Vísir - 09.09.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 09.09.1977, Blaðsíða 2
Föstudagur 9. september 1977 c i Reykjavik. -----y>------- Hvernig er skapið um þessar mundir? Þóra ólafsdóttir, skrifstofu- stúlka: Ég er ml venju fremur i frekar góöu skapi, enda er veðriö svo óvenju gott. Sigurður Sigurðarson, lögreglu- þjónn: Ég er i góðu skapi eins og alltaf Auður Gunnarsdóttir, hjá vatnsveitunni: Ég er i alveg ofsalegu góðu skapi, annars er þessi spurning fremur kjánaleg. Magni Ólafsson, bensinaf- greiðslumaður: Ég er i slæmu skapi — haustið leggst illa i mig. Kristjana Guðmundsdóttir, hús- móðir: Skapið er i finu lagi — veðrið er lika svo gott miðað við árstima. Þannig var umhorfs á eldstöðvunum á Leikhnúkssvæðinu milli klukkan átta og niu i gærkvöldi, en þá var gosið i hámarki. Myndina tók Jens Alexandersson, ljósm vndari VIsis, vestan við gossprunguna og sést vel hvernig glóandi hraunið rennur frá gigunum. GOSIÐ VID LEIRHNJÚK í GÆRKVELDl:_ DÆMIGERT SPRUN6UG0S MEÐ ÞUNNFLJÓTANDI HRAUNELFUM Þriðju eldsumbrotin á tæpum tveimur árum i nánd við Kröflu hófust með sprengingu á Leir- hnjúkssvæðinu um klukkan 18 í gærkvöldi. Örfáum minútum eftir sprengigosið myndaðist um kilómetra löng sprunga og jarðeldar brutust upp á yfir- borðið. ösku og reykjarbólstrar náðu upp i þriggja til fjögurra kiló- metra hæða á meðau gosið var I hámarki um klukkan 21 i gær- kvöldi og hraunsúlur stóðu upp af sprungunni. Bjart og stillt vcður var á þessum slóðum' er gosið hófst og sást gosmökkurinn vfða að af Norðausturlandi, þar á meðal frá lfúsavík og Kópaskeri. Talið var að gosiö i gærkvcldi væri talsvert meira og öflugra en fyrri gosin tvö á þessum slóð- um á þessari öld, Leirhnjúks- gosið i desember 1975 og gosið i april siðastliðnum. Þunnfljótandi hraun. „Þetta er fullkomið alvöru- gos” varð Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi að orði, er hann sá gosið i gærkveldi. Fréttamenn Visis sem komu á flugvél yfir svæðið á áttunda timanum i gærkveldi, sögðu það likjast mjög upphafi gossins á Heimaey i Vestmannaeyjum 1973. Eldur var þá uppi i tæp- lega kilómetra langri sprungu á tveimur stöðum norður af Leirhnjúki. Þunnfljótandi hellu- hraun rann þá frá eldstöðvun- um, og var áætlað að það væri að jafnaði milli einn og tveir metrar að þykkt. Suðurendi gossprungunnar var á mjög svipuðum slóðum og gosið kom upp i aprilmánuði siða"stliðnum fjóra til fimm kiló- metra frá framkvæmdasvæðinu við Kröflu. Dæmi gert sprungugos. Að hluta til rann nýja hraunið yfir það gamla og sáu menn, sem gengu upp að gossvæðinu kólnandi hraunjaka berast hægt áfram ofan á straumnum. Landinu á gossvæðinu hallar til norðurs og rann þvi hraunið aðallega i þá átt og örlitið til austurs. Jarðfræðingar voru sammála um það i gærkveldi að þarna væri um dæmigert sprungugos að ræða með langri gigaröð, en einn giganna var þó kraftmeiri en hinir. Við upphaf gossins i gær- kveldi voru hvorki mannvirkin við Kröflu né byggðin i Mý- vatnssveit i hættu vegna hraun- rennslisins. Lokið í nótt. Eins heppilegt var að jarð- visindamenn létu ekki fara frá sér neina spádóma um lengd gossins á þessum slóðum i gær- kveldi, þvi að eldsumbrotunum var að mestu lokið um klukkan tvö i nótt. 1 morgun hafði einnig dregið mjög úr skjálftum á Mývatns- svæðinu, og var þá unnið að þvi að kanna skemmdir af völdum skjálftanna en þær virtust aðal- lega vera i nánd við Kisiliðjuna. Nánar segir frá umbrotunum og afleiðingum þeirra á forsiðu og baksiðu Visis i dag. Hér er horft i noröur frá syöstu eldstööinni þar á gossvæöinu og sést mökkurinn upp af henni fremst á myndinni. Fjær logar gigarööin, sem aöalgosiö var úr i gærkveldi, þ.e. gígarnir, sem sýndir eru nær á efri myndinni hér á siöunni. Visismynd: JA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.