og notkun ýmíssa verk- færa, kennsla í vinnubrögðum, landshögum og bjóðlífi. Mál hans er slétt og fellt og auðskilið venju legum unglingum, en þó engan veginn fáskrúðugt. Hann veit, hvernig spennandi saga þarf að vera, og honum bregzt því aldrei bogalistin, enda spennir hann boga sinn hæfilega. Bókaforlag Odds Björnssonar hefur lengi gefið bækur Ármanns út með ágætum myndum Halldórs Péturssonar og * vönduðum bún- ingi að öðru ieyti en því, að spjaldapappír er svo lélegur, þótt snotur sé, að kjölurinn er farinn af, þegar bókin hefur verið lesin tvisvar eða þvisvar. Þær eru því oftast heldur ótótlegar í bókaskáp barnanna, þegar stundir líða, og munu vafalaust fljótt lesnar upp til agna. Úr þessu ætti að bæta. Ragnheiður Jónsdóttir: Katla kveður ísafoldarprentsmið.ia Frú Ragnheiður Jónsdóttir, sem nú er látin. skrifaði einhverjar beztu bækur sem völ hefur verið á handa unglingsstúlkum. Sögurn ar um Kötlu eru bæði þroskandi og skemmtilegar Efni þeirra er góð og gild leiðsögn í vanda þeirra ára. er ævin ræðst fremur en á öðrum axdri Mái hennar var ætíð fagurt Þessi síðasta bók Ragnheiðar er með sama aðals merkinu og hinai fyrri blæ ást- úðar og virðingar fyrir æskufólki nærgætni og skilningi sem ratar réttar leiðir. Með þessari bók kveður ung stúika, sem verður mörgum lesendum sínum fyrir- mynd, af því að þeir hafa fundið þar margt, sem skírskotar til þeirra sjálfra. Þessi síðasta bók um Kötlu er í vönduðum og fallegum búningi og með listrænum teikningum eft ir dóttur hinnar látnu skáldkonu. Ólöf Jónsdóttir: Dularfulli njósnarinn Ægisútgáfan Þessi hugmyndaríka drengja- saga segir frá furðulegum ævin- týrum tveggja Reykjavíkur- drengja, sem fara í útilegu upp í Heiðmörk, finna þar helli með undarlegum hlutum. Verður það upphaf stórbrotinna ævintýra, og liggur leiðin út í heim á stóru, erlendu skipi, þar sem þeir eru laumufarþegar. Sagan er ekki með neinum raunveruleikablæ, heldur er hug- arflugi gefinn laus taumurínn eins og þetta væri saga eftir Jules Verne. Við því er í raun og veru ekkert að segja, og börn kunna því vel að sleppa sér alveg í furðu sögum. Verður það oft betri kost- ur en reyna að samræma æsileg ævintýri og raunveruleika. Sagan er lipurlega skrifuð, tungutakið hressilegt, ekkert sniðið af orðfæri Ólöf Jónsdóttir manntaksmikilla drengja, og eng- in þurrð á stórbrotnum ævintýr um. Er ekki ólíklegt. að þetta þyki drengjum skemmtilestur. þó að varanlegt gildi verði varla annað en dægradvölin og góð æf- ing í hugarflugi, og hún er nokk- urs virði. Satt að segja er oftast of lítið af því * barnabókum. og höfundar gera sér ekki grein fyr ir því, hve barnshugurinn er fleyg ur og fagnar því að sleppa jörð- inni. Þessi höfundur skilur, að ' huga barns er ekkert því til fyr irstöðu, að gæða skio og flugvél ar nútímans vfirnáttúru töfraklæð is og galdrastafs, og jafnvel Heið mörkin má gjarnan eiga sín und irdjúp og furðuuella — Ágætai teikningar eftir Hring Jóhannes son eru í bókinni Indriði Ulfsson lífsskilning hans og mannþekk- ingu, orðið að bjarga sér sjálfur í mörgum vanda. Hér er allt mannlegt og eðlilegt og ævintýr- in íslenzk í bezta lagi. Höfundur hefur augsýnilega glögg kynni af drengjum, og hin góða leiðsögn kennarans leynir sér ekki, bótt hún sé hvergi yfirborðsleg. Sagan er léttilega sögð, og mál- farið þróttmikið og lipurt í senn. Má vera, að hér sé á ferð góður barnabókahöfundur. Samtölin eru einkum fjörleg og eðlileg, óþving uð og oft glettin. — Teikningar Bjarna Jónssonar eru prýðilegar. Þetta er bók, sem óhætt er að benda drengjum á. Hún er allt í senn, vel skrifuð, skemmtileg, hugmyndarík og þroskandi. Axel Thorsteinsson: Smalastúlkan og önnur ævintýri. Hér eru gamlir kunningjar á ferð. Axel hefur endursamið og endursagt þessi ævintýri úr ensku. Hann hefur varazt að þýða þau orði til orðs, og fyrir bragðið eru þau sem íslenzk væru, enda eru nöfnin skemmtilega íslenzkuð. Ævintýri þessi komu fyrir löngu í bók, sem hét Ævintýri og smá- sögur handa litlum börnum, og var á sínum tíma fylgirit tíma- ritsins Rökkur. Þessi ævintýri hlutu góðar vinsældir og eru löngu uppseld. Ævintýrunum fylgja einfaldar og fallegar teikni myndir. Þessar ævmtýrasögur um dýr, börn, kóngssyni og kóngsdætur, blóm og jurtir, álfa og dverga, eru flest mjög stutt og viðráðan- leg þeim sem ekki eru nema stautfærir í lestri. En þau eru einnig ákjósanlegar rökkursögur, sem fullorðnir geta sagt ungum og ólæsum börnum sínum undir svefn. Þótt hugir barna dragist nú mjög að bílum og geimförum er ómaksins vert að vita, hvort göm- ul og fögur ævintýri geta ekki enn haft sitt aðdráttarafl á baras- hugann, sé rétt á haldið. Og Axel Thorsteinsson kann að segja börn um ævintýri. Það dylst engum, sem lítur í þessa bók. FRAMLEIÐENDUR: .TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉtURSSON HÚSGAGNA FRAMLEIÐANDI [□SlálátalalálálalaÍEÍÍalalálalalálálálálá Bl EdI B1 Bl B1 Bl B1 B1 ELDHUS- ElIálÉilalálalálHlalalalsIalHla % KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI % STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA % HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HF UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SlMI 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI 1-44-44 HVERFISGOTU 103

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.