Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 3
VISIR Þriöjudagur 16. ágúst 1977 Útískákmót á Lœkjartorgi %$$$ Iri ’ ■' fwi . ... rpP rVjjt. . j Jíji * v \ yBpyPJ l -rA V_M Eins og vel sést á þessari mynd fylgdist margt manna meö skák- inni, enda ekki á hverjum degi, sem svona skemmtan er á boöstól- um i Reykjavik. Allsérstæður atburður átti sér stað niðri á Lækjartorgi í gærdag. Þar fór fram firma- keppni i skák á vegum skákfélagsins Mjölnis. Teflt var á sextán boröum, og fylgdist fjöldi manna meö skák- inni, enda veöur hiö besta. Verður ekki annaö sagt, en þetta hafi veriö góð tilbreyting i annars fremur fábrotnu götulif- inu-i Reykjavik, og er vonandi að fleira i þessum dúr fylgi á eftir, svo sem listsýningar og hljómleikar. Mótinu lauk eftir að tefldar höfðu verið niu umferðir, og voru þeir þá efstir og jafnir með sjö vinninga, Guðmundur Sigur- jónssonog Helgi Olafsson. Helgi taldist þó sigurvegari þar eö hann vann Guðmund, en þeir munu skipta niutiu þúsund króna verðlaunum. —AH A þessari mynd sjást tveir skákmenn tefla fyrir tvö dagblaöanna, Visi og Timann i fyrstu umferö. Magnús Sóimundarson geröi sér lft- ið fyrir og mátaöi fulltrúa Timans. Hér sést Guölaug Þorsteinsdóttir, Noröurlandameistari f skák keppa viö skákskýranda VIsis, Jóhann örn Sigurjónsson. — Myndir: EGE. Ruslið skilið eftir á bryggjusporðinum Þegar rannsóknarskipið Shackeltot lagði frá bryggju í Reykjavíkurhöfn á sunnudaginn, skildu skipsmenn eftir stóran ruslpoka á hafnarbakkan- um. Gat var á pokanum, þannig að ruslið flóði út. Tómar bjórdósir og matar- leifar hröktust undan vindinum um bryggjuna. Visir forvitnaðist hjá hafnsögu- mönnum hvernig skip losuðu sig yfirleitt við rusl meðan þau liggja i Reykjavikurhöfn. Sigurður Aðalsteinsson hafn- sögumaður sagðist ekki halda að sóðaskapur sem þessi væri al- gengur. Hann sagði að skip fengju leigðar tunnur frá hreinsunar- deild borgarinnar ef þau óskuðu þess. Hreinsunardeildin sér siðan um að fjarlægja tunnurnar. Venjulega geyma skip þó rusl Ruslpoki Shackeltot setti heldur óhrjálegan svip á bryggjuna. Vfsis- mynd: ÞG Hver fann tága- körfu í Heiðmörk? A sunnudaginn varö ung kona og tvær dætur hennar fyrir þvi óhappi aö týna tágakörfu i Heiö- mörk. Höfðu þær lagt hana frá sér er þær fengu sér gönguferð, en er þær komu aftur að sama stað var hún horfin. Halda þær helst að einhver hafi haldið að karfan hafi týnst, og þvi ætlað aö koma henni til borgarinnar. í körfunni, sem er opin tága- karfa, var ekkert nema nokkrar gosflöskur, dálitiðaf kexi og svo budda, þar sem geymdir voru lyklar. Er það mjög bagalegt fyrir konuna að tapa lyklunum, og biður hún þvi þá sem kynnu að hafa orðið körfunnar varir aö hafa samband við ritstjórn Vis- is, eða i sima 15882. Hinrika og Magnús Torfi Þau leiðu mistök uröu i blaðinu i gær, að rangur myndatexti birtist undir mynd af þeim hjónum Hinriku Kristjánsdóttur og Magnúsi Torfa ólafssyni meö viötali viö Magnús. í myndatextanum átti aö standa aö þessi mynd væri tekin af þeim hjónum, Hinriku Kristjánsdóttur og Magnúsi Torfa Ólafssyni er blaöamenn Visis litu viö hjá þeim um helgina. Biður blaöiö þau hjónin vel- virðingar á þessum mistök- um. um borð, og fleygja þvi þegar komið er út á haf. En eitthvað hafa skipsmenn Shackeltot verið bráðir, og þeim legið á að losna við ruslið. —ÓH afsláttur á öllum okkar vörum Sófasett, garðstólar, borð, gólfdúkar, gólflím, mólverk, skólaskrifborð, einstaklingsrúm, skatthol og margt fleira. LÍTIÐ INN Borghamar, Austurmörk 4, sími 99-4330, Hveragerði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.