Tíminn - 19.12.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.12.1968, Blaðsíða 7
FM5ÍTUDAGUR 18. desember 1968. TIMINN 19 Kennimennska og trúar- stefna Haralds Nielssonar Séra Benjamín Kristjánsson ann aðist útgáfuna. Sálarrannsóknafélag fslands gaí út. Hinn áF nóvember s. 1. voru hundrað ár liðin frá fæðingu séra Haralds Níelssonar, prófessors. Vafasamt er, að nokkur vígður kennimaður hafi orðið áhrifaríkari hér á landi síðan Jón Vídalín leið. Áhrif hans hafa orðið geysimikil, bæði á prestastétt landsins og all an almenning. Þessi áhrif eru enn mjög sterk, þó að þau fari auðvitað þverrandi í beinum skiln ingi eftir því sem fleiri lærisvein ar hans og aðdáendur meðal presta víkja af vettvangi starfsdagsins. Þó er víst, að fjöldi fólks les enn hugvekjur Haralds í bók- inni Árin og eilífðin sér til styrk- ingar. í tilefni af þessu hundrað ára afmæli séra Haralds hefur Sálar rannsóknafélag íslands efnt til miraingarrits um hann, og hefur séra Benjamín Kristjánson ann- azt um það. Þetta rit er þó aug- sýnilega ekki saman sett til þess að meta eða skýra áhrif Haralds á samtíð og framtíð, heldur sýnir það aðeins, hvert rúm hann skip- aði í hugum samtímamanna sinna og lærisveina, því að þarna er saman safnað allmörgum ritgerð- um og minningargreinum um hann, og eru þær langflestar rit- aðar af lærisveinum hans og nán- um samverkamönnum skömmu eft ir andlát hans og hafa áður birzt í blöðum og tímaritum. Lætur að líkum, að þar er mjög gripið á hinu sama aftur og aftur. Þó segist séra Benjamín hafa fellt Haraldur Níelsson. smákafla úr greinum til þess að forðast endurtekningar. Séra Benjamín ritar athyglis- verðan inngang um kennimennsku og trúarstefnu séra Haralds. Ann- ars er reynt að flokka greinarnar eftir því, um hvaða þætti í lífi Og starfi Haralds þær fjalla. Höf undar eru mjög margir, flestir þjóðkunnir menn og ýmsir þeirra látnir eða aldnir að áruhi. Fyi-st er rætt um ætt og upp- vöxt Haralds. Síðan heita kafl- arnir: Biblíuþýðingin, Fræðarinn, Vitnisburður nokkurra lærisveina, Kennimaðurinn og ræðusnillingur inn, Starf fyrir Sálarrannsóknafé- lagið, Bindindismaðurinn, Að leiðarlokum, Bergljót. Kveðjur, Kirkjan og sálarrannsóknirnar og Bréfkaflar. Benjamín Kristjánsson Síðustu tveir kaflarnir eru safn greina og bréfa eftir Harald sjálf- an, og ein prédikun hans er einn ig birt. Bókin er hartnær 300 blaðsíð ur að stærð í allstóru broti. Hún er sérlega vönduð að öllum frá gangi, prentuð.í Setbergi. Hér skal ekki frekar rætt um efni þessarar bókar, en öllum þeim sem líta á séra Harald Níels son sem andlegan leiðtoga á þess ari öld, hlýtur að þykja mikill fengur að því að fá þetta greina safn um hann í einni vandaðri bók. Umsjón sína með útgáfunni hefur séra Benjamín augsýnilega vandað af kostgæfni, og inngang- ur hans um séra Harald er glögg leiðsaga. — AK. SMYRILL, Ármúla 7. Sími 12260. Nú er rétti tfmlnn Hl aS athuga rafgeymlnn fyrlr veturinn. SÖNNAK RAFGEYMAR — JAFNGÓÐIR ÞEIMÆEZTU — Viðurkenndir af Volkswagenverk A.G. I nýja VW bfla, sem fluttir eru til Islands. Yfir 30 mismunandl tegundir 6 og 12 v. jafnan fjtrirliggjandj — 12 mán. ábyrgð. Viðgerða- og ábyrgðarþjónusta SÖNNAK-raf- geyma er I Dugguvogi 21. Simi 33155. W E N LÓÐBYSSUR Rafvlðgerðfr Nytsöm jólagjöf fyrir yngri sem eldri. Sölustaðir: Járnvörubúð KRON, Hverfisgötu 52. S.Í.S., Hafnarstræti 23. Rafbúð S.Í.S., Ármúla 3. Kaupfélögin víða um land. H.f. Egill Vilhjálmsson Efnalaug Alfreös Hreinsa og pressa Geri við Kílóhreinsun. Efnalaugin. Óðinsgötu 30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.