Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 16. ágiist 1977 VÍSIR C tUffainÍi: Hfykjiiprfiit hl Kriimkvænulastjóri: Davió (iUÓiiiuikIssoii ititstjórar: Dorstfinn l’álsson áhm. olafur Hannarsson. Hitstjórnarfulltrúi: Hragi Guftmundsson. Fróttastjóri frlcndra frótta: (iuftmundur G. Félursson. I msjón meft HelgarhlaAi: Arni Dórarinsson HlaAamenn: Anders Hansen, Anna HeiAur Oddsdóttir, Edda Andresdottir, Kinar K GuAfinnsson. EliasSnæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, GuAjón Arngrimsson. Hallgrimur H Helgason. Kjartan L. Fálsson. Oli Tynes. Sigurveig Jónsdóttir. Sveinn GuAjónsson. Sæmundur GuAvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal. Gylfi Kristjánsson ( tlitsteiknuji: Jón Oskar Hafsteinsson. Magnús Olafsson l.jósmvndir: Einar Gunnar Einarsson. Jens Alexandersson. Loítur Asgeirsson Síilustjori: Fáll StefánSson Auglvsingastjóri: Dorsteinn Fr SigurAsson Dreifing:ust jori: SigurAur K Fótursson Aughsingar: SiAumula x. Simur X22(iO. Xlitilt. Askriftargjald kr. i:i»0 á mánuAi innanlands. AfgreiAsla: Stakkholti 1-1 simi Xlilill VerA i Liusasiilu kr. 70 eintakiA. Hitstjórn : SiAumúla II. Simi Xlilill. 7 línur. Frentun: KlaAaprcnt lif Hnútukast Kröflumanna Upp á síðkastið hafa farið fram fremur kyndugar umræður um ævintýrið við Kröflu. Fæstum dylst nú, að þar hafa verið gerð meiri háttar pólitísk mistök. En það hefur ekki verið til siðs í okkar þjóðfélagi, að stjórnmálamenn sættu ábyrgð fyrir verk sín eða ákvarðanir. Eigi að síður hafa menn velt því fyrir sér við hvern sé að sakast. Nú liggur i augum uppi, hver ber pólitíska ábyrgð á Kröfluvirkjun. Það hefur hins vegar ruglað menn í ríminu, að framkvæmdaaðilar verksins hafa að undanförnu staðið í hnútukasti í því skyni að þvo hendur sínar og skella skuldinni á aðra. Þó að má lið sé alvarlegs eðlis hafa umræður þessar verið heldur spaugilegar. Mistökin við Kröf lu eru í aðalatriðum þrenns konar. I fyrsta lagi gerði orkuráðherra þau mistök að fela framkvæmd verksins þremur aðilum, sem hverjum um sig var ætlað að vinna sjálfstætt að einstökum þáttum þess. Það er þvi i aðalatriðum rétt, sem Kröf lunefndarmenn segja, að þeir bera ekkiábyrgð á gufuleysinu. Orkuráðherra setti þeim það verkefni að reisa orkuverið og kaupa af Ivélarnar án tillits til þess hvort orka væri til staðar. Að réttu lagi hefði átt að fela verkið einum fram- kvæmdaaðila með reynslu i virkjanagerð. I þessu glundroðafyrirkomulagi voru fyrstu alvarlegu mis- tökin fólgin. I öðru lagi var ákveðiðað reisa virkjunina of stóra í einu vetfangi. Orkuráðherra og Kröflunefndarmenn féllu fyrir lögmálinu um hagkvæmni stærðarinnar, en gleymdu því að það virkar ekki, þegar ekki er unnt að selja nema hluta framleiðslunnar. Þó að allar áætlanir um Kröf lu hefðu staðist og næg orka fengist til þess að hefja þar framleiðslu síðari hluta árs 1976 eins og áformað var, hefði rafmagnið þaðan orðið margfalt dýrara en annars staðar á landinu. i apríl 1976 upplýsti t.a.m. borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir Isleifur Gunnarsson, að Kröflu- virkjun myndi leiða til verulegrar hækkunar á raf- orkuverði Reykjavík, ef landsmenn allir ættu að borga brúsann. I þriðja lagi voru gerð alvarleg mistök með því að kaupa aflvélar áður en upplýsingar lágu fyrir um eiginleika gufunnar og hver reynsla fengist af vinnsluborunum. Áður en endanleg kaupvoru afráðin kom aðvörun f rá Orkustof nun, þar sem á það var bent að þetta væri ekki eðlilegur framgangsmáti. Þrátt fyrir þessa aðvörun tóku orkuráðherra og Kröflu- nefnd ákvörðun um kaup á af Ivélunum og ákveðið var að reisa orkuverið án tillits til gufuöflunarinnar. Þvi var haldið fram, að þessi áhætta hafi varið óhjákvæmileg vegna orkuvandræða á Norðurlandi. Sannleikurinn er þó sá, að miklu ódýrara og skjótvirk- ara var að leysa úr þessum vandkvæðum með byggða- linu. Þegar orkuyfirvöldum varð fyrr á þessu ári Ijóst, að þau höfðu vogað og tapað við Kröflu, var ákveðið að flýta lagningu byggðalínunnar í því skyni að leysa úr brýnustu orkuvandamálum fyrir norðan. Hér hafa verið gerð pólitísk mistök. Margt bendir þó til þess, að virkjunin verði nothæf þó að seint verði. Hátt i tíu þúsund milljónir króna eru þegar komnar í verkið. Miklu skiptir því, að skynsamlegar ákvarðanir verði teknar um framhaldið. Með hliðsjón af öllum aðstæðum væri því rétt og eðlilegt að nýir aðilar, sem væru með öllu óbundnir fyrri mistökum, tækju við yfirstjórn framkvæmd- anna þegar í stað. Það væri miklu farsælla en láta nú- verandi aðila málsins kasta hnútum hver i annan vegna þess, sem gerst hefur. '■ V Veita verðlaun fyrir upplýsingar um merktan lax og silung hérlendis Á vegum Veiðimálastofnunar hefur undanfarin ár verið merktur töluverður fjöldi lax og siiungs vlðsvegar um landið. Við merkingar þessar hafa bæði verið notuð sérstök fisk- merki, sem fest er á fiskinn eða klipptur er af seiðunum uggi og á það sérstaklega við laxamerk- ingar. Þess er sérstaklega vænst, að merktir laxar veiðist i sumar i eftirtöldum vatnasvæðum vegna merkinga á gönguseiðum vorið 1976: Artúnsá (vinstri kviðaruggi), Andakilsá (veiði- uggi) vatnasvæði Hvitár i Borgatiröi vegna merkinga á laxaseiðum sem sleppt var i Norðlingafljót (hægri kviöar- uggi, Botnsá i Súgandafirði (uggaklippingar), Hofsá á Skagaströnd (veiðiuggi) og Laxeldisstöð rikisins i Kolla- firði, en þar voru gönguseiöi merkt bæöi meö merkjum og veiðiuggaklippingu. Auðvitaö getur merkur fiskur fengist við- ar en á þeim ám, sem fiskur hefur verið merktur i. Silungsmerkingar hafa verið framkvæmdar á eftirtöldum stöðum siðustu ár: Djúpavatni á Reykjanesi, Elliðavatnssvæð- inu, Lárósi, Eystra Friðmund- arvatni á Auðkúluheiði, Laxá i Þingeyjarsýslu (Efri Laxá), Mývatni og Stóra Fossvatni á Landmannaafrétti. Það eru tilmæli Veiðimála- stofnunar til veiðimanna að þeir athugi vel hvort fiskur, sem þeir veiða i sumar, sé merktur og ef svo er að láta Veiðimálastofn- unina vita um það. Slikum upp- lýsingum þarf að fylgja vit- neskja um tegund fisks, kyn, lengd og þyngd og veiðidag og veiðistað. Veitt eru verðlaun fyrir upplýsingar um merktan fisk. UR VEDURBÓK VIKUNNAR Reykjavikurveður vikuna 7. til 13. ágúst 1977 Dags. Úrkoma, Hiti, Sólskin, ni m gr. C klst S 7 0.0 9.8 17.0 M 8. 0.0 10.1 2.2 Þ 9. 0.0 10.2 1.0 M 10. 3.1 12.4 0.6 F 11. 9.5 12.3 3.1 F 12. 0.9 12.5 1.6 L 13 0.2 16.0 1.0 Meðaltal 1.8 11.9 3.8 1931-60 2.0 11.1 5.2 Páll Bergþórsson skrifar: 1 V Mánudagur. Nú er að nálgast lægð alllangt suðvestur úr hafi og sólskinið er að mestu þrotið. Samt helst þurrt og kyrrt i höfuðborg- inni og bændur i nærsveitum hafa full not af þessum degi til að ná saman heyi. 1 spánni um kvöldið er farið að vara við rigningu dag- inn eftir á svæðinu frá Mýrdal til Breiðafjarðar og sumir eru þvi i þurrheyi fram eftir kvöldi. Þungaskattur Þriðjudagur. Það fór að rigna i Þessi siðasta vika var sú hlýjasta, sem hefur komið á sumrinu, og þar munaði mest um einn dag, laugardaginn, þegar meðalhitinn var 16 stig og há- markið komst i 19.5 þessu olli loftstraumur frá Evrópu. Vætan mátti teljast i meðallagi, en sólskin heldur litið að undanskildum sunnudeginum i viku- byrjun. Leifar af sólskinskafla Sunnudagur. Sólskinskaflinn frá fyrri viku náði til þessa drottins- dags, öllum þeim mörgu sem nú voru i frii, til mikillar ánægju. Lofthiti var lika sæmilegur yfir daginn, en svalt um nætur, eins og oft vill verða i heiðrikju. Það hindraði þó ekki Eyjamenn að dansa fram eftir kvöldinu og til kl. 4 á mánudagsmorgun. Eftir þessar svölu nætur er aðeins farið að sjá á kartöflugrösum i Þykkvabæ, þvi mikla kartöflu- landi, en ekki er þó talið að þaö rýri uppskeru. 1 sólskininu i dag var kveikt á Surtseyjarvita, sem státar af lægri breiddargráðu en aðrir vitastaðir landsins. Reykjavik um hádegið, en þá var enn sólskin með köflum á Snæ- fellsnesi, og á Norðurlandi var þurrt þennan dag. Það má þvi heita að heyskapur horfi vel um allt land, og liklega verður mikið sett á vetur af búfénaði i haust. Það er þvi timabært, að verið er að ræða um hvort landbúnaðar- vörur séu hollar eða óheilnæmar. Ég sé ekki betur en Stefán frá Vaðbrekku komist næst hinni skynsamlegu niðurstöðu. Hann telur ráðlegt að minnka sykurát og nota heilnæmari korntegundir, draga til dæmis úr hvitahveitis- áti. En aðalatriðið sé að hætta of- átinu. Það er mesta meinið segir hann. Ég sé fyrir mér, hvernig farið verður að skammta matinn á heimilum og veitingahúsum, likt og gert var i gamla daga, ekki vegna þess að of litið sé til af fæðu eins og þá var, heldur af þvi að of mikið er i búrinu. t Hávamálum segir, að heimskir menn kunni sér aldrei magamál. Eftir þvi að dæma er gáfnavisitala íslendinga ek.ki há. En meðal annarra orða, mætti ekki leggja þungaskatt á fólk eins og bila? Það væri ekki vitlausasti skatturinn. Þó yrði að leyfa frádrátt vegna þungunar. Opinber heimsókn Miðvikudagur. Rigningin gekk hjá að mestu i nótt, og i dag eru aðeins smáskúrir, en klukkan 18 er farið að hellirigna af nýrri lægð sunnan úr hafi. Það var þennan dag, sem Kekkonen kom i opin- bera heimsókn. Hann gat með nokkru stolti sagt i ræðu sinni, að Finnland hefði fylgt virkri hlut- leysisstefnu, en Island hefði á hinn bóginn gengið i Atlantshafs- bandalagið. Hver getur nú verið skýringin á þessum mismun á af- stöðu Finna og Islendinga til voldugs nágranna? Mér dettur i hug, að það megi setja fram á lik- an hátt og i krossaprófi, sem nú eru mjög i móð. Þrir möguleikar eru gefnir: 1. Finnar eru undanlátssamari en tslendingar, en meira munar um hitt, að Kanar eru enn ágengari en Rússar. 2. Rússar eru frekari en Kanar, en meira munar um hitt, hvað Islendingar eru ósjálfstæðari en Finnar. 3. Islendingar eru meiri lyddur en Finnar, jafnframt þvi sem Kanar eru ágjarnari en Rúss- ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.