Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 2
Hvað hefur þú mikið upp úr blaðasölu á viku? Matthlas Guömundsson, 11 ára blaösöludrengur: Þaö er mis- jafnt, liklega um fimmtán þúsund á mánu&i, stundum þó meira. Haraldur Magnússon, 12 ára blaðsöludrengur: Það er mjög misjafnt, eitthvað á bilinu tlu til fimmtán þúsund lfklega. Guðbergur Jónsson 13 ára blaö- söludrengur: Ég er með svona sex til sjö þúsund á viku, að visu nokkuð breytilegt, en nálægt þvi. Matthias Einarsson, 12 ára blaö- söludrengur: Ég veit það ekki, það er svo misjafnt. Ætli það sé ekki nálægt sjö þúsund til jafnaðar. örn Unnarsson, 12 ára blaösölu- drengur: Ég sel bæöi siðdegis- blöðin og ætli ég sé ekki með svona sjö þúsund á viku. Stœrsta heimili landsins opnað innan skamms „Undirbúningur að sýningunni Heimilið ’77” er i fullum gangi og munu hátt á annað hundrað aðilar taka þátt i henni, þar af um 30 innlendir framleið- endur”, sagði Halldór Guðmundsson blaða- fulltrúi sýningarinnar í samtali við Visi. Sýningin Heimiliö ’77 mun standa yfir i Laugardalshöll dagana 26. ágúst til 11. septem- ber. Það er Kaupstefnan hf. i Reykjavik sem stendur fyrir sýningunni. Þetta er i 10. skipti sem Kaupstefnan ræöst i slikt. Aöur hafa verið haldnar alþjóð- legar vörusýningar og tvisvar heimilissýningar. Að sögn Halldórs hafa tugþús- undir lslendinga heimsótt sýningar Kaupstefnunnar og er talið að 25-30% landsmanna hafi skoðað fyrri sýningar. Heimilið ’77 býður gestum að skoða allt sem nöfnum tjáir að nefna i sambandi viö heimili og heimilishald. í mörgum . sýningarbása verður ýmiskonar sýnikennsla i gangi og segja má með sanni aö hér sé um einstakt tækifæri að ræöa fyrir allan al- menning að bera saman verö og gæöi á framlei&slu fjölda aðila. Fyrirtæki telja þetta sérstakt tækifæri til að kynna vöru sina og koma henni á framfæri og nú taka fjölmörg fyrirtæki þátt I sýningum Kaupstefnunnar i fjórða og fimmta sinn. Heimilið ’77 býöur uppá tisku- sýningar tvisvar til þrisvar á dag, en sýningin verður opin frá klukkan 15-22 daglega i Laugar- dalshöll. A laugardögum og sunnudögum verður þó opnað strax eftir hádegi e&a klukkan 13. A tiskusýningunum kemur fólk frá Modelsamtökunum Laugardalshöllin biður nú tugþúsunda gesta sem leggja munu leið sina á heimilissýninguna, en þessa mynd tók Ijósmyndari Visis, Einar Gunnar, af nýmálaðri höllinni úr lofti á dögunum. Um 400 litra af málningu þarf á skilti og fieka á sýningunni. og Karon og mun Pálina Jón- mundsdóttir hafa yfirumsjón með þessum þætti. Fara tisku- sýningarnar fram á hluta áhorf- endapalla f þetta sinn en ekki i veitingasal eins og áður. Sýningarsvæöiö er um sex þúsund fermetrar og er það bæði innandyra og utan. Starfs- fólk Kaupstefnunnar er aö yfir- fara og laga sýningarkerfið þessa dagana. Þaö er geymt i kjallara Hallarinnar milli sýn- inga og sagði Halldór það tals- vert verk að koma þessu öllu fyrir, enda vegur það um 10 tonn. Til gamans má geta þess að þaö þarf um 400 lftra af málningu á skilti og fleka sem nú er verið aö mála. Fyrirtækin sem taka þátt i sýningunni hafa að sjálfsögöu mikinn mannafla við undirbún- ing og viö siðustu heimilissýn- ingu var taliö aö um 1300 manns hefði starfaö við undirbúning. Gera má ráö fyrir að Flug- félag islands veiti fólki utan af landi afslátt á flugfargjöldum þegar það sækir sýninguna heim. Ýmsir viðburðir verða tengdir sýningunni Heimilið ’77 og veröur skýrt frá þeim siðar. —SG Laugardaishöli verður stærsta heimili landsins næstu vikur og undirbúningur aðopnun þess er nú hafinn af fullum krafti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.