Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 5
VISIR Þriðjudagur 16. ágúst 1977 Verður maríjúana gefið frjólst í Bandaríkjunum? Carter, forseti, hefur hafið baráttu fyrir þvi, að refsingar fyrir neyslu á veikum eiturlyfjum eins og á hassi og marijúana verði mildaðar frá þvi sem nú er. I flestum ríkj- um Bandaríkjanna hafa dómarar mjög frjálsar hendur um refsingar fyrir neyslu þessara lyf ja eða allt frá smávægilegri sekt og allt uppí eina milljón íslenskra í sektog eins árs fangelsi. Talið er að 35 milljónir Amerikumanna hafi neytt þess- ara lyfja og þar á meðal eru allir þrir synir forsetans. Carter vill milda refsingu fyrir að hafa i fórum sinum allt að 28 grömm- um af efnum þessum þannig að hámarkssekt verði sem svarar 20.000 krónum islenskum. Meirihluti Bandarikjamanna telur að hass og marijúana séu hættuleg heilsu fólks og leiði annað hvort til neyslu sterkari lyfja eða til þess að fólk verði Lœkkar laun sín um 70% og flýr úr höllinni Forseti Indlands, Sanjiva Reddy, hyggst flytja úr forsetahöllinni í Dehli og fá laun sin lækk- uð. Forsetinn, sem þetta gerir í tilefni af 30 ára af- mæli sjálfstæðis landsins og í þeim tilgangi að gefa gott fordæmi, hefur ósk- að eftir 70% lækkun á launum sínum. Forsetahöllin, sem áður var höll landstjóra Breta i landinu er mikil höll og vegleg og byggö til þess að sýna mátt breska heimsveldisins fyrr á þessari öld. Þegar Indverjar fengu sjálfstæði frá bretum tók forseti landsins sér búsetu i höllinni. Núverandi forseta þykir höllin of dýr i rekstri fyrir fátækt Indlands.. Meiru mun þó ráða að forsetinn er á mótimiklum iburði og þvi að búa i höll sem svo ólik er vistarverum landa hans. Þegar forsetinn skýrði frá þessum fyrirætlunum sinum notaði hann tækifærið og hvatti til þess að gert yröi átak i þvi að brúa bilið milli rikra og fátækra i landinu. HÆTTA A NYJU BORGARASTRÍÐI í líbanon — ísraelar veita kristnum lið Israelar hafa stóraukið hernaðarumsvif sín í Líbanon síðan þeir viður- kenndu fyrr í vikunni að hafa á undanförnum mánuðum veitt kristnum mönnum þarlendum lið í baráttu þeirra gegn Múhameðsmönnum og skæruliðum Palestínuar- aba. Israelar notuðu skriðdreka í bardögum í suður Líbanon um helg- ina og halda uppi stór- skotaliðsárásum á stöðv- ar vinstri sinnaðra skæruliða. Palestinuar- abar halda því fram að á hverju kvöldi síðustu daga hafi israelskir skriðdrekar komið yfir landamærin og tekið þátt í stórskotaárásum á stöðvar þeirra. I siðustu viku viöurkenndi Begin forsætisráðherra Israel, að her lands hans hefði á undan- förnum mánuðum margsinnis veitt kristnum mönnum i Liban- on lið. Hann sagði að án lið- styrks Israelsmanna hefðu kristnir menn fyrir löngu veriö þurrkaöir út aö sameiginlegum herjum Palestinuaraba og vinstri manna i Líbanon. Um helmingur íbúa Libanon er kristinn en eins og mönnum er I fersku minni stóðu látlausir bardagar i allt fyrrasumar milli þeirra og landa þeirra af Múhameðstrú. 1 þeim átökum var efnahagur Libanon eyði- lagður og tugir þúsunda manna féllu. Eftir að Sýrlendingar gerðu innrás i landiö komst þar á kyrrð sem hefur rikt að mestu siðan þá. Að undanförnu hefur svo komið til nýrra átaka i land- inu og þó þau séu mun minni en þeir bardagar, sem daglega fóru fram á þessu landsvæöi i fyrrasumar er veruleg hætta á aö átökin hefjist h nýjan leik með þeirri ákefð sem þá var. Ræktun á Marijúana hefur færst mjög I vöxt I Bandarikjunum og vlðar á Vesturlöndum og verð á þess- ari vöru hlutfallslega lækkað. A þessari mynd sést gróðurhús I Stavanger I Noregi þar sem eigandinn ræktaði efnið i stórum stíl. algjörlega háð fyrrnefndum efnum. Visindarannsóknir benda til aö ekkert af þessu standist i raun. Rannsóknir á þessum málum hafa staðið yfir i svo stuttan tima aö ekkert er hægt að fullyrða en mjög margir visindamenn eru nú þeirrar skoðunar að þessi lyf séu sist hættulegri en áfengi. Tiuaf fylkjum Bandarikjanna hafa dregið mjög úr refsingum fyrir neyslu lyfjanna og eitt riki, Alaska hefur leyft neyslu þeirra. Verð á lyfjum þessum i Bandarikjunum er nú um það bil 200 krónur islenskar fyrir hvert gramm og þykir ekki hátt miðað viö verðlag á ýmsum öörum skemmtunum. MA BJÓÐA ÞER PAKKA? X HVER VILL EKKI PAKKA? Raynox sýningarvél gerir allt: Hún sýnir aftur á bak og áf ram — hægt og hratt — eina og eina mynd í einu — þræðir sig sjálf — tekur allar tegundir 8mm filma— Zoom linsa 15-25 mm. Hvað viltu hafa það betra? Verö kr..: 49.500.- Raynox kvikmyndaskoðarinn er ómissandi við samnsetningu atburðarásar. Verö kr.: 11.290.- Procolor sýningartjaldiö er óvanalegt það er silfurhúðað, sem gerir kleift að sýna í meiri birtu er venjulega. 10x10 cm stærra en venjulega eða 135x135 cm og er 10% ódýrara en venjulega. Er þetta ekki óvenjulegt? Verö kr.: 13.995.- Hahnel rafmagnssplæsari. Ótrúlega handhægur. Verð kr. 9.255.- Pakkinn kostar kr. 80.000.- i stað kr. 84.040.- ef framan- greindir hlutir eru keyptir hver fyrir sig. Austurstræti 7, simi 10966,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.