Vísir - 12.08.1977, Síða 10

Vísir - 12.08.1977, Síða 10
10 VÍSIR CtKefandi: Hevkjaprent hf Franikvæmdastjóri: l)avió (iuftmundsson Ititstjórar: Dorsteinn l'álsson ábm. ólafur Kaj'narsson. Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guftmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guftmundur G. Pétursson. l'msjón meft llelgarhlafti: Arni Þórarinsson. Hlaftamenn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir, Edda Andrésdottir, Einar K Guftfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrimsson, Hallgrimur H. Helgason. Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guftjónsson, Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal.'Gylfi Kristjánsson. Ltlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson. Magnús ólafsson. I.jósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. SiilustjórirPáll Stefónsson Auglvsingastjóri: Porsteinn Fr Sigurftsson Dreifingarstjóri: Sigurftur H. Pétursson. Auglvsingar: Siftumúla H. Simar H22«0. Hfifill. Askriftargjold kr. IJOO á mánufti innanlands. Afgreiftsla: Stakkholli 2-4 simi Hfifill Verft i Liusasiilu kr. 70 eintakift. Hilstjórn : Slftumúla II. Sími Hfifil1. 7 Ifnur. Prentun: Hlaftaprent hf. Að breyta hugmyndum í veruleika Matthias Á. Mathiesen f jármálaráðherra skipaði síðastliðið vor nefnd í því skyni að gera tillögur um samdrátt í ríkisbúskapnum. Nefnd þessari er m.a. ætlað að athuga möguleika á að leggja niður stofnanir og fyrirtæki og setja fram hugmyndir um hvernig ein- staklingar og félög þeirra geti tekið við þeirri starf- semi/ sem nauðsynleg er talin. Fyrstu hugmyndir fjármálaráðherra i þessa veru komu fram á aðalfundi Slippstöðvarinnar á Akureyri fyrir rúmu ári. Hann taldi þá ekki útilokað, að ríkið seldi eignarhluta sinn í fyrirtækinu starfsmönnum eða öðrum aðilum. Hugmynd þessari var vel tekið víðast hvar a.m.k. Augljóst er, að áhugi hefur farið vaxandi á tak- mörkun rikisumsvifa. i því sambandi má minna á, að i vetur sem leið settu bæði Alþýðusambandið og Sam- band ungra sjálfstæðismanna fram tillögur um niður- skurð opinberra útgjalda. Mörg ríkisfyrirtæki eru undir stjórn mjög hæfra manna, sem líklegt er að geti náð miklu betri árangri á hinum frjálsa markaði. En þegar hefur þó komið fram, að ýmsir forstöðumenn ríkisfyrirtækja eru mjög viðkvæmir fyrir tillögum af þessu tagi. Og í sjálfu sér erekki viðöðru að búast, þegar róttækar til- lögur eru settar fram. Beint virðist liggja við að selja eignarhluta ríkis- sjóðs í hlutafélögum eins og t.d. Slippstöðinni, Ála- fossi og ýmsum fleiri fyrirtækjúm. Þá er augljóst, að rikið getur auðveldlega hætt margháttuðum verk- smiðjurekstri. Þannig má selja Landsmiðjuna eða leggja niður, og graskögglaverksmiðjurnar allar á að selja í hendur bænda. Ferðaskrifstofunum og flugfélögunum stendur næstaðannast nauðsynlega landkynningarstarfsemi. Fyrir þá sök má leggja Ferðamálaráð niður sem stofnun, en það stefnir nú að mjög óeðlilegri útþenslu. Af opinberri hálf u á einn fulltrúi í ráðuneytinu að geta farið með ferðamál. Ferðaskrifstofu ríkisins á einnig að breyta í einkafyrirtæki. Engin rök eru fyrir því, að ríkið sé með rekstur af því tagi. Skipaútgerð ríkisins á að selja einstaklingum eða félögum. Ef landsbyggðarmenn fengju sjálfir aö reka strandferðaskipin væri unnt að veita miklu betri þjónustu á þessu sviði. Hugmyndir af þessu tagi hafa komið fram, en ekki orðið að veruleika. Nú er tæki- færið. Fræðslumyndasafn rikisins á að leggja niður. Miklu betri árangur myndi nást, ef sérfræðingum um þau efni yrði gefinn kostur á að annast þessa þjónustu. Þessi stofnun hefur fyrstog fremst verið launauppbót fyrir stjórnmálaleiðtoga eða skjólstæðinga þeirra eftir atvikum. Ríkisútgáfu námsbóka má einnig leggja niður. Kennslubókaútgáfuna á að bjóða út. Ef ríkið vill taka tillit til námsbókakostnaðar má einfald- lega hækka barnabæturnar. Það er miklu einfaldara kerfi og heilbrigðara, en kemur að sömu notum. Bifreiðaeftirlit ríkisins er sjálfsagt að leggja niður. I staðinn á að löggilda verkstæði vítt og breitt um landið til þess að annast skoðun bifreiða. Með þessu móti má spara peninga í opinberum rekstri og draga úr opinberri biðraöamenningu, sem flestum þykir leiðigjörn. Otflutningsfyrirtækin eiga sjálf að annast sölu- starfsemi. Sölustofnun lagmetis má því leggja niður sem opinbert fyrirtæki, enda eru afrek hennar ekki mikil. Meiri árangurs er að vænta, ef þeir sem hags- muna hafa að gæta, hafa starfsemina sjálfir með höndum. Nefnd f jármálaráðherrans hefur verk að vinna, og nú skiptir máli, að hugmyndum verði breytt í veru- leika. Föstudagur 12. ágúst 1977 INNHVERF ÍHUGUN: „Ekki síður fyrir kristno en aðra" — segir Þorgrímur Skjaldarson, sem lagt hefur stund ó hana í tvö ár Þorgrlmur Skjaldarson: „thugunin er vörn gegn streitu og hraöa... Mynd: LA. „Ég hef haft gott af þessu og vil ráðleggja öllum að leggja Stund á innhverfa ihugun”, sagði Þorgrimur Skjald- arson, matsveinn á Hótel Borg i viðtali við Visi, en hann er einn þeirra, sem lagt hafa stund á innhverfa ihug- un hér á landi i tvö ár. t Visi I fyrradag komu fram skoðanir Jónasar Gislasonar, lektors, þess efnis, að aðferðir þessarar hreyfingar liktust heila- þvotti og hreyfingin hefði trúar- legan grundvöll, sem sóttur sé i hindúisma. „thugunin kemur sér sérlega velsem vörn gegn streitu og þeim hraða, sem er allt i kringum okk- ur,” sagði Þorgrimur og spurði: „Þurfa ekki allir á þvi að halda?” Þorgrimur tekur það skýrt fram, að þetta sé jafn gott fyrir alla menn,af hvaða trúflokki sem þeirséu. „Sjálfur er ég kristinnar trúar og verð það,” segir hann. Varðandi þann tilbeiðslustil, sem Jónas Gislason talaði um, þá telur Þorgrimur það vera algjöra fjarstæðu. Menn þurfi ekkert frekar að vera nálægt Hindúatrú en einhverri annarri, ótti við slikt sé ástæðulaus hjá prestinum. Að lokum vildi Þorgrimur sem er félagi i islenska ihugunarfé- laginu biðja þá menn er fordæma innhverfa ihugun að lesa eftirfar- andi tilvitnanir úr Rómverjabréfi Nýja testamentisins og úr bók Lao Tse, Bókin um veginn: Þvi að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. Eins og ritað er: Ekkier neinn rétt —ekki einn. Róm. 3, 23 og 10. Menn komast hjá úlfúð með þvi, aO hefja ekki verOleika manna upp til skýjanna. Koma má I veg fyrir þjófnaO meö þvi, aö telja ekki sjaldgæfa hluti verömæta. Meö þvi að örva ekki nautnirnar , varö- veitist rósemi hjartans. Þannig drottnar hinn vitri — hann styrkir hugann, vakir yfir andan- um hlifir kröftunum og hreystir fæturna. Hann gjörir menn frá- hverfa brögðum og ásælni, og hinir bragövisu veröa ekki framar óhultir I kænsku sinni. Hann starfar án strits, og stjórn hans farnast vel. (Lao Tse) ^z Verða óhóð- jr í tísku? Indriði G. Þorsteinsson skrifar um framboðsmál stjórnmálaf lokkanna og segir að óháð f ramboð gætu vakið athygli á einstaklingum, sem elia yrðu að láta sér nægja aðsitja fram eftir ævi sem vonbiðlar peningavaldsins eðagleymastí skugga hinna ^ellimóðu. ____________________ Islendingar eru einstaklingshyggjumenn, þótt þeir fái ekki að njóta þeirrar eigindar sinnar viö kosningar. Þar gildir sú regla nú um stundir að litlu verður þokað með efstu menn á framboðslist- um hinna fjölmennari flokka, enda horfa listarnir oftar við sem upptalning vistmanna á Grund en alvöruframboð I alvörulandi. Siðan hefur það sést, einkum i æviminningabók- um, að fyrrverandi þingmönnum hefur þótt frekja af flokksforustu að ýja að þvi að þeir ættu aö hætta þingsetu fyrir aldurs sakir. Og þess eru jafnvel dæmi að fundið hafi verið að þvi að svona ósk skuli hafa verið borin fram undir bankavegg. Hinir gömlu verja þvi garðann eins og þeir eigi eilift lif fyrir höndum á sama tima og t.d. nýja lýðræöis- stjórnin á Spáni endurfædd eftir fjörutiu ára kosn- ingaleysi, situr undir stjórn kornungs forsætis- ráöherra. Aldursleysi ráðherra. Aö visu er meöalaldur islensku rikisstjórnar- innar nú I lægra lagi. Veldur þar mestu aldurs- leysi Matthiasar A. Mathiesen og Geirs Hall- grimssonar. Rikisstjórn hefur þó fyrr verið yngri I samanlögðum aldri, en það var árin sem þeir sátu istjórn i fyrsta sinn, Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Haraldur Guömundsson. Hermann Jónasson var þá þrjátiu og sjö ára, og voru fjögur ár frá þvl að hann fór aö skipta sér að ráðiaf pólitik, en Eysteinn 27 ára. Báðir voru þeir um þessar mundir „strákarnir hans Jónasar”. og ekki er að efa að æskufjör ráðherranna þriggja þá liggur til skýringar ýmsum snarlegum viöbrögö- um á kreppuárunum og framsækni þeirra tima. Nýir flokkar hafa ekki fjárhagslegt úthald. Oftar en einu sinni hefur veriö á það bent, að meðalaldur þingmanna sé I hærra lagi. Auðvitað er nokkur munur á þessu eftir kjörtimabilum. Sannleikurinn er þó sá aö endurnýjun þingflokka gengur sorglega hægt. Veldur þar mestu að næsta kyrrt hefur verið I islenskum stjórnmálum hina siðari áratugi og fólk fast i flokkum. Tvær tilraunir til myndunar nýrra flokka hafa farið út um þúfur, Þjóðvarnarflokks- ins og nú Samtaka vinstri manna og frjálslyndra. Astæðurnar fyrir óförum þessara tveggja flokka hafa m.a. verið þær, aö þeir hafa ekki haft fjár- hagslegt úthald eftir góða byrjun. Stjórnmálaflokkarnir fjórir, sem enn eru litið breyttir frá 1930, hafa byggt starfsemi sina á nokkuð föstum og öruggum tekjuöflunarleiðum, sem út af fyrir sig eru rannsóknarefni. Þeir hafa þurft að halda uppi ýmissi kostnaöarsamri starf- semi frá degi til dags. Eyðslan hefur þó ekki tekiö i hnúkana fyrr en i kosningum. * Satt að segja hlýtur margur almennur borgari að undrast hvaðan allt það fé kemur sem flokk- arnirhafa til umráða. Auðvitaðafla þeir þess með happdrættum að einhverju leyti. En meginhluti fjárins kemur annars staðar frá. Um þá fjáröflun rikir þögnin mikla, en nokkuð er hægt að átta sig á henni eftir stuðningi flokka við stofnanir og hug- sjónir. A

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.