Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 17
17 VÍSIR Þriðjudagur 16. ágúst 1977 Batnandi horíur í Bretlandi — en þó ýmsar blikur á lofti Sú spá manna, að vextir fari enn hækk- andi næstu daga á pen- ingamörkuðum i Bandaríkjunum hefur styrkt stöðu dollarsins eftir nokkra óvissu sið- ustu daga. A sama tima er þvi spáð að vexti peningamagns verði haldið meira i skefjum þar vestra en verið hefur að undan- förnu. Auk þess að hafa hækkandi áhrif á vexti og styrkjandi áhrif á dollar mun sUkt hafa á- hrif til minnkunar á verðbólgu þar vestra þó þau áhrif komi ekki strax fram. Japanska yeniö hefur verið stöðugt siöustu daga og er talið að það hefði hækkað i verði ef ekki heföi komiö til bollalegg- inga um vaxtahækkun þar i landi. 1 Bretlandi hafa vextir farið lækkandi eins og skýrt var frá i þessum þætti nií fyrir helgina. Þrátt fyrir það hefur pundið haldist stöðugt en góðar fréttir úr efnahagslifi Breta hafa vegið á móti áhrifum vaxtalækkunar- innar. Fyrir fáum mánuðum voru vextir þar i landi komnir uppi 14% en eru nú aöeins 7.7%. Vaxtahækkunin var miöuð að þvi að styrkja stöðu pundsins sem var mjög veik i vetur og var einnig til þess gerö að draga. úr verðbólgu i landinu. Batnandi horfur í fréttum siðustu daga hefur verið rætt um batnandi horfur i efnahagslifi Breta. Þessar frétt- ir eru byggðar á yfirlýsingum stjórnvalda um verðbólguþró- unina fremur en niðurstöðum sjálfstæðra rannsakenda. Benda má á, að árið 1975 taldi stjórnin að verðbólga kæmist niöur fyrir 10% um áramót en i reyndinni var verðbólgan nær 15% það árið. Stjórnin spáði einnig i fyrra að verðbólga yrði minni en 10% á þessu ári en breytti þvi siðan i 11%. Verð- bólga siðustu .12 mánuði hefur hins vegar verið nær 18% og þrátt fyrir nokkra lækkun á verðbólgu i slðasta mánuði er hæpið að byggja of mikiö á þvi. Ljósterþóaðhagstæðþróun á sér stað i bresku efnahagslifi um þessar mundir hvaö varðar veröbólgu og vöruskiptajöfnuð. Norðursjávarolian hefur breytt töluvert viðhorfum hvað varð- ar vöruskipti Breta við útlönd, en á hinn bóginn hefur innflutn- ingur á ýmsum varningi, og þar á meðal iðnvarningi sem Bretar voru áður sjálfum sér nægir um, vaxið til muna. Batnandi staða á viöskiptareikningi hefur já- kvæð áhrif á stöðu pundins og þvi er auðveldara um vik að lækka vexti og koma þannig af stað aukinni fjárfestingu. í siðasta mánuði hækkaði verðlag minna en þaðhefur gert i nokkrum mánuöi siöan á árinu 1974. Ljóst er að forsendur eru fyrir hægari verðbólgu en verið hefur en óvissa um kjara- samninga á hausti komanda og óvissa um framtið stjómarinn- ar eða getu hennar til þess aö stjórna efnahagsmálum lands- ins setur verulegt strik i reikn- inginn. 1 sfðasta mánuði féll iðnaðar- framleiðsla i landinu án þess að ljóst sé til fulls hvers vegna iðnaðarframleiðsla hefur ekki vaxið eins mikið og vonir stóðu til og þessi minnkun i fram- leiöslu, þó hún stafi að hluta til af eðiilegum orsökum er ekki uppörvandi. Gengisfelling i Dan- mörku? Eins ogskýrtvar frá i þessum þætti i siðustu viku er vaxandi likur á gengisfellingu króna Norðuriandanna i haust. 1 gær voru birtir ársreikningar Prov- insbankans i Danmörku og er i skýrslunni bent á, að slikt megi heita óhjákvæmilegt. Sagt er, aö verðbólgan i Danmörku sé nú tvöföld á við verðbólguna i helsta viðskiptalandi Dana, Þýskalandi. Siikt getur ekki gengið lengi þar eð gróft tekið verður að fella gjaldmiöil um það sem nemur muninum á verðbólgu innanlands og i helstu viðskiptalöndunum. Þetta er aö sjálfsögðu ekki svo einfalt, en gefur nokkra hugmynd um þá erfiðleika sem þjóðum með til- tölulega háa veröbólgu eins og t.d. Danir eiga við að etja hvað varðar gengi gjaldmiðla sinna. Ef verðbólga er verulega miklu hærri en i viðskiptalönd um viðkomandi lands getur það leitt til vitahrings. Gengið verð- ur að fella til þess að halda sam- keppnisaðstöðu á heimamark- aði ekki siður en erlendum mörkuðum. Með þvi að fella gengið hækka hins vegar öll inn- flutt hráefni og allur innfluttur varningur i verði. Við þetta vandamál eiga lönd eins og Danmörk, Bretland og Island að striða og gerir það baráttuna við verðbólguna snúnari en ella. Atvinnuleysi eykst. 1 gær var skýrt frá þvi i Frakklandi að atvinnuieysi hafi aukist veruiega að undanförnu og sé nú meira en nokkru sinni frá striðslokum, eða 1180.000. Nýlega var skýrt frá þvf f Bret- landi að atvinnuleysi þar hefði einnig náöþvi hæsta sem þekkst hefur frá stríðslokum eða um 1600.000. Kosningar eru á næsta ári i Frakklandi og má búast við að allt veröi gert til þess aö ná nið- ur atvinnuleysinu i landinu á næstu mánuðum, sem gætihaft I för með sér aukna verðbólgu þar I landi. Aögerðir til þess að draga úr atvinnuleysi myndi einnig hafa jákvæðar afleiöing- ar I helstu viðskiptalöndum Frakka þar eð slfkt myndi auka eftirspurn eftir innfluttum varningi. — JOH LANDSPÍTALALÓÐ Tilboð óskast í að steypa upp byggingu við sjúkrainnkeyrslu, jarðvinnu við gatnagerð og malbikun. Verkinu skal skila 31. des. 1977 Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu, frá þriðjudaginum 16. ágúst 1977. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudag- inn 26. ágúst, 1977 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Skipaverkfrœðingur og vélatœknifrœðingur Siglingamálaátofnun rikisins vill ráða til starfa sem fyrst skipaverkfræðing og skipa- eða vélatæknifræðing. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar siglingamálastjóra, pósthóif 484, Reykjavik. FLUGVIRKJAR Arnarflug h.f. óskar að ráða 2 til 3 flug- virkja sem fyrst. Upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins, Siðumúla 34, Reykjavik, simi 82122. ARNARFLUG HF FELAGSSTARF OG FUNDIR Frá Ferðafélagi tslands. Eins og flestum er kunnugt verður Ferða- félag Islands 50 ára þann 27. nóv. n.k. Þeirra tima- móta mun félagið minn- ast með margvislegum hættiá þessu ári og hefur sumt af þvi verið þegar framkvæmt. Eitt atriðið i þessari afmælisdagskrá félagsins voru skipulagð- ar gönguferðir á Esju. Fyrsta ferðin var farin 7. mai s.l. og var siðan gengiö á fjallið sam- kvæmt fyrirfram gerðri áætlun allt til 12. júni, en þá höfðu verið farnar 10 ferðir á fjallið og reyndist þátttakan margfalt meiri en búizt var við, eða mætti 1300 hundruð manns. Þátttakendur voru skráöir og að þess- um 10 gönguferðum lokn- um var dregið um sex helgarferðir með félag- inu, sem voru verðlaun til þeirra er áttu þá miða, sem dregnir voru út. Esjugöngum hefur ver- ið haldið áfram siðan, en ekki eftir fastri áætlun og hefur verið ákveðið að halda þeim áfram til 2. okt. samkvæmt eftirfar- andi töflu: laguardaginn 20. ágúst sunnudaginn 28.ágút laugardaginn 4.sept. laugardaginn ll.sept. sunnudaginn 18. sept. laugardaginn 24.sept sunnudaginn 2.okt. Þeir ,sem hafa tekið þátt i Esjugöngum félagsins eftir 12. júnf hafa verið skráðir og það sama mun gilda um þá, sem eiga eftir að koma i gönguna. Er siðustu gönguferðinni 2. okt. er lokið mun enn verða dregið um verðlaun fyrir þátttökuna. Verðlaunin munu verða árbækur félagsins að eigin vali fyrir ákveðna upphæð Þetta verður tilkynnt sið- ar. Miðvikudagur 17. ág kl. 08.00 Þórsmerkurferð. Farseðlar og nánari uppl. á skrifstofsnni. . Sumarleyfisferðir 16. ág. 6 daga ferð um Mýrdal, öræfasveit og Hornaf jörð. Komið á alla fegurstu og þekktustu staðina á þessari leið. Giest f húsum. Farar- stjóri: Jón Á. Gissurar 19. ág. 6 daga ferð til Esjufjaila i Vatnajökli. Gengið þangað eftir jökl- inum frá Jökullóninu á Breiðamerkursandi. Gist allar næturnar i húsum Jöklarannsóknarfélags- 24. ág. 5 daga ferð norður yfirHofsjökul.Gist f húsi. 25. ág. 4-ra daga berja- ferð i Bjarkarlund. Farmiðar og nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Feröafélag Islands. Esjugöngur Ferðafélags Islands i haust. Laugardagur 20. ág. Sunnudagur 28. ág. Laugardagur 4. sept. Laugardagur 11. sept. Sunnudagur 18. sept. Laugardagur 24. sept. Sunnudagur 2. okt. ÝMISLEGT Kirkjuturn Haligrfms- kirkju er opinn á góð- viðrisdögum frá kt. 2-4 siðdegis. Þaðan er ein- stakt útsýni yfir borgina og nágrenni hennar að ógleymdum fjallahringn- um i kring. Lyfta er upp í turninn. Ásgrimssafnið, Berg- stæðastræti 74, er opiö alla daga nema laugar- daga frá klukkan 1.30-4. Orlof húsmæðra Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellssveit verður I orlofsheimili húsmæðra i Gufudal, ölfusi. Fyrir konur með börn 30.7-6.8 Fyrir konur eingöngu 20- 27. ágúst. Upplýsingar f simum 14528 (Unnur) 42901 (Þuriöur 7-8 siðd.) 66189 (Kristin 7-8 siðd.) Fundir AA-samtak- anna í Reykjavík og Hafnarfiröi Tjarnargata 3c: Fundir eru á hverju kvöldi kl. 21. Einnig eru fundir sunnudaga kl. 11 f.h., laugardaga kl. 11 f.h. (kvennafundir), laugar- daga kl. 16 e.h. (spor- fundir). — Svarað er f sima samtakanna, 16373, - eina klukkustund fyrir hvern fund til upplýsinga- miölunar. Austurgata 10, Hafnar- firði: mánudaga kl. 21. Tónabæk: Mánudaga kl. 21. — Fundir fyrir ungt fólk (13- 30 ára). Bústaðakirkja: Þriðjudaga kl. 21. Laugarneskirkja: Fimmtudaga kl. 21. — Fyrsti fundur hvers mánaöar er opinn fundur. Langholtskirkja: Laugardaga kl. 14. Ath. að fundir AA-sam- takanna eru lokaöir fundir, þ.e. ætiaðir alkó- 'hölistum eingöngu, nema annað sé tekið fram, aö- standendum og öðrum velunnurum er bent á fundi Al-Anon eða Ala- teen. AL-ANON, fundir fyrir aöstandendur alkóhó- lista: Safnaðarheimiii Grensáskirkju; Þriðjudaga kl. 21. — Byrjendafundur kl. 20. Langhoitskirkja: Laugardaga kl. 14. ALATEEN, fundir fyrir bcrn (12-20 ára) alkó- hólista: Langholtskirkja: Fimmtudaga kl. 20. Fréttatilkynning: Dregið hefur verið i happ>- drætti Islenskrar Réttar- verndar. Upp komu eftir- talin númer: 15.636 - 3.326 - 16.195 - 20.003- 1.030-6.545- 19.720 - 20.004 - 16.978 - 6.590 - 16.464. Nánari upplýsingar f sim- um 27282 eða 35222. ÝMISLEGT Föstud. 19.8 kl. 20 Hábarmur — Laugar og vfðar. Frjálst er í tjöldum I fjallasal. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Föstud. 26.8. Aðaibláberjaferð til Húsavikur. Einnig gengnar Tjörnesfjörur. Fararstj. Einar Þ. Guö- johnsen. Upplýsingar og farseðlar á skeifst. Lækjarg. 6 simi 14606. — Útivist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.