Vísir - 09.09.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 09.09.1977, Blaðsíða 10
Föstudagur 9. september 1977 VISIR 10 VÍSIR l tfalitli: l(r> kjaprciitf lií l-'iantkva'indastjiíri: Davift (iiiiliii'niiilssnii Hitstjnrar: l*nrsti'inn l’; Issnn álim. illafnr Ita^narssnn. Itilst jnrnarfullt rúi: Bragi (Juftmundsson Kréttastjnri crli ndra fri tta : (iuftrhundur G. Fétursson. I insjóii meft lldgarhlaói: Arm Fórannsson Blahamenn: Anders Hanscn. Anna Heiftur Oddsdóttir Kdda Andrésdottir, Kinar K Guftfinnsson. Elias Snæland Jónsson. Finnbogi Hermannsson. Guftjóri Arngrimsson. Hallgrimur II. Helgason. Kjartan I. Pálsson. Oli Tyrtes. Sigurveig Jónsdóttir! Sveinn (iuftjonsson. Sæmundur Guftvinsson Iþróttir: Bjorn Blöndal. (iylfi Kristjánsson C tlitsteiknun: Jón Oskar Halsteinsson. Magnús Olatsson l.josmvndir: Kinar (iunnar Kinarsson. Jens Alexandersson. Loftur Asgeirsson Siilustjóri: Pall Stepnsson Xiiglysingastjóri: Porsteinn Kr Sigurftsson Dreifingajstjóri: Sigurftur K. Pétursson \iigl>siugar: Siftumula s. Simar X22tiO. Klilill. \skriftargjald kr. i:(ó(l a mánufti innanlands. Xfgreiftsla Stakkliolli 2 » simi xtilill Verft i Liusasiilu kr. 70 eintakift. Itílstjorn: Siftiimula II. Simi Klilill. 7 linur. Prentun: Itlaftaprent lil. Einu sinni enn Á síðasta ári urðu all-miklar umræður um réttar- gæslukerfið i landinu. Hörð gagnrýni var sett fram bæði að þvi er varðar meðferð einkamála fyrir héraðsdómum og opinberra mála. Af hálfu æðsta yfirvalds dómsmálanna var ádeilum þessum yfirleitt svarað með því einu, að gagnrýnendurnir væru illa innrættir menn, sem vildu grafa undan lýðræðinu i landinu. Nokkrir tilburðir voru þó sýndir i þá veru að bæta úr skák. Alþingi samþykkti þannig að frumkvæði dóms- málaráðherra að setja á stofn Rannsóknarlögreglu rikisins. Þó aðdeila megi um hina nýju skipan, er aug- Ijóst, að með þessu var stigið spor í rétta átt. Það á þó enn eftir að sýna sig, hvort breytt skipulag geti eitt út af fyrir sig leitttil úrbóta á þessu sviði. Megin gagnrýnin, sem fram hefur verið sett, snýr þó að seinagangi í meðferð mála, og á það jafnt við um almenn einkamál og opinber mál. Inn í þessar um- ræður hafa einnig dregist upplýsingar um vafasöm pólitísk afskipti af framkvæmd refsidóma. Seina- gangurinn er þó stærsta vandamálið, sem við er að etja í þessu efni. Lögfræðingar hafa rætt þessi vandamál og sér- fræðingar um réttarfarsmálefni sett fram tillögur af ýmsu tagi. En ástandiðer óbreytt. Þegar umræðurnar falla niður i f jölmiðlum er engu líkara en stjórnvöldin missi áhugann á frekari aðgerðum til úrbóta. Seina- gangur í meðferð dómsmála er þó ein af alvarlegustu meinsemdum þjóðfélagsins eins og sakir standa. Vísir birti i gær upplýsingar um einstakan slóðahátt réttargæslunnar. Fyrir tíu mánuðum gengu tveir skotóðir menn berserksgang i Reykjavík og ógnuðu f jölda manns. Lögreglunni tókst að handtaka þá eftir að annar þeirra hafði verið ekinn niður. Nú kemur í Ijós, að ríkissaksóknari hefur ekki enn gefið út opin- bera ákæru vegna máIs þessa, hvað þá heldur að dóm- ur sé genginn. Jafnframt hefur verið upplýst, að hann fékk ekki málið í hendur frá rannsóknaraðilum fyrr en i júlímánuöi síðastliðnum. Með sama áframhaldi gætu ár liðið þar til dóms væri að vænta í máli þessu. Hér er á ferðinni réttar- farshneyksli. Ef málinu hefði ekki verið hreyft opin- berlega má gera ráð fyrir því, að ríkissaksóknari hefði geymt það í skúffu sinni mánuðum saman. Þeg- ar mál sem þessi eru opinberuð er það venjan að við- komandi réttargæsluaðilar taki viðbragð og komi því frá sér. Þess er að vænta að svo verði einnig í þessu tilviki. En aðalatriðiðer, að mál þetta er skýrt dæmi um þá óreiðu, sem rikir i réttargæslunni. Með öllu er óverj- andi að ákæra skuli ekki hafa verið gefin út tíu mán- uðum eftir að menn þessir gengu skjótandi um götur borgarinnar. Þó að aðstaða dómstóla og annarra réttargæsluaðila sé óviðunandi er það ekki einhlit af- sökun fyrir hneyksli sem þessu. Sannleikurinn er sá, að það er vöntun á skipulegri stjórnun í réttargæslukerfinu öllu. Æðstu dómsmála- yfirvöld hafa engan reka gert að því að bæta úr skák í þvi efni. Engu er líkara en þau hafi gefist upp fyrir því vandamáli, sem aðsteðjar. Framvinda mála sýnir glöggt, aðærin þörf er á að fá kraftmeiri ráðherra yf- ir dómsmálasýsluna. Skipulagsbreytingar geta ekki breytt miklu, ef ekki verða samhliða tekin upp ný vinnubrögð. Mál skot- mannanna er hvorki flókið né umfangsmikið. Fram- gangur þess sýnir hins vegar, að það er doði í kerf inu, og æðsta yfirvald dómsmálanna hefur ekki gert til- raunir til úrbóta í því efni, þrátt fyrir þær umræður, sem fram hafa farið um brotalamir réttargæslunnar. Sex vélar nú ó vegum Cargolux: — rúmlega 400 manns í 30 löndum starfa hjó fyrirtœkinu „Árið 1976 skilaði best- um árangri frá þvi að Cargolux var stofnað árið 1970", segir Einar ólafs- son, framkvæmdastjóri félagsins. Heildarvelta fyrirtækisins varö 1.995 milljónir Luxemborgar- franka, sem er um 11.6 milljarðar Ragnar Kvaran er aöalflug- stjóri hjá Cargolux. islenskra króna. Aukningin milli ára var 37.6%. Cargolux hefur nú þrjár CL-44 vélar af stærri gerðinni og þrjár Super DC-8-63 þotur. Þær fluttu samtals 37.509 tonn af varningi á siðasta ári, en þaö var 23% aukn- ing frá árinu áðru. Fyrirtækiö hefur nú á sínum vegum rúmlega 400 starfsmenn i meira en 30 löndum. A siöasta ári voru opnaðar skrifstofur á tveim- ur stöðum — I Taipei á Taiwan og i Vinarborg. 75% vöruflutninganna. Cargolux hefur bækistöðvar sinar i Luxemborg, og vörunum, sem fyrirtækið flýgur með vitt og breitt um heiminn, er ekið þang- að. Sömuleiðis er varningi, sem fluttur er úr öðrum heimsálfum til Luxemborg ekið þaöan til eig- endanna vfða í Evrópu. 1 skýrslu um starfsemi fyrir- tækisins kemur fram, að 75% þess varnings, sem fer meö flugvélum Gunnar M. Björgvinsson, for- stöðumaður viðhaidsdeildar- innar. til og frá Luxemborg, fer með Cargolux-vélum. Víða um heim. Cargolux flytur vörur viða um heim. Frá upphafi hefur fyrirtæk- ið sent vélar til rúmlega 250 flug- valla i heiminum. Hins var eru flug reglubundnari til sumra staða en annarra. Þannig er flogið 4-6 sinnum á viku til Arabalanda og til Austur-Asiu, einkum Hong Kong. Þá er einnig farið svo til dag- lega til Afriku, og þá fyrst og fremst vesturhluta þeirrar heimsálfu. En einnig er farið til Einar ólafsson, framkvæmda- stjóri Cargolux. stjóri þeirrar miðstöövar er Gunnar M. Björginvsson. Breytt stjórn A siðara aöalfundi Cargolux uröu þær breytingar á stjórn fyrirtækisins, að Orn Johnson og Sigurður Helgason tóku þar sæti I staö þeirra Einars Aakranns og Halldórs Guðmundssonar. Forseti stjórnarinnar er Roger Sietzen, en eins og áður sagöi er Einar Ólafsson framkvæmda- stjóri. —ESJ staða i Suður-Ameriku, Astra- liu, Nýja-Sjálandi, og viðar. Viðha Idsmiðstöðin. Þá rekur Cargolux umfangs- mikla viðgerðarmiðstöð bæði fyrir eigin vélar og annarra flug- félaga. Hér er um að ræða gömlu viöhaldsdeild Loftleiða i Luxem- borg, sem sameinaðist Cargolux i ársbyrjun 1974. Framkvæmda- Cargolux-vélar á flugvellinum I Luxemborg. carqolux Fluttu 37 þúsund tonn af varningi síðasta ór

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.