Vísir - 09.09.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. september 1977
3
VISIR
Megrunarþátturinn
vekur athygli:
Sigrún Stefánsdóttir
„Undirtekt-
irnar
jákvœðar"
■ segir Sigrún
Stéfánsdóttir
„Jú, ég held ég megi segja
að þær undirtektir sem ég
hef orðið við vör við hafi
almennt verið jákvæðar”,
sagði Sigrún Stefánsdóttir,
fréttamaður í samtali við
Vfsi, en hún er sem kunnugt
er umsjónarmaður þáttarins
Á Vogarskálum með Jóni
tHtari Ragnarssyni.
„Einu óánægjuraddimar
sem heyrsthafa eruþær sem
segjaað við höfum ekki valið
nógu feitt fólk i þáttinn. En
eins og kom fram þarna á
þriðjudaginn þá var það gert
af ásettu ráði. Fólkið i þætt-
inum er fulltrúar stærsta
flokksins sem þarf á því áð
halda að grenna sig”.
,,Mér finnst ekki rett að
bera þennan þátt saman við
reykingaþáttinn. Þetta er
miklu meira mál og allt
öðruvisi. Þar var þetta mun
einfaldara.Þaö er jii hægt að
drepa i siöustu sigarettunni,
en það er ekki hægt aö hætta
að borða. Það er heldur ekki
ætlun okkar að þjóðin fari i
hálfsmánaðar eða mánaöar
megrunarkúr. Við erum aö
reyna að breyta neyslu-
venjum til langframa og til
þess þarf gifurlegt átak”,
sagði Sigrún að lokum.
í7 ----
Eg er á móti
megrunarkúrum
segir Vilborg Dagbjartsdóttir
//Ég er nú alltaf að
grenna mig — en ekki
með sjónvarpinu/ heldur
fer ég eftir eigin ráðum
og gengur prýðilega",
sagði Vilborg Dagbjarts-
dóttir, rithöfundur.
,,Ég sá seinni hluta megr-
unarþáttarins, og þótti nokkuð
forvitnilegt, ég er nefnilega dá-
litið feit, en ég er á móti megr-
unarkúrum þar sem ég tel að
sálin skipti meira máli en
likaminn”.
Vilborgu fannst þessir þættir
mjög æskilegir þar sem við ís-
lendingar þyrftum nauðsynlega
að breyta matarvenjum okkar
en þaö gerðum við ekki nema
með allsherjar átaki.
,,En það þyrfti að beina þess-
ari baráttu inn i skólana og
vinnustaðina”, sagði Vilborg,
,,þvi það skiptir ákaflega miklu
máli hvernig aðstæðurnar eru á
vinnustað gagnvart þessum
hlutum. Sjónvarpið mætti i þvi
sambandi kynna hlut skólanna
Vilborg Dagbjartsdóttir
beinlinis i þvi að skapa óhollar
matarvenjur hjá nemendunum.
Ég er nýkomin frá Sviþjóð og
það er fróðlegt að geta þess i
þessu sambandi að á öllum
helstu ferðamannastöðum þar i
landi sjást hvergi sjoppur.
Hér á landi er hins vegar
varla til sá staður þar sem búast
má við að fleiri tslendingar en
þrir komi saman, að þar sé ekki
sjoppa”.
—H.L.
Guörún Olafsdóttir
Flestir standa
í baráttu við
aukakílóin
— segir Guðrún
Ólafsdóttir
,,Ég reikna fastlega með þvi
aö fylgjast með þessum þátt-
um”, sagði Guörún ólafsdóttir
sjónvarpsþulur, þegar hún var
spurð hvort hún ætlaði aö
fylgjast með þættinum A vogar-
skálum i sjónvarpinu.
„Það eru nú flestir sem
standa i þessari baráttu við
aukakilóin”, sagði Guðrún.
Hún hefur ekki gert þaö upp
við sig enn þá hvort hún ætlar a ö
fylgjast með mataræöispró-
gramminu ,,en þó kemur það
vel til greina” sagði Guðrún.
HL
Jón Hákon Magnússon
,,Nei ég ætla ekki að
grenna mig með sjón-
varpinu", sagði Jón
Hákon Magnússon,
framkvæmdastjóri,
þegar Visir innti hann
r
Eg tel mig
ekki þurfa
aðstoð við
að passa
mig
— segir Jón Hákon
Magnússon
eftir þvi hvort hann
ætlaði að grenna sig
með sjónvarpsþætt-
inum Á vogarskáium.
„Þetta framtak er þó mjög
athyglisvert fyrir þá sem hafa
áhuga á þvi og sigarettuþáttur-
inn gerði sitt gagn”, sagöi Jón
Hákon, „vitanlega þurfa allir að
passa sig — en ég tel mig ekki
þurfa neina aöstoð við þaö”.
—H.L.
Það stendur
til að
reyna að
grenna sig
— segir Alfreð
Þorsteinsson
„Það er nú meö þetta eins og
svo margt annað”, sagði Alfreð
Þorsteinsson, ,,aö maður parf
að hafa góðan tíma til að geta
einbeitt sér að þessu og náð
virkilegum árangri”.
„Mér finnst þetta framtak
sjónvarpsins vera til mestu
fyrirmyndar, þetta er gagnlegt.
Sjónvarpið er nú okkar lang Alfreð Þorsteinsson
sterkasti fjölmiðill, og þetta er Varöandi sjálfan mig þá
eins og hver annar fræöslu- stendur það nú til aö grenna sig
þáttur mér finnst þetta ekki — allavega ætla ég að fylgjast
vera uppáþrengjandi eins og með þáttunum og hugsanlega
svo margir vilja halda fram, tekur maður þátt I þessu”.
þettaer stórgott framtak. HL
Samið
við
Pólverja
Dagana 6.-8. september
s.l. fór fram í Reykjavík
viðræöur um viðskipti is-
lands og Póllands. Um við-
skipti landanna gildir við-
skiptasamningur, sem nær
til tímabilsins 1975—1980.
í sameiginlegri fundargerð,
sem undirrituð var 8. september
s.l. áf Þórhalli Asgeirssyni ráðu-
neytisstjóra, formanni islensku
nefndarinnar, og Zbigniew
Krzyoztofowics skrifstofustjóra,
formanni pólsku nefndarinnar, er
bent á að þróun viðskipta milli
landanna hafi að undanförnu
verið hagstæð og viðskiptahorfur
væru góðar. Nefndirnar voru
sammála um aðauka fjölbreytni I
viðskiptum landanna, og i þvi
sambandi lagði islenska nefndin
sérstaka áherslu á aukna sölu á
lagmeti, ullarvörum og kisilgúr
auk venjulegra útflutningsvara.
SIOUMuLI Þll SIMI 86411 smáar sem stórar!
Gjafavörur
í úrvali
Hér er sýnishorn af þeim vörum sem við bjóðum þér:
Könnur og glös úr sléttum kristal, nýkomið.
Avaxtasett 10 tegundir. Blómavasar margar geröir. Skálar úr handskornum kristal.
Vasar skálar og kertastjakar úr lituðum kristal. — Silfurplett ný sending, t.d. skál-
ar, kertastjakar, vasar, kertaluktir, diskar, isfötur og glös. Onix vörur t.d. siga-
rettukveikjarar sigarettukassar, öskubakkar, pennastandar — vasar — kertastjak-
ar og fallegir Onix lampafætur fyrir þær sem sauma skerminn sjálfar. Postulins-
styttur ca. 250-300 geröir. Viö höfum ekki reynt aö telja þær en vitum aö þær eru fal-
legar og ódýrar. Handmálaö keramik. Bæheims glervara, t.d. glös, bjórkönnur,
púnsbollur, vasar, könnur, ávaxtasett, kertastjakar o.fl. ótrúlega ódýrt og fallegt.
— Þetta er aðeins sýnishorn af vöruúrvalinu.
— Vörur fyrir alla — verð fyrir alla.
TEKKn
K RICT/IIÆ
auaavegi 15 — Sími 14320