Vísir


Vísir - 12.08.1977, Qupperneq 11

Vísir - 12.08.1977, Qupperneq 11
11 VISIR Föstudagur 12. ágúst 1977 Hvað gera þingmenn í sumarfríinu? „Kynni mér mólef ni sjáv- arútvegsins" - segir Guðmundur H. Garðarsson, alþm. ,,Ég hef aðallega not- að timann til að við- halda tengslum minum við sjávarútveginn”, sagði Guðmundur H. Garðarsson alþingis- maður i stuttu spjalli við Visi i gær. Guðmundur vann áður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, og hefur verið þar mest af i sumarog þvi ekki tekið sér neitt eiginlegt sumarfri. „Ég ferðaðist mikið um Norðurland og Austfirði” segir Guðmundur ennfremur, ,,og kynnti mér þar frystihús og rekstur þeirra. Þá langaði mig lika til að sjá þann fisk sem ver- ið hefur að koma að landi, enda hefur mikið verið talað um smáfiskadráp undanfarið.” „Mér virtist hins vegar sem langmestur hluti aflans væri þessi svokallaði millifiskur. Og það sem vakti sérstaklega at- hygli mina var það hve vel er farið með aflann, þetta er mest kassafiskur og mjög vel farið með vöruna.” Þá segist Guðmundur einnig hafa talað við skipstjórnarmenn á ferð sinni, og segir hann þá hafa að mörgu leyti aðrar skoð- anir á fiskverndunarmálum og nýtingu fiskimiðanna en fiski- fræðingarnir”. En hvað með sumarfriið? „Já, það er ekki annað en þessi ferð. En þegar farið er i ferðalag svona um landið er það sjálfsögðu viss tilbreyting í þvi, og ekki verra fri en hvað annað. Við fórum hjónin með strák- inn okkar og þar sem hann hefur mikinn áhuga á veiðiskap stönsuðum við annað slagið til að renna fyrir silung. Við vorum frekar heppin með veður, þannig að ferðalagið tókst ágæt- lega sem skemmtiferð i bland. Við veiðarnar stoppuðum við einu sinni við Grimsá á Héraði, ogþarfékk strákurinn einn lax. Það er verið að rækta þessa á upp, og okkur var sagt að þetta væri einn fyrsti laxinn sem veiddist i ánni.” Eftir að Guðmundur og fjöl- skylda koma svo heim úr ferða- laginu segist hann svo hafa verið við störf sin hjá Sölu- miðstöðinni. —AH Sagt er að Karvel Pálmason sé tískuklæddur mjög I þingsölum Nýr flokkur, sem ætlar sér eitthvað, verður að gæta þess að tryggja fjárhags- legar undirstöður áöur en farið er af stað, nema alfarið verði byrjað að kosta flokkastarfsemina af opinberu fé. Auðvit- að mundi slik tilhögun breyta mörgu til batnaöar, þótt ekki létti hún byrðar skatt- borgarans. Móðurskip sokkið Með nýlegriyfirlýsingu er siðari tilraun til flokksmyndunar fyrir bi. Karvel Pálmason hefur lýst þvi yfir, að hann muni bjóða sig fram utanflokka i næstu þingkosningum. Er þá sokkið það móður- skip sem haldiö hefur tveimur þingmönn- um Samtaka vinstri manna og frjáls- lyndra inni siðasta kjörtimabil. Samtimis hefur Magnús Torfi formaður Samtakanna lýst þvi yfir að stefnt verði að framboðum fyrir flokkinn I öllum kjör- dæmum. Sú yfirlýsing telst fremur til virðingarverðrar kokhreysti og seiglu en raunveruleikans. Enn stendur þó Magn- úsi Torfa opið að bjóöa upp á kosninga- bandalag við þann flokk sem Samtaka- menn kunna að kjósa sér til fylgilags og má undarlegt heita hvað hann hefur tekið illa i slika hugmynd. Enn stendur Magnúsi Torfa opið að bjóöa upp á kosningabandaiag viö þann fiokk, sem Samtaka- menn kunna að kjósa sér'til fylgilags, og má undar- legt heita hvaðhann hefur tekið illa i slika hugmynd Meðaialdur rfkisstjórnarinnar er 1 iægra lægi vegna aldursleysis Matthíasar A. Mathiesens og Geirs Hall- grimssonar. Best klæddi þingmaðurinn. Sagt er að Karvel sé tískuklæddur mjög i þingsölum. Hlýtur að vera gaman fyrir Vestfiröinga að vita að hann gleöur aug- að. Varla gleður hann mikið annað — maður einn á báti i stjórnarandstöðu. Lik- legt er að Karvel eigi eftir aö hafa áhrif á framboðstiskuna i næstu kosningum. Stafar það af vaxandi óánægju með kjör- dæmaskipulagið og hina mörgu föstu frambjóðendur á listum flokkanna. Fjöldi ungra og áhugasamra manna hugleiðir áreiöanlega þann möguleika að fara i óháö framboð, enda sjá þeir ekki fram á þann dag aö rúm veröi fyrir þá á listum setuliðsins. Akvörðun Karvels gæti hæglega orðiö til þess að ýta undir aðra meöþeim afleiðingum aö kjósendur gætu valið á milli nokkurra óháöra frambjóð- enda. Að visu þarf mikið sjálfsálit og mikla hreysti til að halda út i slikt ævintýri. En þau gætu vakiö athygli á einstaklingum, sem annarsyrðu að láta sérnægjaað sitja langt fram eftir ævi sem nokkurs konar vonbiölar peningavaldsins i flokkunum — eða gleymast alveg i skugga hinna elli- móðu. IÞG Kosningabandalag við Samtakamenn gæti orðið ávinningur einstökum flokki i vissum kjördæmum, en héldi um leið við þvi blaktandi skari sem Samtökin eru orðin. Mundi þá enn loga á týrunni um sinn þótt Karvel hafi kvatt. ,,Já, einmitt Alþýðuflokkur- inn” Menn, sem komnir eru á miðjan aldur, hafa orðið áhorfendur að ýmsum tilraun- um innan flokkanna til breytinga. Flestar þessar tilraunir hafi verið hafnar til að lyfta einstaklingum nokkuð til vegs á vettvangi stjórnmálanna. Þær hafa yfir- leittstrandað hafi þærgengið mjög á móti hagsmunum fjármunavaldsins i flokkun- um. Þannig hefur ekki tekist að skilja á milli hugsjóna og peninga. Og nýjustu flokk- arnir hafa dáiö úr fjárskorti fremur en öðrum skorti, þvf að alltaf eru nægir menn tilað reyna, jafnvel I flokkslegum andarslitrum eins og nú á sér stað I Al- þýöuflokknum.Menn hrökkva-kannski við og segja: Já, einmitt Alþýöuflokkurinn. Hann er auðvitað að deyja vegna skorts á fjármunum. Svo er þó ekki. Alþýöuflokkurinn á miklar eignir. Þeirra er bara gætt svo vel af gömlu vörðunum i flokknum að honum nýtist ekki af þeim, hvorki til flokksstarfseminnar né blaðs- ins. Má það undarlegt heita ef það á fyrir Alþýðuflokknum að liggja að lognast út af mitt I lóðum og fasteignum i borginni. Karvel sæmilegar settur sem óháúur Sé viðbragð Karvels Pálmasonar skoð- að ögn betur kemur i ljós að hann er ef- laust sæmilegar settur sem óháður fram- bjóðandi en þingmannsefni Samtakanna. Hvorugur kosturinn er auðvitað góöur eins og nú er komið, en hið óháða framboð hans sýnir, að hann vill hverfa standandi af þingi. Þó getur alveg eins farið svo að hann vinni kosningar bestra einu sinni enn, og hefur þá svo sannarlega tognað úr kennaranum frá Bolungarvik. Þar kemur einnig til að Jón Hannibals- son og Sighvatur Björgvinsson berjast nú um efsta sætið á framboðslista Alþýðu- flokksins, og virðist slik gjá vera á milli þeirra, að vel getur farið svo að Karvel hagnist á deilunni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.